Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 54

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir hefst á sunnudagskvöld í Silfur- bergssal Hörpu og þá glíma tíu hljómsveitir um sæti í úrslitum keppninnar sem haldin verða eftir viku. Undankeppni tilraunanna verður haldin næstkomandi sunnu- dags-, mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld, en úrslitin svo laugardaginn 23. mars. Tilraunirnar voru fyrst haldnar 1982, en eru nú haldnar í 31. sinn, því keppni féll niður 1984. Sigursveit síðustu Músíktilrauna var Selfoss- sveitin RetRoBot. Í sigurlaun hafa hljómsveitir fengið hljóðverstíma með upptökumanni, en einnig eru veitt verðlaun fyrir hljóðfæraleik og texta. Fyrir fyrsta sætið fást 20 tímar í Sundlauginni ásamt hljóð- manni, 2. sæti gefur 20 tíma í Gróð- urhúsinu og 3. sætið 20 tíma í Stúdíó Paradís. Að auki fær sigursveitin gjafabréf frá Icelandair og leikur á tónlistarhátíð í Hollandi og hljóm- sveitirnar í 1. til 3. sæti gjafabréf frá 12 Tónum, þátttöku í Hljóðvers- smiðju Kraums, námskeið hjá Gogo- yoko og ýmis fleiri verðlaun. Sig- ursveitin fær líka 250.000 kr. peningagjöf frá Senu, sem gerði ný- verið sérstakan styrktarsamning við Músíktilraunir. Áheyrendur á úr- slitakvöldinu velja hljómsveit fólks- ins sem fær upptökutæki frá Tóna- stöðinni og plötuúttekt frá Smekkleysu plötubúð og mun spila í beinni á Rás 2 í Popplandi. Að auki fær efnilegasti gítarleik- ari, efnilegasti bassaleikari, efnileg- asti hljómborðsleikari og efnilegasti trommuleikari úttekt frá Tónastöð- inni. Efnilegasti söngvari eða rapp- ari fær Shure-hljóðnema frá Hljóð- færahúsinu og Rafheili Músíktilrauna fær úttekt frá Tóna- stöðinni og mix og masteringu frá Möller Records. Einnig veitir For- lagið viðurkenningu fyrir textagerð á íslensku. Í undanúrslitum velur salur eina hljómsveit en sérstök dómnefnd aðra. Dómnefndin er skipuð ofan- rituðum og þeim Agli Tómassyni, Ásu Dýradóttur, Gunnari Gunn- arssyni, Hildi Guðnýju Þórhalls- dóttur, Kristjáni Kristjánssyni og Ragnheiði Eiríksdóttur. Keppnin hefst kl. 19.30. Blær Garðabæingarnir Ásgeir Örn Sigurpálsson, Ellert Ólafsson og Ylfa Marín Haraldsdóttir skipa hljómsveitina Blæ. Ásgeir leikur á hljómborð og kassagítar, Ellert á bassa og Ylfa syngur og leikur á hljómborð. Þau eru 22 og 23 ára og spila lágstemmda tónlist. Hljómsveitakeppnin mikla  Músíktilraunir hefjast annað kvöld í Hörpu  10 hljómsveitir hefja leik The Royal Slaves Reykvíkingarnir Dagur Bjarki Sigurðsson, Kjartan Árni Kolbeinsson, Snorri Benedikt Rafnsson og Ríkharður Sigurjóns- son kalla sveit sína The Royal Sla- ves og spila klassískt rokk með fönkívafi. Dagur syngur og leikur á gítar, Kjartan leikur á gítar, Snorri á bassa og Ríkharður á trommur. Þeir eru 17 til 18 ára. Popp Gítarleikarinn og söngvarinn Óskar Harðarson er 24 ára Vopnfirð- ingur sem hóf sólóferli sinni fyrir ári. Hann leikur þjóðlagaskotið popp. Popprokkelektró Garðabæjarkvintettinn Hide Your Kids spilar poppaða rokkelektrótónlist og hefur gert frá því sumarið 2011. Daníel Jón Jónsson syngur Ey- rún Engilbertsdóttir leikur á hljómborð, Haukur Jó- hannesson á bassa, Jón Rúnar Ingimarsson á tromm- ur og Kristinn Þór Óskarsson á rafgítar. Þau eru á aldrinum 20 til 22 ára. Bræður Sjálfsprottna spévísi skipa fjórir akureyrskir bræður, sem eiga þó allir mismunandi mæður og hver sinn föður. Fjórmenningarnir eru Bjarni Þór Braga- son söngvari og hryngítarleikari, Bjarki Guðmunds- son gítarleikari, Emil Þorri Emilsson trommuleikari og Guðmundur Ingi Halldórsson bassaleikari. Þrír þeir fyrstnefndu eru 23 ára en sá síðasttaldi 25 ára. Múspellssynir Tríó úr Reykjavík skipað þeim Nökkva Gíslasyni trommuleik- ara, Kjartani Sveinssyni bassaleikara og Kristófer Hlífari Gíslasyni gítarleik- ara. Nökkvi er 23, en Kjartan og Kristófer 22. Þeir segjast spila drungapopp. Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Brot Sirra Sigrún Sigurðardóttir sýningunni lýkur sunnudag 17. mars Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Hönnunarmars í Þjóðminjasafni Íslands: Silfur...13 á Torgi Silfur Íslands í Bogasal Silfursmiður í hjáverkum í Horni Tveir fyrir einn af aðgangseyri sunnudaginn 17. mars Ratleikir, kaffihús og úrval gjafavöru fyrir öll tækifæri í safnbúð Gerist vinir safnsins á facebook: http://www.facebook.com/thjodminjasafn Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 GAMLAR GERSEMAR 9.2. - 5.5. 2013 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 17. MARS KL. 14 í fylgd Ólafs Inga Jónssonar forvarðar ERLENDIR ÁHRIFAVALDAR 9.2. - 5.5. 2013 MÁLÞING UM HÖFUNDARRÉTTARMÁL MYNDLISTARMANNA laugardaginn 16. mars kl. 11-13 Dagskrá: sjá á www.listasafn.is Allir velkomnir! SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mán. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. Opið þri. til fim. kl. 11-14, sun. kl. 13-16. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is ÁFANGAR - NOKKUR LYKILVERK EFTIR SIGURJÓN ÓLAFSSON 8.2. - 14.4. 2013 Opið lau. og sun. kl. 14:00 - 17:00. Kaffistofan er opin á sama tíma. Söfn • Setur • Sýningar HönnunarMars Ný sýning NORDIC DESIGN TODAY Innlit í Glit (8.2. – 26.5.) Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í andddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Listasafn Reykjanesbæjar Byggingarfræði og þyngdarafl Engineering Gravity Þrívíddarverk Hallsteins Sigurðssonar 16. mars – 1. maí Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.