Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 10
Nótan, uppskeruhátið tónlistarskól-
anna, fer nú fram í 4. sinn. Svæðis-
tónleikar Nótunnar í Reykjavík fara
fram í hátíðarsal Tónlistarskóla FÍH í
dag. Um tvenna tónleika er að ræða,
kl. 11 flytja nemendur grunn- og mið-
stigs sín atriði og kl. 13 nemendur
framhaldsstigs. Kl. 15 verða úrslit til-
kynnt, þar sem sjö atriði verða valin
til áframhaldandi þátttöku á loka-
tónleikum Nótunnar sem fram fara í
Eldborgarsal Hörpu 14. apríl nk.
Kynnir er Egill Ólafsson. Svæðistón-
leikar fara einnig fram í dag á Egils-
stöðum, á Ísafirði og á Selfossi, en
alls hljóta 24 atriði rétt til að koma
fram á lokatónleikum Nótunnar af
landinu öllu. Ókeypis fyrir alla.
Endilega …
… njótið uppskeruhátíðar
Ljósmynd/Jón Svavarsson
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Það sem er frábært við for-ritun er að hún snýst umað leysa þraut, að finna úthvaða leiðir eru færar.
Fyrst finnst manni kannski eins og
það sé ekki mögulegt, en með því að
prufa sig áfram nær maður á end-
anum að skrifa upp forrit sem virk-
ar. Og það er mjög gefandi. Þetta er
svolítið eins og að skrifa bók á mjög
sérstöku tungumáli,“ segir Bjarki
Ágúst Guðmundsson sem er á
fyrsta ári í tölvunarstærðfræði við
Háskólann í Reykjavík, en í dag
stendur skólinn í tólfta sinn fyrir
Forritunarkeppni framhaldsskól-
anna. Bjarki er einn þeirra sem sjá
um að semja þrautirnar fyrir
keppnina en þær eru Bjarka ekki
ókunnugar, því sjálfur tók hann
þrisvar þátt í forritunarkeppninni
þegar hann var í framhaldsskóla.
Hann vann hana tvisvar og varð
einu sinni í öðru sæti.
„Þeir sem taka þátt í þessari
keppni geta verið í eins til þriggja
manna liðum og eiga að leysa
nokkrar forritunarþrautir á sem
stystum tíma og þær geta verið
mjög ólíkar. Til dæmis að breyta
evrum yfir í krónur, eða finna
stystu leiðina frá húsinu sínu út á
næsta pítsustað. Krakkar á fram-
haldsskólaaldri eru mörg hver afar
fær í forritun, og ef við horfum til
síðustu forritunarkeppni þá leystu
þau mjög flóknar þrautir þar. Því
miður er forritun ekki kennd að
neinu ráði í neinum framhaldsskóla
nema Tækniskólanum, en samt taka
krakkar úr öðrum skólum þátt í
kepnninni, af því þau eru sjálf-
menntuð í forritun, þau prufa sig
bara áfram.“
Bjarki byrjaði að prufa sig
áfram í forritun þegar hann var í tí-
unda bekk, bjó til vefsíður og annað
slíkt. „Svo settist ég á skólabekk í
Tækniskólanum á tölvubraut, til að
geta lært meira um forritun. Eftir
að ég kláraði þar þá byrjaði ég í Há-
skólanum í Reykjavík í tölvunar-
stærðfræði síðastliðið haust og líkar
mjög vel, deildin hér er frábær,“
segir Bjarki, sem er með meðalein-
kunnina 9,8 eftir fyrstu önnina. „Ég
fékk fyrstu önnina fría, það voru
Eins og að skrifa
bók á skrýtnu máli
Hann er snillingur í forritun, hefur unnið forritunarkeppni framhaldsskólanna
tvisvar og einu sinni lent í öðru sæti. Einnig hefur hann keppt í alþjóðlegri forrit-
unarkeppni. Nú sér hann um að semja þrautirnar ásamt öðrum. Hann bregður
sér stundum á hjólafák og keppir í því að stökkva himinhátt á BMX-hjóli.
Sportið Bjarki er mikill hjólreiðakappi og tekur þátt í fjallabruni og í
keppni þar sem stokkið er á BMX-hjólum. Hér er hann í einu slíku stökki.
Víst er að margir elska gæludýrin sín
meira en flest annað og oft tekur fólk
undarlegar ljósmyndir af sér með
gæludýrunum sínum. Á vefsíðunni
www.buzzfeed.com má skemmta sér
heilmikið með því að skoða þar all-
sérstakar ljósmyndir af fólki með
dýrunum sínum. Sjón er sögu ríkari.
Vefsíðan www.buzzfeed.com
Gæludýr í óvæntu samhengi
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
F E R Ð A S K R I F S T O F A A L L R A L A N D S M A N N A
Fararstjóri
Þóra Valsteinsdóttir
Sumar 6
Franskar Alpaperlur
Fegurð landsins fjalla leikur um okkur í þessari
töfrandi ferð um frönsku Alpana með stórbrotinni
og óviðjafnanlegri náttúrufegurð.
Verð: 199.300 kr. á mann í tvíbýli – Mikið innifalið!
Pantaðu núna í síma 570 2790
eða bókaðu á baendaferdir.is
Skoðaðu ferðirnar á bændaferðir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Opið kl. 8.30 - 16.00 virka daga
14. - 21. júní
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16
Haraldur
Bilson
9. – 24. mars
Öll él birtir upp um síðir
Öll verkin eru einnig
boðin upp á uppboð.is
Þungt hugsi Hér er Bjarki á fullu að leysa þraut í forritunarkeppni.
Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Ljósmynd/Motorsport.is