Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 1

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 6. M A R S 2 0 1 3  Stofnað 1913  63. tölublað  101. árgangur  SNILLINGUR Í FORRITUN OG HJÓLREIÐAKAPPI ÞÆGILEGT AÐ BÚA Í FERÐATÖSKU GYLFI ÞÓR OG LANDSLIÐIÐ Í SVIÐSLJÓSINU SUNNUDAGUR NÆST SLÓVENÍA Í LJUBLJANA ÍÞRÓTTIREINS OG AÐ SKRIFA 10 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Heimilt verður að veiða tvö tonn af túnfiski á stöng í sumar eða um 15 fiska eftir þyngd þeirra. Í nýrri reglugerð atvinnuvegaráðuneytis er óskað eftir umsóknum áhugasamra um þess- ar frístundaveiðar á sjóstöng, en Fiskistofa sér um úthlutunina. Málið hefur m.a. verið rætt við Landssamband smábátaeigenda, en um tilraun til eins árs er að ræða. Með tilrauninni er hugmyndin meðal annars að auka fjölbreytni í möguleikum ferðamanna hér á landi, en veiðar á túnfiski á stöng eru þekktar til dæmis í Kanada og Bandaríkjunum og vinsæl afþreying meðal ferðamanna. Mörg- um þykir spennandi að glíma við stóran og sterkan túnfiskinn og ekki sakar að hann þykir einstaklega góður matfiskur. Stangveiðarnar má stunda frá 16. júní til 14. október. Ekki má veiða nema einn túnfisk í hverri veiðiferð. 26 tonn til línuveiða Af 31 tonns kvóta Íslendinga á Austur- Atlantshafs-bláuggatúnfiski í ár eru tvö tonn tekin til hliðar fyrir stangveiðar, þrjú tonn eru áætluð í óhjákvæmilegan meðafla og 26 tonn fara í línuveiðar. Miðað er við að einn aðili fái leyfi til þeirra veiða og gildi það allt að þremur árum. Á síðasta ári hafði Stafnes KE leyfi til veiða á 30 tonnum á túnfiski á línu og varð aflinn 16 fiskar eða tæplega 2,7 tonn. Hann fékkst all- ur í októbermánuði djúpt suður af Reykjanesi. Talið er að túnfiskurinn elti makríl í átt að Ís- landsströndum og hugsanlega sé hægt að veiða meira meðan makrílvertíðin er í hámarki. Línu- veiðarnar má stunda frá 1. ágúst til ársloka. Nokkuð er um að túnfiskur komi sem meðafli í önnur veiðarfæri. Í fyrra landaði Júlíus Geir- mundsson ÍS tæplega 800 kílóum, Þórir SF 665 kg, Brimnes RE 371 kg, Börkur NK 371 kg og Örfirisey RE 204 kílóum af túnfiski. Veiðar leyfðar á 15 túnfiskum á sjóstöng  Gæti verið nýr möguleiki í ferðamennsku  Spennandi að glíma við stóran og sterkan túnfiskinn Morgunblaðið/Golli Túnfiskur Hver fiskur getur verið vel yfir 100 kíló á þyngd og veiðin því spennandi glíma. Þeir voru kuldalegir en sprækir drengirnir sem voru á leið á fótboltaæf- ingu við Egilshöllina síðdegis í gær. Veður var víða bjart á landinu og margir notuðu tækifærið til útivistar. Svo stillt var í veðri að Esjan spegl- aðist fallega í Egilshöllinni, með hvítt niður fyrir miðjar hlíðar. Langtíma- veðurspár gera áfram ráð fyrir kulda á öllu landinu næstu daga. Til morg- uns er spáð allt að 10 stiga frosti, mest inn til landsins en þó verður sumstaðar frostlaust með suðurströndinni. Þó að lóan sé komin verður því kuldalegt um að litast fram að páskum og spurning hvort hret verður þá. Kuldaboli áfram næstu daga Morgunblaðið/Golli Esjan speglar sig í Egilshöllinni Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Bankarnir hafa þurft að ráða til sín mjög sérhæft fólk í eftirlitsiðnaðinn sem er búið að koma upp á Íslandi. Fjölmennur hópur mjög vel mennt- aðra starfsmanna vinnur orðið í því að sinna eftirliti. Það þarf að svara Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankan- um, ráðuneytum og öðrum sem sinna eftirlitsskyldu á markaði. Það eru tugir manna í hverjum stóru bank- anna sem eingöngu sinna þessu eftirliti, stöðugu eftirliti af hálfu eftirlitsstofnana,“ segir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Hækkaði um 11,2% í fyrra Tilefnið eru tölur Hagstofunnar um launaskrið hjá starfsmönnum í fjármálaþjónustu, hjá lífeyrissjóðum og við vátryggingastarfsemi. Sam- kvæmt þeim hækkaði launavísitala þessa hóps um 11,2% í fyrra. Vísitalan hækkaði um 29% frá 2009 til 2012 en um 39% á árunum 2005-2008. Að sögn Friðberts skýrir sam- keppni um fólk einnig launahækkan- ir í fjármálageiranum. Þá séu launa- lækkanir að ganga til baka. Samkeppnin ýtir á hærri laun Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir samkeppnina á ákveðnum sviðum fjármálageirans mun meiri en margir geri sér grein fyrir. „Allt sem snýr að fjármálaráðgjöf, endurskipulagningu fyrirtækja og að hlutabréfamarkaðnum er að taka við sér. Svo þegar gengið er langt í skattlagningu á banka og eftirliti með þeim hleður það kostnaði utan á hefðbundna bankastarfsemi. Bank- arnir þurfa orðið fjölda fólks til að svara eftirliti. Þá hafa skapast ýmis tækifæri fyrir utanbankaþjónustu eftir hrunið. Allt leiðir þetta til heil- mikillar samkeppni um fólk.“ MLaunaskrið »4 Mikil hækkun launa í fjár- málageiranum  SSF tengja þróunina við fjölmennar sveitir fólks sem sinna eftirliti í bönkum  Unnur Péturs- dóttir, formaður Félags sjúkra- þjálfara, segir lítil tíðindi af samninga- viðræðum við Landspítala. Fulltrúar spít- alans sýni kröf- um þeirra engan skilning. Sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálfarar standa einnig í viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands, en þær viðræður hafa ekki þróast eins og væntingar stóðu til. Sá samningur rann út 1. febrúar síðastliðinn. Landspítalinn lengdi uppsagn- arfrest 46 geislafræðinga til 31. júlí. Þá er nýr stofnanasamningur við hjúkrunarfræðinga sem starfa á Sjúkrahúsinu á Akureyri í burð- arliðnum. »6 Brúnin þyngist á sjúkraþjálfurum  Króatar sem hingað komu í nóv- ember og sóttu um hæli segja að svo virðist sem flökkusaga hafi far- ið á kreik í Vukovar og nágrenni um að hér væri gott að sækja um hæli, hér biði bíll, íbúð og vel laun- uð vinna. Sagan sé alls ekki frá þeim komin og þeir segjast alls ekki tengjast straumi fólks frá Króatíu í hælisleit frá janúar. Alls hafa 45 manns frá Króatíu sótt um hæli undanfarna mánuði, þeir fyrstu í lok nóvember en síðast komu hæl- isleitendur frá Króatíu á þriðjudag. Hælisumsóknir Króata sæta nú flýtimeðferð en málshraðinn hefur ekki verið mikill hingað til. Par frá frá Króatíu sem sótti um hæli í byrj- un árs 2010 þurfti að bíða í þrjú ár eftir endanlegri ákvörðun. Innan- ríkisráðuneytið kvað loks upp úr- skurð í febrúar eftir að hæl- isumsóknum frá Króatíu hafði skyndilega fjölgað. »20 Úrskurða í yfirgír í kjölfar fjölgunar Fjármálafyrirtækjum er farið að ganga betur eftir mög- ur ár frá hruni og gerir það þeim kleift að hækka laun- in hjá besta starfsfólkinu til að halda því. Bónusar eru þó yfirhöfuð ekki orðnir hluti af launum á ný. Þetta segir Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Há- skóla Íslands, sem bendir á að fólk sé aftur farið að fara á milli fyrirtækja á markaðnum. Fram kom í könnun Frjálsr- ar verslunar í fyrra að hæstu meðallaunin í fjármálageir- anum voru 1.291 þúsund 2011. Launavísitala þessa hóps hækkaði um 11,2% í fyrra. Velja þá bestu úr starfsliðinu FYRIRTÆKIN VILJA EKKI MISSA HÆFT FÓLK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.