Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012
J
ólasýningar Þjóðleikhússins
og Borgarleikhússins í ár
eru klassísk verk eftir
Steinbeck og Shakespeare.
Annarsvegar blóðugt drama
frá 20. öld og hinsvegar al-
blóðugt drama frá 16. öld. Mýs
og menn gerist í kreppunni í
Bandaríkjunum og Macbeth í
valdabaráttu skoska konungsrík-
isins.
Aðalhlutverk verkanna eru í
höndum karla en stór og áhrifa-
mikil hlutverk í báðum eru í
höndum kvenna. Margrét Vil-
hjálmsdóttir leikur lafði Macbeth
í Þjóðleikhúsinu og Álfrún Örn-
ólfsdóttir leikur konu Curleys í
Borgarleikhúsinu.
Skráð í stjörnurnar
Fyrst liggur beinast við að
spyrja hversvegna í ósköpunum
þær völdu sér ekki frekar banka-
stjóradjobb eða sjóarastarf heldur
en að vera í þessu leiklist-
arstússi?
Álfrún: „Guð minn góður. Hjá
mér var það bara skráð í stjörn-
urnar.“
Margrét: „Það er svo mikil leik-
list í hennar fjölskyldu en það
eða eitthvert annað starf. En
hvert verkefni í leikhúsinu er
eins og BA-nám. Þetta er svo
mikil stúdía í kringum uppsetn-
ingarnar, svo mikil rannsókn-
arvinna.“
Álfrún: „Þess vegna fær maður
ekki leið á þessu, það er alltaf
ný og ný áskorun.“
Margrét: „Forvitni um hið mann-
lega er stór hluti af því að
manni finnst starfið svo skemmti-
legt. Við höfum lagst í mikla
rannsóknarvinnu vegna uppsetn-
ingarinnar á Macbeth. Það er
svo mikið í þessum verkum sem
eru jólasýningarnar hjá Þjóðleik-
húsinu og Borgarleikhúsinu,
þetta eru félagsvísindi þess tíma,
skáld sem eru á svipuðu kaliberi
og taka á öllum þáttum mann-
legs samfélags. Það er farið
djúpt í mannskepnuna í þessum
verkum, þetta eru ekki yfirborðs-
verk.“
Drepa bara nógu marga
Álfrún: „Það er mikil grimmd í
báðum þessum verkum.“
Margrét: „Í pælingum okkar vor-
um við fljótlega komin til Sýr-
lands, maður trúir ekki að þetta
var enginn leikari í minni. En
það var mikið farið með mig í
leikhús þegar ég var lítil og ég
man heilu sýningarnar ennþá
mjög skýrt. Ég flæktist bara inn
í þetta strax þegar ég var mjög
ung, var alltaf í dansi, tónlist og
leiklist.“
Álfrún: „Maður verður háður
skapandi vinnu ef maður kynnist
henni snemma. Á mennta-
skólaárunum reyndi ég að fara í
aðra átt. Vildi halda öllum mögu-
leikum opnum og ætlaði ekki að
útiloka nám í lögfræði eða jafnvel
líffræði eða einhverju svona aka-
demísku, þetta voru fræði sem
fólk kaus sér að stúdera og
kannski væri það eitthvað fyrir
mig. Þetta voru samt svo ókann-
aðar lendur og í raun vissi ég
ekkert hvað myndi höfða til mín
eða henta mér að leggja fyrir
mig nema sviðslistir. Ég þekkti
leikhúsið og fann að þar átti ég
heima, leiklistin höfðaði svo
sterkt til mín strax að það lá
beint við að verða leikkona.“
Mikil rannsóknarvinna
Margrét: „Það blundar alltaf í
leikurum að fara í eitthvert nám
Margrét og Álfrún eru aðalleikonurnar í jólaleikritum stóru leikhúsanna en bæði verkin lýsa hörðum og grimmum heimi. Annarsvegar er sagt frá blóðugri valdabaráttu í skoska konungsríkinu og hinsvegar hörku
Háðar
skapandi
vinnu
TVÖ AÐALKVENHLUTVERKIN Í JÓLASÝNINGUM STÓRU
LEIKHÚSANNA ERU Í HÖNDUM ÞEKKTRA LEIKKVENNA
SEM ÞEKKJAST FRÁ ÞVÍ ÞÆR VORU LITLAR.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is