Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
Allir kennarar þekkja af eigin reynslu að það ber ekki mikinnárangur í kennslustund að hækka röddina, kalla eða öskra.Nemendur taka ekkert mark á slíku og hækka sig bara líkaog úr verður kennslustund hrópa og kalla. Miklu árangurs-
ríkara er að tala sínu eigin eðlilega máli; líklegt er að nemendur geri
það þá einnig.
Þeir sem þekkja til hænsnabúskapar kannast við það er haninn rífur
sig upp á annan fót sinn, þenur sig og blakar stuttum vængjum og tek-
ur til við að gala, væntanlega um eigið ágæti en lítilmót allra hinna.
Ekki er ólíklegt að hann sé að stofna nýjan stjórnmálaflokk. En han-
inn fær engin fimm prósent og kemst ekki á þing. Hænurnar líta und-
an og halda áfram lágmæltu skrafi sínu um egg og uppeldi unganna.
Stóryrði hanans fjúka út í loftið og deyja út.
Árið 1980 kom út ljóðabókin Heimkynni við sjó eftir Hannes Pét-
ursson. Í henni er að finna eftirfarandi ljóð:
Lágmælt orð
ljóðsins, þau troðast undir
í styrjöldum – einnig
í stórkarlalegu þusi
upplausnartíma þegar dagarnir
eru á dreif eins og fjúkandi hey.
Lágmælt orð
ljóðsins.
En þau gróa
aftur í sviðinni jörð
járns og stóryrða.
Hannes Pétursson hittir naglann á höfuðið. Orðin eru ekki óháð
tíma og rúmi og breytast eftir því hvernig vindarnir blása. Tímar ham-
fara og upplausnar leiða til stóryrða; hið lágmælta treðst undir.
Ljóð Hannesar minnir okkur á að við lifum nú skeið hamfara og
upplausnar, hamfarir í heiminum, upplausn samfélaga, ekki síst okkar
eigin. Ljóst er að þetta ástand hefur skilað sér með ískyggilegum
hætti í málnotkun landsmanna. Til dæmis þykir það ekki tiltökumál að
grípa til skamma og svívirðinga um ágætt fólk, jafnvel á opinberum
fundum. Séu fésbókarskrif skoðuð og blogg landsmanna má sjá að
margir láta þar eins og naut í flagi, mannýgt, blótandi, rótandi upp
jörðinni – og ber þó nautið mjög af. Sú skoðun virðist búa þar að baki
að það sé augljóst merki umbótavilja og framfarastefnu að blása sig út
og sóða yfir einstaklinga fúkyrðum af ýmissi gerð. Sumir munu kalla
slíkt dirfsku, jafnvel karlmannleg tilþrif, og sjá í því hetjulega fram-
göngu.
Sú hugmynd um málnotkun, að stíllinn sé maðurinn, er ævaforn.
Stíllinn er maðurinn merkir að við þekkjumst best á því hvernig við
högum máli okkar. Ágætur íslenskur málsháttur forn segir sömu
merkingar: Af máli má manninn þekkja. Önnur hugmynd um manninn
hefur sigrað. Það virðist orðin viðtekin skoðun að fötin séu maðurinn,
bíllinn, húsin, hönnunarvaran; allt það sem mennirnir telja sig skreyta
sig með, ekki síst hið áþreifanlega. Allt það er ekki við, allt slíkt er til
að sýnast við.
Málfar okkar er við. Standist þessi hugmynd um manninn er tölu-
verð ástæða til að staldra við og íhuga stöðu okkar: Hvernig beiti ég
tungunni? Hvað segir það um mig?
Málið
El
ín
Es
th
er
Aðspurður um ástandið í
Mið-Austurlöndum svaraði
þingmaðurinn:
„Döh! Eruði hálfvitar?”
Óhljóð
Þórður Helgason
thhelga@hi.is
Tungutak
Sá mikli fjöldi framboða, sem er að koma fram tilAlþingis í þingkosningunum í vor, á sér ekkihliðstæðu í pólitískri sögu okkar. Hann er vís-bending um að stjórnmálakerfi okkar sé sjúkt.
Slíkur sjúkleiki er ekki einskorðaður við Ísland. Hið
sama er að gerast t.d. á Ítalíu, sem hefur leitt til þess að
stjórnmálahreyfing grínistans Beppes Grillos fékk flest
atkvæði í þingkosningum þar í febrúar eða um 26%.
Almenningur trúði því á fyrstu árum nýrrar aldar að
ný kynslóð ungra og hámenntaðra Íslendinga kynni eitt-
hvað, sem eldri kynslóðir hefðu ekki vald á. Til marks
um það var velgengni einkavæddra banka og stórfyr-
irtækja. Traust fólks til þessarar kynslóðar, sem við get-
um kallað viðskiptaelítu, hrundi haustið 2008.
Fjöldi framboða til Alþingis í vor er vísbending um að
það hafi ekki bara verið traustið til viðskiptaelítunnar
sem hrundi heldur hafi traust fólks á gömlu stjórn-
málaflokkunum og forystusveitum þeirra, stjórn-
málaelítunni, hrunið líka.
Þetta eru ekki heimatilbúnar kenningar höfundar
þessarar greinar. Á Vesturlöndum segja sumir fræði-
menn, að traust fólks til bæði við-
skiptaelítunnar og stjórnmála-
elítunnar hafi hrunið með fjár-
málakreppunni, sem hófst
sumarið 2007 en skall á af fullum
þunga haustið 2008.
Þetta er efnislega sama skýring
og Eva Heiða Önnudóttir stjórn-
málafræðingur kom fram með í
samtali við Ríkisútvarpið fyrir
nokkrum dögum, þegar hún
fjallaði um fjölda framboða, en í
fréttum RÚV sagði:
„Hún segir að uppgjörið eftir hrun hafi fyrst og
fremst beinzt að fjármálaheiminum … Ein skýringin
geti verið sú, að ekkert sýnilegt uppgjör eða endur-
skoðun hafi farið fram innan stóru flokkanna eða fjór-
flokksins.“
Þeir, sem greina ekki þann vanda rétt, sem þeir
standa frammi fyrir, finna heldur ekki lausn á honum.
Sé það rétt að fólk hér hafi ekki bara misst traust til
fjármálamanna, heldur líka stjórnmálamanna í hruninu
og eftirmálum þess þýðir ekkert fyrir forystumenn
gömlu flokkanna að bölsótast yfir vitlausum kjósendum.
Nái þeir ekki að skilja umhverfi sitt verður þeim að lok-
um vísað á dyr.
Það er of mikið til í því að stjórnmálalífið á Íslandi sé
sjúkt. Þetta er lokuð veröld tiltölulega fámenns hóps,
sem deilir innbyrðis en getur líka talað saman og hefur
m.a. náð vel saman um að tryggja eigin hag. Skilin á
milli þessa hóps og þjóðarinnar mátti sjá á Austurvelli á
sínum tíma, þegar alþingismenn gengu til kirkju undir
lögregluvernd og girðingar höfðu verið settar upp á milli
þeirra og almennings. Ein kona vildi ekki una þessari
skiptingu og klifraði af sjálfsdáðum yfir girðinguna og
blandaði geði við fólkið hinum megin hennar. Það var
forsetafrúin Dorrit Moussaieff, sem með því sýndi meiri
skilning á umhverfi sínu en þingmennirnir, hinir kjörnu
fulltrúar íslenzku þjóðarinnar.
Sennilega er það nauðsynlegur þáttur í því að
sprengja það stóra graftarkýli, sem stjórnmálalíf okkar
þjáist af, að brjóta þennan lokaða klúbb upp.
Hvernig verður það gert?
Fyrir tæplega hálfri öld fóru fram umræður á Alþingi
um þingfararkaup þingmanna, sem þóttu býsna merki-
legar á þeim tíma, kannski vegna þess að höfuðpersónur
umræðnanna voru tveir þaulreyndir stjórnmálamenn,
Bjarni heitinn Benediktsson og Eysteinn Jónsson.
Bjarni varaði við því að setja þingmenn á föst laun, sem
þeir höfðu þá ekki í þeim skilningi, sem við leggjum í
þau orð, og taldi að með því gæti orðið til stétt atvinnu-
manna í stjórnmálum. Eysteinn var á annarri skoðun.
Sjónarmið Eysteins urðu ofan á en reynslan hefur
sýnt að Bjarni hafði rétt fyrir sér. Hér hefur orðið til
lokaður klúbbur atvinnustjórn-
málamanna, sem ráða ekki við
þau verkefni, sem þeir hafa tekið
að sér. Þetta finnur fólk. Hinn al-
menni borgari hefur svo oft rétta
tilfinningu fyrir því sem er að
gerast.
Með sama hætti og sú ákvörð-
un Ólafs Ragnars Grímssonar að
gefa kost á sér til endurkjörs
sem forseti í fimmta sinn hefur
réttilega vakið umræður um
nauðsyn þess að takmarka þann árafjölda, sem sami
maður geti setið á Bessastöðum, er spurning, hvort nú
kunni að vera tímabært að brjóta upp hinn lokaða klúbb
stjórnmálanna með því að takmarka þann fjölda kjör-
tímabila, sem sami maður getur setið á Alþingi, við
kannski tvö og í mesta lagi þrjú kjörtímabil. Með því
væri a.m.k. tryggð veruleg endurnýjun í forystusveit
stjórnmálanna, sem kannski verður alltaf lokaður klúbb-
ur með einhverjum hætti.
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, skildi og skynj-
aði andrúmsloftið í landinu fyrir síðustu sveitarstjórn-
arkosningar. Þess vegna varð velgengni Bezta flokksins
svona mikil. Kjósendur treystu ekki hinum ráðandi öfl-
um á vettvangi stjórnmálanna.
Það er svo annað mál að enn sem komið er hefur nýj-
um framboðum ekki tekizt að sýna fram á, að þau hafi
eitthvað nýtt fram að færa. Er líklegt að Guðmundur
Steingrímsson, þriðji ættliður einnar helztu pólitísku
höfðingjaættar landsins, nái sama árangri og „utan-
garðsmaðurinn“ Jón Gnarr?
Kannski getur 76 ára gamall nýr páfi vísað nýrri kyn-
slóð veginn. Hann hefur hingað til ferðast um í strætó
og búið í lítilli íbúð í heimaborg sinni, Buenos Aires, en
hafnað embættisbústað, sem hann átti rétt á.
Er auðmýkt að verða „inn“ og ráðherrabílar með bíl-
stjórum, sem Birgitta Jónsdóttir alþingismaður skildi
ekki í eldhúsdagsumræðum sl. miðvikudagskvöld að
nokkrum gætu þótt eftirsóknarverðir, á útleið?
Stjórnmálalífið er sjúkt
Er líklegt að þriðji ættliður
einnar helztu pólitísku höfð-
ingjaættar landsins nái
sama árangri og „utangarðs-
maðurinn“ Jón Gnarr?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Orðið Pétur merkir sem kunnugter Steinn, Petros á grísku, og
hefur löngum verið vinsælt manna-
nafn.
Þrír nafnkunnir menn í Reykjavík
hétu upp úr miðri 20. öld Pétur Pét-
ursson. Þeir voru útvarpsþulurinn
með sína þrumuraust, síðan kaup-
maður, sem jafnan var kallaður
„Pétur í Glerinu“, en þriðji mað-
urinn var um skeið forstjóri í Ála-
fossi. Haukur pressari, kynlegur
kvistur í höfuðstaðnum, sagði eitt
sinn við Pétur þul: „Ertu ekki alltaf
að fá bréf, sem Pétur í Glerinu á að
fá, og líka bréf, sem Pétur í Álafossi
á að fá, og þeir að fá bréf, sem þú átt
að fá?“ Pétur þulur svaraði: „Jú, en
það er gott á milli okkar, og hver fær
sitt.“ Þá sagði Haukur: „Þið eruð
orðnir of margir. Ég segi það satt.
Ég er orðinn þreyttur á þessu.“
Pétur í Glerinu varð á einni svip-
stundu frægur í Reykjavík, þegar
vinur hans, Ewald (Lilli) Berndsen
tók hann með á leiksýningu. Hafði
Lilli sagt honum, að auk leikara og
leikstjóra væri höfundur leikrits oft
kallaður fram í sýningarlok og hyllt-
ur með lófataki. Þeir félagar horfðu
á uppfærslu af Skugga-Sveini eftir
Matthías Jochumsson. Pétur hreifst
af verkinu, og á meðan lófatakið
dundi við, eftir að tjaldið féll, spratt
hann á fætur og kallaði hátt og
snjallt: „Fram með höfundinn!“
Pétur þulur, sem látinn er fyrir
nokkru, var orðheppinn maður og
sjófróður. Kynntist ég honum ágæt-
lega. Eitt sinn sagði hann í morg-
unútvarpinu: „Skyggnið á Sauð-
árkróki var svo lítið í morgun, að
menn sáu bara sína nánustu.“
Löngu fyrir daga þessara þriggja
alnafna var uppi bóndi, Pétur Pét-
ursson í Holárkoti í Svarfaðardal.
Hann var fátækur, en barnmargur.
Þótti grönnum hans nóg um, enda
hvíldi framfærsluskylda á þeim, ef
bú Péturs leystist upp. Eitt sinn
gerði sóknarpresturinn sér ferð til
hans og spurði: „Hvenær heldur þú,
að þú hættir að eiga börnin, Pétur
minn?“ Pétur svaraði: „Ojæja,
ojæja, hvenær haldið þér, að Guð
hætti að skapa?“
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Pétur Pétursson
raestivorur.is
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700
Við erum grænni
og elskum að þjónusta
Rétt magn af hreinlætisvörum sparar
pening – láttu okkur sjá um það
Hafðu samband og fáðu tilboð