Morgunblaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Maður á fertugsaldri sætir nú rann- sókn lögreglunnar á Suðurnesjum vegna tilraunar til að smygla tæp- um þremur kílóum af amfetamíni til landsins. Maðurinn sem um ræð- ir er spænskur ríkisborgari og kom hingað til lands með flugi frá París í lok síðasta mánaðar. Hann var síð- an stöðvaður af tollgæslunni í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Við leit toll- varðanna fundust tæp þrjú kíló af amfetamíni falin í tösku mannsins. Þá hefur maðurinn verið yf- irheyrður og sætt gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem umræddur maður kemur til sögu lögreglu en hann hefur áður hlotið refsidóm í öðru landi fyrir svipað brot. Tekinn með þrjú kíló af amfetamíni  Handtekinn á Keflavíkurflugvelli Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan Maðurinn hefur áður hlotið refsidóm fyrir svipað brot. Lionsklúbburinn Njörður hefur með stuðningi Heimilistækja ehf. fært legudeild hjarta-, lungna- og augnskurðdeildar 12E á Landspítala við Hringbraut að gjöf 19 Philips-sjónvarps- tæki. Þeim hefur verið komið fyrir á sjúkrastof- um og í setustofu. „Á deildinni liggja sjúklingar eftir oft stórar skurðaðgerðir eða áverka á brjóstholi. Eftir að- gerð þurfa menn að leggja hart að sér til að verða sjálfbjarga og komast út í lífið aftur. Af- þreying beinir huganum frá erfiðleikum dagsins og koma sjónvörpin þar að góðum notum. Sjón- varpstækin sem fyrir voru á deildinni voru kom- in mjög til ára sinna og mörg á síðasta snúningi eða alveg ónýt. Endurnýjunar var þörf og þar kom Lionklúbburinn Njörður til bjargar,“ segir í frétt frá Landspítalanum. Sjónvarpstækið í setustofunni er 42 tommu, tækin 18 á sjúkra- stofunum eru 32 tommu og var þeim komið fyrir andspænis rúmunum. „Ákveðið var að setja þar ekki venjuleg heimilissjónvarpstæki heldur tæki sem eru til dæmis notuð á hótelher- bergjum. Hver sjúklingur hefur stjórn á sínu sjónvarpstæki og engin truflun er af hljóði frá öðru sjónvarpstæki á sjúkrastofunni vegna þess að það fer um innanhússhljóðkerfi spítalans,“ segir í tilkynningunni. Hópur félagsmanna í Lionsklúbbnum Nirði afhenti gjöfina formlega á hjarta- og lungna- skurðlækningadeild og var þakkaður höfðings- skapurinn. Heildarverðmæti tækjanna er nærri tveimur milljónum króna. Gáfu 19 sjónvarpstæki Málþing ReykjavíkurAkademíunn- ar, „Hér er gert við prímusa“, fer fram í dag, laugardaginn 16. mars kl. 11.00-15.00 í sal Reykjavíkur- Akademíunnar í JL-húsinu, Hring- braut 121. Framsögumenn verða: Tinna Grétarsdóttir: „Óborganlegt: Sögur úr smiðjum skapandi anda og sí- vinnandi handa,“ Gauti Sigþórsson: „Störf sem eru ekki til ennþá: Menntun og skapandi greinar,“ Steinunn Kristjánsdóttir: „Sitt lítið af hverju: Fáein brot af útsýni hversdagsins“ og Davíð Ólafsson: „Þvingur, tangir, lóðboltar, lyklar – Úr verkfæratösku sagnfræðings“. Umræðustjóri verður Kristinn Schram. Hugmyndir 21. aldarinnar er röð málþinga á vegum Reykjavík- urAkademíunnar þar sem leitast verður við að efna til þverfaglegrar umræðu um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans og með hvaða hætti þeir birtast í verkum íslenskra vísindamanna, segir í til- kynningu. Málþing um hugmyndir 21. aldarinnar Silkimjúkt og nærandi dagkrem frá Sif Cosmetics sem gefur þurri húð raka sem endist allan daginn. • V iðheldur réttu raka jafnvæg i húðar innar • Gefur húð inn i m júka og fallega áferð • Án paraben efna Inn iheldur EGF frumuvaka sem styður náttúrulegt endurnýjunarferl i húðarinnar. www.egf.is Nú fyrir þurra og mjög þurra húð EGF DAGKREM NÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.