Morgunblaðið - 13.10.2012, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012
✝ María Péturs-dóttir, hús-
móðir í Vest-
mannaeyjum,
fæddist á Nes-
kaupstað 8. nóv-
ember 1923. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 4.
október 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Una Stef-
anía Stefánsdóttir,
f. 25.1. 1882, d. 17.11. 1950, og
Pétur Pétursson, f. 13.11.
1874, d. 19.3. 1937. María var
yngst fjórtán systkina, þrjú
þeirra dóu ung en tólf systkini
náðu fullorðinsaldri, með
henni eru þau öll fallin frá.
Systkini hennar voru: Sig-
urbjörg, f. 1902, d. 1996. Jón,
f. 1903, d. 1987. Ragnheiður, f.
1904, d. 1999. Sigurður, f.
1905, d. 1994. Sigríður, f. 1907,
d. 1959. Eva, f. 1908, d. 2008.
Margrét, f. 1911, d. 2002.
Sveinbjörg, f. 1912, d. 2001.
Þorgerður, f. 1913, d. 1997.
Stefán, f. 1915, d. 1982. Guðný,
f. 1917, d. 2009.
María giftist Sveini Matt-
híassyni frá Vestmannaeyjum,
f. 14.8. 1918, d. 15.11. 1998.
Foreldrar hans voru Þórunn
Sigursteinsdóttir, f. 1956.
Börn þeirra, Fríða Hrönn, f.
1980 og Ágúst, f. 1985. 6) Óm-
ar, f. 1959, eiginkona Margrét
Ó. Eyjólfsdóttir, f. 1946. 7)
Cassandra C. Siff Sveinsdóttir,
f. 1960, eiginmaður 1. Hjörtur
R. Jónsson, f. 1959, d. 1984,
sonur þeirra , Jón Bjarni
Hjartarson 1981. Eiginmaður
2. Peter Skov Andersen, f.
1956, dóttir þeirra, Heidha
Björk Andersen f. 2001.
María bjó á Neskaupstað
þar sem hún hóf ung störf
sem vinnukona. Hún flutti
sautján ára gömul til Vest-
mannaeyja þar sem hún
kynntist eiginmanni sínum,
Sveini Matthíassyni frá
Byggðarenda. Bjuggu þau all-
an sinn búskap í Vest-
mannaeyjum að undanskildum
nokkrum mánuðum í Heima-
eyjargosinu 1973. María vann
sem vinnukona fyrstu ár sín í
Vestmannaeyjum en síðan sem
húsmóðir. Hún vann mikið að
félagsmálum og var félagi í
Slysavarnadeildinni Eykyndli
og Kvenfélagi Landakirkju.
Hún söng í Kór Landakirkju
til fjölda ára og var meðal
stofnfélaga Félags eldriborg-
ara í Vestmannaeyjum.
Útför Maríu fer fram frá
Landakirkju í dag, 13. októ-
ber 2012, og hefst athöfnin kl.
11.
Júlía Sveinsdóttir,
f. 13.7. 1894, d.
20.5. 1962 og Matt-
hías Gíslason, f.
14.6. 1893, d. 24.1.
1930. Börn Maríu
og Sveins urðu: 1)
Matthías, f. 1943,
eiginkona Krist-
jana Björnsdóttir,
f. 1943. Synir
þeirra, Sveinn, f.
1966, d. 2012 og
Björn, f. 1978. 2) Óskírður
Sveinsson, f. 22.11. 1946, d.
23.11. 1946. 3) Stefán Pétur, f.
1948, eiginkona 1. Henný
Dröfn Ólafsdóttir, f. 1948, d.
2003, börn þeirra María, f.
1968. Aðalheiður, f. 1969.
Sveinn, f. 1973, d. 1991. Erla
Björg, f. 1977. Sigurður Freyr,
f. 1984. Guðni Þór, f. 1988.
Eiginkona 2. Matthildur
Sveinsdóttir, f. 1956. 4) Sævar,
f. 1953, sonur Halldór Jón, f.
1971, barnsmóðir Eyja Hall-
dórsdóttir, f. 1954. Eiginkona
1. Svanhildur Sverrisdóttir, f.
1951, dætur þeirra Særún f.
1976, og Sandra, f. 1979. Eig-
inkona 2. Hólmfríður Björns-
dóttir, f. 1955, dóttir þeirra
María Sif, f. 1994. 5) Halldór,
f. 1956, eiginkona Guðbjörg H.
Mig langar að minnast móður
minnar Maríu Pétursdóttur sem
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja
4. október síðastliðinn. Mamma
var yngst barna foreldra sinna,
Unu Stefaníu Pétursdóttur og
Péturs Péturssonar en barnalán
þeirra var mikið enda mamma
fimmtánda barn þeirra hjóna,
með henni eru þau nú öll fallin
frá. Líf foreldra hennar hefur
verið erfitt því þau voru vinnuhjú
á Héraði og var það ákvörðun
húsbænda þeirra hversu mörg
börn þau gátu haft hjá sér, þess
vegna þurftu þau að láta börn frá
sér. Þau vildu reyna að auka lífs-
gæði sín, stefnan var því tekin til
Vesturheims en þegar þau voru
komin á Seyðisfjörð var þeim lof-
að gulli og grænum skógum. Þá
settust þau að í Neskaupstað þar
sem mamma fæddist í Garðs-
horni sem faðir hennar hafði
byggt en efndir loforðanna voru
ekki eins og lofað hafði verið. Það
var með mikilli hlýju og ást sem
mamma minntist uppvaxtarár-
anna í faðmi foreldra sinna, Guð-
nýjar systur sinnar og Stefaníu,
systurdóttur. Samkvæmt nú-
tímaviðmiðum og eflaust þeirra
líka þá voru þau fátæk en hún
sagðist aldrei hafa fundið fyrir
því.
Mamma sagðist alltaf hafa ver-
ið pabbastelpa þegar hún var lítil,
minntist hún oft kirkjuferða með
föður sínum sem barn og sagðist
oft hafa sofið þar í fangi hans. Það
er aðdáunarvert hversu sterk
fjölskyldubönd þeirra systkina
voru þrátt fyrir að börnin hafi
dreifst. Mamma fluttist til Vest-
mannaeyja 17 ára gömul, réð sig í
vist í Varmadal, þar sem Margrét
systir hennar og Eva bjuggu með
eiginmönnum sínum. Þar kynnist
hún pabba, Sveini Matthíassyni,
upp frá því gengu þau og dönsuðu
saman lífsins leið. Þau eignuðust
sex drengi en einn þeirra misstu
þau í frumbernsku, þau ættleiddu
systurdóttur föður okkar, á
fyrsta ári. Við vorum svo lánsöm
að mamma var heimavinnandi
húsmóðir og sinnti því hlutverki
af mikilli kostgæfni og ást eins og
öðru sem hún tók að sér. Það er
einstakt lán að fá að alast upp í
því umhverfi sem mamma og
pabbi sköpuðu okkur. Ást þeirra
hvors á öðru leyndi sér ekki og
þau höfðu gaman af lífinu.
Mamma hafði alla tíð mjög gam-
an af að vera innan um fólk og
sögðum við að partígenin í fjöl-
skyldunni kæmu frá henni. Þá
elskaði hún að ferðast hvort sem
það var innan- eða utanlands.
Mamma var einstaklega kær-
leiksrík kona og átti auðvelt með
að fyrirgefa, hún umgekkst alla
af virðingu og lagði það ekki í
vana sinn að tala illa um nokkurn
mann. Ég held að með þessu móti
hafi hún unnið sér virðingu þeirra
sem henni kynntust. Einn góður
vinur hennar sagði einu sinni við
einn okkar bræðra að hann skildi
nú ekkert í því hvernig hún, hálf-
systir Jesú, gæti átt okkur bræð-
ur, eins og við erum.
Mamma átti við veikindi að
stríða frá því að hún var barn og
ágerðust þau þegar aldurinn fór
að segja til sín en hún tók því eins
og öðru með jafnaðargeði. Hún
dvaldi síðustu ár sín á Hraunbúð-
um þar sem hún undi hag sínum
vel og var mjög þakklát fyrir þá
umönnun sem starfsfólk veitti
henni.
Elsku mamma, þakk fyrir allt
og allt, þín verður saknað.
Halldór Sveinsson.
Mig langar að kveðja tengda-
móður mína, hana Maríu Péturs-
dóttir frá Vestmannaeyjum. Hún
var glæsileg kona með einstakt
hjartalag, það stærsta hjarta sem
ég hef kynnst, þar var rúm fyrir
alla, smáa sem stóra, hún var allt-
af jákvæð og glettin, hafði gaman
af öllum gálga-húmornum frá
strákunum sínum, englunum sín-
um eins og hún kallaði þá, en
Kristjan átti að geyma vængina á
þá. Ég veit að það verður vel tek-
ið á móti henni því hún var og er
algjör engill.
Verndi þig englar, elskan mín,
þá augun fögru lykjast þín;
líði þeir kringum hvílu hljótt
á hvítum vængjum um miðja nótt.
Nei, nei það varla óhætt er
englum að trúa fyrir þér;
engill ert þú og englum þá
of vel kann þig að lítast á.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Góða ferð, elsku Maja mín.
Kveðja
Hólmfríður (Fríða).
Kærleikurinn er langlyndur, hann er
góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreyk-
ir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki
ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann
reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann
gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam-
gleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir
allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
(Kor.1.1-13)
Mig langar í fáum orðum að
minnast tengdmóður minnar
Maríu Pétursdóttur sem lést á
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4.
október sl. Það er með hlýju og
virðingu sem ég minnist hennar,
en hún er sú allra besta mann-
eskja sem ég hef kynnst á minni
ævi. Þegar ég kem inn í líf Maju
fyrir um það bil 40 árum var alltaf
mikið að gera hjá henni, hún sá
um heimilið af miklum myndar-
skap á meðan Svenni var á sjó.
Hún tók vel á móti öllum sem
komu til hennar með miklum
kærleika og hlýju, hver sem það
var. En hjónaband þeirra Maju
og Svenna er fallegasta samband
sem ég hef séð, þegar þau litu
hvort á annað þá varð ekki hjá því
komist að sjá ástina sem þau báru
hvort til annars. Þau höfðu mjög
gaman af því að dansa og stund-
um í gamla daga þegar Halldór
var með vinina í kjallaranum og
við þurftum að fara upp á loft þá
voru Svenni og Maja að dansa
gömlu dansana í stofunni á Brim-
hólabrautinni. Maja fylgdist vel
með öllum afkomendum sínum og
þótti undurvænt um þá alla. Und-
anfarið hef ég hitt marga vini
hennar og mjög margir hafa sagt
við mig að hún hafi verið besta
manneskja sem þeir hafi hitt og
tel ég að það sé vegna þess að hún
sýndi öllum kærleika og virðingu
hver sem það var, ef við fórum
t.d. í verslun þá gat það tekið ansi
langan tíma því hún hitti svo
marga og varð að tala við alla.
Þegar við fórum í bíltúr núna í
vor í yndislegu veðri þá sagði hún
við mig að hún væri svo þakklát
að hafa komið til Vestmannaeyja,
hvað henni fyndist Eyjan okkar
vera falleg.
Maja söng í mörg ár með
kirkjukór Landakirkju og eign-
aðist þar marga góða vini og gaf
það henni mjög mikið. Maja var
góð fyrirmynd fyrir alla, hún
smakkaði ekki áfengi en fannst
mjög gaman að skemmta sér í
góðum félagsskap. Hún kom á
setningu þjóðhátíðar 2012 með
Sveini Matthíassyni barnabarni
sínu en hann hafði lofað henni því
og stóð við það. En lífið er und-
arlegt, Sveinn varð bráðkvaddur
kvöldið eftir og var það mikil sorg
fyrir fjölskylduna alla. Maja hafði
ekki tök á því að fara langa skóla-
göngu en ég segi að hún hafi verið
mikið lærð í skóla lífsins og sáði
kærleika og hlýju til allra En hún
var trúuð kona og eins og hún
sagði um daginn þá er Guð kær-
leikur.
Guð blessi minningu Maríu
Pétursdóttir.
Þín tengdadóttir,
Guðbjörg Hrönn
Sigursteinsdóttir.
Elsku amma mín. Mikið er erf-
itt að kveðja þig. Ég minnist þess
ekki að þú hafir nokkurn tímann
óttast dauðann. Þegar við fórum
út í það að ræða lífið og dauðann
þá sagðir þú alltaf: „Ég trúi því
bara ekki að við séum að lifa
þessu lífi fyrir ekki neitt.“ Ég er
sammála þér og trúi því að það
góða bíði okkar þegar dvöl okkar
hér er lokið.
Þegar ég hugsa um þig þá fer
ég til baka á Brimhólabrautina.
Nóg að gera, þú með svuntuna og
afi jafnvel líka ef hann var heima,
besti matur í heimi á borðum. Allt
vel soðið og alveg svakalega
bragðgott. Enginn gerði betra
kjöt í karrí, betri kæfu eða betri
kjötsúpu en þú. Ég gæti talið
endalaust upp og á toppnum er
líka karmellukakan og skonsurn-
ar þínar. Það var gott að koma við
hjá ömmu og afa og fá sér að
drekka þegar maður var búinn í
sundi eða íþróttum.
Amma Mæja hafði alltaf í
mörgu að snúast. Þrátt fyrir það
þá prjónaði hún og heklaði, bak-
aði skonsur, gerði kæfu, tók slát-
ur og sá til þess að allir í fjöl-
skyldunni fengju næringu og yrði
hlýtt á fótunum. Ekki má gleyma
ullarsokkum sem hún átti á lager
til þess að okkur yrði ekki kalt á
tánum. Allir sem hafa orðið þess
aðnjótandi að fá að kynnast
ömmu minni vita það að hún var
einstök manneskja sem átti
ótæmandi kærleika og hlýju. Það
var nóg pláss fyrir allan heiminn í
hjarta hennar. Hún sýndi í verki
hversu mikill mannvinur hún var
og það skein af henni kærleikur-
inn og hlýjan. Henni var annt um
það fólk sem hún mætti á lífsleið-
inni. Það var eitthvað innra með
henni sem varð þess valdandi að
hún dró fram það góða í hverri
manneskju. Í hvert sinn sem
maður fór frá ömmu þá fannst
manni alltaf að maður skipti máli.
Í öllum manneskjum sá hún að-
eins það besta.
Ég hef átt margar góðar
stundir með ömmu sem eru nú
fallegar minningar sem ég geymi
vel. Amma og afi áttu mjög fal-
legt ástarsamband, þau báru
virðingu hvort fyrir öðru og á
milli þeirra ríkti vinátta og vænt-
María Pétursdóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku amma mín. Ég
elska þig svo heitt. Ég hitti
þig áðan og þú varst mjög
sæt. Þú ert örugglega að
dansa við Svenna afa.
Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu
mér.
Því ég er að gráta og kalla eftir þér.
Fórstu út úr bænum eða fórstu út á
haf?
Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað?
(Höf. ók.)
Kveðja,
Guðbjörg Sól.
Inger Steinsson
Inger Rós Ólafsdóttir
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 - 691 0919
athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
www.kvedja.is
Nyútfararstofa
byggð á traustum grunni
´
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við
andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR ÁSGEIRS KRISTJÁNSSONAR
Grandavegi 47,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 12G,
Landspítalanum, og líknardeild Landspítalans
í Kópavogi fyrir góða umönnun.
Erna Jensdóttir,
Rafn Sigurðsson, Suzanne Sigurðsson,
Sigurður Þór Sigurðsson, Hjördís Bergsdóttir,
Jens Pétur Sigurðsson, Patrica Sequra Valdes,
barnabörn og langafabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÓMARS HAFLIÐASONAR
bifreiðastjóra,
Húsalind 2,
Kópavogi.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Jakobsdóttir,
Jóhann Ómarsson, Fríða Björk Sveinsdóttir,
Linda Björk Ómarsdóttir, Tryggvi Þór Gunnarsson,
Hafliði Hörður Ómarsson, Heiðbjört Unnur Gylfadóttir
og afabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
við andlát og útför föður míns, tengdaföður
og afa,
STEINDÓRS HJÖRLEIFSSONAR
leikara.
Ragnheiður Steindórsdóttir, Jón Þórisson,
Steindór Grétar Jónsson, Margrét Dórothea Jónsdóttir.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR