Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 50
50 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
Það hefur verið ákaflega ánægjulegt að vinna fyrir Morg-unblaðið og kynnast því ágæta fólki sem þar vinnur. Ég á þarmarga góða vini. Ég kynntist einnig fjölda fólks um allt land
þegar ég var á Eiðfaxa. Það er ekkert jafn dýrmætt í lífinu og að
eiga góða og trausta vini,“ segir Sigurður Sigmundsson sem ávallt
er kenndur við Syðra-Langholt, fréttaritari Morgunblaðsins í
Hrunamannahreppi í fjörutíu ár. Hann fagnar 75 ára afmæli í dag.
„Ég ætla að heimsækja höfuðborgarsvæðið og ef til vill eitthvert
veitingahúsið með góðum vinum,“ segir Sigurður þegar hann er
spurður um áform fyrir afmælisdaginn. Hann segist oftast hafa
haldið upp á stórafmæli. Nefnir að hann og tvíburabróðir hans, Sig-
urgeir, hafi haldið upp á þrítugsafmælið og fimmtugsafmælið. Sig-
urgeir féll frá 1997. Það sýndi sig hvað Sigurður er vinmargur þeg-
ar haldið var upp á sjötugsafmæli hans í félagsheimilinu á Flúðum.
Yfir 200 manns komu í veisluna.
Sigurður er fluttur í íbúð á Flúðum og segist una hag sínum vel.
Hann tekur þátt í félagsstarfi, meðal annars með eldri borgurum, og
spilar reglulega brids. Hestamennskan hefur verið áhugamál hjá
honum allt frá æskudögum. Hann fylgist með þótt hann sé hættur að
fara á bak. Sigurður var ritstjórnarfulltrúi hjá hestatímaritinu Eið-
faxa í átján ár. Myndasafn hans geymir sögu hestamennskunnar í
um fjörutíu ár. Það gaf hann fyrir nokkrum árum Sögusetri íslenska
hestsins á Hólum og Eiðfaxa. helgi@mbl.is
Sigurður Sigmundsson 75 ára
Siggi í Syðra Sigurður Sigmundsson á Flúðum með hryssu sína,
Gnótt. Sigurður hefur stundað hestamennsku frá æskudögum.
Dýrmætast að eiga
góða og trausta vini
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Kristján Loftsson framkvæmdastjóri, Laugarásvegi
19, Reykjavík, er sjötugur á morgun, 17. mars. Hann
og kona hans, Auðbjörg Steinbach, bjóða ætt-
ingjum og vinum að fagna með fjölskyldunni á
Broadway, Ármúla 9, Reykjavík frá kl. 20 til 23 á af-
mælisdaginn. Gjafir eru afþakkaðar, en við yrðum
þakklát ef þið vilduð styðja söfnun, sem er að fara í
gang og heitir: Söfnunarsjóður um aðgerðarþjarka.
Kennitala er: 470313-1370 Reikningsnúmer: 0515-
14-408005. Einnig verður tekið við framlögum í
sjóðinn á Broadway og þar verður tunna, sem hægt
er að láta umslag í.
Árnað heilla
70 ára
Oddrún Svala Gunnarsdóttir og Stefán Jónsson eiga fimmtíu ára brúðkaups-
afmæli í dag, 16. mars. Þau voru gefin saman af séra Jakobi Jónssyni í kapellu
Hallgrímskirkju.
Gullbrúðkaup
I
nga Rós er fædd 17.3. 1953 og
uppalin í Laugarneshverfinu
í Reykjavík. Hún varð stúd-
ent frá MR 1973, stundaði
tónlistarnám við Tónlistar-
skólann í Reykjavík frá átta ára
aldri, fyrst á fiðlu og síðar á selló, þar
sem Einar Vigfússon, Gisela Depkat
og Deborah Davis voru kennarar
hennar og lauk hún einleikaraprófi á
selló árið 1976. Hún stundaði síðan
framhaldsnám frá 1976 hjá prófessor
Johannes Goritzki við Robert Schu-
mann Institut i Düsseldorf og lauk
þaðan einleikaraprófi 1981.
Inga Rós hefur leikið með
Sinfóníuhljómsveit Íslands frá unga
aldri og verið fastráðin þar frá 1982.
Hún hefur leikið með Kammersveit
Reykjavíkur um árabil og ferðast
með henni víða um heim, m.a. til Jap-
an og Kína. Hún var sellóleikari í
Reykjavíkurkvartettinum, sem starf-
aði á vegum Reykjavíkurborgar
1990-93 og kom fram með honum á
listahátíðum viða um heim og einnig
við merk tækifæri, m.a. vígslu
Perlunnar o.fl.
Inga Rós hefur haldið fjölda selló-
og orgeltónleika með eiginmanni sín-
um, Herði Áskelssyni, hér heima og
erlendis, síðast í Seattle í Bandaríkj-
unum á sl. ári.
Inga Rós hefur frumflutt fjölda
verka eftir íslensk tónskáld og leikið
inn á fjölda hljómdiska, einkum með
Kammersveit Reykjavíkur og Sin-
fóníuhljómsveitinni, einnig einleik
með Mótettukór Hallgrímskirkju.
Elskar hátíðir og veislur
Inga Rós var framkvæmdastjóri
Kirkjulistahátíðar 2001, 2003, 2005,
2007 og 2010 og vinnur nú að und-
irbúningi næstu Kirkjulistahátíðar í
ágúst 2013. Hún hefur verið fram-
kvæmdastjóri Listvinafélags Hall-
grímskirkju frá 2004 og stýrir fram-
kvæmd á fjórða tug listviðburða í
Hallgrímskirkju á hverju ári, þ.m.t.
Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju
og Alþjóðlegt orgelsumar með fern-
um tónleikum á viku á sumrin.
Inga Rós sat í stjórn og var for-
maður Félags íslenskra tónlistar-
manna, sat í stjórn BÍL, Nordisk sol-
istrád, í fulltrúaráði Listahátíðar í
Reykjavík, í stjórn Kammersveitar
Reykjavíkur um árabil, hefur gegnt
ýmsum trúnaðarstörfum f.h. hljóð-
færaleikara í Sinfóníuhjómsveit Ís-
lands og situr nú í kjaranefnd, þjón-
ustunefnd og kynningarnefnd
Sinfóníuhljómsveitarinnar.
„Ég er mikil hátíðakona og elska
að halda veislur.Mér finnst mikil-
vægt að nýta þau tækifæri sem gef-
ast til að gleðjast með öðrum og lyfta
huga og sál. Ekki má heldur gleyma
að þakka fyrir allt það góða sem
maður fær að njóta.
Á afmælisdaginn ætla vinir mínir
úr Mótettukórnum og Sinfóníu-
hljómsveitinni að gefa mér í afmæl-
isgjöf að flytja þætti úr Bach kantötu
fyrir Boðunardag Maríu í messu í
Hallgrímskirkju kl. 11, en afmælis-
daginn ber upp á þann fallega dag,
Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari - 60 ára
Með hugann við tónlist
og listastarf kirkjunnar
Fjölskyldan Inga Rós, Hörður og fjölskyldan á niðjamóti á Akureyri sum-
arið 2011. Á myndina vantar Finnborgu Salóme og yngstu barnabörnin, Ok-
tavíu og Kolbein Una, sem fæddust bæði í ágúst 2012.
Styrking • Jafnvægi • Fegurð
CCFlax
Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri
og einkennum breytingaskeiðs
Heilbrigðari og grennri konur
Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru
aðmeðaltali með 8,5 kgminni fitumassa en þær konur
sem skortir eða hafa lítið af Lignans.**
* Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082
** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University.
1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur
Fæst í apótekum, heilsubúðum og völdum stórmörkuðum
www.celsus.is
Slegið í gegn í vinsældum,
frábær árangur !
Mulin hörfræ – Lignans – Trönuberjafræ
Kalk úr hafþörungum