Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 52

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert þreyttur og áhugalaus á öllum sviðum og þarft að gera eitthvað til að breyta því. Gerðu eitthvað sem enginn hefur gert áð- ur á sama hátt. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert menningarlegur og gáfulegur, en hefur samt mikinn áhuga á dægurmenningu. Farðu rétt í málin því vinslit eru ástæðulaus út af litlu sem engu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert með á hreinu hvað þú vilt gera, en þegar þú miðar þig við aðra renna á þig tvær grímur. En stórbrotin áætlun er að verða að veruleika. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Bíddu með að bera upp við yfirmenn þína mál, sem þú berð mjög fyrir brjósti. Ekki aðeins veistu nákvæmlega hvað þú vilt heldur veistu líka hvernig þú átt að fá því framgengt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst mikið hvíla á þér og þú hefur áhyggjur af afkomu heimilisins. Gefðu þér tíma til að hugsa um hlutina svo þú getir brugðist við með viðeigandi hætti. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki setja þig upp á móti foreldrum þínum eða öðrum í fjölskyldunni í dag. Ekki eyða tíma í áhyggjur af hvort einhver elskar þig eða ekki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Skemmtilegt tilboð kemur þér á óvart. Hafðu engar áhyggjur, staðan verður allt önn- ur á morgun og hafðu minni áhyggjur af kostnaðinum þegar ánægjan er svona mikil. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú leitar lausnar á vandamáli en finnur hana ekki því þú ert of ákafur. Það er fleira um að hugsa en veraldleg verðmæti, þótt þeirra þurfi líka við. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert á rólegu nótunum en kem- ur þó ýmsu í verk. En líttu ekki of lengi um öxl því það er framtíðin sem skiptir máli. Að láta drauma rætast styrkir þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Heilsubrestir koma oft fram í skapinu. Eitthvað sem hann lætur úr úr sér vekur með þér grunsemdir um það hvað vaki fyrir honum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vatnsberann langar til þess að kaupa eitthvað fallegt fyrir heimilið á næstu vikum. Vinnuskipti og fjárfestingar geta fært þér aukna velsæld. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fikraðu þig í átt að markmiði þínu með eitt takmark í huga, en þröngt sjón- arhorn. Taktu gleði þína því þú munnt sjá að ótti þinn var ástæðulaus. Karlinn á Laugaveginum erennþá í Hveragerði og liggur vel á honum, segist hafa lést um tvö kíló, enda sé dagskráin ströng og fæðan holl: Það er auðvitað auðskilið mál að ál vil ég fremur en stál, – en auk þess ég get þess ég et ekki ket heldur agúrkur, baunir og kál. Bjarney Jónsdóttir hringdi í Morgunblaðið og vildi koma að leið- réttingu á vísu úr Líkafróns rímum Sigurðar Breiðfjörð, enda þótti henni byrjun vísunnar óskiljanleg eins og hún birtist, en hún var tekin upp úr Bragfræði síra Helga Sig- urðssonar. Þar er fyrri helming- urinn svona: „Rifin allrá og ötuð föt/sá á þeim konum“, en Bjarney lærði vísuna þannig: Rifin öll og ötuð föt eru á þeim konum, huldu varla götin göt á garmskinnonum. En þannig er lausavísan, þegar hún kemst á flug. Hver og einn fer með hana eins og honum þykir fara best í munni, – sem auðvitað stað- festir að lausavísan er lifandi skáld- skapur. Þessar stökur eru í mansöng rím- unnar: Vona ég stöku málið mitt í margra hljóðum hafi vökur stundum stytt hjá stúlkum góðum. Hvort sem núna heppnast mér að hýrga kvendi, bráins dúna blíðum grér þá braginn sendi. Ef að meta meyjar hljóð og meiðma hauður, ef eg get þá yrki eg ljóðin allt, eins dauður. Sögur áður frá því fóru, frægða iðnir, í haugnum kváðu og kátir vóru kappar liðnir En af því heimi aftur fer og ýmsra gæfa, dauðum gleymist má ske mér þá mennt að æfa. Ungur hét eg oft á fljóð í yndis fundum, meðan ég get að gala ljóð og gefa sprundum. Í Lestrarbók Sigurðar Nordals eru þessar stökur eftir Sigurð Breiðfjörð: Prestar hinum heimi frá hulda dóma segja. En skyldi þeim ekki bregða í brá blessuðum, nær þeir deyja? Mundum vér ei þora þá í þeirra húspostillum auðmjúklega að eftirsjá ýmsum pennavillum? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af áli og agúrkum Það er ein frétt, alltaf ein frétt,sem gleður Víkverja mest af öll- um; það er koma heiðlóunnar til landsins. Þrátt fyrir þá vitneskju, að þegar lóan hverfur á braut á haustin komi hún ávallt aftur, þá leyfir Vík- verji sér að gleðjast eins og barn á jólum við fregnirnar. Vorboðinn ljúfi snertir strengi og fyllir lífið af von- um og væntingum, áður en við er lit- ið verða komin blóm í haga – sannið til. x x x Lóan fær alltaf sitt rými í fjöl-miðlum og er það vel. Samdæg- urs og fréttist af lóunni hér á klak- anum hlýddi Víkverji á þátta- stjórnendur Virkra morgna, þau Gunnu Dís og Andra Frey. Þau spurðu fuglafræðing spjörunum úr; allt sem maður vildi vita en hefur kannski ekki leitað svara við. Andri spurði einmitt, hvort fólk í Hollandi kallaði á eftir lóunni: Nei, sjáið þarna er íslenska lóan! Fugla- sérfræðingurinn tók nú ekki alveg undir þá fullyrðingu. Spánverjar fá víst ekki þennan vorfíling við að heyra í lóunni heldur setur fremur að þeim kuldahrollur því þegar hún birtist þá er víst að koma haust. Vík- verji fræddist einnig um hætti lóunnar, sem komu honum ekki á óvart. Þar kom fram að lóan verpir oftast á svipuðum slóðum. En unga kynslóðin – lóur sem eru nýkomnar af kynþroskaskeiðinu – eru áræðn- ari en fyrri kynslóðir. Þær leggja nefnilega land undir fót og nema stundum ný lönd eins og Færeyjar, Noreg og önnur skemmtileg lönd. Ekki ósvipað okkur tvífætlingunum. x x x Þó svo að dirrindíið fái fljótlega aðklingja í eyrum Víkverja, veit hann af fenginni reynslu, að hann þorir ekki að fullyrða að vorið sé nú komið. Sem sannast best á því að þegar Víkverji hóf þessi skrif var snjólaust en nú er allt hvítt. Þrátt fyrir að lóan litla, sem fregnir bárust af í ljós- og prentvakamiðlum í upp- hafi vikunnar, hafi hugsanlega haft hér vetursetu og aldrei flogið suður á bóginn þá skiptir það í raun litlu máli. Því vissan um vorið sem lóan færir okkur er nóg fyrir Víkverja – í bili að minnsta kosti. víkverji@mbl.is Víkverji Vegurinn, sannleikurinn, lífið „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. (Jóhannesarguðspjall 14:1) Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VEXTIR Á KLUKKUTÍMA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að bjóða eldri ættingja að búa hjá ykkur. EINVERA -BEYGJA HÉR- ÖMURLEG EINVERA -NÆSTA AFREIN- SKAMMTÍMA - LÁN SKRÝTIÐ, SJÁLFSÁLIT MITT HRUNDI ALLT Í EINU. VERÐIÐ ÞIÐ ALDREI ÞREYTT Á AÐ STANDA HÉR OG RÍFAST ALLA DAGA? FYRST ÞÚ MINNIST Á ÞAÐ, JÚ! EIGUM VIÐ AÐ FÁ OKKUR SÆTI Á MEÐAN VIÐ RÍFUMST? HLJÓMAR VEL!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.