Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
GuðbjarturHannessonvelferð-
arráðherra svaraði
fyrirspurn Vigdís-
ar Hauksdóttur um
fækkun starfa á
kjörtímabilinu aðallega með því
að ekki væru til nægilega sund-
urliðaðar upplýsingar til að
hægt væri að svara spurning-
unum. Guðbjartur hefur án efa
talið sig eiga stórleik með
þessu „svari“ og þótt hann snúa
á fyrirspyrjandann.
Svar Guðbjarts sýndi þó að-
allega fram á áhugaleysi ráð-
herrans á vandanum og skiln-
ingsleysi stjórnvalda á því hve
illa hefur tekist til og hve vand-
inn er mikill. Stjórnvöld hafa
ekki einu sinni áhuga á að
reyna að reikna út hver vand-
inn er á einstökum hlutum
vinnumarkaðarins, hvað þá að
þau sýni vilja til að fást við
vandann.
Skortur á vilja stjórnvalda til
að veita upplýsingar um ástand
atvinnumála hindrar almenn-
ing þó ekki í að kynna sér mál-
in. Á vef Hagstofunnar má til
að mynda finna sláandi tölur
um algeran skort á árangri í at-
vinnumálum á þessu kjör-
tímabili.
Þannig má sjá að þeim sem
eru starfandi hér á landi hefur
fækkað um vel á þriðja þúsund
á þeim fjórum árum sem liðin
eru frá því ríkisstjórnin tók við.
Þeim sem eru utan vinnumark-
aðar hefur fjölgað um ríflega
þrjú þúsund og vinnuafl hefur
dregist saman um hátt í tvö
þúsund ein-
staklinga. Á sama
tíma hefur lands-
mönnum fjölgað
um hátt í tvö þús-
und manns þó að
yfir sex þúsund Ís-
lendingar hafi flutt af landi
brott umfram þá sem hafa snú-
ið aftur heim.
Þessar einföldu staðreyndir
segja meira en mörg orð og
mun meira en þögn hins svo-
kallaða velferðarráðherra þó að
hún sé að vísu æpandi. Þessar
tölur sýna svart á hvítu að ár-
angurinn af því þrotlausa starfi
sem ráðherrar ríkisstjórn-
arinnar hreykja sér iðulega af
er enginn. Og hann er raunar
miklu minni en enginn.
Nú mundu forystumenn
stjórnarflokkanna sjálfsagt
segja það sama og jafnan: En
hér varð hrun. Vandinn við það
úr sér gengna svar er þó ein-
mitt að það er úr sér gengið og
hefur verið lengi.
Enginn efast um að hér varð
áfall í efnahags- og atvinnulífi
en jafn augljóst er að eftir það
opnuðust mikil tækifæri fyrir
Ísland til að ná vopnum sínum á
ný og snúa vörn í sókn. Stjórn-
arflokkarnir náðu hins vegar
saman um að gera ekkert sem
að gagni mætti verða en hækka
þess í stað skatta úr öllu hófi,
sækja um aðild að ESB og
reyna að hengja Icesave á þjóð-
ina. Afleiðingarnar sjást í töl-
um um verra ástand á vinnu-
markaði eftir kjörtímabil hinna
glötuðu tækifæra og töpuðu
starfa.
Velferðarráðherra
vill síður ræða þróun
atvinnumála á
kjörtímabilinu}
Viðkvæmt mál
Þeir höfðu lítiðupp úr leikriti
sínu í vikunni,
heiðursmennirnir
Björn Valur Gísla-
son og Skúli
Helgason. Báðir
fóru þeir mikinn á þingi og
sökuðu annan þingmann um
„rógburð og haugalygi“ og að
„grafalvarlegt“ væri að leggja
gestum þingnefnda orð í
munn.
Með þessu átti að sanna að
Guðlaugur Þór Þórðarson
hefði farið rangt með þegar
hann upplýsti að gestir efna-
hags- og viðskiptanefndar
teldu skattkerfið orðið svo
flókið að það væri vandamál í
sjálfu sér og að þeir teldu að
margir litu svo á að skattar
væru orðnir svo háir að það
réttlætti að borga þá ekki.
Björn Valur og Skúli kusu
að finna leið til að túlka orð
Guðlaugs Þórs á annan veg en
þau höfðu verið sögð og
bjuggu sér til útúrsnúning
sem varla þætti boðlegur í
yngstu bekkjum grunnskóla.
En upp úr krafs-
inu höfðu þeir ekki
annað en það, sem
útúrsnúningurinn
hafði átt að breiða
yfir, að gestur
þingnefndarinnar,
ríkisskattstjóri, staðfesti allt
það sem Guðlaugur Þór hafði
haldið fram.
Ríkisskattstjóri staðfesti að
skattskil hefðu versnað og vís-
bendingar væru um aukin
skattundanskot. Freisting til
undanskota hefði aukist með
hækkandi skatthlutföllum og
gjaldendur sem hefðu skotið
sér undan skatti gæfu að jafn-
aði einmitt þá skýringu.
Ríkisskattstjóri tók enn-
fremur undir að skattkerfið
hefði verið flækt á síðustu ár-
um með nýrri lagasetningu og
að hann teldi ástæðu til að ein-
falda kerfið.
Ætli Björn Valur Gíslason
og Skúli Helgason sjái nokkuð
athugavert við framgöngu sína
í þessu máli eða biðjist afsök-
unar? Sennilega ekki, sem
gerir hlut þeirra enn verri.
Björn Valur og
Skúli reiddu hátt
til höggs, sem er
slæmt þegar geigar}
Mislukkað leikrit
M
undu, að ekki er farið eftir
aldri heldur dregið númer og
enginn veit hver verður næst-
ur í röðinni. Reyndu þess
vegna að njóta lífsins alla
daga; enginn veit með vissu hvort einhver
verður morgundagurinn ...
Vinur minn, kominn langt yfir miðjan aldur
en ennþá sprellfjörugur, yndislegur og fullur
lífsgleði og orku, minnti mig á þá einföldu
staðreynd fyrir skömmu að enginn veit hve-
nær maðurinn með ljáinn lætur til skarar
skríða. Ekki er farið eftir aldri, eins og hann
sagði, og við erum reglulega minnt á.
Án efa er vont að láta óvissuna stjórna sér;
gleyma því að njóta en bíða þess í stað ótta-
sleginn að glampi á ljáinn og freista þess að
hlaupa í felur. Enda er það, skv. traustum
heimildum, þá orðið of seint. Hver og einn ætti þess í
stað að vera góður við sjálfan sig og aðra alla daga; fólki
ber beinlínis skylda til þess að reyna að njóta dagsins og
fá aðra til þess líka.
Raunveruleikinn sem blasir við er ekki alltaf á þessum
nótum, þó nú styttist í kosningar og allir séu vinir og
sumir meira að segja allt of góðir vinir allra.
Lífið fer fljótt og örugglega á ný í það sem kallað er
fastar skorður og þá þarf aftur að muna lykilatriði.
Þegar kvöldar er síðan ekkert eðlilega en lagst sé til
hinstu hvíldar en öllum er það hulin ráðgáta og verður til
endiloka heimsins hvers vegna fólk í blóma lífsins fellur
frá, hvort sem ræðir um okkur þessar hversdagslegu,
hefðbundnu manneskjur, eða afburðamenn;
fólk sem allir líta upp til og vilja læra af, fólk
sem hefur varanleg áhrif á umhverfið og sam-
ferðamennina, fólk sem engin þjóð má í raun
missa meðan það er enn í fullu fjöri stritandi
við að bæta samfélagið.
Engin svör eru til eða verða til við spurn-
ingunni: Hvers vegna hann svona snemma?
Enginn getur heldur svarað því með vissu
hvað er gott líf? Eða er það? Frónbúar og
aðrir verða þó að spyrja sig þeirrar spurn-
ingar reglulega. Kannski liggur svarið í aug-
um uppi eftir allt saman, en vísast breyttist
það víða við þáttaskilin 2008.
Hvað er gott líf? Að gefa sér tíma til að
leika við börnin sín, fara með þeim í sund,
eiga við þau orð í rólegheitum dag hvern,
jafnvel að borða með fjölskyldunni daglega?
Að vinna myrkranna á milli, skaffa vel svo konan geti
eignast nýjan kjól og börnin mótorhjól? Leggðu spurn-
inguna fyrir sjálfan þig, ef þú þorir. Ég hef ekki þorað
upp á síðkastið...
Samkvæmt reglum um greinarmerkjasetningu má í
stað punkts setja semíkommu milli málsgreina, ef þær
eru merkingarlega nátengdar, þó einkum ef sú síðari
táknar afleiðingu hinnar fyrri eða andstæðu hennar.
Ef dauðinn sem málsgrein er afleiðing lífsins eða and-
stæða þess, sem það hlýtur að teljast, má því með réttu
gera ráð fyrir framhaldi.
Vonandi er dauðinn bara semíkomma. Að minnsta
kosti í sumum tilfellum. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Vonandi bara semíkomma
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Fjarskiptafyrirtækin eru ístartholunum til að inn-leiða fjórðu kynslóð far-símanetkerfa, svonefnt
4G-kerfi. Uppboði Póst- og fjar-
skiptastofnunar (PFS) á tíðniheim-
ildum fyrir 4G-þjónustuna lauk á
miðvikudag og fengu fjögur fyrirtæki
úthlutað tíðnisviðum. Þau eru 365
miðlar ehf., Fjarskipti hf. sem á
Vodafone, Nova ehf. og Síminn hf.
Fjölmiðlafyrirtækið 365 fékk
tíðniheimild A en henni fylgir skuld-
binding til að byggja upp 4G farnet
sem nái til 99,5% íbúa á hverju land-
svæði. Þeirri uppbyggingu á að vera
lokið fyrir árslok 2016.
4G kerfið er fyrst og fremst
hannað með gagnaflutning í huga en
ekki sem hefðbundið símkerfi þó
hægt sé að veita símaþjónustu í gegn-
um það. Tæknin býður upp á meiri
hraða en núverandi kerfi en það styð-
ur gagnaflutningahraða yfir 100
megabæt á sekúndu sem er sambæri-
legt við flutningsgetu ljósleiðara.
Þetta er mikilvægt þar sem gert er
ráð fyrir því að gagnaflutningar um
snjallsíma og önnur þráðlaus tæki í
gegnum Netið eigi eftir að aukast á
næstu árum.
Samkvæmt skilyrðum uppboðs-
ins á flutningsgetan að vera orðin 10
Mb/s fyrir lok árs 2016 og stigaukast
í kjölfarið. Hún eigi að vera orðin 30
Mb/s í lok árs 2020. Fyrir utan auk-
inn flutningshraða styttist biðtími
eftir tengingu með nýju tækninni.
Sjónvarps- og netpakkar?
365 hefur hingað til verið þekkt
sem fjölmiðlafyrirtæki en það stefnir
nú að því að hasla sér völl á fjar-
skiptamarkaðnum. Að sögn Ara Ed-
wald, forstjóra fyrirtækisins, er enn
ekki búið að útlista nákvæmlega
hvernig nýja kerfið verður byggt
upp. Hann vill ekki gefa upp hver
áætlaður kostnaður við uppbygg-
inguna er en ítarlegar áætlanir hafi
verið gerðar og skilað til PFS í
tengslum við uppboðið.
Þá liggur ekki ljóst fyrir hvenær
365 getur byrjað að bjóða upp á 4G-
þjónustuna en Ari gerir ráð fyrir að
það verði hægt að hluta til fyrir árið
2016. Ekki hefur heldur verið skoðað
ofan í kjölinn hvort samstarf verði
haft við símafélögin um uppbyggingu
kerfisins.
Ari nefnir möguleikann á því að
365 geti í framtíðinni boðið við-
skiptavinum sínum upp á pakka sem
blandi saman áskrift að sjónvarps-
stöðvum og netþjónustu líkt og til
dæmis Sky á Bretlandi geri.
„Það er klárlega hlutur sem við
munum horfa til hvort sem það net
byggist á dreifikerfi sem við byggjum
upp sjálf eða í samstarfi við aðra.“
Samkvæmt upplýsingum frá
Vodafone mun fyrirtækið bjóða upp á
4G þjónustu þegar á þessu ári. Það
verði hins vegar nokkurra ára verk-
efni að byggja upp kerfið en til lengri
tíma nái það væntanlega til alls lands-
ins.
Nova hefur haft tilraunaleyfi
fyrir 4G netþjónustu frá haustinu
2011 en samkvæmt upplýsingum á
heimasíðu fyrirtækisins má búast við
að í upphafi verði 4G þjónusta þess
fyrst og fremst netþjónusta. Kerfið
verði byggt upp í áföngum en fyrsti
áfanginn er höfuðborgarsvæðið.
Síminn segir sína 4G þjónustu
verða komna upp þegar líða fer á ár-
ið. Áherslan verði á höfuðborg-
arsvæðið og valin svæði á lands-
byggðinni til að byrja með.
Bjóða upp á 4G há-
hraðanet á þessu ári
Morgunblaðið/Ernir
Snjallsími 4G stendur fyrir fjórðu kynslóð af farsímaneti en tæknin býður
upp á hraðari gagnaflutninga um þráðlaust net og jafnast á við ljósleiðara.
Afar fá tæki styðja 4G tæknina
enn sem komið er en það mun
breytast hratt að sögn Magn-
úsar Andréssonar, inn-
kaupastjóra Vodafone. Nú styðji
snjallsímar á borð við Nokia
Lumia 920, iPhone 5 og nýjusta
útgáfa LG nýja farsímanetið. Þá
styðji Samsung Galaxy S4, sem
kynntur var í vikunni, það einn-
ig.
„Þessum tækjum mun fjölga
hratt og þau verða fljótlega orð-
in staðalbúnaður í öflugri tækj-
um,“ segir hann.
Björgvin Þór Björgvinsson hjá
epli.is segir að auk iPhone 5,
styðji iPad mini og iPad 4 sem
seldur er í versluninni þær tíðn-
ir sem boðnar voru upp hér á
landi.
Fjölgar ört
á næstunni
TÆKI SEM STYÐJA 4G