Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 35
UMRÆÐAN 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
Þegar Lúsífer gerði
uppreisn á himnum,
steypti Guð honum til
jarðar og 1/3 hluti
englanna fylgdi hon-
um. Eftir vistaskiptin
tók hann upp nýja
kennitölu og kallast
nú Djöfullinn og engl-
arnir sem fylgdu hon-
um illir andar. (Sjá
m.a. Opb. 12).
Hinn illi andi sem á
jörðinni dvelur reynir auðvitað að
nota mannfólkið til að þjóna sér.
Andar geta breytt sér í allra kvik-
inda líki og haft áhrif á hugsanir
og gerðir fólks. Mikill hluti jarð-
arbúa er undir áhrifavaldi hins
illa og kemur það fram í margs-
konar mannfyrirlitningu, óheið-
arleika, ofbeldi og forræðishyggju
af ýmsu tagi. Þegar illa andavald-
ið nær tökum á ráðamönnum í
áhrifastöðum er voðinn vís. Tign-
irnar og völdin, peningar og póli-
tík eru guðir holdsins, hinnar líð-
andi stundar. Peningarnir eru
driffjöður hins holdlega afls og
þeir geta eyðilagt og endurreist
eftir því hvernig á málum er hald-
ið. Veraldleg völd eru mönnum
mikil freisting og oftar en ekki
einmitt þeim sem ekki valda
ábyrgðinni sem völdum fylgja.
Segja má að hugarheimur hvers
einasta mannsbarns sem á jörð-
inni er sé vígvöllur sem anda-
heimurinn reynir að ná yfirráðum
yfir. Englar Guðs og illir andar
(föllnu englarnir) takast á í þeirri
baráttu.
Sagan af Babelturninum í 11.
kafla 1. Móseb. er dæmi um stórt
mannlegt markmið, þar sem
skammsýn sjónarmið réðu ferð-
inni. Hin raunverulega hug-
myndafræði sem lá að baki bygg-
ingu turnsins var sú að gera Guð
himnanna óþarfan, sbr. að turninn
átti að ná til himins. Einhver
drottnunarandi kom þessari hug-
mynd inn hjá fólkinu sem féll fyr-
ir áætluninni og áttaði sig ekki á
því að hér var um einræð-
isvaldboð að ræða sem drap niður
frumkvæði þeirra sjálfra. Þannig
átti einræktun hugarfars fjöldans
(lýðhyggjan) sér stað
og allt stefndi í hug-
arfarslega úrkynjun.
Einræðisöfl eins og
nasistar, komm-
únistar og íslamistar
starfa í sama anda.
Landvinningastefna
hins pólitíska íslams
er hér nærtækt
dæmi, en einræð-
isandi þeirrar „trúar“
gekk á sínum tíma
aftur á söguslóðum
Babelturnsins forna.
Eftir að Guð alfaðir
ruglaði tungu gömlu „heimsþjóð-
arinnar“ sem stóð að byggingu
turnsins, dreifðist mannkynið um
víða veröld þar sem þjóðir mynd-
uðust, hver með sitt tungumál.
Hugmyndaauðgi mannkynsins
blómstraði og þær þjóðir sem til-
einka sér lýðræðislega stjórn-
arhætti blómstra öðrum fremur.
Valddreifing er því vinur lýðræð-
is, en ofuráhersla á sameining-
arsjónarmið getur snúist í and-
hverfu sína þar sem ráðríkir
valdhafar setjast við stjórnvölinn
og hreiðra um sig til frambúðar.
Það er ljótt til þess að vita að oft
eru hugtök eins og trúfrelsi og
hagræðing notuð til að ná einræði
fram.
Þegar kristin trú breiðist út í
krafti síns boðskapar, sigrar hún
þröngsýn sjónarmið einræð-
istrúarbragða og útvötnunar-
stefnu húmanista. Jesús Kristur
er því í raun guð lýðræðisþjóða
sem oft eru samnefndar „hinn
kristni heimur“, vegna þess að
kristin trúargildi hafa sett mark
sinn á menningu þjóðanna. Nú
eru mörg teikn á lofti með að
gamla „babelstefnan“, og þá um
leið hinn illi andi heimsins, sé að
vinna áróðursstríðið á Vest-
urlöndum og fjölmiðlar og stjórn-
málamenn sýni æ meira hugleysi
og ósjálfstæði gagnvart einræð-
isöflunum. Ef Vesturlönd lenda
hugarfarslega í sömu stöðu og
„hinn kúgaði“ (barnið sem verður
fyrir eineltinu), þá brýtur það
furðufljótt niður sjálfsmynd eigin
menningararfs og endar í sinnu-
leysi og uppgjöf, þar sem sjón-
armiðin gagnvart hinni sýnilegu
hættu eru viðurkennd af almenn-
ingi en ógnin samt látin flæða yfir
vegna andvaraleysis stjórnvalda.
„Pápíska“ miðaldanna mun þá
ganga aftur í pólitískri mynd af-
skræmdra trúarviðhorfa og er það
slæm tilhugsun. „Lýðhyggjuguð-
fræðin“ sem nú er að læða sér inn
í kristindóminn í vestrænum sam-
félögum stendur í eðli sínu fyrir
það ómögulega, að boða sátt á
milli góðs og ills. Slík sameining-
arstefna trúarbragða, þar sem því
er haldið fram að einn sé guð
allra trúarbragða, er stórhættuleg
villutrú sem býður einræðið vel-
komið.
Ef vestræn menning á ekki að
líða undir lok verða Vest-
urlandabúar að vakna af svefni,
iðrast synda sinna og snúa sér til
Jesú Krists. Trúin á Jesú er eina
vopnið gegn illu andavaldi. Jesús
aðgreinir sig afdráttarlaust frá
öðrum trúarbrögðum og dæmir
þau fölsk vopn í baráttunni við hið
illa. Ofsóknir múslíma, búddista
og hindúa á hendur kristnum sýna
það. Hin óhugnanlega illska í
heiminum sýnir að djöfullinn og
árar hans eru í fullu fjöri. „Hver
sem syndgar heyrir djöflinum til
því að djöfullinn hefur syndgað
frá upphafi. Til þess birtist Guðs
sonur að hann skyldi brjóta niður
verk djöfulsins“(1 Jh 3:8). „Hver
sem er ekki með mér, er á móti
mér, og hver sem safnar ekki
saman með mér, hann sund-
urdreifir“ (Mt 12:30). Jesús skil-
greinir alla trú nema kristni sem
einskis verða villutrú. Jesús vitn-
aði jafnan í ritningarnar vegna
þess að hann vildi að þær rættust
bókstaflega. Lýðhyggjuguðfræð-
ingar eru hinsvegar liðhlaupar
orðsins og skítkokkar kristinnar
trúar.
Ég bið Íslendingum Guðs frið-
ar.
Lýðræði eða einræði
Eftir Ársæl
Þórðarson »Hin óhugnanlega
illska í heiminum
sýnir að djöfullinn
og árar hans eru í
fullu fjöri.
Ársæll
Þórðarson
Höfundur er húsasmiður.
Gamall skólabróðir
minn og félagi, Edw-
ard H. Huijbens, er
sannfærður vinstri
maður og skipar nú
3. sætið á lista VG í
NA-kjördæmi. Ég er
hins vegar íhalds-
maður sem trúir því
að grunnstefna Sjálf-
stæðisflokksins frá
1929 sé farsælust
fyrir íslenska þjóð. En sjálfur
skipa ég 4. sætið á lista Sjálfstæð-
isflokksins í NA-kjördæmi. Um
„hægri og vinstri“ höfum við Eddi
rökrætt allar götur frá því í
menntaskóla. Það er hins vegar
þannig að þegar við félagarnir
höfum tekist á um hugmynda-
fræði, lausnir og stefnur þá leiðist
umræðan oftast út í allt aðra
sálma eins og fjölskyldur og
gamla tímann í menntó eða bara
um daginn og veginn. Við berum
virðingu fyrir skoðunum hvor ann-
ars. Okkur dytti aldrei í hug að
fara út í það að rægja persónur
hvor annars eða falla í þann for-
arpytt sem íslensk stjórnmála-
umræða er því miður komin í
þessa dagana.
Það er sorglegt að fylgjast með
umræðum í fjölmiðlum þar sem
pólitískir andstæðingar taka ekki
afstöðu til viðkomandi málefnis
heldur vaða beint í persónu þess
sem heldur hugmynd sinni á lofti
og færir fyrir henni rök. Þegar
menn fara offari í að níða skóinn
af andstæðingi sínum fyrir skoð-
anir hans þá megum við ekki
gleyma því að á bak við hvern
stjórnmálamann stendur fjöl-
skylda, maki, börn, systkini og
foreldrar. Margt af því sem menn
láta flakka á netinu eða öðrum
fjölmiðlum efast ég um að þeir
myndu láta í ljós andspænis við-
komandi þar sem aðrir heyra til.
Brúarsmíði í pólitík er afar
mikilvæg. Það hefur
aldrei þótt góðs viti að
brenna brýr að baki
sér enda kemur slíkt
mönnum oftast í koll.
Sjómenn, bændur,
skrifstofufólk, kenn-
arar, fiskverkafólk,
vörubílstjórar, eldri
borgarar og flestir Ís-
lendingar hafa misst
tiltrú á stjórn-
málamönnum, álits-
gjöfum og öðrum þeim
sem eru virkir í um-
ræðunni í fjölmiðlum landsins.
Hinn almenni fjölskyldufaðir, sem
varla nær endum saman um hver
mánaðamót, er hættur að hlusta.
Framkvæmdastjóri fyrirtækis sem
kallar eftir framtíðarsýn fyrir at-
vinnulífið í landinu, er líka hættur
að hlusta.
Ég skora á alla þá sem virkir
eru í stjórnmálaumræðunni að
hefja sig upp úr skotgröfum
þvargsins og hætta árásum og
skítkasti á persónur fólks. En
þess í stað eiga þeir að bjóða þjóð-
inni upp á málefnalega og rökfasta
umræðu um stefnur og lausnir
með hagsmuni heimilanna og at-
vinnulífsins í landinu að leiðarljósi.
Með þeim hætti vinna stjórnmála-
menn traust almennings á ný.
Þannig finnum við öll réttu leiðina
til heilla fyrir íslenska þjóð.
Hefjum þjóðina
upp úr skotgröfum
þvargsins
Eftir Jens Garðar
Helgason
Jens Garðar Helgason
»Ég skora á alla þá
sem virkir eru í
stjórnmálaumræðunni
að hefja sig upp úr skot-
gröfum þvargsins og
hætta árásum og skít-
kasti á persónur fólks.
Höfundur er framkvæmdastjóri og
skipar 4. sæti á lista sjálfstæðismanna
í NA-kjördæmi.
Bankastræti 2, Sími 551 4430
info@laekjarbrekka.is - www.laekjarbrekka.is
...í sögulegu umhverfi
Mesta úrvalið
af Múmínvörum!
Suomi PRKL! Design, Laugavegi 27, www.suomi.is, 519 6688
Múmínkrúsir
3.800,-
Nokian
stígvél
12.900,-
Marimekko töskur
frá 14.900,-
Iittala
Mariskálar
frá 8.900,-
Nýtt!