Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 39
verið á þeim buxunum að fara að
taka því rólega passaði það ekki al-
veg við lífsstíl Steina. Hann kom
að ýmsum verkefnum, ekki síst
hjá íþróttahreyfingunni. Hann sat
í stjórn ÍBV árin 1962-1963 og aft-
ur 1986-1988. Hann var gjaldkeri
hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja um
árabil en hann hóf einmitt að iðka
golf af áhuga eftir að hann lauk
störfum hjá bankanum og iðkaði
þá íþrótt af alúð þar til veikindin
tóku í taumana.
Steini var framkvæmdastjóri
ÍBV íþróttafélags 1997-2000 eða
ári eftir að það var stofnað. Hann
lauk sínum starfsferli sem starfs-
maður íþróttamiðstövarinnar þar
sem hann var við störf er hann
veiktist. Hann þótti hafa mjög gott
lag á að umgangast gesti sem
sóttu íþróttamiðtöðina og var um-
talaður fyrir sitt góða viðmót og
góða skap. Hann var sæmdur silf-
urmerki KSÍ 1986 og gullmerki
ÍBV fyrir störf sín fyrir íþrótta-
hreyfinguna.
Íþróttahreyfingin í Vestmanna-
eyjum kveður góðan félaga og
þakkar honum samfylgdina og
sendir eiginkonu og sonum og öðr-
um ættingjum sínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þór Í. Vilhjálmsson,
formaður Íþróttabandalags
Vestmannaeyja.
Nú hefur Steini kvatt okkur í
bili og eftir sitja aðstandendur og
vinir með sorg í hjarta en góðar
minningar um yndislegan mann.
Það tók mig ekki langan tíma
eftir að ég hóf störf í Íþróttamið-
stöðinni, þar sem Steini var fyrir,
að sjá hversu heilsteyptur einstak-
lingur hann var. Lífssýn hans var
einstök, umburðarlyndi, hjálp-
semi, sjálfstæði, rólyndi, lítillæti
og glettni einkenndu hann. Hann
var barngóður og fljótur að ávinna
sér virðingu barna enda tók hann
á málum með mismunandi hætti
allt eftir því hvað hæfði hverju og
einu barni. Þegar vandamál, stór
og smá, bar að garði brosti hann
bara og sagði „ég klára þetta“ og
ef hann hafði ekki tök á því sjálfur
sagði hann einnig brosandi „það
þýðir ekki að velta sér upp úr því
sem maður getur ekki breytt“.
Ábyrgur var hann með eindæm-
um og þurfti maður aldrei að hafa
áhyggjur þegar Steini tók að sér
sérverkefni á vinnustaðnum, yfir-
leitt að eigin frumkvæði. Hann var
úrræðagóður og lagði sig fram við
það að hafa hlutina í lagi þannig að
gestir okkar væru sáttir. Ég á
margar sögur af atvikum þar sem
Steini reddaði gestum og sam-
starfsmönnum án þess að krefjast
nokkurs á móti. Hann átti það líka
oft til að koma til mín og bjóðast til
að leysa verkefni fyrir mig þegar
hann sá að mér veitti ekki af að-
stoð. Bankastjórinn sjálfur hafði
auðvitað langa reynslu og mátaði
hana stundum við það sem ég var
að fást við þegar ég óskaði eftir
því. Annars var hann lítið fyrir að
troða skoðunum sínum upp á aðra.
Það var svolítið einkennilegt fyrir
ungan mann eins og mig að eiga að
stjórna lífsreyndum manni eins og
Steina og fleirum en hann var
fljótur að láta mig finna virðingu
sína fyrir mínum störfum og leið
mér ávallt vel í návist hans. Það
var gaman að spjalla við hann þar
sem við áttum nokkur sameiginleg
áhugamál. Golfið var eitt þeirra og
það færði mér alltaf gleði að hitta
Steina og Þóru á vellinum og taka
stutt spjall.
Þegar veikindi hans komu upp
lagði hann sig fram við það að fólk
hefði ekki áhyggjur af honum.
Hann bar sig ávallt vel og var trúr
lífsgildum sínum fram á síðustu
stundu. Ég mun minnast Steina
sem vinar og samstarfsfélaga sem
gerði mig og fleiri að betri manni.
Steini var kletturinn hennar
Þóru og er missir hennar mikill en
ég veit að hún er í góðum höndum
Elliða og Sigurjóns. Ég bið góðan
Guð að styrkja ykkur, aðra að-
standendur og vini í sorginni og
söknuðinum. Minningar um góð-
an mann gera það örugglega.
Arnsteinn Ingi Jóhannesson.
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
✝ Elín Jón-asdóttir fædd-
ist í Efri-Kvíhólma
í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi 16. maí
1908. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Siglufjarðar 14.
febrúar 2013.
Foreldrar Elínar
voru Jónas Sveins-
son bóndi frá
Rauðafelli í Aust-
ur-Eyjafjallahreppi, f. 4. nóv-
ember 1875, d. 29. nóvember
1946, og kona hans Guðfinna
Árnadóttir frá Mið-Mörk í
Vestur-Eyjafjallahreppi, f. 12.
september 1874, d. 23. nóv-
ember 1972. Systkini Elínar eru
Sveinn, f. 9. júlí 1902, d. 26.
desember 1981, Marta Sigríður,
f. 14. nóvember 1903, d. 7. júlí
2000, Engilbert Ármann, f. 28.
febrúar 1906, d. 24. apríl 1987,
Ásdís, f. 30. október 1909, d. 10.
maí 2003, Guðrún, f. 30. októ-
ber 1909, d. 25. október 1975,
Guðný Bergrós, f. 21. nóvember
1912, d. 8. júní 2012, Sigurþór,
f. 1. júlí 1915, d. 27. apríl 2008,
Guðfinna, f. 30. október 1916,
d. 18. febrúar 2002. Uppeld-
issystir og bróðurdóttir Guð-
finna Sveinsdóttir, f. 15. júní
1928.
Elín giftist 28. nóvember
1941 Óskari Sveinssyni sjó-
manni og áttu þau lengst af
heima í Suðurgötu
68. á Siglufirði, en
það hús byggðu
þau. Elín og Óskar
eignuðust saman
þrjú börn. Börn
þeirra eru Haukur
Óskarsson, hús-
gagnabólstrari, f.
12.1. 1941. Maki:
Jóna Maggý Þórð-
ardóttir, f. 24.2.
1947. Börn þeirra
Óskar Hauksson, f 25.6. 1963.
Maki: Ragnhild Holtskog, f.
22.7. 1962. Halldóra María
Hauksdóttir, f. 7.11. 1965. Maki:
Klemenz Júlínusson, f. 26.9.
1962. Viðar Þór Hauksson, f.
30.4. 1971. Maki: Guðrún Edda
Haraldsdóttir, f. 15.8. 1977.
Hilmar Hauksson, f. 28.4. 1974.
Maki: Elísabet Ólafsdóttir, f.
5.11. 1977. Börn Óskars: Elín
María, f. 18.11. 1981. Maki:
Thomas Faye, f. 22.8. 1974,
börn þeirra: Sander Elías Faye,
f. 23.9. 2007. Síenna María Fa-
ye, f. 18.8. 2009. Haukur Axel,
f. 28.7. 1989. Unnusta: Michelle
Bakstad, f. 22.11. 1989. Egill
Arnar, f. 23.8. 1992. Róbert
Andri, f. 31.3. 1994. Börn Hall-
dóru Maríu: Hjörtur Rósant, f.
2.3. 1982. Maki: Hrafnhildur Sif
Sigurðardóttir, f. 17. 3. 1983.
Börn þeirra: Alexander Rósant,
f. 7.3. 2006, Leon Rósant, Sig-
urrós Carmen. Ragnar Ingi, f.
29.11. 1988. Unnusta: Móeiður
Úna Ármannsdóttir, barn Jóna
Maggý. Börn Viðars Þórs eru
Fjóla Guðrún, f. 26.7. 2003,
Benedikt Þór, f. 12.5. 2007.
Börn Hilmars: Róshildur Agla,
Hilmar Máni og Bjarki Þór.
Guðlaug Óskarsdóttir, leik-
skólakennari, f. 1. júní 1942 á
Siglufirði. Maki II, Sumarliði
Karlsson, f. 24. mars 1945.
Maki I Jóhannes Wilhelmus
(Willy ) Hanssen, f. 27. okt.
1928, í Geleen, Hollandi, d. 5.
apríl 1987. Börn þeirra: Davíð
Stefán Hanssen, f. 10. ágúst
1970. Ísrael Daníel Hanssen, f.
23. júlí 1977. Maki: Harpa
Hanssen Júlíusdóttir, f. 29. okt.
1976. Fósturbörn Guðlaugar og
Willys voru fimm. Börn Davíðs:
Kara Rut, f. 12. des. 1990. Sam-
býlismaður hennar er Birgir
Snær Guðmundsson, f. 18. sept.
1984. Barn þeirra: Markús Leví
Birgisson. Daníela Guðlaug, Jó-
hannes Micah, f. 14. feb. 1997.
Esther María, f. 11. ágúst 2000.
Ezekiel Jakob, f. 17. feb. 2002.
Börn Israels: Andrea Ösp, f. 17.
sept. 2005. Júlíus Bjarki, f. 24.
jan. 2009. Guðfinna Óskars-
dóttir, sjúkraliði, f. 18. des.
1946 á Siglufirði, d. 20. maí
2009. Maki: Magnús Þór Jón-
asson, f. 4. maí 1947. Börn
þeirra: Þórarinn, f. 18. maí
1974. Elín Ósk, f. 23. sept. 1975.
Sævar Þór, f .31. júlí 1984.
Útför Elínar fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 16.
mars 2013, og hefst athöfnin kl.
14.
Elskuleg móðir mín er komin
í höfn þá er hún þráði. Hún
kvaddi okkur með fulla meðvit-
und og bros á vör. Nú þakkar
og lofar hún Drottni miskunn
hans og dásemdarverk. Já hún
elskaði Jesú og vissi hvert hún
var að fara. Hún þráði það alltaf
heitt að ástvinir hennar myndu
fá að upplifa þá reynslu, sem
hún fékk fyrir mörgum árum.
Að taka á móti Jesú sem frels-
ara sínum í hjarta sitt. Mamma
elskaði fallega fjörðinn sinn.
Alltaf bað hún á hverjum degi
fyrir öllum íbúum og allri starf-
semi Siglufjarðar. Á Siglufirði
vildi hún vera þótt enginn ætt-
ingi hennar byggi þar. Hún vildi
vera í góða húsinu sínu með fal-
lega útsýninu. Já, mamma fann
það svo sterkt innra með sér að
á þessum stað ætti hún að vera.
Mamma saumaði og prjónaði
allt á okkur systkinin þegar við
vorum lítil. Um sjötugt fór hún
að sníða og sauma á litlu fátæku
börnin úti í heimi. Margt ynd-
islegt fólk gaf henni efni,
tvinna, blúndur og fleira til að
nota þegar fréttist af sauma-
skap hennar. Þegar stefnan var
tekin á Siglufjörð beið okkar oft
heit kjötsúpa eftir langa ferð að
sunnan en við eigum öll heima á
Suðurlandinu. Alltaf var opið
hús fyrir alla sem þurftu gist-
ingu. Mamma elskaði að gera
öllum gott og alltaf var nóg til
með kaffinu ef einhver kom í
heimsókn. Þegar kom að því að
halda skyldi suður aftur og allir
búnir að nærast vel fór mamma
alltaf með okkur inn í stofu. Þar
opnaði hún Biblíuna sína og las
eitthvert gott orð, bað svo
ferðabæn fyrir okkur. Þetta eru
dásamlegar minningar sem ég
mun aldrei gleyma. Þín einlæg
dóttir,
Guðlaug.
Í dag kveð ég ástkæra
tengdamóður mína, Elínu Jón-
asdóttur, sem lést 14. febrúar á
Heilbrigðisstofnun Fjalla-
byggðar 104 ára að aldri.
Elín var ótrúlega dugleg
kona en hún bjó ein í húsinu
sínu að Suðurgötu eftir að eig-
inmaður hennar Óskar féll frá
og fór ekki á sjúkrahúsið fyrr
en hún var orðin 98 ára gömul.
Oft höfðum við áhyggjur af
henni aleinni á Suðurgötunni í
vondum veðrum.
En þegar við hringdum í
hana fengum við ávallt sama
svarið: Nei, það er allt í fína
með mig en það sést ekki út um
gluggana það er svo vont veð-
ur. Henni bauðst að fara á elli-
heimilið þegar hún var 95 ára,
hún hélt nú ekki, hún væri ekki
orðin nógu gömul fyrir það, þar
væri bara gamalt fólk.
En hún hafði sín áhugamál
sem voru að sauma og prjóna
og naut ég góðs af því.
Með mín fjögur börn var gott
að fá sokka og vettlinga svo ég
tali nú ekki um ullarnærfötin
sem hún prjónaði, barnabörnin
kunnu líka að meta það og
þannig hafði einn þriggja ára á
orði þegar hann opnaði jóla-
gjöfina eitt árið: „Þetta er nyt-
samleg gjöf.“
Okkur er þakklæti efst í
huga þegar við hugsum til El-
ínar.
Elsku Elín, hjartans þakkir
fyrir hvað þú varst börnunum
okkar góð amma og ávallt tilbú-
in að taka á móti þeim enda
þótti þeim ekki leiðinlegt að
koma til ykkar og fara á skíði
og á sumrin að veiða í Hólsánni,
alltaf eitthvað að gera hjá afa
og ömmu á Siglufirði.
Hún fylgdist vel með okkur
öllum og öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur og var afar
stolt af sínum afkomendum.
Hún hafði það einnig fyrir vana
að fara ávallt með ferðabæn
fyrir okkur áður en við lögðum
af stað í bæinn.
Elsku Elín, við eigum eftir
að sakna þín mikið.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Hjartans þakkir til starfs-
fólks Heilbrigðisstofnunar
Fjallabyggðar fyrir kærleiks-
ríka og góða umönnun tengda-
móður minnar og ekki síður fyr-
ir það hve yndisleg þið reyndust
okkur.
Elín, hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Jóna.
Þá hefur tengdamóðir mín
kvatt þennan heim og komin í
dýrðina hjá Guði. Eftir öll þessi
tæp 105 ár sem hún lifði þráði
hún ekkert heitar en ganga á
perlustrætum himinsins.
Nú eru rúm 40 ár síðan ég
kynntist Elínu fyrst og má
segja að það hafi verið með
nokkuð sérstökum hætti, því
dóttir hennar, Guðfinna, sem
síðar varð eiginkona mín, kom
til Eyja til að vinna þar stuttan
tíma á sjúkrahúsinu.
Við kynntumst fljótlega og úr
varð farsælt hjónaband í í 37 ár
– en það sem kannski var svolít-
ið sérstakt var að ég hitti ekki
væntanlega tengdaforeldra
mína fyrr en aðeins nokkrum
dögum fyrir brúðkaupið, enda
áttu þau heima á Siglufirði en
ég í Eyjum og á þessum tímum
var fólk ekki alltaf á ferðinni
eins og er í dag.
En allt fór þetta vel og varð
okkur mjög vel til vina og þau
trúðu mér fyrir yngsta afkvæm-
inu sínu allt til enda, að hún lést
20. maí 2009, á 37. brúðkaups-
degi okkar – langt um aldur
fram.
Þá var Óskar látinn fyrir
nokkuð mörgum árum, en Elín
lifði dóttur sína.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum þakka þér, Elín mín, fyr-
ir góða vináttu, fyrir öll góðu
samtölin sem við áttum saman
og á stundum í einrúmi. Þá gát-
um við opnað okkur og sagt
hvort öðru allt af létta, án þess
að það hefði nokkur eftirköst.
Og fyrir það er ég þakklátur.
Ég bið algóðan Guð að blessa
minningu góðrar tengdamóður
og þakka fyrir allt og allt.
Þinn tengdasonur,
Magnús á Grundarbrekku.
Í dag kveðjum við ömmu El-
ínu sem var okkur afar kær. El-
ín var hjartahlý kona sem ávallt
hafði hag annarra í fyrirrúmi.
Hún var alltaf til staðar fyrir
sína nánustu en saumaði einnig
fatnað fyrir bágstödd börn með-
an hún hafði heilsu til. Minning
hennar lifir í hjörtum okkar um
ókomna tíð. Okkur langar að
kveðja Elínu með ljóði sem okk-
ur finnst lýsa henni einkar vel.
Hér að hinstu leiðarlokum
ljúf og fögur minning skín.
Elskulega amma góða
um hin mörgu gæði þín.
Allt frá fyrstu æskudögum
áttum skjól í faðmi þér.
Hjörtun ungu ástúð vafðir
okkur gjöf sú dýrmæt er.
Hvar sem okkar leiðir liggja
lýsa göfug áhrif þín.
Eins og geisli á okkar brautum
aamma góð, þótt hverfir sýn.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Guð geymi þig og varðveiti.
Hilmar, Elísabet og fjöl-
skylda. Dóra, Klemenz og
fjölskylda. Viðar Þór,
Guðrún Edda og fjölskylda.
Óskar, Ragnhild og
fjölskylda.
Elsku amma á Sigló. Nú ertu
komin til þíns himneska föður
eins og þú þráðir svo heitt. Sett-
ir allt þitt traust á hann, alföð-
urinn á himnum, og þjónaðir
honum til hinsta dags.
Við munum ekki gleyma þér
og minnumst góðra stunda bæði
á Sigló og í Eyjum. Þú varst
alltaf tilbúin að rétta einhverju
góðu að okkur – seint mun
gleymast þegar Þórarinn var
smástubbur í heimsókn hjá þér
og var að brölta upp stigann
upp á efri hæðina og tautaði fyr-
ir munni sér „amma kengi“ …
þetta áttir þú svo að skilja –
hann vildi fá mjólk og kleinu hjá
ömmu, sem hann auðvitað fékk.
Þá gleymist heldur ekki, þeg-
ar nafna þín Elín Ósk veiktist
fimm ára gömul og foreldrar
hennar þurftu að fara með hana
til Bandaríkjanna í stóra skurð-
aðgerð, þá létuð þið Óskar ykk-
ur ekki muna um að koma til
Eyja og halda heimili með Þór-
arni, sem þá var nýbyrjaður í
skóla, og vera vel á þriðja mán-
uð í Eyjum í þessum erinda-
gjörðum.
Fyrir allt þetta viljum við
þakka þér amma okkar og svo
margt annað eins og prjóna-
sokkana og vettlingana sem þú
sendir okkur og hlýjuðu okkur á
köldum vetrardögum.
Elsku amma. Við þökkum þér
fyrir allt og allt og biðjum góð-
an Guð að blessa minningu
góðrar ömmu.
Barnabörnin í Eyjum,
Þórarinn, Elín Ósk
og Sævar Þór.
Eftir langa ævi og farsæl 104
ár kvaddi Elín börnin sín tvö og
hvarf til annars staðar. Ég hafði
kvatt Elínu nokkrum dögum áð-
ur en hún var elsta safnaðar-
barn mitt og jafnframt elsti
meðlimur hvítasunnusafnaðar-
ins á Íslandi. Ég hélt nokkuð
reglulegu sambandi við hana
eftir að ég flutti norður. Þá var
Elín komin yfir nírætt en bjó
samt ein í sínu eigin húsi. Ef
gest bar að garði opnaði hún
eldhúsgluggann og varpaði nið-
ur húslyklunum og þannig bauð
hún fólk velkomið inn.
Þeir sem þurftu næturgist-
ingu sáu um sig sjálfir og gátu
valið um herbergi eða hvílurúm
að eigin vali nema þar sem
saumavélin var. Í því herbergi
voru gjarnan staflar af fötum
sem Elín pakkaði síðan í kassa
og sendi til Afríku eða Indlands
svo börnin þar mættu klæðast í
þessi ljómandi föt. Þessi iðja
hennar vakti undrun og athygli
manna svo mikla að þátturinn
„Ísland í dag“ sá ástæðu til að
gera störfum Elínar skil og
sýna þjóðinni hvers megnug
kona á tíræðisaldri var í hjálp-
arstarfi og að hlúa að náung-
anum.
Hún lifði tvær heimsstyrjald-
ir, frá torfbæ og hlóðaeldhúsi til
rafvæðingar og sjálfvirkni í
tækjakosti heimilanna. Hún
fæddist á tíma þegar allt var
farið fótgangandi eða á hesti en
kveður veröld sem gerði tunglið
að áfangastað.
Hún þurfti einnig að velja sér
lífsskoðun því margt var í boði á
hennar ævi. Bæði komu póli-
tískar útópíur um Sovétin eða
nazismann sem og tískustrauma
hversdagsins sem áttu að fylla
sál mannsins.
Ein var sú stefna sem Elín
heillaðist af og það var kristin
vakningartrú. Hún tók sér
stöðu með hvítasunnusöfnuðin-
um og lét Krist duga sér. Sem
ung stúlka var hún send á ann-
an bæ og reyndi þar stöðu hins
vandalausa. Hún tilheyrði barn-
mörgu heimili og varð að láta
sér lynda að vera ekki meðal
systkina. Þegar kom að ferm-
ingunni þá beið hennar engin
veisla né gjöf frá fósturforeldr-
um því tíðarandinn var þannig.
En sú stund kom að hún vildi
frelsast og gefast Jesú Kristi.
Það var eftir eina vakningasam-
komu á Siglufirði. Þá var hún
gift og boðskapur trúboðans
hafði gripið huga hennar. Í eld-
húsinu heima kraup hún við stól
og bað innilega um handleiðslu
Jesú í gegnum lífið og hún fengi
þekkt hann sem frelsara sinn.
Þessu augnabliki gleymdi hún
ekki.
Fjölskyldan stækkaði og ald-
urinn færðist yfir. Hún orðin
ekkja og trúlega stóð á níræðu
þegar mikið ættarmót var hald-
ið á Heimalandi undir Eyjafjöll-
um, en það var hennar æsku-
sveit. Þegar þessi mikli hópur
ættingja og afkomenda var þar
saman kominn fór hún upp á
sviðið og sagði sögu sína og
vitnaði um Jesú Krist. Hennar
áskorun var sú að þau öll mættu
gefast Jesú og vita að: „hvort
sem ég lifi eða dey þá er ég
Drottins“!
Eftir þessa ræðu sagði hún
börnum sínum frá draumi sem
hana hafði dreymt um það að
standa frammi fyrir stórum
skara og vitna um Jesú. Þarna
sá hún drauminn rætast. Enn
vitnar Elín þótt látin sé því hún
undirbjó útför sína og valdi þá
sálma sem opinbera hug henn-
ar, trú á Jesú.
Með þessum minningum kveð
ég safnaðarbarn sem þráði að
gera Jesú dýrlegan.
Snorri í Betel.
Elín Jónasdóttir