Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Side 39
30.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Munið að slökkva
á kertunum
Látið kerti aldrei loga
innanhúss án eftirlits
Hverfisgötu 52 • 101 Reykjavík • Sími 561 0075 • sjadu@sjadu.is
Horni Hverfisgötu og Vatnsstígs
E
itt af uppáhaldstímaritunum mínum, How to spend it, sem er
fylgirit Financial Times, birti áhugaverða grein á dögunum um
hlutverk stílista í viðskiptalífinu. Þar var rætt við fjóra ein-
staklinga sem voru sannfærðir um að það að vera með stílista,
sem ráðlagði þeim við fataval, gæti gert kraftaverk og hjálpaði þeim að
athafna sig í störfum sínum. Stílistinn gæti afstýrt stórslysum þegar
kemur að fatakaupum og leitt skjólstæðing sinn inn á réttar brautir án
þess að það yrði of augljóst. Í greininni kom fram að í dag þætti sjálfsagt
hjá þeim hópi sem vill skara framúr að vera með sinn eigin stílista og
það væri gert ráð fyrir því í bókhaldinu.
Með því að vera með stílista er hægt að
spara mikinn tíma því stílistinn fer yfir fata-
skápinn og þótt hann flytji ekki heim til fólks
er hann búinn að leggja línurnar og því þarf
viðkomandi ekki að eyða allt of miklum tíma í
að finna viðeigandi klæðnað fyrir daginn. Stíl-
istinn getur aukið sjálfstraust viðkomandi því
þegar fólki líður vel í fötunum sem það klæð-
ist verður það ánægðara með sig og þar með
mun líklegra til stórverka í vinnunni.
Þótt auðvelt sé að flokka klæðaburð og fata-
kaup sem hreinræktað pjatt skiptir þetta í al-
vöru máli. Þegar við hittum fólk í fyrsta skipti
er klæðaburður yfirleitt það fyrsta sem við
tökum eftir. Þess vegna skiptir máli að klæða-
burðurinn sé í samræmi við það sem þú
stendur fyrir.
Oft lendum við í ógöngum þegar kemur að
fatakaupum. Við erum kannski að reyna að
komast upp úr ákveðnum hjólförum í eigin stíl
sem er kannski ekki að virka. Þær sem eru
mikið í svörtu eiga það til að kaupa sér glað-
legar skyrtur í munstruðum efnum en í raun-
inni er það alger peningasóum því viðkomandi
fer aldrei í þessar skyrtur. Þá er betra að spara
peningana en að eiga fullan skáp af flíkum sem aldrei eru notaðar.
Hérlendis hefur hlutverk stílistans verið feimnismál og nokkuð
sem fólk hefur ekki rætt mikið um opinberlega. Það hefur helst borið á
góma ef viðkomandi er „gómaður“ eins og gerðist fyrir nokkrum árum á
einu dagblaðinu. Þá voru myndir af frambjóðendum í kosningum klippt-
ar saman, fyrir og eftir. Þá mátti sjá hvernig búið var að grenna og
„pimpa“ ákveðna menn upp, mála yfir bauga og fótosjoppa fyrir allan
peninginn. Og stundum verður fótósjoppið svo mikið að maður þekkir
fólk hreinlega ekki úti á götu ef það er í sinni
venjulegu múnderingu. Og ef það væri
meiri hefð fyrir vinnu stílista þyrfti
heldur ekki að reka ráðherra úr
lopapeysunum í þingsal.
martamaria@mbl.is
Skyrta frá Karen Millen
sem er eiguleg.
Ragna Árnadóttir setti svip á þingið þegar hún var ráðherra. Hér er hún í
skyrtu frá By Malene Birger sem vakti athygli.
Stílistinn er lög-
mætt viðskiptatól
Tísku-
bloggarinn
Columbine
Smille er
smart til
fara.
Peysa frá Baum
und Pferdgarten,
fæst í Ilse Jacobsen.
Buxna-
drakt frá
Filippu K.
Fæst í GK.