Morgunblaðið - 13.10.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 13.10.2012, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1 3. O K T Ó B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  240. tölublað  100. árgangur  www.kaupumgull.is Græddu á gulli Kringlunni 3. hæð um helgina! Upplýsingar og tímapantanir: Sverrir s. 661-7000 lau., sun., mán., þri. og mið. frá kl. 11:00 til 18:00 Nánar á bls. 5 SUNNUDAGUR  GUÐBERGUR: MAÐUR VERÐUR AÐ VERA SINN EIGIN EINRÆÐISHERRA  NETIÐ BREYTTI TÍSKUHEIMINUM  LADY GAGA MIÐLAR SAMKENND Morgunblaðið/Ásdís Matarkarfa Vísbendingar eru um að fólk setji orðið minna af matvöru í körfuna.  Velta á innlendum kreditkortum minnkaði milli ára í ágúst og var veltan á debetkortum innanlands einnig minni. Veltan á innlendum kreditkortum erlendis var hins veg- ar meiri í ágúst 2012 en í sama mánuði í fyrra. Þá jókst veltan á er- lendum kreditkortum á Íslandi. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir merki um að verslunin í síðasta mánuði hafi ver- ið minni en í fyrra. Fólk setji til dæmis minna í matarkörfuna en í fyrra og það sé talið merki um að það hafi minna milli handanna. »7 Veltan minnkar milli ára og minna sett í matarkörfurnar Yfirlýst 1%-samtök » Outlaws MC eru yfirlýst 1%- samtök en það er viðtekinn skiln- ingur lögreglu að það þýði að þau hafi sagt sig úr lögum við sam- félagið. » Að áliti lögreglu hafa 99% allra vélhjólasamtaka á að skipa venju- legum löghlýðnum borgurum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Lögregla hér á landi er hvorki hrædd við Outlaws-vélhjólasamtökin né önnur samtök sem grunur leikur á að tengist glæpastarfsemi og treystir sér fyllilega til að halda þeim í skefjum. Fari þessi samtök ekki að lögum verður þeim mætt af fullri hörku, hvergi verður slegið af, svo sem sást á umfangsmikilli aðgerð lögreglu gegn félögum í Outlaws fyr- ir rúmri viku. Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar kemur einnig fram að lögregla telur að samtökin séu verulega lösk- uð eftir aðgerðina. Eigi að síður verður fylgst grannt með þeim áfram og gripið til viðeigandi að- gerða, verði tilefni til. Út fyrir skynsemismörk Lögreglumenn virðast almennt ekki hafa miklar áhyggjur af um- ræddum hótunum í sinn garð og þykir umræðan undanfarið hafa far- ið út fyrir skynsemismörk. Meira hafi verið gert úr styrk Outlaws- samtakanna en efni standa til. „Ali umræðan á ótta þjónar það þeirra hagsmunum. Outlaws-liðar vilja að fólk sé hrætt við þá, það styrkir ímyndina og þannig er auðveldara fyrir þá að ógna fólki, til dæmis þeg- ar þeir innheimta skuldir,“ segir lög- reglumaður. Outlaws-samtökin á Íslandi eiga nú svokallaða „skilorðsaðild“ að heimssamtökunum en gætu öðlast fulla aðild á næstu mánuðum. Ekki smeyk við Outlaws  Lögregla treystir sér fyllilega til að halda samtökum sem bendluð hafa verið við glæpastarfsemi í skefjum en segir mikilvægt að þeim sé veitt aðhald og eftirlit Ljósmynd/Kolla Gr. Falleg Þrift frá Hólum er með eina hæstu sköpulagseinkunn landsins. Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Háskólinn á Hólum gekk í vikunni frá sölu á gæðingshryssunni Þrift frá Hólum. Um er að ræða eina af hæst dæmdu hryssum landsins með 8,62 í aðaleinkunn kynbótadóms, þar af 8,81 fyrir sköpulag og 8,50 fyrir hæfileika. Kaupandi samkvæmt Worldfeng, ættbók íslenska hests- ins, er Höfðaströnd ehf., sem er í eigu Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefánssonar. Heimild- ir blaðsins herma þó að kaupendur séu tveir að hryssunni og kaupverðið hafi verið rúmar 25 milljónir króna. Þrift er átta vetra gömul og gríð- arlega vel ættuð, undan Þrennu frá Hólum og Adam frá Ásmundarstöð- um. Þrenna var undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og Þrá frá Hólum sem var undan Þernu frá Kolkuósi og Þætti frá Kirkjubæ. Samkvæmt heimildum verður Þrift áfram í Skagafirði og var seld með fyli við Arði frá Brautarholti. Söluandvirði hryssunnar rennur inn í rekstur Háskólans á Hólum, sem oft á tíðum hefur verið erfiður. Hryssa seld á 25 milljónir  Þrift ein sú hæst dæmda á landinu  Tveir kaupendur  „Þetta er gríð- arlegt tjón og tekjuhliðin alveg farin þetta árið,“ segir Guð- mundur Jónsson, sauðfjárbóndi í Fagraneskoti í Aðaldal, en hann hefur líklega misst um 120 fjár eftir veður- áhlaupið í byrjun september sl. Bændur á Norðurlandi hafa misst nokkur þúsund fjár og er tjónið meira en flestir reiknuðu með í fyrstu. Mikill kostnaður er af leit- arstarfinu, bæði olíukostnaður og tapaðar vinnustundir. »6 Tekjuhlið bænda farin þetta árið  „Það var fjórð- ungs samdráttur í veiði á milli ár- anna 2010 og 2011, en samt var veiðin svo góð að menn sáu það ekki. Þegar síðan bætist við 39% niðursveifla til viðbótar milli ára eru menn komnir í sársaukamörkin,“ segir Guðni Guðbergsson fiskifræðingur á Veiðimálastofnun. Hann segir að búist hafi verið við niðursveiflu í laxveiðinni í sumar en ekki jafn- mikilli og raunin varð. »14 Niðursveiflan í lax- veiðinni var 39% Skammdegi og sleipar akbrautir eru nokkuð sem vegfarendur á Íslandi þurfa að bregðast við þessa dagana. Mikilvægt er að haga akstri eftir aðstæðum og gæta þess að hjólbarðar, ljós og annar búnaður ökutækja sé í góðu lagi. Veðurstofan sagði að búast mætti við snörpum vindhviðum við fjöll sunnanlands fyrripart dags- ins. Spáð var austan 8-15 m/s vindi, hvössustu við suðurströndina, og rigningu með köflum. Skammdegið krefst aukinnar aðgæslu í umferðinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Ökuljósin blika í bak og fyrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.