Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stórefla þarf lögregluna og auka
framlög til hennar um 3,5 milljarða
króna, umfram verðlagshækkanir
fjárlaga. Þá þarf að fjölga lög-
reglumönnum um allt að 236, bæta
menntun þeirra, þjálfun og búnað.
Þetta kemur fram í skýrslu nefnd-
ar hagsmunaaðila og fulltrúa allra
þingflokka á Alþingi sem Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra skipaði
á grundvelli þingsályktunartillögu
um grundvallarskilgreiningar lög-
gæslu á Íslandi. Var nefndinni falið
að gera löggæsluáætlun fyrir Ísland
og átti ráðherra að leggja tillögu til
þingsályktunar á grunni hennar
fyrir Alþingi eigi síðar en 1. mars
2013.
Nefndin tók til starfa síðla árs
2012 og þegar ljóst þótti að tíma-
mörkin héldu ekki var, í ljósi mik-
ilvægis málsins, ákveðið að skila inn
skýrslu sem vísi leiðina í frekari
vinnu við ætlunina.
Lögreglumönnum verði fjölgað
Fram kemur í minnisblaði um
skýrsluna sem Ögmundur lagði fram
á ríkisstjórnarfundi í gær að nefndin
hafi sammælst um eftirfarandi for-
gangsröðun: Að fjölga almennum
lögreglumönnum sem annast útköll
og almennt lögreglueftirlit og bæta
nauðsynlegan búnað og þjálfun því
tengdu. Fyrsta áhersla verði á
að efla lögregluna utan höf-
uðborgarsvæðisins með
áherslu á almenna löggæslu.
Forgangsatriði tvö er að
styrkja sérhæfðar deildir
Áhrif efnistöku úr farvegi Múla-
kvíslar og gerðar varnargarða á
umhverfið eru talin óveruleg í
frummatsskýrslu Vegagerð-
arinnar.
Vegagerðin er að undirbúa bygg-
ingu nýrrar brúar á Múlakvísl á
Mýrdalssandi í stað brúar sem jök-
ulhlaup tók af fyrir tæpum tveimur
árum. Ætlunin er að bjóða verkið
út á vormánuðum.
Taka þarf 360 þúsund rúmmetra
af möl til að byggja varnargarða og
veg við nýja brú, auk 45 þúsund
rúmmetra af grjóti. Mölin verður
tekin á breiðu gróðurlausu svæði í
gömlum farvegi Múlakvíslar. Það
er ekki talið líklegt til að breyta
ásýnd svæðisins enda muni áin sjálf
jafna út verksummerki efnisnáms-
ins.
Gera þarf mikla varnargarða,
meðal annars til að beina ánni und-
ir brúna. Í frummatsskýrslu kemur
fram að varnargarðarnir muni
standa lægra í landinu en Hring-
vegurinn þar sem áin hafi grafið sig
niður í sandinn. Það dragi úr áhrif-
um á ásýnd garðanna fyrir vegfar-
endur. Þá sé efni og áferð garð-
anna, sem snúa að veginum, svipuð
og núverandi bakkar austan árinn-
ar. Grjótvörn á norðurhlið garð-
anna er meira áberandi en áhrifin á
umhverfið eru talin óveruleg þar
sem hún blasi ekki við af Hringveg-
inum. Í heildina eru áhrif varn-
argarða ekki talin verulega nei-
kvæð á ásýnd landslags þar sem
þau breyta lítið einkennum lands-
ins, eru staðbundin og ná til fárra.
helgi@mbl.is
Garðar breyta lítið
ásýnd sandsins
Múlakvísl jafnar sjálf út verksum-
merki efnisnáms á Mýrdalssandi
Morgunblaðið/Ómar
Hengja Ferðamenn skoða afleið-
ingar jökulhlaups í Múlakvísl.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Landspítalinn framlengdi í vikunni
uppsagnarfrest 46 geislafræðinga,
sem annars hefðu látið af störfum 1.
maí, um þrjá mánuði á grundvelli laga
um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins. „Það horfir til auðnar, eins og
þeir segja,“ segir Katrín Sigurðardótt-
ir, formaður Félags geislafræðinga, en
ákvörðun stjórnenda spítalans veki
ekki vonir um að tíðinda sé að vænta af
kjarabót til handa geislafræðingum.
„Þetta verður borið undir lögfræð-
ing og svo sjáum við bara til,“ segir
hún en lítið hafi þokast í viðræðum og
samstarfsnefnd spítalans vísað á
stjórnendur hans hvað varðar skipu-
lagsbreytingar sem geislafræðingar
hafa farið fram á.
Skilningur en engir peningar
Unnur Pétursdóttir, formaður Fé-
lags sjúkraþjálfara, segir lítil tíðindi af
samningaviðræðum við spítalann,
fulltrúar spítalans sýndu kröfum
sjúkraþjálfara skilning en segðu enga
peninga til. Þá segir Unnur viðræður
við Sjúkratryggingar Íslands vegna
sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara
ekki hafa þróast eins og væntingar
stóðu til.
„Í samningnum sem gerður var fyr-
ir ári var það lagt til grundvallar að í
samningnum núna yrðu tekin inn tvö
ný samningsatriði; annars vegar að
það yrði unnið nýtt rekstrarmódel
sem yrði lagt til grundvallar nýjum
samning, sem og að menntun og
starfsreynsla yrði metin til einhvers.
En þegar við komum að samninga-
borðinu núna er þessu bara hafnað,“
segir hún.
Unnur segir um gróft brot á gamla
samningnum að ræða og að félagið
hafi ritað bréf til Sjúkratrygginga og
velferðarráðherra þar sem þau lýsa
vanþóknun á þróun mála. Brúnin á
fólki sé farin að þyngjast.
„Við höfum sýnt það einu sinni að
við getum farið í hart ef við viljum
það,“ segir hún og vísar til þess þegar
sjúkraþjálfarar sögðu sig frá samning-
um við Tryggingastofnun 2001. Það sé
þó ekki fýsilegur kostur.
Uppsagnarfresturinn lengdur
Landspítalinn lengir uppsagnarfrest geislafræðinga til 31. júlí Fá lögfræðiálit á ákvörðuninni
Sjúkratryggingar hyggjast ekki standa við samning við sjúkraþjálfara Brúnin farin að þyngjast
Kaup og kjör
» Sjálfstætt starfandi sjúkra-
þjálfarar á landinu eru 304 en
hluti þeirra starfar að nokkru
leyti sem launþegar.
» Þeir starfa enn á grundvelli
samningsins við Sjúkratrygg-
ingar sem rann út 1. febrúar
síðastliðinn.
„Mér er ekki kunnugt um hvaða forsendur búa þarna að baki en er
hjartanlega sammála því að það er brýnt forgangsverkefni að auka fram-
lög til lögreglu. Ef stjórnvöld eru að átta sig á því núna er það mikið fagn-
aðarefni. Þetta gefur okkur auðvitað miklu betri möguleika en áður að
sinna þeim verkefnum sem okkur ber að sinna lögum samkvæmt og ég
tala nú ekki um ef við getum farið í meira mæli í fyrirbyggjandi ráð-
stafanir sem miða að því að koma í veg fyrir afbrot, slys og aðrar
ófarir. Það er mikilvægt verkefni hjá lögreglunni,“ segir Stefán
Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, í tilefni af
minnisblaði starfshópsins.
Að sögn Stefáns er ljóst að efla þurfi lögregluskólann ef
fjölga eigi lögreglumönnum um 236, líkt og rætt er um í
minnisblaðinu. „Það eru rétt um 20 nemendur að koma
út úr lögregluskólanum. Það þarf því að fara í stórátak í
lögregluskólanum ef þetta á að ganga eftir. Skólinn
ætti að geta brugðist hratt við ef fjárframlög fylgja.“
Efla þarf lögregluskólann
LÖGREGLUSTJÓRI FAGNAR TILLÖGUNUM
Stefán
Eiríksson
lögreglunnar á öllum sviðum og for-
gangsatriði þrjú að bæta búnað lög-
reglu og þjálfun lögreglumanna.
Gera nefndarmenn ráð fyrir að verja
þurfi um 1,1 milljarði til þess árin
2014 til 2017, eða 275 millj. á ári.
Spurður út í skýrslu nefndarinnar
leggur Ögmundur áherslu á sáttina
sem sé að baki markmiðunum.
Þrengingarnar að baki
„Mín fyrstu viðbrögð eru að fagna
því hve víðtækur og þverpólitískur
skilningur er á því að stórefla þurfi
löggæsluna á nýjan leik, eftir þreng-
ingar undangenginna niðurskurðar-
ára. Ég er hjartanlega sammála
þeim áherslum sem þarna koma
fram, að það þurfi að horfa til mann-
fæðar löggæslu í dreifðum byggðum
sem og lögreglunnar allrar í heild
sinni, hvar sem er á landinu.
Þrátt fyrir þann ásetning sem
þarna kemur fram ber að horfa til
þess að fjárframlög til löggæsl-
unnar, sem og ýmissa annarra mikil-
vægra þátta, munu á komandi miss-
erum og árum ráðast af
fjárhagsstöðu ríkissjóðs. En það
breytir því ekki að þarna höfum við
vissu fyrir því að það er þver-
pólitískur skilningur á vandanum.
Þessir peningar hafa ekki verið fyrir
hendi. Það er hins vegar margt sem
bendir til þess að hin efnahagslega
sól fari heldur rísandi og þá skapast
aukið svigrúm til löggæslunnar og
annarra þátta,“ segir Ögmundur.
Morgunblaðið/Júlíus
Mótmæli á Austurvelli Síðustu ár hafa reynt mikið á lögregluna, enda ólgan í þjóðlífinu verið mikil.
Leggur til stóraukinn
stuðning við lögreglu
Nefnd leggur til að lögregla fái 3,5 milljörðum meira á ári
Óháð ráðgjöf
til fyrirtækja
Firma Consulting gerir fyrirtækjum
tilboð í eftirfarandi þjónustu:
• Kaup, sala og sameining.
• Verðmat fyrirtækja.
• Samningaviðræður, samningagerð
• Áætlanagerð.
• Fjárhagsleg endurskipulagning.
• Samningar við banka.
• Rekstrarráðgjöf.
Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík.
Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766
info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is