Morgunblaðið - 15.03.2013, Síða 25

Morgunblaðið - 15.03.2013, Síða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Landsbréf, sjóðstýringafyrirtæki í eigu Lands- bankans, hefur sett á stofn framtakssjóð, ITF1, sem fjárfesta mun í ferðaþjónustu. Áætluð stærð sjóðsins er 1,5-2,5 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn fjárfesti fyrir um 200- 500 milljónir króna í fimm til tíu fyrirtækjum. Kjölfestufjárfestar sjóðsins eru Icelandair Gro- up, Landsbankinn og nokkrir lífeyrissjóðir. Sjóðurinn verður starfræktur til ársins 2020 og líftími hverrar fjárfestingar er þrjú til sjö ár. Þetta sagði Helgi Júlíusson, sjóðstjóri Lands- bréfa, á vel sóttum fundi bankans í Hörpu um vöxt og væntingar í ferðaþjónustu í gær. Hann segir að ferðaþjónustan sé þriðja mikil- vægasta útflutningsgrein landsins á eftir áli og sjávarútvegi. Árlegur vöxtur hennar hafi verið 19% milli áranna 2010-2012 og að vöxturinn verði að öllum líkindum kröftugur á næstu ár- um, m.a. vegna þess að áfram sé spáð hagvexti í þeim löndum sem flestir koma frá sem sækja Ís- land heim. Batnandi arðsemi Gústaf Steingrímsson, sérfræðingur hjá Hag- fræðideild Landsbankans, segir að arðsemin í ferðaþjónustu hafi farið batnandi eftir hrun. Stærri fyrirtæki hafi aukið við sig markaðshlut- deild en þau séu betur til þess fallin að taka þátt í uppbyggingu, meðal annars vegna stærðar- hagkvæmni. „Ein af áskorununum felst í því að búa til stærri fyrirtæki með meiri stærðarhag- kvæmni og betri arðsemi,“ segir hann. Hann horfði til arðsemi í ljósi rekstrarhagnaðar sem hlutfall af lánsfjármagni. Hlutfallið þarna á milli gefi til kynna hversu háa vexti reksturinn getur borið og er því mælikvarði á arðsemi lánsfjár- magns. Miðað við þennan mælikvarða hafi arð- semi hins dæmigerða fyrirtækis í ferðaþjónustu legið á bilinu 1,4 til 4,8% á ári milli 2005 og 2011. Það verði að teljast slök arðsemi lánsfjármagns sérstaklega m.t.t. þess að meðalverðbólga á þessu tímabili nam 6% á ári. Þar sem lánsfjár- magn fái rentu á undan eigin fé sé ljóst að arð- semi eiginfjár sé enn lakari en sú sem áður var nefnd. Mörg félög með neikvætt eigið fé Gústaf segir að stór hluti fyrirtækja í ferða- þjónustu eða um 40% hafi verið með neikvætt eigið fé í lok árs 2011. Staðan hafi aðeins batnað frá árinu 2008 þegar hlutfallið var 55%. Þegar skoðað er hlutfall þeirra fyrirtækja sem skila jákvæðum rekstrarhagnaði yfir tíma komi athyglisverð mynd í ljós. Rekstrarhagn- aður er ekki hreinn hagnaður heldur það sem í daglegu tali er kallað EBITDA eða hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir. Þannig lætur nærri að helmingur allra fyrirtækja í greininni skili tapi af rekstri á hverju ári. Aðeins helmingur fyrirtækja skilaði rekstrarhagnaði árið 2011 sem verður að teljast athyglisvert í ljósi þess að árið 2011 var fram að þeim tíma eitt besta ár íslenskrar ferðaþjónustu. Gústaf segir að fyrirtæki sem ekki skili rekstrarhagnaði eigi afar erfitt með byggjast upp og sækja fram. „Þessi fyrirtæki nýta illa þá fjármuni sem þau eru með,“ segir hann. Framtakssjóður í ferðaþjónustu Morgunblaðið/Styrmir Ferðaþjónusta Helgi Júlíusson, sjóðstjóri Landsbréfa, mun reka sjóðinn ITF1.  Sjóðurinn ITF1 mun fjárfesta fyrir 1,5-2,5 milljarða króna  „Ein af áskorununum felst í því að búa til stærri fyrirtæki með meiri stærðarhagkvæmni og betri arðsemi,“ segir sérfræðingur Landsbankans Árstíðasveiflan fjötur um fót » Árstíðasveifla í ferðaþjónustu dregur úr rekstrarhagnaði fyrirtækja, en hún er talsvert meiri hér en almennt í öðrum löndum. Ástandið fer þó batnandi. » Árstíðasveiflan felst í því að mun fleiri erlendir ferðamenn koma hingað yfir sumarmánuðina en aðra mánuði ársins. » Þessi kúfur þekkist að vísu um allan heim því þegar horft er á komur ferða- manna, þá sést að helmingi fleiri ferða- menn eru á faraldsfæti yfir sumarmán- uðina en aðra mánuði ársins. » Þetta hlutfall er þónokkuð hærra hér á landi en hingað koma að meðaltali 2,4 sinnum fleiri ferðamenn yfir sumar- mánuðina en aðra mánuði ársins. Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti Átt þú rétt á slysabótum?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.