Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
Hekla frumsýnir í dag, laugardag-
inn 16. mars milli kl. 12-16, nýjan
bíl, Skoda Rapid.
Í frétt frá Heklu segir að Skoda
Rapid sé fjölskyldubíll. „Hann er
mitt á milli Fabia og Octavia hvað
varðar stærð, en er í raun mun
stærri, því ef hann er borinn saman
við Volkswagen Golf sem dæmi, þá
er Rapid 30 sentimetrum lengri en
Golfinn,“ segir í tilkynningu.
Rapid er í raun ekki nýtt nafn hjá
Skoda, því einn bíla Skoda á ár-
unum á milli 1930-1940 hét einmitt
Rapid. Þá var sportlegur Skoda Ra-
pid, með vélina að aftan, á markaði
hér á landi upp úr 1980.
Hekla frumsýnir nýj-
an bíl frá Skoda
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Þegar par frá Króatíu sótti um hæli á
þriðjudaginn höfðu alls 45 Króatar
sótt um hæli hér á landi frá því í lok
nóvember, samkvæmt upplýsingum
félagsþjónustu Reykjanesbæjar. Það
hefur aldrei áður gerst að svo stór
hópur frá einu landi sæki um hæli hér
á landi, hvað þá á svona stuttum tíma.
Tveir Króatar sem voru meðal
þeirra fyrstu sem komu segja að þeir
hafi valið Ísland vegna þess að landið
væri friðsælt. Eftir að þeir komu virð-
ist sem sú saga hafi komist á kreik
meðal serbneska minnihlutans í borg-
inni Vukovar og nágrenni að Ísland
væri „fyrirheitna landið“. Hér biði
hælisleitenda frá Króatíu lyklar að bíl,
íbúð og vel launuð vinna sama dag og
þau koma.
Króatarnir tveir komu hingað með
eiginkonum sínum og börnum í lok
nóvember. Það var síðan í janúar sem
fleiri Króatar komu og sóttu um hæli
og straumurinn hefur verið nokkuð
stöðugur síðan.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
lögðu mennirnir áherslu á að þeir
hefðu ekkert með komu annarra Kró-
ata að gera. Raunar telja þeir að
hælisbeiðnir frá svo mörgum Króötum
í einu geri það að verkum að mögu-
leikar þeirra á að fá hæli hafi stórlega
minnkað. Stjórnvöld muni einfaldlega
setja alla Króata undir sama hatt og
synja öllum um hæli. Hugsanlega hafi
upplýsingar um að hér væri gott að
sækja um hæli borist til Króatíu frá
einhverjum þeirra sem komu í janúar.
Um Búdapest og Ósló
Mennirnir eru af serbneskum ætt-
um. Þeir eru króatískir ríkisborgarar
en eiginkonur þeirra eru serbneskir
ríkisborgarar. Samtals eru börnin
þrjú og eitt á leiðinni. Þeir vildu ekki
koma fram undir nafni því þeir óttast
að það hefði slæmar afleiðingar fyrir
fjölskyldur þeirra ef það spyrðist að
þeir hefðu sótt um hæli á grundvelli
mismununar og ofsókna í Króatíu.
Fólkið bjó í þorpi skammt frá
Vukovar sem liggur að landamær-
unum að Serbíu. Þaðan fóru þau
Búdapest og síðan til Ósló og loks til
Íslands. „Þetta er ódýrasta flugleiðin,“
sagði annar þeirra. Fólkið kom til Ís-
lands 28. nóvember og gaf sig fram á
lögreglustöðinni við Hverfisgötu dag-
inn eftir og sóttu um hæli.
Hann talar góða ensku en hinn talar
enga ensku og því hafði hann orð fyrir
þeim og túlkaði.
Hann segir að þau hafi yfirgefið
Króatíu því þar hafi þau orðið fyrir
miklu aðkasti og áreiti vegna þjóð-
ernis síns. Hann tekur sérstaklega
fram að þau hafi verið í vinnu, þótt
launin hafi verið léleg, og vill að það
komi skýrt fram þau sæki ekki um
hæli á efnahagslegum forsendum.
Gegnsýrir samfélagið
Aðspurður segir hann að til lítils
hefði verið að sækja um hæli í Serbíu
eða flytja þangað. Þar sé litið á þá
sem Króata og staða þeirra yrði
óbreytt, auk þess sem þau gætu lík-
lega ekki fundið vinnu. Þau hafi einn-
ig hugsað um að fara til Noregs eða
Svíþjóðar en þau hafi haft upplýs-
ingar um að stjórnvöld þar myndu
senda hælisleitendur til baka á innan
við 30 dögum. Á Íslandi fengju þeir
lengri tíma til að kynna mál sitt,
a.m.k. hafi staðan verið sú þar til fleiri
Króatar hafi af einhverjum orsökum
ákveðið að koma hingað einnig.
Það er ekkert leyndarmál að
spenna ríkir á milli þjóðarbrotanna í
Króatíu. Mennirnir segja að Serbar
og fólk af serbneskum ættum sé kall-
að ýmsum illum nöfnum á götum úti,
börnum þeirra sé mismunað í skóla-
kerfinu og erfitt eða ómögulegt sé að
fá góða vinnu. Þetta hafi þeir upplifað
á eigin skinni. Annar þeirra hefur
fengið hótanir símleiðis um að barni
hans verði rænt. Þá hafi börnin orðið
fyrir einelti og ofbeldi í leikskólanum
vegna þess að þau eru serbneskrar
ættar en leikskólastjórnendur hafi lít-
ið viljað gera til að stöðva það.
Sá sem hefur orð fyrir þeim sótti
um hæli í öðru landi árið 1999 en flutti
aftur til Króatíu árið 2008, eftir að
hann kynntist núverandi eiginkonu
sinni en sú hafði ekki dvalarleyfi í við-
komandi landi. Hann segir að við
komuna til Króatíu hafi honum verið
tjáð að hann yrði kærður fyrir
liðhlaup og síðan þá hafi hann búist
við að vera settur í fangelsi.
Mennirnir segja báðir að mismun-
unin gegnsýri þjóðfélagið. Þegar þeir
sæki um vinnu eða fari á sjúkrahús sé
spurt um þjóðerni og þegar þeir seg-
ist vera Króatar en af serbneskum
ættum fái þeir verri viðtökur en ella,
það sé jafnvel hlegið að því að þeir
skuli reyna. Serbar bera öðruvísi
nöfn en Króatar og annar þeirra segir
frá því að hann hafi eitt sinn kallað á
eftir syni sínum úti á götu, Króatar
hafi heyrt að þarna væru Serbar á
ferðinni, og í kjölfarið hafi fjölskyldan
orðið fyrir aðkasti. Þeir benda á mót-
mælin í Vukovar í byrjun þessa árs
gegn því að Serbar í Króatíu fengju
að nota kýrillískt letur. Einnig sýna
þeir ljósrit af frétt í dagblaði um
veggjakrot með áletruninni „Drepum
Serbana“ og tákni Ustasa, króat-
ískrar hreyfingar sem barðist með
nasistum í seinni heimsstyrjöldinni.
Vukovar skipar sérstakan sess í
hugum Króata vegna þess hversu
harkalega var barist um borgina og
vegna fjöldamorða Serba á 260 Kró-
ötum þar. Mennirnir segja að reglu-
lega séu haldnir viðburðir í Vukovar
til að minnast þessara atburða og þá
sé eins gott fyrir Serba að halda sig
innandyra. Dæmi séu um að fólk úr
serbneska minnihlutanum hafi orðið
fyrir árásum.
Þeir segja að króatísk stjórnvöld
þykist vernda serbneska minnihlut-
ann til að spilla ekki möguleikum á
inngöngu landsins í ESB. „En það er
bara á pappírunum,“ segja þeir.
Spornað við mismunun
Ákvörðun Útlendingastofnunar í
máli fólksins liggur fyrir; hvorki er
fallist á beiðni um hæli né dvalarleyfi
af mannúðarástæðum.
Í ákvörðun fyrir einn þeirra, sem
Morgunblaðið hefur undir höndum,
segir að það þekkist að fólk af serbn-
eskum uppruna þurfi að þola mis-
munun af hálfu samfélagsins. Á und-
anförnum árum hafi hins vegar ýmis
skref verið stigin til að sporna við
þessu vandamáli, ekki síst vegna fyr-
irhugaðrar aðildar Króatíu að ESB.
Yfirvöld virði almennt mannréttindi
og hafi gripið til ýmissa aðgerða gegn
mismunun og hatursglæpum. Niður-
staðan er sú að viðkomandi hafi
hvorki orðið fyrir ofsóknum, í skiln-
ingi útlendingalaga, né „ástæðuríkan
ótta“ við að verða ofsóttur vegna kyn-
þáttar, trúarbragða, þjóðernis eða
annars og falli því ekki undir skil-
greiningar á flóttamanni.
Ákvarðanirnar hafa verið kærðar
en kæra frestar ekki brottflutningi.
Flökkusaga um fyrirheitna landið
Króatískur hælisleitandi segir að saga hafi farið á kreik um að hælisleitendur fengju bíl, íbúð og
vinnu á Íslandi Ráðuneytið úrskurðar loks í máli pars frá Króatíu sem verið hefur hér frá 2010
Morgunblaðið/Golli
Öryggi Viðmælendur segjast sæta áreiti og mismunun í Króatíu. Þeir segj-
ast hafa valið að koma til Íslands, m.a. vegna þess að hér sé friðsælt.
Vukovar í Króatíu
Ítalía
KRÓATÍA Vukovar
Bosn./
Hers.
Ungverjal.Austurr.
Rúmenía
Serbía
Búlgaría
Grikkland
Albanía
Maked.
Svartfj.
Slóven.
Það tók Útlendingastofnun þrjá
mánuði að komast að niðurstöðu í
máli fólksins sem fjallað er um hér
að ofan. Ákvörðunin hefur verið
kærð til innanríkisráðuneytisins og
miðað við þá áherslu sem stjórn-
völd leggja á hraða málsmeðferð
má búast við úrskurði fljótlega.
Annað hefur verið uppi á ten-
ingnum í málum króatísks pars
sem kom hingað í febrúar 2010 og
er áhugavert að bera málshraðann
í því máli saman við mál þeirra
Króata sem hafa sótt um hæli á
síðustu mánuðum. Fólkið sem kom
í ársbyrjun 2010 tilheyrir einnig
serbneska minnihlutanum og sótti
um hæli hér á grundvelli mismun-
unar og ofsókna í Króatíu. Það
hafði óskað eftir hæli annars stað-
ar, m.a. í Bretlandi en ekki fengið
og var þá gert að snúa aftur til
Króatíu. Þar taldi fólkið sig hins
vegar ekki geta verið þar vegna
ofsókna.
Ákvörðun Útlendingastofnunar
lá fyrir í október 2011. Síðan leið
og beið og ekkert bólað á úrskurði
innanríkisráðuneytisins fyrr en í
febrúar 2013, en þá voru hæl-
isumsóknir frá Króötum teknar að
berast í miklum mæli, og var hæl-
isumsókn fólksins synjað.
Fólkið sem um ræðir fékk vinnu
við fiskvinnslu nánast um leið og
það kom til landsins og þykir
standa sig afar vel, að sögn lög-
manns þess. Það leigi sér íbúð og
njóti engra styrkja frá stjórnvöld-
um. Nú á fólkið yfir höfði sér að
vera flutt úr landi en frá og með 1.
júlí næstkomandi öðlast það á
hinn bóginn sama rétt og aðrir
ríkisborgarar EES-ríkja til atvinnu
og búsetu en þá gengur Króatía í
Evrópusambandið.
Í vinnu frá fyrri hluta 2010
FÓRU AÐ FLÝTA SÉR EFTIR AÐ STRAUMUR SKALL Á
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
TWIN LIGHT
GARDÍNUR
Betri birtustjórnun
Meira úrval Meiri gæði
Íslensk framleiðsla eftir máli
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri
alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18