Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Verði frumvarp velferðarráðherra
um breytingu á lögum um starfs-
mannaleigur að lögum á tryggja að
starfsmenn starfsmannaleigna njóti
sambærilegra starfskjara og aðrir
launamenn, geti t.a.m. fengið álags-
greiðslur og uppbætur. Útrýma á ef
kostur er félagslegum undirboðum
sem stunduð voru á uppgangstíman-
um þar sem starfsmenn starfs-
mannaleigna fengu ekki greidd sam-
svarandi laun og aðrir starfsmenn.
Þverpólitísk samstaða
Samkvæmt upplýsingum Alþýðu-
sambands Íslands í gær er fastlega
búist við að frumvarpið verði meðal
þeirra mála sem lögfest verða fyrir
þingfrestun, enda virðist vera þver-
pólitísk samstaða um málið.
Í nýju nefndaráliti velferðar-
nefndar segir að um mikilvægar
breytingar sé að ræða og með lög-
festingu þeirra sé lokað fyrir
glufur í lögum um starfsmanna-
leigur frá 2005 og jafnframt staðið
við alþjóðlegar skuldbindingar.
Fulltrúar allra flokka í velferðar-
nefnd standa að nefndarálitinu.
Í frumvarpinu er m.a. kveðið á um
að starfsmaður starfsmannaleigu
skuli að lágmarki njóta sömu launa
og annarra starfskjara og hann
hefði ella notið hefði hann verið ráð-
inn beint til notendafyrirtækis. Þá
ber starfsmannaleigum að leitast við
að greiða fyrir aðgangi starfsmanna
sinna að starfsmenntun og starfs-
þjálfun.
Starfsmennirnir sem um ræðir
hafa til að mynda ekki notið margs
konar kaupaukakerfa og yfir-
borgana sem viðgangast á vinnu-
markaðinum.
Með lögfestingu breytinganna
eiga þeir framvegis að njóta sömu
kjara og annarra réttinda eins og
þegar um beint ráðningarsamband
er að ræða, óháð því hvort það bygg-
ist á kjarasamningi, vinnustaða-
samningi eða ef um yfirborganir inn-
an fyrirtækja er að ræða o.s.frv.
Samiðn hefur lýst því yfir að mjög
brýnt sé að ekki verði frekari dráttur
á að núgildandi lög verði aðlöguð að
tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins
um starfsmannaleigur.
Í umsögn Samiðnar við frumvarp-
ið er á það bent að alþekkt er á ís-
lenskum vinnumarkaði að mikill
munur er á umsömdum launatöxtum
og starfskjörum sem um semst
milli starfsmanna og einstakra fyr-
irtækja, svo kölluð markaðslaun.
Taka verði af allan vafa um að starfs-
maður starfsmannaleigu skuli í öll-
um tilfellum njóta sömu starfskjara
og hefði hann verið ráðinn beint.
Lokað á fé-
lagsleg undir-
boð með löggjöf
Starfsmenn starfsmannaleigna njóti
sama réttar og aðrir launamenn
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Verk Deilt var um réttindi erlendra
starfsmanna í Kárahnjúkavirkjun.
Vatnagörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 588 5151 - Fax: 588 5152 - glerslipun.is
Glerslípun & Speglagerð ehf.
Speglar Flotgler Öryggisgler Hert gler Bílspeglar Sandblástur
Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Sjáðu sjálfan þig
í nýju ljósi
Við leggjum metnað okkar
í að bjóða sérhæfðar og
vandaðar lausnir á
baðherbergi. Við bjóðum
upp á sérsmíðaða spegla,
sturtuklefa og sturtuskilrúm.
Þá erum við komnir með
nýja útgáfu af ljósaspeglunum
okkar vinsælu.
Á nýrri heimasíðu okkar
glerslipun.is er gott yfirlit yfir
það sem er í boði. Auk þess
bjóðum við alla velkomna
í Vatnagarða 12 þar sem
fagfólk veitir góða þjónustu
og allar þær upplýsingar sem
þarf.
VEIÐIMÁLASTOFNUN
Veiðinýting • Lífríki í ám og vötnum • Rannsóknir • Ráðgjöf
Ársfundur Veiðimálastofnunar 2013
Verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2013
í Bíósal, Hótel Natura
Dagskrá:
14:00 Fundur settur
14:05 Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra
Svandís Svavarsdóttir
14:20 Yfirlit um starfsemi Veiðimálastofnunar.
Sigurður Guðjónsson
14:35 Staða íslenska laxins
Guðni Guðbergsson og Sigurður Már Einarsson
15:05 Kaffihlé
15:20 Staða vistkerfis og stofna uppsjávarfiska
(kolmunni, síld, makríll og lax) í Norður-Atlantshafi
Effects of marine ecosystems status for regional long
and short term trends in the size and structure of the
salmon runs around the northern Atlantic
Jens Christian Holst
16:20 Umræður
17:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Sveinbjörn Eyjólfsson
Allt áhugafólk velkomið
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Aukinn þungi er í viðræðum á milli
fulltrúa lífeyrissjóða og ríkisstjórn-
arinnar um lausn á skuldavanda
fólks sem fjármagnaði húsnæðis-
kaup með lánsveðum á árunum 2004-
2008. Eftir að viðræðurnar virtust
hafa siglt í strand um miðbik síðasta
árs var málið sett á oddinn að nýju
undir lok ársins. Aukin bjartsýni rík-
ir um að lausn finnist á vanda
lánsveðshóps.
Þröngar heimildir
„Við höfum fundað ítrekað að und-
anförnu og nú síðustu vikur hefur
ríkisstjórnin lagt töluverðan þunga í
þetta mál, en lausnir verða að vera
innan þeirra heimilda sem lífeyris-
sjóðirnir starfa eftir og þær eru
mjög þröngar,“ segir Þórey S. Þórð-
ardóttir, framkvæmdastjóri Lands-
samtaka lífeyrissjóðanna.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er verið að skoða tvær til
þrjár leiðir um lausn á vanda hópsins
sem allar fela í sér að ríkið leggi til
fjármuni. „Lífeyrissjóðirnir hafa
alltaf verið tilbúnir til þess að koma
að lausn málsins. Það hefur lengi
legið fyrir,“ segir Þórey.
Lífeyrissjóðir hafa ekki heimildir
til að gefa eftir eignir almennra
sjóðsfélaga og hafa því lagalega ekki
getað komið til móts við skuldara
með lánsveð. „Lífeyrissjóðirnir eru
undir ströngu eftirliti frá Fjármála-
eftirlitinu og þeir sem stjórna hjá líf-
eyrissjóðunum geta sætt ábyrgð ef
þeir fara út fyrir rammann. En við
lítum svo á að lífeyrissjóðirnir geti
samið um sínar eignir,“ segir Þórey.
Aukin bjartsýni á lausn
Fulltrúar atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytisins og fjármálaráðu-
neytisins undir forystu Steingríms J.
Sigfússonar hafa farið fyrir viðræð-
um við Landssamtök lífeyrissjóða.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins ríkir aukin bjartsýni um að
niðurstaða fáist í málinu. Vandinn
liggi helst í því að finna hentugustu
leiðina að skuldaniðurfellingu. Í því
samhengi þurfi bæði ríki og lífeyr-
issjóðir að skoða hvort og þá hvaða
leið sé mögulegt að fara innan þess
lagaramma sem unnið er eftir. Vonir
standa til þess að niðurstaða um það
hvort lausn fáist í málinu liggi fyrir á
næstu dögum.
Nær til 1.951 lántakanda
Sérfræðingahópur sem settur var
á fót af efnahags- og viðskiptaráðu-
neytinu kynnti niðurstöður sína í
fyrra. Samkvæmt niðurstöðum hans
voru í lok árs 2011 1.951 lántakandi,
sem fjármagnaði húsnæðiskaup með
lánsveðum á árunum 2004-2008, sem
glímir við húsnæðisskuldir umfram
110% af fasteignamati. Þar af skuld-
ar 1.541 umfram 120% af fasteigna-
mati eignar og 540 umfram 150% af
fasteignamati. Lífeyrissjóðir eru í
langflestum tilfellum eigendur
þeirra krafna sem eru á bak við láns-
veðin en bankar eru það einnig í
einhverjum tilfellum.
Morgunblaðið/Ómar
Lánsveðshópur Fulltrúar ríkisstjórnar og lífeyrissjóða vinna að lausn á skuldavanda lánsveðshóps.
Aukinn þungi í viðræðum
lífeyrissjóða og ríkisins
Vonir um að lausn finnist á skuldavanda lánsveðshóps