Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Á aðalfundi Fé- lags nýrnasjúkra í vikunni var samþykkt álykt- un þar sem skor- að er á Alþingi að samþykkja þingsályktun- artillögu Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri um líf- færagjafa. Samkvæmt tillögunni felur Al- þingi velferðarráðherra að skipa nefnd sem kanni með hvaða leiðum megi fjölga líffæragjöfum frá látn- um einstaklingum. Ráðherra leggi fram frumvarp þar um á Alþingi fyrir árslok 2014. Taka undir tillögu um líffæragjafa Á Landspítala. Forritunarkeppni framhaldsskól- anna fer fram í Háskólanum í Reykjavík (HR) í dag og á morgun. 45 lið eru skráð til keppni en það er metþátttaka. Keppt er í þremur deildum: Kirk- deildinni, Spock-deildinni og Scotty-deildinni eftir því hversu þrautirnar eru erfiðar en nöfnin vísa til Star Trek-kvikmyndanna. Tölvunarfræðideild HR hefur verið með keppnina frá upphafi en deildin er stærsta tölvunar- fræðideild landsins. Forritunar- keppnin er keppni fyrir alla nem- endur í framhaldsskólum sem hafa áhuga á hönnun, forritun og tölv- um. Fram kemur í tilkynningu að keppnin hafi verið haldin í fjölmörg ár og ásókn í hana stöðugt farið vaxandi. Spock og Kirk Hluti af dómnefnd keppn- innar í viðeigandi gervum. Keppa í forritun STUTT Páll Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ferðafélags Íslands (FÍ), og Gísli Már Gíslason, prófessor við Háskóla Íslands, hafa skrifað undir ritsamning um að Gísli skrifi árbók félagsins 2016 um Rauðasands- hrepp hinn forna og Eyrar. Einnig var undirritaður samn- ingur milli FÍ og Hjörleifs Gutt- ormssonar náttúrufræðings, þess efnis að Hjörleifur skrifi árbókina 2018 um Upphérað og öræfin suður af. Samið um árbækur Ferðafélagsins Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þær forvirku rannsóknarheimildir sem íslenska lögreglan hefur á að skipa ná ekki til þeirra sviða þar sem mest þörf er fyrir þær, eins og til að fyrirbyggja hryðjuverk eða skipu- lagða glæpastarfsemi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í erindi Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjór- ans á höfuðborgarsvæðinu, um rann- sóknarheimildir lögreglu á hádegis- fundi Varðbergs í gær. Hann sagði að ýmsar heimildir til forvirkra rannsókna og upplýsinga- öflunar væru þó til staðar hjá lög- reglu, meðal annars til að fyrir- byggja umferðarslys, innbrot og að fylgjast með síbrotamönnum. Þá hefðu tollgæsla og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans jafnvel rýmri heimild- ir en lögregla til eftirlits og beitingu þvingunarúrræða við það. Öryggislögregla fái heimildir Lögreglan lendir helst á vegg vegna skorts á heimildum til for- virkra rannsókna þegar kemur að skipulagðri glæpastarfsemi að sögn lögreglustjóra. Aðeins sé hægt að rannsaka menn sem séu grunaðir um refsiverða háttsemi. „Hér á landi hefur það verið heppilegt að þeir sem eru í þessum samtökum eru í bullandi glæpastarfsemi, jafnvel háttsettir menn innan þeirra, sem er óvenjulegt annars staðar. Erlendis hefur lögreglu reynst erfitt að ná tangarhaldi á toppunum því þeir verja sig mjög,“ sagði Stefán. Hann telur mikilvægt að lögregla fái heimild til að skoða einstaklinga sem tengjast glæpasamtökum og í einhverjum tilfellum einstaklinga sem hafa tengsl við meðlimi í slíkum samtökum eða hafa afbrotaferil. Þá nefndi hann önnur tilvik þar sem lög- regla ætti að geta rannsakað ein- staklinga. Til dæmis einstaklinga sem bærust á án þess að fyrir liggi af hverju það stafaði, þá sem kaupa og flytja inn mikið magn af tilteknum efnum sem hægt er að nýta í fíkni- efnaframleiðslu eða sprengiefnagerð og í einhverjum tilfellum einstak- linga sem aðhyllast öfgafullar skoðanir eða skrif. Stefán taldi þó rétt að forvirkar heimildir næðu aðeins til afmarkaðs sviðs brota og að sterk rök þyrftu að liggja fyrir svo þær væru veittar. Þær þyrftu að vera háðar skýrum skilyrðum og vera veittar af dómara í öllum tilfellum. Þá væri ekki rétt að veita þær almennri lögreglu heldur ætti að stofna sérstaka öryggis- lögreglu líkt og þekkist á Norður- löndunum. Túlka hagsmuni þröngt Símahleranir bárust til tals á fundinum og lýsti lögreglustjóri áhyggjum sínum af frumvarpi innan- ríkisráðherra sem gerir ráð fyrir að skilyrði fyrir því að heimildir til hler- ana séu veittar yrðu hertar. Nú næg- ir að brot sem rannsakað er varði átta ára fangelsi eða að ríkir al- manna- eða einkahagsmunir krefjist þess að heimild til hlerunar sé veitt. Verði frumvarpið að lögum þarf brotið að varða sex ára fangelsisrefs- ingu og ríkir almanna- eða einka- hagsmunir að liggja að baki. „Ég tel að þetta geti verið býsna hættulegt því þessir ríku hagsmunir eru túlkaðir mjög þröngt af dómstól- um. Nái frumvarpið fram að ganga þá þrengir það verulega að getu lög- reglunnar til að sinna þeim verkefn- um sem hún gerir í dag,“ sagði hann. Máli sínu til stuðnings nefndi Stef- án nýlegt mál þar sem gæsluvarð- haldskröfu var hafnað yfir manni sem hafði numið á brott tvær stúlkur eftir að hafa tælt þær inn í bíl sinn og misnotað þær kynferðislega. Lög- regla hafi talið að almannahagsmun- ir stæðu til þess að maðurinn sætti varðhaldi en á það féllst Hæstiréttur hins vegar ekki. Hafa ekki heimildir sem á þarf að halda  Hættulegt að þrengja að hlerunum að mati lögreglustjóra  Forvirkra heimilda þörf gegn skipulagðri glæpastarfsemi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hleranir Beiðnum um símahlustanir er svo gott sem aldrei hafnað af ís- lenskum dómstólum. Innanríkisráðherra vill herða skilyrði fyrir þeim. Frábært úrval af þroskaleikföngum Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Opið: mán.-fös 8:30-18:00, lau 11:00-16:00 Öryggi – gæði - leikgildi „Öflugt atvinnulíf og arðbær fyrir- tækjarekstur er undirstaða lífsgæða fólksins í landinu. Við sem störfum í íslenskum iðnaði upplifum að mynd- ast hafi gjá milli atvinnulífsins og stjórnvalda. Stjórnmálamenn hafa á undanförnum árum orðið viðskila við íslenskan iðnað.“ Þetta sagði Svana Helen Björnsdóttir, formaður Sam- taka iðnaðarins, í ræðu sinni á Iðn- þingi sem fram fór í gær. Svana var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins á aðalfundi SÍ í gær. Hún fékk 96,5% greiddra at- kvæða. Kosningaþátttaka var 80,3%. Alls gáfu sex kost á sér. Svana sagði í ræðu sinni að það væri frumskylda stjórnvalda í land- inu að tryggja atvinnulífinu við- skiptaumhverfi sem stæðist sam- anburð við það umhverfi sem viðskipta- og samkeppnisþjóðir byggju við. Vanræktu stjórnvöld það hlutverk liði allt þjóðfélagið fyrir það; það tapaði í samkeppninni um fólk og fjármagn og lífskjör í landinu versn- uðu. Þá fjallaði Svana um aðildar- viðræðurnar við Evrópusambandið. Hún sagði skiljanlegt að margir væru efins um að aðild væri rétta skrefið, atvinnuleysi væri mikið og viðvarandi í flestum evrulöndum, Evrópa yrði væntanlega svæði hægs vaxtar næstu áratugi miðað við til dæmis Asíu og Norður-Ameríku og rekstur evr- unnar kallaði á miklar breytingar, svo sem að reka björgunarsjóði og bræða saman ríkisfjármál evrulandanna. Hún sagði það þó engu að síður sína skoðun að farsælast væri að halda viðræðunum áfram. Þar kæmi fram viðleitni til að búa íslensku at- vinnu- og þjóðlífi betri skilyrði og jafna samkeppnisstöðuna. Í ályktun fundarins er minnt á að gera á nýja kjarasamninga í lok árs. Ekki megi gera sömu mistök og árið 2011 „þegar samið var um ríflegar launahækkanir vegna fyrirheita stjórnvalda um að fjárfestingum og verðmætasköpun yrði hleypt af stokkunum. Þegar það gekk ekki eft- ir rötuðu nafnlaunahækkanir út í verðlagið og drógu úr auknum kaup- mætti landsmanna“. Morgunblaðið/Ómar Iðnþing Fjölmennt var á þingi Samtaka iðnaðarins. Formaður SI sagði iðn- aðinn líða fyrir að menntakerfið hefði ekki slegið taktinn með atvinnulífinu. Gjá milli atvinnu- lífs og stjórnvalda  Svana endurkjörin formaður SI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.