Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 12

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Fuglategundum sem koma upp ung- um í Héðinsfirði hefur fjölgað úr 6 í 20 eftir með tilkomu nýs vegar um fjörðinn vegna Héðinsfjarðarganga. Þetta hefur komið fram í athug- unum Þorsteins Jóhannessonar, fuglaáhugamanns á Siglufirði, sem hefur fylgst með fuglalífi í Héðins- firði í meira en 30 ár. Þorsteinn segir að fyrir breyting- arnar sem hafa orðið í Héðinsfirði vegna ganganna hafi lítið fuglalíf þrifist í firðinum, tófan hafi verið allsráðandi. „Það var fuglalíf þarna á vorin. En svo hreinsaði tófan allt saman. Sótti mjög í eggin og það voru því mjög fáar tegundir sem náðu að koma upp ungum,“ segir Þorsteinn sem um árabil átti sum- arhús í Héðinsfirði og hefur fylgst náið með þróun fuglalífs í firðinum. Þorsteinn segir að í aðdraganda ganganna hafi ekki verið settar fram svo alvarlegar áhyggjur vegna fuglalífs í matsskýrslum, þær hafi m.a. falist í því að vegurinn færi yfir bú- og hreiðursvæði fuglanna. Sjálf- ur hafi hann ekki haft áhyggjur vegna framkvæmdanna, fuglalífið hafi verið svo lítið fyrir. Fuglalíf margfaldst Þorsteinn segir að fljótlega eftir að framkvæmdir hófust og umferð jókst hafi fuglar tekið að sækja í að verpa nálægt veginum sem liggur um Héðinsfjörð. Strax hafi teg- undum og fuglum fjölgað. Vera mannsins og framkvæmdir hafi nægt til að halda tófunni frá og fuglalíf hafi fengið að vera í friði í grennd við framkvæmdir. Fuglarnir hafi greinilega verið fljótir að lesa í ótta tófunnar og nýtt tækifærið. Eftir opnun vegarins er sama staða uppi. „Það er engu líkara en að veg- urinn dragi fuglana að sér og tófan forðast að vera nálægt veginum á varptímanum, þá er nóttin björt og alltaf talsverð umferð. Fuglalífið í kjölfarið hefur margfaldast,“ segir Þorsteinn. Að hans sögn er svo komið að nú hefur þétt varp mynd- ast á um 1 km breiðu belti báðum megin vegarins. Eins og áður segir telst Þorsteini til að fjöldi tegunda sem koma upp ungum í nágrenni vegarins hafi fjölgað úr 6 í 20 og bætir hann við að sjö aðrar tegundir reyni varp sem tófan kemst í. Þorsteinn hefur orðið var við minnsta kosti 27 aðrar tegundir í firðinum og því hefur orð- ið vart við 54 fuglategundir í firð- inum. Ekki eins alls staðar „Fuglalífið í fyrra var t.d. mjög mikið. Sérstaklega var mikið af heiðlóu, hún hefur áreiðanlega verpt víðar í firðinum en bara við veginn. Svo eru þessir nýju varpfuglar eins og spói og jaðrakan, fjöldi þeirra er töluverður,“ segir Þorsteinn um fuglalífið í fyrra. Með hliðsjón af þróun fuglalífs í Héðinsfirði með til- komu aukinnar umferðar má velta því upp hvort líta megi til áð- urnefndra áhrifaþátta við mat á áhrifum framkvæmda á fuglalíf. Þorsteinn tekur að einhverju leyti undir slíkar vangaveltur en leggur þó áherslu á að aðstæður séu mjög misjafnar á hverjum stað. „Þessar aðstæður í Héðinsfirði voru dálítið sérstakar vegna þess hve tófan var allsráðandi, það er kannski ekki alls staðar þannig,“ segir Þorstein sem vonast eftir blómlegu fuglalífi í Héð- insfirði í vor og sumar. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Náttúra Þorsteinn Jóhannesson, verkfræðingur og fuglaáhugamaður ásamt eiginkonu sinni, Helgu Ingibjörgu Þor- valdsdóttur sem bjó í Héðinsfirði fyrstu átta ár ævi sinnar. Hér eru hjónin stödd á áningarplaninu í Héðinsfirði. Fuglalífið blómstrar  Fuglar sækja í veginn til fá frið á varptímanum  Aukin umferð og tilkoma ganga heldur tófunni frá í Héðinsfirði Fuglalíf í Héðinsfirði » Eftir tilkomu Héðinsfjarð- arganga hefur fjöldi fuglateg- unda sem koma upp ungum í nágrenni vegarins aukist úr 6 í 20. » Sjö aðrar tegundir reyna varp við veginn sem tófan kemst í. » Þorsteinn hefur orðið var við 27 aðrar misalgengar fugla- tegundir. Opel | Ármúli 17 | 108 Reykjavík | 525 8000 *Verðdæmimiðast við bíla sem til eru á lager. Aukabúnaður bíla ámynd getur verið frábrugðinn þeim sem eru á tilboði. **Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er samkvæmt stöðlum frá framleiðanda. ***Akuabúnaður ámynd, álfelgur. 5,1 l 5,5 l 4,3 l 2.890.000 kr. 3.690.000 kr. Komdu í heimsókn í nýjan sýningarsal okkar að Ármúla 17 4.990.000 kr. /100 km /100 km /100 km Opel Corsa 1.2 bensín.*** Opel Astra 1.4 bensín. Opel Insignia 2.0 dísil. Einnig fáanlegur ssk. Einnig fáanlegur ssk. Einnig fáanlegur ssk. Verð frá*: Verð frá*: Verð frá*: ** E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 9 6 4 KYNNTU ÞÉR NÝJAN SPARNEYTINN OPEL Sölumenn okkar verða í tilboðsstuði fram að páskum! ** ** Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent Morgunblaðinu athuga- semd, vegna fréttar á forsíðu blaðsins á fimmutdag undir fyrirsögninni „Væntir 75% niðurskrifta“. Hér birt- ist hluti athugasemdarinnar en hún er birt í heild sinni á mbl.is. „Að hluta til byggðist fréttin á um- mælum sem ég átti að hafa látið falla í ræðu sem ég hélt á fjárfestingardeg- inum í Háskólanum í Reykjavík 8. mars síðastliðinn. Fyrirsögnin og ákveðin atriði í fréttinni gefa hins vegar um sumt villandi mynd af máli mínu þennan dag. Ég er þó ekki að gera því skóna að hinn eljusami blaða- maður hafi vísvitandi farið með rangt mál. Vandinn er sá að endanleg skrif- uð ræða liggur ekki fyrir og þá geta flókin mál hæglega misskilist. Skilja má fréttina þannig að ég hafi verið að kynna afstöðu mína til stefnumótunar varðandi fjármagns- höft og búa föllnu bankanna og að „niðurskrift“ á krónueignum um 75% væri hluti af þeirri stefnu. Þetta passar illa af tveimur orsök- um. Í fyrsta lagi eyddi ég tölu- verðu máli í ræðu minni í að útskýra að orðið „niður- skrift“ væri illa hæft til að lýsa því sem um er að ræða. Í öðru lagi var ég ekki að setja fram slíka stefnumörkun í ræðunni heldur snérist hún um að greina vandamálið og lista upp ýmsa möguleika sem væru á lausn þess. Ég benti á að í grundvallaratriðum væri um þrjár leiðir að ræða. Ein er sú sem kölluð hefur verið krónuvæðing, önn- ur væri gjaldþrot og slit og þriðji möguleikinn væri nauðarsamningar með því sem ég kallaði pakkalausn varðandi þann vanda sem sneri að kröfum á innlenda aðila. Hvað slíka lausn varðaði benti ég á tvo mögu- leika. Annar er nefndur í grein Morg- unblaðsins, sá sem kallaður var krónuhreinsun búanna, en sá seinni var ekki nefndur, sem ég kallaði skil- yrði varðandi krónuúthlutun og notk- un búanna. Í þessu sambandi vil ég undirstrika að þótt ýmsir möguleikar hafi verið viðraðir hef ég ekki enn lagt fram ákveðnar tillögur um útfærslu einhverra þessara leiða.“ Athugasemd seðlabankastjóra Már Guðmundsson Skannaðu kóðann til að lesa alla at- hugasemd Más.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.