Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 19

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Maður á fertugsaldri sætir nú rann- sókn lögreglunnar á Suðurnesjum vegna tilraunar til að smygla tæp- um þremur kílóum af amfetamíni til landsins. Maðurinn sem um ræð- ir er spænskur ríkisborgari og kom hingað til lands með flugi frá París í lok síðasta mánaðar. Hann var síð- an stöðvaður af tollgæslunni í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Við leit toll- varðanna fundust tæp þrjú kíló af amfetamíni falin í tösku mannsins. Þá hefur maðurinn verið yf- irheyrður og sætt gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem umræddur maður kemur til sögu lögreglu en hann hefur áður hlotið refsidóm í öðru landi fyrir svipað brot. Tekinn með þrjú kíló af amfetamíni  Handtekinn á Keflavíkurflugvelli Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan Maðurinn hefur áður hlotið refsidóm fyrir svipað brot. Lionsklúbburinn Njörður hefur með stuðningi Heimilistækja ehf. fært legudeild hjarta-, lungna- og augnskurðdeildar 12E á Landspítala við Hringbraut að gjöf 19 Philips-sjónvarps- tæki. Þeim hefur verið komið fyrir á sjúkrastof- um og í setustofu. „Á deildinni liggja sjúklingar eftir oft stórar skurðaðgerðir eða áverka á brjóstholi. Eftir að- gerð þurfa menn að leggja hart að sér til að verða sjálfbjarga og komast út í lífið aftur. Af- þreying beinir huganum frá erfiðleikum dagsins og koma sjónvörpin þar að góðum notum. Sjón- varpstækin sem fyrir voru á deildinni voru kom- in mjög til ára sinna og mörg á síðasta snúningi eða alveg ónýt. Endurnýjunar var þörf og þar kom Lionklúbburinn Njörður til bjargar,“ segir í frétt frá Landspítalanum. Sjónvarpstækið í setustofunni er 42 tommu, tækin 18 á sjúkra- stofunum eru 32 tommu og var þeim komið fyrir andspænis rúmunum. „Ákveðið var að setja þar ekki venjuleg heimilissjónvarpstæki heldur tæki sem eru til dæmis notuð á hótelher- bergjum. Hver sjúklingur hefur stjórn á sínu sjónvarpstæki og engin truflun er af hljóði frá öðru sjónvarpstæki á sjúkrastofunni vegna þess að það fer um innanhússhljóðkerfi spítalans,“ segir í tilkynningunni. Hópur félagsmanna í Lionsklúbbnum Nirði afhenti gjöfina formlega á hjarta- og lungna- skurðlækningadeild og var þakkaður höfðings- skapurinn. Heildarverðmæti tækjanna er nærri tveimur milljónum króna. Gáfu 19 sjónvarpstæki Málþing ReykjavíkurAkademíunn- ar, „Hér er gert við prímusa“, fer fram í dag, laugardaginn 16. mars kl. 11.00-15.00 í sal Reykjavíkur- Akademíunnar í JL-húsinu, Hring- braut 121. Framsögumenn verða: Tinna Grétarsdóttir: „Óborganlegt: Sögur úr smiðjum skapandi anda og sí- vinnandi handa,“ Gauti Sigþórsson: „Störf sem eru ekki til ennþá: Menntun og skapandi greinar,“ Steinunn Kristjánsdóttir: „Sitt lítið af hverju: Fáein brot af útsýni hversdagsins“ og Davíð Ólafsson: „Þvingur, tangir, lóðboltar, lyklar – Úr verkfæratösku sagnfræðings“. Umræðustjóri verður Kristinn Schram. Hugmyndir 21. aldarinnar er röð málþinga á vegum Reykjavík- urAkademíunnar þar sem leitast verður við að efna til þverfaglegrar umræðu um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans og með hvaða hætti þeir birtast í verkum íslenskra vísindamanna, segir í til- kynningu. Málþing um hugmyndir 21. aldarinnar Silkimjúkt og nærandi dagkrem frá Sif Cosmetics sem gefur þurri húð raka sem endist allan daginn. • V iðheldur réttu raka jafnvæg i húðar innar • Gefur húð inn i m júka og fallega áferð • Án paraben efna Inn iheldur EGF frumuvaka sem styður náttúrulegt endurnýjunarferl i húðarinnar. www.egf.is Nú fyrir þurra og mjög þurra húð EGF DAGKREM NÝTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.