Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
Óli E. Björnsson, góður frændi
og vinur, lést 20. febrúar sl. á 86.
aldursári. Við Óli vorum náskyldir.
Móðir hans Elinborg var systir
föður míns Jónatans.
Faðir hans andaðist 1932 aðeins
tæplega þrítugur frá 5 ungum
börnum. Þetta var mikið áfall fyrir
Elinborgu frænku mína sem
þarna missti mann sinn eftir stutt
hjónaband.
Óhjákvæmilegt var að fjöl-
Óli Eðvald
Björnsson
✝ Óli EðvaldBjörnsson
fæddist 17. apríl
1926 á Smáhömr-
um við Steingríms-
fjörð. Hann lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni á Hólmavík
20. febrúar 2013.
Óli var jarðsung-
inn frá Hólmavík-
urkirkju 2. mars
2013.
skyldan tvístraðist
þegar svona var
komið. Þau höfðu átt
heima á Smáhömr-
um við Steingríms-
fjörð, þar sem Björn
stundaði sjó-
mennsku frá ung-
lingsárum.
Fjölskyldan flutti
til Hólmavíkur 1932
þar sem faðir hans
dó. Óli fylgdi móður
sinni, en yngri börnin fóru í fóstur
til nágranna og góðra vina. Mál
æxluðust þannig að Elinborg var
með Óla elsta son sinn í húsnæði
hjá foreldrum mínum. Óli ólst því
upp með okkur systkinunum í um
áratug. Óneitanlega átti Óli því
nokkurn þátt í uppeldi mínu á
bernskuskeiði og leiðbeindi mér
fram á unglingsár. Hann var 5 ár-
um eldri en ég og því eðlilega fyr-
irmynd á flestum sviðum.
Hann var mjög vel gefinn og
námfús. Að loknu barnaskólanámi
á Hólmavík naut hann nokkurrar
kennslu hjá góðum kennurum þar
á staðnum m.a. í tungumálum,
stærðfræði og öðrum fögum ung-
lingastigsins. Enginn unglinga-
skóli var á Hólmavík á þessum ár-
um, en þessi leiðsögn kennaranna
gerði honum auðveldara að fara
síðar í framhaldsnám. Lengra náði
almennur skólalærdómur á þess-
um tíma ekki norður á Ströndum
og við tók því vinna við sjávarút-
veginn á Hólmavík á næstu árum.
Þegar Óli var kominn yfir tví-
tugt tók hann svo upp þráðinn á ný
og fór í Kennaraskólann þar sem
hann lauk kennaraprófi árið 1951
með mjög góðum árangri, enda
miklum námshæfileikum gæddur.
Stundaði hann síðan kennslu um
árabil.
Óla kynntist ég náið veturinn
1950-51. Þetta var síðasti vetur
Óla í Kennaraskólanum. Leigðum
við saman herbergi þann vetur, en
ég var þá að hefja nám í MR. Naut
ég góðrar leiðsagnar Óla og það
sem mest var um vert; ég lærði af
honum þ.e. hvernig þarf og á að
bera sig að, ef menn ætla að ná við-
unandi árangri í framhaldsnámi.
Óli var mikill Strandamaður og
þekkti miðhluta sýslunnar betur
en margir aðrir. Þekking hans á
grasafræði svæðisins var einstök.
Hann hafði grafið upp mikinn
fróðleik úr gögnum Hólmavíkur-
hrepps og ýmissa félaga á staðn-
um. Skrifaði hann margan fróðleik
í Strandapóstinn um líf og athafnir
þeirra sem búsetu höfðu átt eink-
um í Steingríms- og Kollafirði.
Einnig skrifaði hann bækur um
þessi efni, sem notið hafa mikilla
vinsælda hjá héraðsbúum. Óli hef-
ur með þessum skrifum sínum tví-
mælalaust varðveitt mikinn fróð-
leik fyrir komandi kynslóðir.
Að lokum er við hæfi að minn-
ast starfa Óla að íþróttamálum
Strandamanna á vegum HSS.
Hann var sjálfur þátttakandi í
íþróttakeppnum HSS á yngri ár-
um og hvatti síðar yngra fólkið
mjög til þátttöku í íþróttaæfing-
um. Sem skipuleggjandi og stjórn-
andi íþróttamóta átti hann veru-
legan þátt í að efla íþróttalífið á
Ströndum um miðbik síðustu ald-
ar.
Við Marta sendum Ingu Dóru
og fjölskyldu okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
blessa minningu Óla.
Svavar Jónatansson.
Ég var mjög ungur þegar ég
var kominn á sama vaktakerfið og
pabbi, það er að segja við vökn-
uðum alltaf mjög snemma, vaktin
byrjaði alltaf kl. 06.00. Þegar
pabbi var loksins kominn heim frá
sjónum, þá var eins og jól og
páskar á sama tíma, minn besti fé-
lagi var kominn heim og klár til að
taka með mér morgunvaktina.
Þegar pabbi var heima var
hann flinkur að sinna okkur
systkinunum. Hann kenndi okkur
Guðmundur Sigurvin
Hannibalsson
✝ GuðmundurSigurvin
Hannibalsson
fæddist í Þernuvík í
Ögurhreppi 17.
febrúar 1937. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
nesja mánudaginn
25. febrúar síðast-
liðinn.
Útför Sigurvins
fór fram frá
Grindavíkurkirkju 4. mars 2013.
systkinunum að
skíða, skauta, hjóla,
synda, spila, tefla og
ekki minnst að
rækta kartöflur og
ástæðan fyrir hinum
góða árangri í kart-
öfluræktinni var
hans hugmyndaríka
val á lífrænum
áburði, við notuðum
loðnu, þangmjöl og
hestaskít, rotnunar-
ferlið á heila fiskinum gekk frekar
hægt þannig að við skiptum yfir í
loðnumjöl í staðinn, allt nágrönn-
um okkar í miðri Reykjavík til
mikillar gleði.
Á mínum yngri árum fórum við
fjölskyldan alltaf á hverju sumri
vestur til ömmu og afa á Hanhóli.
Við fengum að upplifa sveitina og
kynnast stórfjölskyldunni hans
pabba með þeim gildum sem því
fylgdi og ekki síst matarvenjun-
um sem innihéldu t.d. harðfisk,
hákarl, skötu, þurrkaða þorsk-
hausa og ekki minnst sykursteikt-
an silung að hætti ömmu.
Þetta voru frábærar ferðir og
við hlökkuðum mikið til ferðanna
vestur. Sjálft ferðalagið frá
Reykjavík og vestur var alltaf
mjög spennandi og stundum mjög
langt, sérstaklega vegna þess að
vélstjórinn Sigurvin átti alltaf
gamla bíla og vegirnir fyrir vest-
an hálflélegir á þeim tíma. Pústið
hrundi, bensíntankurinn míglak,
vatnskassinn lak og það sauð á
bílnum.
Til allrar lukku eru margir
lækir á Þorskafjarðarheiðinni og
mamma tuggði tyggjó sem notað
var til þéttingar á vatnskassan-
um. Alltaf reddaði pabbi öllu,
sama hvað á dundi, með sínu hæg-
læti og var aldrei að pirra sig yfir
hlutunum, það var alltaf gaman.
Ég var svo heppinn að fá tæki-
færi til að kynnast pabba meir en
kannski margir aðrir, við unnum
saman bæði á loðnuskipinu
Sunnubergi GK og við unnum
saman hjá Dýpkunarfélaginu við
dýpkanir á höfnum landsins.
Þetta var ómetanlegur tími fyrir
okkur báða, að fá að kynnast upp
á nýtt sem fullorðnir og finna að
hann var stoltur yfir gerðum
mínum. Það voru algjör forrétt-
indi að fá tækifæri til að kynnast
þessum manni og eiga sem vin. Á
þessum árum var ég líka svo
heppinn að fá að hitta margt fólk
um land allt sem þekkti pabba og
fá að heyra það frá ókunnu fólki
aftur og aftur; hann pabbi þinn
hann er góður maður, þá var
strákurinn ég stoltur af pabba
sínum.
Kæri pabbi. Ég á eftir að
sakna samtalanna okkar og
stundanna eins og þegar þú með
gipsaðan fót varst settur í land í 6
vikur og ég mætti alltaf á morg-
unvaktina sem ég kalla áður en
ég fór í vinnuna og við drukkum
kaffi, leystum heimsmálin og
reiknuðum algebru. Ég á mikið
eftir að sakna glottsins á þér þeg-
ar þú fluttir eina af þínum mörgu
vísum sem vanalega voru fullar
af glettni. Ég á eftir að sakna
sendinganna frá þér og Dúu til
Noregs með harðfisk og blaðaúr-
klippur úr íslenskum blöðum.
Takk fyrir allt, kæri pabbi, og
góða ferð.
Kveðja,
Arnór Sigurvinsson (Nóri).
✝ Guðlaug AldaKristjánsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 21.
september 1921.
Hún lést á Land-
spítalanum eftir
stutta legu 2. des-
ember sl.
Faðir hennar var
Kristján Jónsson,
skósmiður og sjó-
maður frá Dölum í
Vestmannaeyjum, f. 1888. Hann
drukknaði 1922. Móðir hennar
var Guðný Guðmundsdóttir, f.
1890 í Skálakoti undir Eyjafjöll-
um. Hún lést 1985. Guðlaug
Alda var yngst fjögurra alsystk-
ina. Eina hálfsystur átti hún
sammæðra.
Fyrri maður Guðlaugar Öldu
var Einar Benjamínsson
vörubifreiðarstjóri,
f. 1920, en henn lést
langt um aldur
fram úr berklum
1946. Seinni maður
hennar var Jón E.
Kristjónsson kaup-
maður, f. 1917.
Hann lést 1984.
Sambýlismaður
hennar frá um 1990
var Guðmundur
Þorgeirsson mat-
sveinn, f. 1921, d. 2008. Guðlaug
Alda var barnlaus.
Hún stundaði lengst af kaup-
mennsku með Jóni seinni eigin-
manni sínum, síðast í Síðumúla
8, en það hús byggðu þau. Áður
hafði hún aðallega unnið við
ræstingar og framreiðslustörf.
Útför hennar hefur farið
fram í kyrrþey að hennar ósk.
Hún Alda frænka var einstök
kona. Sjálfstæð, dugleg og áræð-
in – og Vestmannaeyingur, en af
uppruna sínum var hún ætíð afar
stolt. Ekki er nokkur vafi á því
að erfiðleikar í æsku hafa mótað
hana mikið fyrir lífstíð. Hún
missti föður sinn þegar hún var
eins árs og var þá yngst fjögurra
systkina. Við þennan missi urðu
allir fjölskyldumeðlimir, móðirin
og börnin að þjappa sér enn
þéttar saman og deila þeim kjör-
um sem móðirin gat veitt þar
sem engar voru bæturnar.
Nú árin líða og svo fer að
móðirin giftir sig aftur og nýtt
barn fæðist, móðir undirritaðs.
Áfram er erfitt, kreppa í al-
gleymingi og svo fer að fjöl-
skyldan flyst til Reykjavíkur.
Leiguhúsnæði á nokkrum stöð-
um og erfitt um vinnu var hlut-
skipti þessarar fjölskyldu eins og
var hjá svo mörgum öðrum fjöl-
skyldum á þessum árum. Þessi
ár hafa án nokkurs vafa styrkt
Öldu í lífsbaráttunni síðar, enda
varð henni tíðrætt um þessi ár
fjölskyldunnar.
Alda var fríð sýnum, dökk-
hærð og bláeyg, frekar lágvaxin
en afar kvik í hreyfingum, bar
sig mjög vel og var ávallt vel til-
höfð. Falleg kona. Ung gifti Alda
sig Einari Benjamínssyni vöru-
bifreiðastjóra. Ekki stóð sú sæla
lengi. Fljótlega eftir giftinguna
greindist Einar með berkla. Á
þessum árum var þessi sjúkdóm-
ur nær oftast ólæknandi. Einnig
í tilfelli Einars, og svo fór að
hann lést 1946. Þetta tók á.
Margar erfiðar heimsóknir á Víf-
ilsstaði. Margt er tilviljanakennt
í henni veröld. Móðir mín giftir
sig um það leyti sem Einar er að
deyja. Einnig fljótlega eftir gift-
ingu móður minnar kemur að
veikindum föður míns sem draga
hann til dauða 36 ára gamlan.
Þær systur voru nánar fyrir
þessa sameiginlegu lífsreynslu,
en veikindi eiginmanna þeirra
urðu til þess að styrkja vináttuna
enn sterkari böndum. Þær
treystu hvor annarri fyrir öllum
sínum málum. Áttu í rauninni
engin leyndarmál hvor fyrir ann-
arri. Það leið ekki sá dagur að
þær hefðu ekki samband á með-
an báðar lifðu.
Svo giftist Alda aftur. Seinni
maður hennar var Jón E. Krist-
jónsson kaupmaður. Þau hjón
lögðu mikla vinnu í uppbyggingu
verslunarreksturs síns. Hægt og
sígandi bar það árangur og upp
úr 1980 er svo komið að þau hafa
það orðið býsna gott eins og sagt
er. Ekki náðu þau að njóta þess
nógu lengi saman því Jón lést
1984. Um 1990 hóf hún sambúð
með Guðmundi Þorgeirssyni
matreiðslumanni, en þau höfðu
þekkst um langt skeið. Þau
bjuggu í Barmahlíðinni og áttu
þar saman góð ár eða þar til
Guðmundur lést árið 2008. Þrátt
fyrir betri afkomu á síðari árum
lifði Alda ætíð eins og hún var al-
in upp við; við sparsemi og nýt-
ingu hlutanna. Það breyttist
aldrei þrátt fyrir breyttan efna-
hag.
Allra síðustu ár hennar urðu
henni erfið þar sem hún fann að
hún var smátt og smátt að missa
tökin á venjubundnu lífi sínu.
Símtölunum fjölgaði því sífellt.
Engu að síður hélt hún reisn
sinni til síðasta dags. Öldu er
þakkað af heilum hug fyrir allt
sem hún gerði fyrir mig og þó
sérstaklega móður mína á erf-
iðum tímum. Góð kona er geng-
in. Blessuð sé minning hennar.
Helgi frændi.
Guðlaug Alda
Kristjánsdóttir
Þegar hugsað er til Guðmund-
ar er það einstaki kaldhæðni húm-
orinn og hreinskilni hans sem
kemur fyrst upp í hugann. Ég
hitti Guðmund fyrst þegar ég kom
til Flórída í heimsókn til hans og
Önnu fyrir um 16 árum. Bílskúrs-
dyrnar opnuðust á stórglæsilega
húsinu þeirra þegar við keyrðum
að og við okkur blasti þykkt
reykský og inni í því miðju sat
þessi fjörgamli maður í stuttbux-
um og snjóhvítum sportsokkum
sem hann náði nánast að toga upp
að hnjám. Já, þarna sat hann með
stórt glott á andlitinu sem hann
líklega hefur fæðst með því þann-
ig var hann oftast og mér skilst að
þannig hafi hann kvatt þessa jarð-
vist.
Það var auðvelt að elska þenn-
an mann því hans karakter var
svo litríkur og sterkur. Nærvera
hans var nánast áþreifanlega
þægileg. Ég hafði heyrt sögur af
Guðmundi, að hann hefði m.a. lent
í hundskjafti en það fannst mér
bara gera hann enn meira aðlað-
andi og einstakan, hver lína í and-
liti Guðmundar átti sína sögu og
hefði margur maðurinn bugast yf-
ir áföllum sem Guðmundur gekk
beinn í baki í gegnum. Guðmund-
ur var handverksmaður af lífi og
sál og allt það sem hann kom
nærri vildi hann að yrði gert af al-
úð og vandvirkni.
Ferðirnar til Flórída urðu tíðar
hjá okkur fjölskyldunni í hlýjan
faðm þeirra hjóna og það að hafa
fengið að vera partur af þeirra lífi
gerir okkur vissulega að betri
manneskjum. Guðmundur var tal-
inn mjög heyrnarskertur en hann
heyrði allt sem hann vildi heyra
og nýtti sér þetta mikið í stríðni
og náði að espa þær mæðgur sér
til mikillar ánægju.
Eftir að þau hjónin fluttu aftur
heim til Íslands fór heilsu Guð-
mundar að hraka mikið. Nú er
þetta búið hjá honum fengum við
oft að heyra en alltaf náði sá gamli
að koma sér á skrið á ný. Guð-
mundur sást ósjaldan á baki raf-
skutlu sem hann notaði óspart
hvort sem það var um götur, inni í
búðum eða keyrði á henni inn í
Guðmundur
Kristinn Jónsson
✝ GuðmundurKristinn Jóns-
son fæddist 3. jan-
úar 1935. Hann lést
10. febrúar 2013.
Foreldrar hans
voru Jón Ólafsson,
d. 1984, og Guðrún
Sigurðardóttir, d.
1945. Systkini hans
voru Ágústa Lor-
enzini, f. 4. desem-
ber 1930, d. 16.
mars 2010, og Þórður Pétursson
Jónsson, f. 12. maí 1932, d. 25.
júní 1951.
Útför Guðmundar fór fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
lyftur á öllum mögu-
legum stöðum. Þessi
gamli glaði maður
sem ég heyrði eitt
sinn kallaðan „þenn-
an gamla sem er
örugglega pabbi
guðs“. Maðurinn
sem elskaði öræfin
meira en allt og sá til
þess að þar myndi
hann enda sína jarð-
vist.
Guðmundar verður saknað en
einungis mun ég sakna hans með
gleði í hjarta. Elsku Guðmundur,
þú gerðir lífið bjartara og vil ég
þakka þér fyrir að hafa fengið að
taka þátt í lífi þínu þessi ár.
Elsku Edda Björk, Kristófer,
Erik og fjölskyldur, megi algóður
guð umvefja ykkur öll.
Guðrún Ösp.
Eitt sinn verða allir menn að
deyja, eftir bjartan daginn kemur
nótt, söng Vilhjálmur heitinn Vil-
hjálmsson. Guðmundur var búinn
að lifa langan dag og nú var því
miður komið að nóttu. Ég fyllist
þakklæti að hafa fengið að hafa
Guðmund og Önnu í lífi mínu frá
því ég man eftir mér. Guðmundur
var kraftmikill og glaðlyndur
maður sem oft á tíðum var stólpi
minn í lífinu. Guðmundur var af
þeirri kynslóð að hann átti ekki
auðvelt með að tjá tilfinningar
sínar, en kærleikann gat hann
aldrei dulið í glettnum augum sín-
um. Á þeirra heimili var mér alla
tíð tekið sem einu af þeirra börn-
um og oft á tíðum þótti sumum
nóg um hvernig þau hjónin létu
með mig, en ég vil trúa því að
þörfin hafi verið á báða bóga.
Guðmundur var heill til allra
verka og krafðist þess sama af
öðrum, öll verk skyldu gerð af
vandvirkni og alúð, en aldrei man
ég eftir að hann hafi hallmælt
verkum mínum því hann var af-
burðastjórnandi og sá til þess áð-
ur en verk hófst að engar óþarfa
hindranir yrðu á veginum. Líkleg-
ast hefur Guðmundur smitað mig
af ódrepandi verkfæraáhuga og
gátum við eytt heilu dögunum í
verkfærabúðum í Ameríku, og
endalaust gat hann bætt í annars
fullkomið safn verkfæra.
Eins ólík hjón og Anna og Guð-
mundur voru var líkt og þau döns-
uðu sama dansinn í lífinu. Bæði
komu þau frá brotnum heimilum
en staðráðin í að láta það ekki
hafa áhrif á sig. Þrjóskan var
þeirra drifkraftur. Mörg áföllin
urðu á vegi þeirra en aldrei voru
þau rædd því þess háttar tíðkaðist
ekki. Þau voru alin upp við það að
halda höfði og ganga áfram stolt.
Ég tel mig lánsaman að hafa átt
þau að. Ég vil þakka samfylgdina
og bið höfðingja góðrar ferðar.
Sigurður Eyþór.
Elsku afi. Þær
voru ófáar góðu stundirnar sem
við áttum saman. Veiðiferðirnar
voru þó allra bestar. Þar varst þú
ávallt á heimavelli og veiddir
manna mest enda mikið náttúru-
barn og skynjun þín á umhverf-
Jón Páll
Ingibergsson
✝ Jón Páll Ingi-bergsson fædd-
ist í Reykjavík 11.
október 1916. Hann
lést á LSH í Foss-
vogi 21. febrúar
2013.
Útför Jóns Páls
fór fram frá Kópa-
vogskirkju 6. mars
2013.
inu með eindæmum.
Þær eru dýrmætar
minningarnar sem
við eigum um ykkur
ömmu og þær mun-
um við varðveita í
hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Tíminn líður furðu fljótt,
Fleyg er ævin hverfur
ótt.
Einn hver dagur endar
skjótt,
óðar kemur draumsæl nótt.
(Ingibjörg Sumarliðadóttir)
Vertu sæll okkar aldni vinur,
Brynjar, Thelma, Aron
og Írena.