Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 26

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Tíu íslensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi og vinnslu hafa sam- einað krafta sína til markaðssókn- ar á alþjóðlegum vettvangi í sam- starfsverkefninu Green Marine Technology. Um leið er með verk- efninu vakin athygli á forystu ís- lensks sjávarútvegs í gæðum í veiðum og vinnslu. Samstarfið var formlega sett á laggirnar í gær. Afsprengi Sjávarklasans Arnar Jónsson verkefnastjóri segir í samtal við Morgunblaðið að sameinuð geti fyrirtækin sótt fram af meiri krafti. Mörg fyrirtækj- anna séu lítil, með t.d. fimm til tíu starfsmenn, og því hjálpi samstarf- ið mikið til að ná eyrum mark- hópsins. Sérstaða fyrirtækjanna sé að þau bjóði upp á umhverfisvæn- ar lausnir. Green Marine Technology er af- sprengi Íslenska sjávarklasans. „Svona virkar í raun Sjávarklas- inn, við vinnum með fólki og finn- um sameiginlegan grundvöll,“ seg- ir hann og nefnir að engin af þessum tíu fyrirtækjum séu í beinni samkeppni og því myndi samstarfsverkefnið heild með öfl- ugt vöruframboð. Þessi tíu fyrir- tæki eru 3X Technology, Dis, Mar- port, Naust Marine, Navis, Pólar togbúnaður, Promens, Samey, Thorice og Trefjar. Umhverfisvænar lausnir Öll fyrirtækin bjóða lausnir á al- þjóðamarkaði og eru í fararbroddi í vistvænni tækni og stuðla að bættu umhverfi. Tæknilausnir fyr- irtækjanna byggjast á betri nýt- ingu orkugjafa, minni olíunotkun búnaðar, betri nýtingu í vinnslu hráefna og fleira. Hann býst við því að félögum í samstarfinu muni fjölga á næst- unni og nefnir að nýjum fyrirtækj- um verði tekið opnum örmum, en á Íslandi séu starfandi um það bil 60 tæknifyrirtæki sem búa til tækni sem tengist haftengdri starfsemi á einn eða annan hátt. Klasar eru samstarf Sjávarklasinn hófst sem rann- sóknarverkefni við viðskiptadeild Háskóla Íslands vorið 2010. Fjöl- breytt fyrirtæki með ólíkan bak- grunn sem öll tengjast sjávarút- vegi hafa komið sér fyrir undir einu þaki í Bakkaskemmu á Grandagarði. Þar var áður troll- deild Hampiðjunnar. Klasar eru samstarfsvettvangur fyrir fyrirtæki sem tengjast tiltek- inni atvinnugrein, í þessu tilviki sjávarútvegi. Tengingar sem slíkur samstarfsvettvangur kemur á geta skipt sköpum. Fyrirtækin hjálpa hvert öðru, t.d. með því að benda viðskiptavinum sínum hvert á ann- að og það hefur margföldunaráhrif í för með sér. Þá verða gagnkvæm skoðanaskipti og miðlun reynslu oft til þess að skapa ný tækifæri. Tæknifyrirtæki sameinast um markaðssókn erlendis  Samstarfið Green Marine Technology er afsprengi Íslenska sjávarklasans Morgunblaðið/Ómar Klasasamstarf Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði aðstandendur Green Marine Technology, sem samanstendur af tíu fyrirtækjum, þegar samstarfinu var formlega komið á fót í gær. Samstarf til sóknar » Sjávarklasinn hófst sem rannsóknarverkefni við við- skiptadeild Háskóla Íslands vorið 2010. » Green Marine Technology er samstarf tíu fyrirtækja og er afsprengi Íslenska sjávarklas- ans. » Klasar eru samstarfsvett- vangur fyrir fyrirtæki sem tengjast tiltekinni atvinnugrein ● Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,5% í mars frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga hjaðna nokkuð, úr 4,8% í 4,3%. Útlit er fyrir að verðbólga verði í kjölfarið í kringum 4% næstu misserin. Hag- stofan birtir VNV fyrir mars kl. 9.00 þann 26. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka í gær. Spáir 0,5% hækkun vísitölu í marsmánuði ● Margrét Helga- dóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Ís- lands. Margrét hefur áralanga reynslu af störf- um á sviði ferða- mála og er fyrsta konan sem gegnir starfi fram- kvæmdastjóra hjá félaginu. Margrét lauk námi í ferðamálafræðum frá HTC College í Bandaríkjunum og BS-gráðu í fjölmiðla- og upplýsingafræði frá Ohio University í Bandaríkjunum árið 1989, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Nýr framkvæmdastjóri Margrét Helgadóttir Stuttar fréttir…                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +11.23 +,+.30 ,+.141 ,./,1 +3.-/5 +5,.42 +.,3/+ +12./2 +0,.00 +,-.10 +13.,/ +,,.5, ,+.12, ,+./3+ +3./+ +5,.-- +.,313 +11.+5 +05.+, ,,+.33-1 +,/.+0 +13.2+ +,,.01 ,+.350 ,+.0/- +3./02 +5,.1+ +.54,2 +11.03 +05./1 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Afkoma Valitors á árinu 2012 var jákvæð um 809 milljónir króna eftir skatta, samanborið við 1,2 milljarða á árinu 2011. Arðsemi eigin fjár var 10,5% á árinu og eiginfjárhlutfall um 32,2% í árslok. Rekstrartekjur félagsins námu 8,4 milljörðum króna og lækkuðu um rúmlega einn milljarð eða um 11% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Rekstrargjöld voru á sama tíma 7,3 milljarðar króna og lækkuðu um 6% milli ára. Vöxtur varð á útgáfu fyrirframgreiddra korta á evrópskum fyrirtækja- markaði. Samtals vinna um 160 manns hjá Valitor. Í aðalstjórn voru kjörin Björk Þórarinsdóttir, stjórn- arformaður, Anna Rún Ingv- arsdóttir, Arnar Ragnarsson, Árni Geir Pálsson og Guðmundur Þor- björnsson. Hagnaður Valitors 800 milljónir króna Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is Dúnsæng Stærð 140x200 100% dúnn 100% bómull engin gerfiefni ekkert fiður 790 grömm dúnfylling áður 33.490 kr nú 24.990 kr 3 áraábyrgð sendum frítt úr vefverslun Fermingartilboð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.