Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
norska landgrunninu hvað varði
hættu á olíuslysum. Þeir benda á
stífar öryggiskröfur og eftirlit með
olíuvinnslunni. Einnig að búið sé að
gera þarna hljóðbylgjumælingar og
viðamiklar rannsóknir. Niðurstöður
þeirra benda til þess að þarna geti
verið allt að 1,3 milljarðar tunna af
olíuígildum að verðmæti um 500
milljarðar norskra króna. Olíu-
iðnaðurinn knýr á um að svæðið
verði opnað fyrir starfsemi
olíufélaga.
Meirihluti á þingi með nýtingu
Þingkosningar verða í Noregi í
september n.k.. Rauðgræn ríkis-
stjórn hefur setið í Noregi frá 2005
undir forsæti Jens Stoltenbergs. Að
henni standa Verkamannaflokkur-
inn, Sósíalíski vinstriflokkurinn og
Miðflokkurinn. Þeir hafa hver sína
stefnu varðandi olíuvinnslu.
Verkamannaflokkurinn gerði
samkomulag við samstarfsflokka
sína árið 2011 um að ekki yrði hafin
olíuvinnsla við Lofoten, Vesterålen
og Senja á yfirstandandi kjör-
tímabili. Sósíalíski vinstriflokkurinn
leit á það sem sigur fyrir nátt-
úruvernd.
Norskir fréttamiðlar greindu frá
því í vetur að meirihluti væri fyrir
því í málefnanefnd Verkamanna-
flokksins að opna hafsvæðin utan við
Lofoten fyrir umhverfismati vegna
olíuleitar. Jens Stoltenberg forsætis-
ráðherra hefur lýst yfir stuðningi við
þau áform. Tillögur málefnanefnd-
arinnar verða ræddar á landsfundi í
apríl n.k. þar sem kosningastefnu-
skrá flokksins verður mótuð.
Helga Pedersen, varaformaður
Verkamannaflokksins, hefur sagt að
ákvörðun um olíuvinnslu verði tekin
þegar mat á umhverfisáhrifum liggi
fyrir. Hún viðurkennir að yfirleitt
leiði slíkt mat til tilraunaborana.
Vilja koma í veg fyrir vinnslu
Björn Kjensli er formaður mót-
mælendahreyfingarinnar Folke-
aksjonen oljefritt Lofoten, Vesterå-
len og Senja. Hann hélt fyrirlestur á
námskeiði Norræna blaðamanna-
klúbbsins í N-Noregi í síðustu viku.
„Markmið okkar er einfalt, það er
að koma í veg fyrir að dýrmæt og
viðkvæm hafsvæði við Lofoten, Ves-
terålen og Senja verði opnuð fyrir
olíu- og gasvinnslu,“ sagði Kjensli.
Hann sagði að stríðið stæði aðeins
um þessi umræddu svæði. Sjálfur
kvaðst hann hafa verið fylgjandi olíu-
vinnslu á öðrum svæðum.
Kjensli telur að olíuvinnslan á
svæðinu verði kosningamál í haust.
Hann rakti hvað það er sem gerir
svæðið svo einstakt og dýrmætt.
„Það er einkar ríkt að náttúru-
auðlindum, sérstaklega dýrmætt og
afskaplega afkastamikið. Lofoten og
Vesterålen eru einstök svæði á
heimsvísu,“ sagði Kjensli. Kalda-
Að bora eða bora ekki eftir olíu
Morgunblaðið/Guðni
Tekist er á um það í Noregi hvort bora eigi eftir olíu og gasi á fengsælum fiskimiðum í náttúruparadís
Bannað hefur verið að bora eftir olíu við Lofoten, Vesterålen og Senja en það kann að breytast
Umdeilt
olíuleitarsvæði SENJA
LOFOTEN
Bodø
VÆRØYA
RØSTLANDET
LANGØYA
ANDØYA
ENGELØYA
Sørvagen
Bø
Sortland
Øksnes
Grunnkort: Google
Andøy
Noregur
Svíþjóð
Finnland
Danmörk
VESTERÅLEN
Björn Kjensli Roger Pedersen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tekist er á um hvort leyfa eigi olíu-
og gasvinnslu á fengsælum fiski-
miðum við Lofoten, Vesterålen og
Senja í Norður-Noregi. Andstæð-
ingar olíu- og gasvinnslu þar benda
m.a. á að olíuslys geti haft ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar fyrir við-
kvæma náttúru svæðisins. Mikil
náttúrufegurð dregur þangað fjölda
ferðamanna, þar eru einnig fengsæl
fiskimið og mikilvægt hrygningar-
svæði. Norsku sjómannasamtökin
hafa lýst eindreginni andstöðu við ol-
íu- og gasvinnslu þarna og sama gild-
ir um náttúruverndarsamtök. And-
stæðingarnir benda m.a. á að
fiskurinn sé endurnýjanleg auðlind
en olían ekki.
Fylgismenn olíuvinnslu segja hins
vegar að þetta svæði sé ekki frá-
brugðið öðrum olíuvinnslusvæðum á
Lofoten í Noregi Fiskveiðar
og ferðaþjónusta eru mik-
ilvægar atvinnugreinar í
Lofoten. Þær greinar vilja
ekki fá olíuvinnslu á svæðið.
FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM
GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.
Dreifing:
HÁR EHF
s. 568 8305
har@har.is
REDKEN Iceland á
SÉRSTAKAR ÞARFIR.
EINFALDAR LAUSNIR.
SILKIMJÚKT OG SLÉTT MEÐ NÝJU SMOOTH
LOCK LÍNUNNI SEM ENDIST Í ÞRJÁ ÞVOTTA
Við notkun Smooth Lock dregur úr ýfing um 92% vegna
Pólimera sem verða virk við hita og veita vörn gegn loft-
raka og stjórn gegn ýfing.
Formúla: möndluolía, IPN prótein og thermal
active pólimerar sem verndar og nærir yfirborð
hársins og gerir það silkimjúkt, slétt með
miklum fallegum glans.
SÖLUSTAÐIR
REDKEN
SENTER
SCALA
SALON VEH
SALON REYKJAVÍK
PAPILLA
N-HÁRSTOFA
LABELLA
MENSÝ
MEDULLA
KÚLTÚRA
HÖFUÐLAUSNIR
HJÁ DÚDDA
FAGFÓLK
BEAUTY BAR
Olían í Noregi