Morgunblaðið - 15.03.2013, Page 38

Morgunblaðið - 15.03.2013, Page 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 ✝ Kristján Reyk-dal fæddist á Heiði í Sléttuhlíð í Skagafirði 27. júlí 1918. Hann lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 8. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson listmálari, f. á Torfufelli í Saurbæj- arhreppi 17. apríl 1893, d. 2. september 1956, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, f. á Reykjarhóli á Bökkum 3. októ- ber 1895, d. 5. janúar 1970. Hálfbræður Kristjáns, sam- mæðra, eru þeir Símon Guð- varður Jónsson smiður, f. 5. nóvember 1922 í Tungu í Stíflu í Skagafirði, d. 1. sept- ember 1996, og Guðmundur Ólafs Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, f. 13. apríl 1934 á Akureyri. Kristján kvæntist 18. maí 1940 Jóhönnu Ögmundsdóttur, f. 6. júní 1917 á Hótel Tinda- stóli á Sauðárkróki, d. 27. maí 1997. Hún var dóttir Kristínar Bjargar Pálsdóttur, f. 15. maí 1884 í Gröf í Víðidal, V- Húnavatnssýslu, d. 17. ágúst 1942, og Ögmundar Magn- þeirra er Snæbjörn Halldór. Anna átti fyrir tvo syni, Guð- mund Kristin og Árna Þór Reykdal. Kristján kvæntist hinn 18. júlí 1998 Sölvínu Her- dísi Jónsdóttur, f. 22. ágúst 1916 í Lónkoti í Skagafirði, d. 2. janúar 2007. Kristján ólst upp á Reykj- arhóli í Vestur-Fljótum í Skagafirði hjá Eiríki Ás- mundssyni, bónda þar og odd- vita, og sambýliskonu hans, Önnu Sigríði Magnúsdóttur. Kristján lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyr- ar 1940. Hann rak um skeið trilluútgerð með mági sínum, var á síldveiðum fyrir Norður- landi nokkur sumur og skurð- gröfustjóri á Skagaströnd í sex ár. Ökukennari var hann frá 1946 og leigubifreiðastjóri á Suðurnesjum lengi vel. Kristján var í biblíuskóla hjá Fíladelfíu í Stokkhólmi 1950. Hann starfaði sem sunnudaga- skólakennari við starf Hvíta- sunnusafnaðarins á Skaga- strönd, í Njarðvík, Keflavík, Grindavík og Garði. Kristján var ásamt Jóhönnu meðal stofnenda Fíladelfíusafnaðar- ins á Sauðárkróki. Útför Kristjáns fer fram frá kirkju Fíladelfíu í Reykjavík í dag, 15. mars, og hefst athöfn- in klukkan 15. Kveðjuathöfn um Kristján mun fara fram í Sauðárkrókskirkju laugardag- inn 23. mars 2013 kl. 14. ússonar, f. 31. mars 1879 á Brandaskarði á Skagaströnd, d. 9. ágúst 1968, söðla- smiðs á Sauð- árkróki. Börn Kristjáns og Jó- hönnu eru: 1) Sig- urjón Reykdal, f. 26. janúar 1941 á Sauðárkróki, kvæntur Nakkaew Söru Seelarak, f. 14. apríl 1954, en Nakkaew á tvö börn, Elínu Or og Karl Narong. Sig- urjón á tvo syni, Eirík Haf- berg og Kristján Reykdal. Sig- urjón á tvo fóstursyni frá fyrra hjónabandi, Jóhannes Snævar Harðarson og Hörð Snævar Harðarson. 2) Ás- mundur Reykdal, f. 27. júlí 1945 á Sauðárkróki, kvæntur Stellu Stefánsdóttur, f. 26. júní 1941, og eiga þau tvo syni, Jóhann Kristján og Ög- mund E. Reykdal, en Stella átti fyrir tvo syni, Stefán Örn og Guðjón. 3) Ingibjörg Reyk- dal, f. 12. febrúar 1948 á Sauðárkróki, gift Margeiri Margeirssyni, f. 28. maí 1947. 4) Anna Sigríður Reykdal, f. 30. apríl 1949 á Sauðárkróki, gift Snæbirni Halldórssyni, f. 16. september 1940, barn Þá er hann afi minn blessaður farinn. Við förum víst öll, röðin kemur að okkur hinum. Og þá er spurningin, hvað skiljum við eft- ir? Minningar. Það eru þær sem skipta máli. Og áhrif. Jafnvel til- finningar og gildi. Afi var með óvenjulegt verð- mætamat. Hann var örugglega ekki auðugur samkvæmt hefð- bundnum mælikvörðum nú- tímans. Undir lokin bjó hann í litlu herbergi á dvalarstað aldr- aðra í Reykjavíkurborg. Hann átti bók – bók bókanna. Fátt annað, fyrir utan buxurnar. En engan mann hamingjusamari hef ég umgengist. Og jákvæðari var hann en nokkur annar sem ég hef kynnst. Hann var sem ljós í grámyglu hversdagsins. Það er mér ljóslifandi þegar ég var á leið heim í Mörkina til afa og ömmu eitt sinn úr skól- anum. Afi stendur á stéttinni fyrir utan húsið og lýtur höfði. Sólin skín skært á heiðbláum vorhimni. Ég fylgist með afa nokkra stund en hann hreyfir sig ekki. Þegar ég kem nær tek ég eftir því að hann er að horfa á eitthvað í grasinu við brún stéttarinnar. Hann sér mig nálg- ast, hreyfir sig þó ekki en segir: „Sérðu hvað þetta er dásam- legt?“ Ég átta mig ekki ná- kvæmlega á því hvað hann er að tala um. En hann heldur áfram: „Þetta er sannkallað undur sem enginn skilur fullkomlega.“ Hann bendir mér á staka brennisóley sem hann er að virða fyrir sér. Hún er böðuð geislum sólarinnar og krónu- blöðin senda frá sér skærgulan bjarma. Og nokkrar flugur eru að leita sér að safa í blóminu. Ég brosi til hans. Þessi hrifning er óvenjuleg en þó mjög eðlislæg afa. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann virðir fyrir sér blóm og flugur. „Þetta er stórmerki- legt. Enginn skilur fullkomlega hvernig svona jurt þroskast og vex úr fræjum yfir í fullvaxna plöntu – og svona dásamlega fal- lega. Og svo lokkar blómið flug- urnar til sín sem svo dreifa frjó- kornum blómsins. Það er fyrir öllu hugsað í náttúrunni!“ Ég var mjög mikið í Mörkinni hjá afa og ömmu. Það var lær- dómsríkt að fá að umgangast þau og njóta lífssýnar þeirra. Afi virti oft fyrir sér náttúruna og bar mikla virðingu fyrir henni. Jafnvel stakt blóm virtist fylla líf hans hamingju og merkingu; stök brennisóley sem varð á vegi hans fyllti hann ókeypis lotningu fyrir náttúrunni og lífinu. Afi ólst upp við sára fátækt en umvafinn mannkærleik í sveit norður í Skagafirði þar sem hann mótaðist mjög á æskuár- unum. Hann bjó í torfbæ sem barn og sá löngu síðar breið holt byggjast. Hann mótaðist í raun í öðru menningarsamfélagi en við tökum nú þátt í. Og þar lærði hann gildin góðu sem hann hélt út í lífið með á árum áður og fylgdu honum alla tíð. Hann sóttist aldrei eftir veraldlegum hlutum, flokkaði þá jafnvel á stundum með gullkálfum og syndum heimsins. Afi var mjög litrík og sérstök persóna. Það er mikið þakklæti í huga mínum fyrir að hafa átt hann að og að hafa fengið að umgangast hann og kynnast lífs- gildum hans. Og ég hef tekið eft- ir því að á meðan peningamark- aðurinn svíkur þá heldur brennisóleyin gildi sínu. Í því er fólginn einhver eilífur sannleik- ur og himnesk tenging. Þannig mun ég minnast afa. Blessuð sé minning hans. Eiríkur Hafberg Sigurjónsson. Þeir falla frá einn af öðrum hvítasunnumennirnir, trúar- hetjurnar, sem gáfust meistar- anum Jesú frá Nasaret á fyrri hluta síðustu aldar. Fólk sem steig heilshugar yfir þröskuld- inn til þeirrar tilveru sem frels- arinn nefndi „lífið“. Og gengu með honum upp frá því, lifðu með honum í orðinu, daglegum lestri þess og bæn og vitnuðu tæpitungulaust eins og meist- arinn væri í för með þeim. Og auðvitað var hann í för með þeim. Þeir tóku gítar eða ferðaor- gel við hvert gefið tækifæri og sungu af gleði og fögnuði og lyftu sál sinni og tilheyrenda sinna í sunnudagaskólum og öðrum samkomum með glað- værð og trúarvissu: „Já, frels- arinn er hér“ sungu þeir og börn og fullorðnir tóku undir og smituðust af einlægri gleðinni sem geislaði frá þeim. Þannig man ég eftir Kristjáni Reykdal syngjandi tvísöng með Haraldi Guðjónssyni í Fíladel- fíu í Keflavík: „Já, frelsarinn er hér.“ Eins og fjölda genginna bræðra og systra í hvítasunnu- hreyfingunni minnist ég Krist- jáns Reykdal með virðingu, fólks sem leitaði fyrirmyndar í lærisveinum Jesú eins og guð- spjöllin segja frá þeim, fiski- mönnunum, tollheimtumönnun- um og „bersyndugu“ konunum sem meistarinn frá Nasaret samneytti eins og jafningjum. Fólks sem eignaðist undursam- lega trúarreynslu á sínum helg- ustu stundum, dýrmæta ólýs- anlega reynslu sem hóf anda þess hátt upp fyrir hversdags- legt mas og þras og bjó þeim andlegan griðastað, híbýli sem það leitaði í í glímunni við lífið. Og miðluðu af þessari reynslu sinni til skemmra kominna á einföldu tungumáli lærisvein- anna. Mörgum til blessunar. Nú er Kristján Reykdal kominn heim í „dýrðina“ á fund blessaðs frelsarans síns, Jesú frá Nasaret. Og er nú kominn í kórinn með elskuðum vinum úr hvítasunnuhreyfingunni, vinum sem áður voru farnir „heim“. Það er auðvelt að ímynda sér ljómann á andlitum þeirra, bræðra og systra, við endur- fundina, syngjandi við hörp- ustrengi: „Lofa Guð og lambið, lífið sem oss gaf.“ Óli Ágústsson. Kristján Reykdal ✝ Helga Þórð-ardóttir fæddist á Akranesi 5. sept- ember 1929. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ 2. mars 2013. Foreldrar hennar voru Guðný Magn- úsdóttir Waage og Þórður Jóhannes- son. Helga átti eina alsystur, Henný Þórðardóttur, f. 24. júní 1932, d. 17. mars 1998. Einnig átti hún hálfsystkini. Helga var tekin í fóstur um tveggja ára aldur af föðursystur sinni og hennar manni, þeim Halldóru Jóhannesdóttur, f. 2. nóvember 1898, d. 27. september 1991, og Kristni Guðmundssyni, f. 17. apríl 1893, d. 23. mars 1976. Sonur þeirra er Sverrir F. Krist- insson, f. 11. maí 1943. Helga ólst upp á Lágafelli og flutti síðan um sjö ára aldur að Mosfelli með Halldóru og Kristni. Þaðan flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síðan. Helga stund- aði nám í Kvenna- skólanum í Reykja- vík árin 1944 til 1948. Hún starfaði m.a. hjá Hirti Niel- sen, Morg- unblaðinu, en lengst af í Landsbanka Ís- lands. Helga giftist Benedikt Steinari Magnússyni, f. 16. maí 1929, d. 31. des. 1970. Þau skildu. Sonur Helgu og Benedikts er Magnús Benediktsson, f. 20. nóvember 1955, giftur Guðrúnu Jósafats- dóttur, f. 20. júlí 1956. Börn þeirra eru a) Benedikt Steinar, f. 25. maí 1981, giftur Hrafnhildi Körlu Jónsdóttur, börn þeirra eru Magnús Indriði, Jón Illugi og Sigrún Melkorka. b) Helga Dóra, f. 21. mars 1984, sambýlismaður hennar er Mikael Símonarson. Útför Helgu fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 15. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Lífsgöngu hjartkærrar tengdamóður minnar er lokið. Það er ekki allra að eignast eins góða tengdamóður og Helga var mér, hún vildi allt fyrir mig og fjölskylduna gera en við áttum samleið í þrjátíu og sjö ár. Það er dýrmætt að eiga fallegar og hlýj- ar minningar um góðar og gjöf- ular samverustundir jafnt á hátíð- um sem öðrum dögum. Helga hafði sérstaka ánægju af ferða- lögum og ferðaðist hún með okk- ur innanlands sem utan. Helga var glæsileg og smekkleg kona, dugleg, iðjusöm, gjafmild og hjálpleg. Heimili hennar bar vott um fágun og snyrtimennsku og hún hafði næmt auga fyrir fögr- um hlutum, bar gott skynbragð á matseld og gerði ljúffengar veit- ingar. Magnús sinnti mömmu sinni af alúð og umhyggju og ekki síður er heilsan fór að gefa sig. Hún var slæm af beinþynningu og liðagigt árum saman, og síðustu árin var minnið farið að gefa sig, en hún þekkti okkur alltaf og spurði frétta og sagði þá „hvað er títt“, eða „er eitthvað nýtt af nál- inni“. Síðasta eitt og hálft ár dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, og hafi starfsfólkið þar bestu þakkir fyrir umönn- unina. Hafi hún þökk fyrir alla ástúðina og kærleikann sem hún umvafði okkur með. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Hvíldu í Guðs friði elsku Helga. Guðrún Jósafatsdóttir. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Mikið er sárt að skrifa til þín þessi síðustu orð, elsku amma. Aldrei vantaði mig orðin þegar ég sendi þér bréf eða póstkort og fannst mér alltaf jafn mikilvægt að þú fengir fréttir frá mér þegar ég ferðaðist erlendis. Ég á líka margar góðar minningar frá ferð- um sem við fórum saman í, sjálf varstu mikið fyrir að ferðast, inn- an- og utanlands, sérstaklega man ég eftir sumarbústaðarferð- um í Selvík og eftirminnilegri ferð til Hollands. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Þú varst svo góð og þau orð sem lýsa þér best, elsku amma, voru ákveðni, snyrti- mennska, hjálpleg og dugleg og það er svo margt sem ég hef lært af þér, hreinskilni og svör á reiðum höndum voru alltaf til staðar og auðvelt að leita til þín. Mig langar að enda þessa kveðju eins og ég gerði iðulega þegar ég sendi þér bréf, þau end- uðu oftar en ekki á þessum orð- um: „Hér er sól og blíða og ég er búin að versla mjög mikið. Sjáumst fljótt og hafðu það sem allra best, elsku amma.“ Takk fyrir allt, elsku amma, þín er sárt saknað og eftir standa minningar um yndislega gjaf- milda konu sem vildi öllum vel. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Helga Dóra. Helga Þórðardóttir ✝ MaríaBjörgvinsdóttir húsmóðir fæddist á Seyðisfirði 14. októ- ber 1929. Hún lést á öldrunardeild Land- spítalans í Fossvogi 3. mars 2013. For- eldrar Maríu voru Björgvin Guðmundsson, f. í Litlu-Vík, N- Múlasýslu, 26.11. 1887, d. 20.2. 1971, og Sigurveig Jónsdóttir, f. í Suðursveit, A- Skaftafellssýslu, 8.9. 1903, d. 10.2. 1932. Systkin Maríu: Konráð al- bróðir og hálfsystkin Björn, Guð- laug Björg og María Einhildur, sem öll eru látin. Eftirlifandi hálf- systkin eru Petrína Kristín, Knút- ur Heiðberg, Kjartan Heiðberg og Gestur Heiðberg, en öll voru hálfsystkinin samfeðra. Barnsfaðir Maríu var Leifur Jónsson, f. 1927. d. 1995. Sonur þeirra er Björgvin Rúnar, eig- inkona Eyvör Gunnarsdóttir. Eiginmaður Maríu var Guð- brandur Jón Guð- brandsson frá Veiði- leysu, f. 1925. d. 1990. Synir þeirra eru Sigurvin, eig- inkona Steinunn Oddsdóttir, Guð- brandur Jón, eig- inkona Kristín Mar- grét Guðmunds- dóttir, og Konráð. Barnabörn Maríu eru 11 og barna- barnabörnin 10. María ólst upp á Seyðisfirði en dvaldi ennfremur nokkur sumur í Suðursveit hjá móðurfólki sínu. Ung að árum fór hún með frænku sinni til Noregs og vann þar við jarðarberjatínslu. Þær ferðuðust talsvert og heimsóttu bæði Dan- mörku og Skotland. María vann á skiptiborði hjá Landssímanum, fyrst á Seyðisfirði en síðar í Reykjavík. Hún bjó í Reykjavík öll sín fullorðinsár. Útför Maríu fer fram í dag, 15. mars 2013, frá Bústaðakirkju og hefst athöfnin kl. 13. Veiðiferðirnar og útilegurnar eru mér efst í huga, allar Þing- vallaferðirnar. Ég man að afi þurfti að bera mig og þig út í eyj- una góðu þar sem ég fékk mína stærstu fiska í æsku. En mikið rosalega fannst mér það langt labb og stundum stoppuðum við á leiðinni og fengum okkur nesti eða þá að afi tók mig á háhest, því að lappirnar mínar voru ekkert mjög langar á þeim tíma. Hraunferðirn- ar voru líka í uppáhaldi hjá mér sem krakki, þar var nóg af sandi til að leika sér í þegar að maður nennti ekki að veiða og svo fékk maður nú líka að stýra bílnum hjá afa í öllum sandinum. Undirbún- ingurinn fyrir veiðiferðirnar er mér líka ofarlega í huga, man þeg- ar við fórum út á lóð að kvöldi til í rigningu til þess að tína orma. Þegar veiðdagurinn var ákveðinn man ég eftir þér í eldhúsinu að gera nesti, það var alltaf gert mik- ið af nesti og áður en við fórum af stað var hlustað á veðurskeytin, borðað ristað brauð með sultu og osti og te. Akraborgarferðirnar voru margar eftir að ég flutti upp á Skaga því að maður þurfti alltaf að koma í heimsókn til ömmu og afa í Steinagerðinu. Fótboltaáhugi minn kviknaði einmitt í Steina- gerðinu, oft þegar það voru fót- boltaleikir á vellinum bak við hús- ið ykkar tróð ég mér í gegnum rifsberja- og sólberjarunnana og horfði og fékk mér ber í leiðinni. Áramótunum í Steinagerðinu gleymi ég seint. Það var alltaf mikil keppni í bræðrum hver keypti mest af rakettum og sumir þurftu að fara aftur og aftur á flugeldasöluna til þess að eiga meira en hinir. Já, það var ým- islegt sem ég fékk að bralla í kringum þig, amma mín, hér og þar um landið, og man ég eftir því að Harry Belafonte fékk oft að fljóta með í ferðunum og munu lögin hans minna mig á þig. Eftir að ég flutti út á land fækk- aði heimsóknunum eðlilega en ég man samt eftir því að hafa flogið nokkrum sinnum suður í heim- sókn til ykkar. Og þegar maður fór að eldast fækkaði ferðum til ykkar líka. Ég fékk þó að búa hjá þér meðan ég lærði og held ég að garðyrkjuáhuginn minn sé kom- inn úr garðinum þínum, amma, ég man eftir því að þú varðir oft löngum stundum í garðinum og stundum fékk ég að sprikla með. Elsku amma mín, takk fyrir allt, nú getið þið afi farið í veiði- ferðirnar saman á ný. Hilmar Dúi. María Björgvinsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN SÆMUNDSDÓTTIR, Hjallavegi 11, Njarðvík, lést miðvikudaginn 13. mars. Jarðsungið verður frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 21. mars kl. 14.00. Kristberg Elis Kristbergsson, Jónína Guðbjartsdóttir, Jóhann Sævar Kristbergsson, Jóhanna Árnadóttir, Guðný Elíasdóttir, Ólafur Jónsson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.