Morgunblaðið - 15.03.2013, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013
Tónlistarhátðin Reykjavík Music
Mess fer fram í þriðja sinn um
hvítasunnuhelgina, 24.-26. maí, en á
henni munu leika ólíkar hljóm-
sveitir frá ýmsum löndum. Má þar
nefna hina áströlsku DZ Deathrays,
skoska söngvaskáldið Withered
Hand og hina íslensku Bloodgroup,
Oyama, Mammút og Muck. Meg-
indagskráin mun fara fram á
skemmtistaðnum Volta við
Tryggvagötu en einnig verða
haldnir tónleikar á Kex Hosteli og
er ókeypis aðgangur þar. Fleiri
hljómsveitir verða kynntar til leiks
á næstu vikum á vef hátíðarinnar,
reykjavikmusicmess.com.
Ástralskt Popptvíeykið DZ Death-
rays, Shane Parsons og Simon Ridley.
DZ Deathrays á
Rvk. Music Mess
Hönnunarhátíðin Hönnunarmars
var sett í gær og í dag verða margir
forvitnilegir og skemmtilegir við-
burðir í boði víða um höfuðborg-
arsvæðið. Hér verða nokkrir tíndir
til af fjölmörgum og eru áhuga-
samir hvattir til að kynna sér dag-
skrána á vef Hönnunarmars,
www.honnunarmars.is.
Í kvöld kl. 20 hefst í Netagerð-
inni, Nýlendugötu 14, karnival þar
sem boðið verður upp á sykur, liti
og gleði. Bryndís Bolladóttir text-
ílhönnuður sýnir þar innsetningu
sína, Kúlu, og hönnunarfyrirtækin
Volki og Stáss auk Þóru Breiðfjörð
keramikers kynna verk sín og nýjar
vörur. Benni Hemm Hemm og
Prins Póló skemmta gestum með
góðri tónlist og boðið verður upp á
léttar veitingar. Sýningin
HönnunarHlemmur var opnuð í
gær á Hlemmi og eru þar sýnd arki-
tektalíkön af ýmsum skipulags-
hugmyndum frá síðustu áratugum
sem margar hverjar hafa fallið í
gleymskunnar dá. Hvernig hefði
borgin litið út hefðu þær komið til
framkvæmda? Svar við því fæst á
Hlemmi.
Töfraveröld Toppstöðvarinnar
nefnist svo sýning í Toppstöðinni,
orkuveri hugvits og verkþekkingar
á Rafstöðvarvegi 4, sem verður
opnuð kl. 20 í kvöld. Sýningarstað-
urinn er ekki síður áhugaverður en
það sem sýnt er, vélasalur Topp-
stöðvarinnar, og setja tækin þar
mikinn svip á sýninguna. Dagný
Bjarnadóttir landslagsarkitekt og
Hildur Gunnarsdóttir arkitekt
kynna m.a. hönnun sína, f.a.n.g.-
útihúsgögn sem unnin eru úr ís-
lenskum skógarviði, og Hnoss
frumsýnir verkefnið Töfraveröld
barnsins, leikföng ætluð börnum á
aldrinum 1-5 ára. „Um er að ræða
leikhús og veröld í kringum húsin
þar sem börnin geta skapað sín eig-
in ævintýri“ segir m.a. á vef Hönn-
unarmars um Hnoss. Af öðru sem
fyrir augu ber má nefna að UI Rac-
ing team mun kynna rafknúinn
kappakstursbíl.
Karnival,
töfraveröld
og Hlemmur
Toppstöðin Kynningarmynd fyrir
sýningu sem verður opnuð þar.
Bjóðum nú þennan einstaka stól endurborinn á frábæru verði frá kr. 79.900.-
Fæst einnig með áritun hönnuðar í takmörkuðu tölusettu upplagi. Limited Edition
Hönnuður:
Valdimar Harðarson, arkitekt FAÍ
Sóleyjarstóllinn hefur hlotið eftirtalin verðlaun:
“Möbel des Jahres 1984 Award”
“Design Center Price of Stuttgart”
“The Rescoe Design Prize in USA”
“Design Prices in Japan”
“Deutscher Designer Club Medaille”
“Menningarverðlaun DV 84”
Penninn Húsgögn | Grensásvegi 11 – Gengið inn frá Skeifunni
sími 540 2331 | www.penninn.is | husgogn@penninn.is
árgerð 1983