Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 45

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 ✝ Jóhanna Guð-rún Sigurð- ardóttir fæddist í Jaðarkoti í Flóa 3. maí 1926. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. mars síðastliðinn. Jóhanna var næst- yngst af fimm systkinum en auk þess átti Jóhanna uppeldissystur, Margréti Sigurgeirsdóttur. Foreldrar Jóhönnu voru Hall- dóra Halldórsdóttir bóndi, fædd í Nesi í Selvogi en ólst upp frá eins árs aldri í Sauð- holti í Holtum, og maður henn- ar, Sigurður Guðmundsson frá Saurbæ í Vill- ingaholtshreppi. Systkini Jóhönnu voru: tvíburarnir Halldór, f. 1920, d. 1944, hann fórst með togaranum Max Pemberton, og Guðmunda Oddbjörg, f. 1920, d. 2008, Kristinn, f. 1923, Sigríður Friðsemd, f. 1929, og uppeldissystirin Margrét, f. 1936. Útför Jóhönnu fer fram frá Selfosskirkju í dag, 16. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 11, jarðsett verður í Villingaholts- kirkjugarði í Flóa. Lífsbaráttan var hörð í sveit- inni, Jóhanna eða Jóa eins og hún var alltaf kölluð var aðeins 10 ára gömul þegar pabbi henn- ar dó og þá börðust þau áfram af miklu harðfylgi systkinin í Jað- arkoti og amma. Jóa sagði mér að það væri skjalfest að leysa hefði átt upp heimilið en þeim tókst að halda búinu og byggðu nýtt hús í Jaðarkoti. Annað reið- arslag dundi á fjölskyldunni í Jaðarkoti þegar togarinn Max Pemberton fórst, Halldór bróðir Jóu var þar háseti og fyrirvinna heimilisins. Amma syrgdi hann alla tíð. Jóa var hreinskiptin en þó orðvör, hjartahlý og börnin hændust að henni. Lundin var létt og hún kunni dægurlaga- textana, því mikið var hlustað á útvarp á Mýrum. Við sáum Jóu taka danssporin og syngja af innlifun með. Það er gaman að hlusta á yngri kynslóðina tala um Jóu frænku, þar var ekkert kynslóðabil. Þegar við komum til Jóu stoppaði tíminn, það var allt eitthvað tímalaust sem segir manni að gott var að koma að Mýrum. Jóa talaði ekki mikið um sjálfa sig en ef hún var spurð um gamla tímann stóð ekki á svörum. Jóa fór ekki á marga mannfagnaði, hvorki hjá fjöl- skyldunni né í sveitinni, það var hennar að taka á móti fólki en það vita allir sem komu að Mýr- um að þeim var ekki í kot vísað. Vegna gæsku Jóu átti hún marga vini og margir þessara vina reyndust henni vel síðustu árin eftir að hún var orðin eini ábúandinn á Mýrum. Ég get ekki annað en minnst á Laufeyju í Egilsstaðakoti í Flóa en hún hringdi í Jóu nánast á hverjum degi og var með henni í bíltúr daginn fyrir andlát Jóu. Guð- björg í Vorsabæjarhjáleigu í Flóa fylgdist með Jóu og þær voru miklar vinkonur. Jóa vildi miklu frekar biðja Guðbjörgu að skutla sér en okkur systkina- börnin þó svo að alltaf væri verið að bjóða henni það. Hilmar í Hamarshjáleigu var líka betri en enginn. Hann droppaði inn bara til að athuga hvort ekki væri allt í lagi hjá vinkonu sinni henni Jóu. Við systkinabörnin kynntumst Jóu mismikið en þau sem voru í mörg sumur á Mýrum tengdust henni sterkum böndum eins og um hennar börn væri að ræða, vil ég þar nefna Adda frænda, Sigþór bróður og Dóru frænku. Við hin droppuðum inn. Jóa brosti með öllu andlitinu, hún hafði mikið gaman af að fá fólkið sitt til sín, hvort sem það voru ættingjar eða vinir, og allra skemmtilegast var þegar smá- fólkið mætti í sveitina. Jóa skammaðist aldrei, hún bara í mesta lagi brosti út í ann- að ef við gerðum eða sögðum eitthvað sem henni líkaði ekki. Hún var mjög pólitísk og fylgd- ist manna best með fréttum og stöðu þjóðmála. Jóa sagði áður en allt fór á versta veg í þjóð- félaginu að það væri mesta böl sem komið hefði fyrir þjóðina að bankarnir hefðu verið seldir, við ættum eftir að sjá það. Jóa var mikill jafnréttissinni fyrir alla aðra en sig sjálfa. Jóa var treg að leita sér lækninga, „þetta lagast“ var viðkvæðið. Hún hafði orð á því að þegar hennar tími kæmi vildi hún fara eins og hann Gústi og það gerði hún svo sann- arlega. Meira: mbl.is/minningar. Elín Ágústsdóttir og Hrafn Ingimundarson. Elskuleg frænka mín og vin- ur, Jóhanna Guðrún Sigurðar- dóttir, hefur kvatt þennan heim á áttugasta og sjöunda aldursári, eftir stutta baráttu. Jóa eins og hún var ævinlega kölluð var lít- illát og hlý manneskja sem mátti ekkert aumt sjá. Hún kvartaði aldrei og gekk í öll störf af mikl- um dugnaði. Jóa var mjög barn- góð, hún elskaði dýrin og náttúr- una og var einn besti vinur sem ég hef eignast um ævina. Aðeins fimm ára gamall kom ég fyrst að Mýrum og síðan þá hefur Jóa umvafið mig með væntumþykju og kærleika og verið mér sem önnur móðir. Systkinin Jóa og Kiddi héldu heimili með móður sinni þar til hún lést tæplega aldargömul ár- ið 1988, eftir það bjuggu systk- inin tvö á Mýrum þar til rétt fyr- ir jólin 2007 þegar Kiddi veiktist alvarlega og dvelst hann nú á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi. Undanfarin fimm ár hefur Jóa verið ein á Mýrum og oft á tíðum mikill gestagangur. Með undraverðum hætti og á mettíma galdraði hún fram hlað- borð af tertum og öðru góðgæti. Tvær vikur eru síðan við hjón- in ásamt tengdamóður minni og nafna mínum heimsóttum Jóu. Hún var hress að vanda, hallaði undir flatt og með feimnislega brosinu sínu og blik í augum heilsaði hún okkur með sömu orðum og ævinlega, „elskurnar mínar“. Með þessum örfáu orð- um vil ég þakka Jóu minni sam- fylgdina og allar gleðistundirnar sem hún hefur veitt mér og fjöl- skyldu minni í gegnum árin. Hennar verður sárt saknað. Ég kveð elsku frænku mína með bæn sem mér þykir vænt um. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Guð blessi minningu Jóhönnu Guðrúnar Sigurðardóttur. Aðalsteinn R. Aðalsteinsson. Þegar ég var níu ára gamall fékk ég að vera á Mýrum yfir verslunarmannahelgi. Ég hafði oft farið með foreldrum mínum í sveitina og fannst spennandi að prófa að vera þar í nokkra daga og hjálpa til við bústörfin. Á mánudeginum komu mamma og pabbi að sækja mig en ég neitaði að fara og úr varð að ég fékk að vera áfram þar til skólinn hófst í september. Hugulsemin og æðruleysið sem Jóa frænka sýndi mér gerði það að verkum að níu ára dreng úr Kópavog- inum langaði frekar að vera í sveitinni hjá systkinum ömmu sinnar en að leika við félaga sína í bænum. Næstu þrjú sumur fékk ég að vera í sveit á Mýrum og fannst mér ég vera rosalega heppinn. Ég hafði víst á því orð við foreldra mína að ég skildi ekki að Jóa væri ekki flutt í bæ- inn til að opna veitingastað, mat- urinn hennar Jóu var bara svo rosalega góður. Jóa gerði allt sem í hennar valdi stóð til að öllum liði vel, gott dæmi um það var þegar lamb sem hafði fæðst eitthvað slappt var farið að komast úr kassanum sínum og farið að spássera um og þar af leiðandi pissa út um öll gólf. Jóa skellti sér bara í inniskóna og gekk á eftir því með tuskuna, aldrei kom upp í huga hennar að láta lambið út í kuldann. Jóa var mjög nægjusöm og fannst hana aldrei vanhaga um neitt, hún hefði mátt leyfa sjálfri sér meira. Fyrir ungan mann af 2007-kyn- slóðinni er hægt að draga ómet- anlegan lærdóm af henni. Ég kveð Jóu frænku mína með margar góðar minningar í farteskinu og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessari frábæru manneskju. Kári Logason. Þegar við komum saman til að minnast Jóhönnu Guðrúnar Sig- urðardóttur er okkur efst í huga kona sem með fórnfýsi og mikilli elju vann að búi foreldra sinna og síðar með bróður sínum, Kristni, á Mýrum í Flóahreppi. Þessi netta og fíngerða kona bjó yfir mikilli orku og hugrekki sem best lýsir sér í því að hún bjó ein eftir að bróðir hennar veiktist fyrir sex árum. Mýrar eru kostamikil og stór jörð og höfðu hestamenn haft þar haga- göngu fyrir hesta sína og hafði hún eftirlit með því. Það var aldrei í kot vísað hjá Jóu, gest- risni var henni í blóð borin og kökuhlaðborðin fræg og eru mér efst í huga afar ánægjulegar heimsóknir til hennar. Jóa var móðursystir tengdasonar míns, Aðalsteins Aðalsteinssonar, sem bar mikla umhyggju fyrir henni og þeim systkinum en hann var í sveit á sumrin sem barn og ung- lingur. Þau hjón, Aðalsteinn og Bergrós dóttir mín, hafa alla tíð haft náið samband við Jóu eftir að hún varð ein, nánast á hverj- um degi. Nú er komið að leið- arlokum og þakka ég Jóu fyrir vegferð hennar og votta að- standendum og ástvinum öllum mína dýpstu samúð. Veri hún að eilífu Guði falin. Aðalheiður Bergsteinsdóttir. Hún Jóhanna Guðrún eða Jóa eins og hún var alltaf kölluð hef- ur kvatt okkur hinsta sinni og haldið yfir móðuna miklu þaðan sem enginn á afturkvæmt. Eftir stöndum við vinir og vandamenn og yljum okkur við eld góðra minninga um mikla kjarnakonu sem stýrði í um 60 ár myndarbúi á Mýrum í Villingaholtshreppi (nú Flóahreppi) ásamt bróður sínum Kristni og fyrr á árum móður þeirra Halldóru Halldórs- dóttur. Það var fyrir 60 árum þegar þau voru nýflutt frá Jaðarkoti í sömu sveit að 10 ára snáði af Vesturgötunni í Reyjavík réðst í vist til þeirra sem snúninga- strákur eins og það var kallað á þeim árum. Undirritaður var ekki með öllu ókunnugur sveita- störfum en það sem hann kunni ekki áður lærðist fljótt undir öruggri handleiðslu þeirra systk- ina og ekki skemmdi rólyndi og hjartagæska Dóru móður þeirra fyrir. Jóa giftist aldrei þótt ekki hafi skort vonbiðlana hér á árum áð- ur en kaus heldur að helga líf sitt Mýrajörðinni og Kristni bróður sínum. Voru þau svo samrýnd að unun var að fylgjast með. Hún var ein af þessum bændakonum sem í minningunni virtist aldrei sofa né borða. Furðulegt en satt. Alltaf síðust í rúmið og alltaf fyrst á fætur. Morgunmatur áður en farið var í fjósið, enn stærri morgunmatur eftir að komið var úr fjósinu, tvær heitar máltíðir á dag, eft- irmiðdagskaffi og kvöldkaffi. Samt vann hún á fullu við hlið bróður síns að heyverkun hvort sem það var heima á túni eða á engjum. Við þetta bættist að sjálfsögðu umönnun snúninga- stráka, þvottar og hreingerning- ar. Var einhver að tala um mis- rétti kynjanna í dag? Hún Jóa var alvöru alþýðu- hetja, fulltrúi þúsunda kvenna um allt land sem unnu sín störf af trúmennsku og alúð. Alltaf hafði hún tíma fyrir snáðann úr Vesturbænum og mikið öfundaði hann hana í fjósinu þegar hann fékk úthlutaðar 4-5 kýr, mjög lausmjólkandi og var yfirleitt síðastur en Jóa fyrst með sínar 10. Svona var lífið í sveitinni í þá daga. Hey flutt á hestum heim af engjum og kaffi flutt á engjarnar í flöskum sem voru vafðar inn í ullarsokka. Mér fannst það mikil forréttindi að fá að kynnast þessum gömlu verkum áður en þau liðu undir lok og ný tóku við. Eins og áður sagði stofnaði Jóa aldrei sína fjölskyldu en börnin og unglingarnir sem hún ól upp á Mýrum öll þessi ár eru án efa komin á annað hundrað og mörg þeirra voru hjá þeim allt árið. Ég held að mörg móð- irin gæti verið stolt af þeim störfum sem hún sinnti í þágu þessara unglinga. Eftir að hafa verið hjá þeim í fjögur sumur skildi leiðir en þó ekki alveg þar sem mörg voru þau jóla- og páskafríin sem hald- ið var austur að Mýrum og urðu þar jafnan miklir fagnaðarfund- ir. Taugin á milli okkar slitnaði aldrei og það er með miklum söknuði sem við Sigrún og okkar fjölskylda kveðjum Jóu í dag og biðjum Guð að blessa Kidda bróður hennar og ættingja þeirra nær og fjær. Veltu burtu vetrarþunga vorið, vorið mitt! Leiddu mig nú eins og unga inní draumaland þitt! Minninganna töfra-tunga talar málið sitt, þegar mjúku, kyrru kveldin kinda’ á hafi sólar-eldinn. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Einar Gunnar Bollason. Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug vegna andláts SMÁRA RAGNARSSONAR múrarameistara, Breiðuvík 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki krabbameinsdeildar 11E og heimahlynningar LSH fyrir alúð og umhyggju. Ívar Örn Smárason, Stefanía Smáradóttir, Ragnar Smárason, Ragnar H. Þorsteinsson, K. Hrefna Kristjánsdóttir, Guðlaug Ragnarsdóttir, Birgir Bjarnason, Kristján Hj. Ragnarsson, Kristjana U. Gunnarsdóttir, Sigríður Ragnarsdóttir, Trausti Gylfason. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, VIGDÍSAR FINNBOGADÓTTUR, Litlu-Eyri, Bíldudal. Hannes Bjarnason, Birna Jónsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Úlfar B. Thoroddsen, Sigríður Bjarnadóttir, Guðmundur Sævar Guðjónsson, Finnbjörn Bjarnason, Theodór Agnar Bjarnason, Ágústa Í. Sigurðardóttir, Svanhvít Bjarnadóttir, Ólafur Arnar Kristjánsson, Jón Sigurður Bjarnason, Heba Harðardóttir, Arndís Bjarnadóttir, Skarphéðinn Guðmundsson, Jóhanna Bjarnadóttir, Lúðvík Guðjónsson, Hreinn Bjarnason, Guðný Sigurðardóttir, Erna Bjarnadóttir, Gísli Ragnar Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, dvalarheimilinu Grund, síðast til heimilis að Árskógum 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild A-3, dvalarheimil- inu Grund, fyrir einstaka þjónustu og velvild í hennar garð. Sigrún I. Benediktsdóttir, Guðmundur Örn Ragnarsson, Ólína Erlendsdóttir, Rúnar Benediktsson, Hrefna Sigurðardóttir, Margrét Ragnarsdóttir, Albert Sævar Guðmundsson, Þorvaldur Benediktsson, Rósa Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru KARENAR RAGNARSDÓTTUR frá Ísafirði. Páll Sigurðsson, Ragnar Ágúst Kristinsson, Sigríður Þóra Hallsdóttir, Helga Kristinsdóttir, Sigvaldi K. Jónsson, Haraldur Kristinsson, Sveinfríður Unnur Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem veittu okkur stuðning, hlýhug og samúð í veikindum og við andlát JÓNASAR HVANNBERGS læknis. Annika Wiel Hvannberg, Jónas Hvannberg, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Bjarki Hvannberg, Guðrún Eva Níelsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýju og vináttu vegna andláts og útfarar elsku eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HJARTAR GUÐMUNDSSONAR frá Djúpavogi. Hugheilar þakkir færum við starfsfólki Roðasala og hjúkrunarheimilisins Markar, fyrir einstaka umönnun, alúð og kærleika. Fagmennska og góðvild einkennir allt ykkar starf. Guðný Erna Sigurjónsdóttir, Ragnheiður S. Hjartardóttir, Þorgeir Helgason, Sigurjón Hjartarson, Kristín Sigurðardóttir, Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, Þórður Þórkelsson, Bylgja Hjartardóttir, Hans J. Gunnarsson, Kristín Hjartardóttir, Sigbjörn Þór Óskarsson, Guðmundur Hjartarson, Júlíana Hansdóttir Aspelund, Bjarni Þór Hjartarson, Aðalheiður Una Narfadóttir, Hjörtur Arnar Hjartarson, Lenka Zimmermannová, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.