Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 60
LAUGARDAGUR 16. MARS 75. DAGUR ÁRSINS 2013
Myndlistarmaðurinn Guðmundur R.
Lúðvíksson er einn 187 myndlistar-
manna sem sýna munu á afar stórri
myndlistarsýningu, NordArt 2013,
sem fram fer í Carlshütter í Þýska-
landi 8. júní til 6. október. 2.458
listamenn sóttu um að sýna og fyrr-
nefndur fjöldi var valinn úr af dóm-
nefnd. Sýningin mun fara fram á 120
þúsund fermetra svæði, innan- sem
utandyra. Sýninguna sækja mörg
hundruð þúsund manns á ári hverju.
Ljósmynd/Spessi
Valinn til þátttöku á
NordArt í Þýskalandi
Rakel Blomster-
berg, fatahönn-
unarnemi við
nýsjálenska skól-
ann Otago Poly-
technic, hreppti
fyrstu verðlaun
fyrir fatahönnun
sína á tískuviku iD
í Dunedin á Nýja-
Sjálandi í vikunni, iD International
Emerging Designer Awards. 30 fata-
hönnunarnemar sýndu verk sín.
Hlaut fyrstu verðlaun
á iD-tískuvikunni
Tónleikar Johns Grants og hljóm-
sveitar á tónleikastaðnum Heaven í
Lundúnum 14. mars sl. fá fullt hús
stiga í dagblaðinu Fin-
ancial Times. Segir
m.a. að Grant búi yfir
þeim sjaldgæfa hæfi-
leika að miðla djúpum
sársauka með tungu-
máli tónlistarinnar
án þess að hlust-
endur fyllist ang-
ist.
Grant lofsunginn í FT
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Sýning um Snorra á hvergi betur
heima en hér. Það skapast sérstök
nánd fyrir gesti að koma á staðinn og
rifja upp atburði úr ævi Snorra sem
gerast hér á staðnum og jafnvel sjá
ummerki í landinu. Hér talar allt einni
tungu,“ segir Óskar Guðmundsson
rithöfundur sem er höfundur nýrrar
sýningar um ævi Snorra Sturlusonar í
Snorrastofu í Reykholti. Sýningin
sem nefnist einfaldlega Saga Snorra
verður opnuð með athöfn í dag.
Farið er í gegnum ævi Snorra og
teknir sérstaklega fyrir nokkrir at-
burðir á hans dögum og áhrif hans á
menningu Norður-Evrópu. Óskar
segir að tilgangurinn sé að vekja
áhuga nútímafólks á Snorra og arf-
leifð hans. Unnt er að fara um líf hans
á nokkrum mínútum en einnig dýpra í
ýmsa þætti og verja til þess klukku-
stundum og jafnvel dögum með að-
stoð spjaldtölva.
Vígásar til verndar
Gestir komast í vébönd sýning-
arinnar með því að ganga undir fag-
urlega útskorna og fjörlega málaða
vígása. Höfundar þeirra sækja hug-
myndir sínar til miðalda. Óskar segir
að dyraumbúnaðurinn sé liður í því að
sýna litauðgi miðalda. Vígásar eru tré
sem ætlað er að varna ófriðarmönn-
um inngöngu í hús. Þeir koma fyrir í
sögunum en er ekki lýst. Ein frásögn-
in tengist Snorra í Reykholti beint.
Innheimtumenn hans gátu ekki geng-
ið eftir fornu fémáli á Stað í
Hrútafirði vegna þess að
þar voru vígásar í durum.
Á sýningunni eru fáeinir
munir úr fornleifauppgreftri
í forna kirkjustæðinu í
Reykholti. Það er gler og
leir frá þeim stöðum í
Evrópu sem slíkt gerðu
best. Munirnir láta
ekki mikið yfir sér en
Óskar vekur athygli á að þeir gefi til
kynna glæsileik og evrópsk tengsl.
„Við vorum í Evrópusambandinu í
vissum skilningi. Ég segi þetta ekki
aðeins af því að ég er krati,“ segir
Óskar. Hann útskýrir þessi orð með
því að nefna tengslin í gegn um kaþ-
ólsku kirkjuna. Vegna hennar hafi
leiðir okkar legið til Niðaróss og
Rómar. Þá hafi Íslendingar í raun
verið í konungssambandi við Noreg
og höfðingjar hér barist um hylli kon-
ungs í innanlandsátökum. Loks getur
hann um sameiginlegt tungumál og
menningu sem Íslendingar áttu með
Norðmönnum og fleiri norrænum
þjóðum við strendur Evrópu.
Hér talar allt einni tungu
Ný sýning um
Snorra Sturluson
opnuð í Reykholti
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Undir drekahöfðum Óskar Guðmundson stendur í dyrum nýrrar sýningar um Snorra Sturluson í Reykholti.
„Öll miðlun er sköpun í sjálfu sér
en mér finnst allir miðlar þrengja
að mér,“ segir Óskar þegar hann er
spurður að því hvort ekki sé kær-
komið fyrir fræðimanninn og
rithöfundinn að fá tæki-
færi til að miðla þekk-
ingu úr margra ára
vinnu við Snorra með
því að setja upp sýningu
um ævi hans. „Ég vil alltaf segja
miklu meira en ég get, hvort held-
ur er í bók eða sýningu. Ég er rétt
að byrja að miðla Snorra Sturlu-
syni og langar að sjá hann í alls-
konar formi, til dæmis í kvikmynd-
um og sjónvarpi.
Ævisaga Óskars um Snorra kom
út 2009 og hann hefur síðan hald-
ið áfram að vinna við efnið.
Allir miðlar þrengja að mér
ÓSKAR GUÐMUNDSSON HEFUR UNNIÐ LENGI VIÐ SNORRA
Snorri hafði Reykholt
sem höfuðbýli.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Hvaða klám skoða Íslendingar mest?
2. Meðhöndluð „eins og leikfang“
3. Sjáðu Evróvisjón-myndbandið
4. Lét börnin smakka sæði sitt
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir NV-lands og léttir til. Frost 1 til 10 stig, mest inn til landsins,
en sums staðar frostlaust með S-ströndinni að deginum.
Á sunnudag Norðan 8-13 m/s og él við A-ströndina, en annars hægara og léttskýjað.
Frost 0 til 8 stig, minnst syðst.
Á mánudag og þriðjudag Norðaustanátt, yfirleitt 8-13 m/s og él N- og A-lands, en ann-
ars bjart með köflum. Frost víða 2 til 7 stig.
„Það er auðvitað mikil tilhlökkun að
mótið sé að byrja og það er óhætt að
segja að mann sé farið að kitla í lapp-
irnar,“ sagði Matthías Vilhjálmsson
leikmaður Start sem er nýliði í
norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Hann er einn þrettán íslenskra knatt-
spyrnumanna sem leika í norsku úr-
valsdeildinni en keppni í henni hófst í
gærkvöld. »4
Matthías er farið að
kitla í lappirnar
„Það er búinn að vera fínn
gangur í þessu hjá okkur og
sérstaklega nú eftir ára-
mótin. Við höfum unnið
fimm af síðustu sex leikjum
og þetta lítur bara ágætlega
út. Þetta er hinsvegar jöfn
deild,“ segir Aðalsteinn Eyj-
ólfsson, þjálfari þýska
handknattleiksliðsins
Eisenach sem á í harðri
keppni um að flytjast upp
úr 2. deildinni í vor. »2
Stefnan sett á
efstu deild
„Ég á ennþá þrjú ár eftir af mínum
samningi. Ef liðið fellur þá er slæma
hliðin á málinu sú að vera ekki lengur
að spila í efstu deildinni á Spáni. Ef
við skoðum hins vegar bjartari hlið-
ina á málinu þá mun ég væntanlega
fá fleiri tækifæri til að njóta mín á
vellinum og þroskast frekar sem leik-
maður,“ segir Haukur Helgi Pálsson,
landsliðsmaður í körfuknattleik, og
leikmaður spænska
liðsins Manresa
sem situr á botni
spænsku úrvals-
deildarinnar í
körfu-
knatt-
leik. »1
Fær væntanlega fleiri
tækifæri til að spila