Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 37

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 ✝ Una Ólafs-dóttir Thor- oddsen fæddist í Vatnsdal við Pat- reksfjörð 1914. Hún lést 5. mars 2013. Foreldrar hennar voru Ólína Andrésdóttir og Ólafur Thorodd- sen. Systkini Unu voru 13: Sigríður, húsmóðir á Látr- um, f. 1908 (látin), Þorvaldur, hreppstjóri á Patreksfirði, f. 1909 (látinn), Svava, kennari á Núpi, f. 1910 (látin), Birgir, skip- stjóri, f. 1911 (látinn), Einar, yf- irhafnsögumaður, f. 1913 (lát- inn), Arndís, húsmóðir, f. 1915 (látin), Bragi, vegavinnuverk- stjóri, f. 1917 (látinn), Ólafur, f. 1918 (látinn), Eyjólfur, loft- hann Sigurgeir og Einar Þór. Kolbrún er gift Poul Vestereng, búsett í Kaupmannahöfn. Börn þeirra: Vibeke Hlín og Nanna. Una ólst upp í Vatnsdal og fór til Reykjavíkur 1934. Hún var tvö ár í vist hjá Sigríði Eiríks- dóttur og Finnboga Rúti Þor- valdssyni. Sigríður hjálpaði Unu að komast í vist í Danmörku, svo hún gæti lært dönsku áður en hún færi í hjúkrunarskólann. Una var í Danmörku í tvö ár og byrjaði hjúkrunarnám þegar hún kom heim 1938. Una var nemi á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 1939 og lauk námi 1941. Hún gegndi ýmsum störfum á Ísa- firði. Vann á Sjúkrahúsinu 1941- 1945. Var við aflýsingar á Sjúkrahúsinu og Elliheimili Ísa- fjarðar frá 1945-1950. Frá 1955- 1971 vann hún sem skólahjúkr- unarfræðingur og var heilsu- verndarhjúkrunarfræðingur á heilsuverndarstöðinni frá 1971- 1984. Útför Unu fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 16. mars 2013, kl. 14. skeytamaður, f. 1919 (látinn), Stef- án, útibússtjóri, f. 1922 (látinn), Auð- ur, verslunarmað- ur, f. 1924, Magda- lena, blaðamaður, f. 1926, og Halldóra, framkvæmdastjóri, f. 1927. Una giftist Jó- hanni Sigurgeirs- syni 12. desember 1942. Jóhann var ekkjumaður og átti dóttur, Ingibjörgu Þór- unni, f. 1933, d. 10. sept. 2012. Una og Jóhann eignuðust dótt- ur, Kolbrúnu Sigríði, f. 1945. Ingibjörg (Inga Tóta) var gift Jóni Þórðarsyni, börn þeirra: Ingibjörg Sigríður, Þórður Guð- jón, Árni Guðlaugur, Sigurður Albert (látinn), Sverrir Atli, Jó- Una Ólafsdóttir Thoroddsen, mágkona mín, lést á Hjúkrunar- heimilinu Hlíf á Ísafirði 5. mars sl. háöldruð, tæplega 99 ára að aldri. Með henni er genginn heilsteypt- ur og sterkur einstaklingur, sem skilaði ísfirsku samfélagi langri og farsælli starfsævi. Una kom fyrst til Ísafjarðar ár- ið 1939 sem hjúkrunarnemi, en sótti hjúkrunarnám sitt til Hjúkr- unarskóla Íslands og lauk því með láði. Starfsævi sinni skilað hún allri til Ísfirðinga. Og Ísfirðingur var hún að innstu hjartarótum. Á Ísafirði kynntist Una Jó- hanni, bróður mínum, sem þá var ekkjumaður með eina dóttur, Ingibjörgu Þórunni Jóhannsdótt- ur, sem um nokkur ár hafði dvalið hjá foreldrum mínum, ömmu sinni og afa, Ingibjörgu og Sigurgeir í Dokkunni á Ísafirði. Inga Tóta, eins og hún var kölluð, var því í mínum huga uppeldissystir. Hún er nýlátin og hennar er sárt sakn- að. Með hjónabandi Unu og Jó- hanns eignaðist Inga Tóta nýtt heimili. Una og Jóhann eignuðust eina dóttur, Kolbrúnu, sjúkraþjálfa í Danmörku, gifta Pol Westereng, menntaskólakennara. Þau hjón og þeirra börn voru augasteinar Unu og gleðigjafar á efri árum hennar. Una var einstök kona, dugleg og hjálpsöm. Hjálpsemi hennar gætti víða. Hún reyndist móður minni, tengdamóður sinni, mjög vel. Hún tók mig til sín veika, eftir að ég átti fyrri son minn, hjúkraði mér og kom mér heilli út í sam- félagið á ný. Slík velgjörð geymist en gleymist ei. Á kveðjustundu þakka ég Unu mágkonu minni löng og góð kynni og sendi Kolbrúnu og Poul og af- komendum þeirra innilegar smúð- arkveðjur. Þorgerður Sigurgeirsdóttir. Látin er í hárri elli móðursystir okkar, Una Thoroddsen hjúkrun- arkona á Ísafirði. Þegar minnast skal hinnar látnu frænku og horft er til baka koma fyrst í hugann þær vestfirsku rætur sem að okk- ur standa. Af Vatnsdalssystkinun- um 14 kom það fyrsta í heiminn 1908 svo þeim er nú eðlilega farið að fækka. Una var 6. barn Ólafs afa og Ólínu ömmu en að henni genginni eru nú aðeins þrjár yngstu systurnar enn á meðal vor, þær Auður, Magdalena og Hall- dóra. Í gamla daga var Una sú af þeim móðursystkinum okkar sem næst okkur bjó í tíma og rúmi, nefnilega á Ísafirði en við á Núpi í Dýrafirði. Því voru á sumrum náin tengsl milli fjölskyldnanna. Kol- brún dóttir þeirra Unu og Jó- hanns kom oft til okkar til mis- langrar sumardvalar og við systkinin dvöldum á sama máta oft á Hlíðarveginum. Öll eigum við ljúfar og fallegar minningar frá þessum tímum. Una frænka var mikil heiður- skona heim að sækja. Hún hafði gaman af allri ræktun og komu þau hjón sér upp fallegum blóma- garði við heimili sitt sem hlaut við- urkenningu bæjarins eitt árið. Frænka okkar var einnig mikil hannyrðakona. Henni féll vart verk úr hendi og hafði alltaf eitt- hvert handavinnuverkefni í vesk- inu þegar hún fór að heiman. Þessar hannyrðir stundaði hún fram á sitt síðasta ár án þess að henni fataðist handbragðið svo fólk dáðist að meistarastykkjum þessarar nær tíræðu konu. Una var ein af fáum menntuð- um konum sinnar samtíðar og hafði lært til hjúkrunar og starfaði sem hjúkrunarkona alla sína starfsævi sem var nær öll á Ísa- firði. Allir Ísfirðingar sem við hitt- um og komnir eru yfir miðjan ald- ur kannast strax við frænku okkar, Unu hjúkrunarkonu, þegar farið er að tala um fólk og skyld- leika. Í þá daga var lífið ekki deildaskipt og hjúkrunarkonur gengu í öll þau verk á sjúkrahús- um sem undir þær heyrðu. Þeir munu því ófáir Ísfirðingarnir sem litið hafa dagsins ljós í hennar við- urvist og öðrum eins fjölda hefur hún vísast veitt nábjargirnar. Það að standa hjúkrandi við beð á tveim stærstu stundum í lífi manna, þegar komið er og kvatt, auk alls hins, hlýtur að vera eitt göfugasta starf sem hugsast get- ur. Lengi var það þó lítils metið ef dæma ætti út frá kjörum sem þessari stétt voru boðin. Læknar stoppuðu mislengi við á stöðum úti á landi eins og gengur en alltaf þjónaði líknandi hönd frænku okkar samborgurum sínum á Ísa- firði meðan starfsferillinn entist. Ef heiðursborgaraútnefning hefði verið komin til þegar hún lét af störfum hefði hún átt að fá slíkan titil í þessu héraði; engin ein manneskja þar um slóðir hefur staðið fleiri íbúum þar svo nærri í víðum skilningi þess orðs. En kannski hefði hún frænka okkar verið á móti slíkri útnefningu. Hún var hetja hversdagsins sem fannst sjálfsagt að fólk ynni sína vinnu af trúmennsku og bestu getu; slíku þyrfti ekki að hrósa heldur væri þetta lífið sálft. Kol- brúnu og fjölskyldu hennar vott- um við dýpstu samúð við fráfall ástkærrar móður sem nú fær hvíld eftir langan og mikinn starfsdag. Ólöf, Einar, Sigurður og Brynjólfur Svövu- og Jónsbörn. Tíminn líður furðu fljótt, fölnar hár á vanga. Söngvar þagna, nálgast nótt, nóttin hljóða og langa. Ljósið dvínar, lokast brá, lætur vel í eyrum þá, ómur æsku söngva. Móðursystir mín, Una Thor- oddsen, unni þessum vísuorðum. Þau lýsa ævilokum hennar. Hún fór friðsæl og sátt úr þessum heimi, umvafin minningum æsku- ára. Una ólst upp í glaðværum hópi 14 systkina í Vatnsdal við Patreks- fjörð. Foreldrar hennar – afi minn og amma, Ólína Andrésdóttir hús- freyja og Ólafur E. Thoroddsen út- vegsbóndi – stóðu fyrir rausnar- og menningarheimili sem lagði grunn að ríkri samheldni þessa stóra systkinahóps. Börnin lærðu að vinna um leið og þau komust af höndum. Sjö bræður sóttu sjóinn og sinntu bústörfum eftir þörfum. Sjö dætur sinntu húsverkum og hannyrðum. Allir sinntu heyskap, mjöltum og matvinnslu. En í Vatnsdal var ekki bara unnið. Þar var líka sungið, spilað, ort og jafn- vel dansað þegar svo bar undir. Þar urðu til sögur og minningar sem af- komendurnir hafa fengið í arf. Una var ríflega tvítug þegar hún réð sig í vist til Reykjavíkur til Sig- ríðar Eiríksdóttur og Finnboga Rúts Þorvaldssonar, uppeldisbróð- ur Ólínu ömmu, móður Unu. Tveim árum síðar fór hún til Danmerkur með þeirra aðstoð, var þar í vist hjá góðu fólki sem hún minntist oft, og lærði dönsku sem kom sér vel í hjúkrunarnáminu. Árið 1939 fluttist Una til Ísa- fjarðar. Þar kynntist hún eigin- manni sínum, Jóhanni Árna Sigur- geirssyni sem var þá ekkjumaður og átti eina dóttur, Ingibjörgu Þór- unni. Þeim Unu og Jóhanni fæddist dóttirin Kolbrún Sigríður sem bú- sett er í Danmörku ásamt eigin- manni sínum Poul Vestereng og af- komendum þeirra. Allan sinn starfsaldur vann Una á Ísafirði sem skólahjúkrun- arfræðingur og síðar bæjarhjúkr- unarkona. Haft var á orði að Una hefði „aflúsað Ísafjörð“ af stakri natni, og börnin í skólanum fengu lýsið sitt án undanbragða. Una sinnti einnig ungbarnaeftirliti hvernig sem viðraði og þekkti nánast hvert mannsbarn í bæn- um. Una var hannyrðakona svo af bar. Yndi hafði hún af blómarækt enda var garðurinn hennar verð- launaður sem bæjarprýði. Hún lifði fyrir líðandi stund og þakkaði allt sem vel var gert. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkurri sál. Síðustu æviárin dvaldi Una á öldrunardeild Heilbrigðisstofnun- arinnar á Ísafirði við gott atlæti. Þegar ég heimsótti hana þangað sagði hún alltaf að „starfsfólkið væri alveg einstakt“ og því hefði hún ekki „undan neinu að kvarta“. Elli-kerlingu mætti hún af aðdá- unarverðri jákvæðni. „Það sem verður að vera, viljugur skal hver bera“ var viðkvæði minnar góðu frænku sem aldrei mælti æðruorð. Ég þakka Unu frænku minni samferðina og kynnin. Þakka henni sögurnar, kvæðin, hann- yrðakennsluna, blómatínslu- og berjaferðirnar frá því ég var lítil telpa í sumardvölum fyrir vestan. Ég þakka henni góða frændsemi og fordæmið um jákvætt hugarfar og bjartsýni. Fallegu hannyrða- gripina sem hún gaf mér mun ég geyma vel og vegsama. Af henni lærði ég margt sem varðveitt verður í minninga- og reynslu- sjóði. Blessuð sé minning Unu Thor- oddsen. Ólína Þorvarðardóttir. Una móðursystir mín, eða Una frænka, bjó lengst af á Ísafirði en var fædd í Vatnsdal við Patreks- fjörð. Una lifði heila öld og ólst upp í stórum systkinahópi við bústörf og sjómennsku og þau gengu um í sauðskinsskóm og roðskóm. Ég man fyrst eftir Unu sem barn og man eftir móður minni tala um að Una systir væri að koma í heim- sókn. Una gisti stundum hjá okkur í Reykjavík þegar hún átti erindi suður. Una hafði gaman af að segja frá og ég man hve hláturmild og lífsglöð hún var alla tíð. En hún kunni líka að vera ákveðin og ströng þegar á þurfti að halda, t.d. þegar hún var við störf sem hjúkr- unarkona á Ísafirði. Una lærði hjúkrun og starfaði alltaf sem hjúkrunarkona. Ég gisti hjá Unu og hennar fjölskyldu sem barn og rámar í að hafa heyrt Kollu dóttur hennar æfa sig á píanó heima þótt hún legði tónlistina ekki fyrir sig. Þá var ekki flugvöllur á Ísafirði en flogið í sjóflugvélum. Una var alla tíð mjög hraust. Hún sagði mér að eftir að hún hóf störf á Ísafirði og vildi heimsækja fjölskyldu sína á Patreksfirði gekk hún á milli þessara fjarða yfir fjöll og fyrir firði. Þetta var um sólar- hrings ganga. Ef hún var heppin fékk hún bátsferð yfir einhvern fjarðanna, þ.e. Dýrafjörð, Arnar- fjörð eða Patreksfjörð. Una hélt áfram að ganga og njóta náttúru Vestfjarða eftir að vegir voru lagðir um firðina. Hún naut íslenskrar náttúru og gekk víða um firðina og fór í bátsferðir í eyjar við Ísafjörð. Ég hef hitt margt fólk frá Ísa- firði sem þekkti Unu eða vissi hver hún var. Hún var greinilega ein þeirra sem settu svip á bæinn. Una kom sér upp matjurtagarði á Ísafirði. Vetur eru harðir á Ísa- firði og ekki hlaupið að því að rækta þar matjurtir en þetta gekk vel hjá Unu enda var hún dugleg að sinna jurtunum. Ég man eftir matjurta- garðinum sem barn og ég sá hann síðast fyrir nokkrum árum, áður en Una fór á hjúkrunarheimili. Ég hitti Unu síðast á hjúkrunarheim- ilinu á Ísafirði, þá var hún enn glettin og jákvæð og talaði mjög fallega um starfsfólkið og aðstæður þar. Ég sendi ættingjum Unu mínar innilegu samúðarkveðjur. Auðun. Stundum erum við það lánsöm, á leið okkar í gegnum lífið, að við fáum tækifæri til þess að kynnast samferðamönnum sem fylla okkur orku og gleði og sýna okkur eig- inleika sem við ættum að tileinka okkur. Þannig samferðamaður var hún Una föðursystir mín, sem nú er látin. Una bjó fyrir vestan og ég fyrir sunnan og þess vegna hitt- umst við lítið meðan ég var að vaxa úr grasi. Það var í raun ekki fyrr en fyrir rúmum tíu árum að ég fór að koma reglulega vestur til Ísafjarð- ar, að ég kynntist Unu betur. Þá varð ég vitni að allri glaðværðinni og jákvæðninni sem mér fannst alltaf einkenna hana. Una hafði gaman af því að segja sögur og kunni greinilega þá frásagnarlist sem einkennt hefur svo mörg af hennar systkinum. Sögurnar voru magnaðar og það skipti engu hvort þær voru sannar eða hálflognar, þær voru allar jafnskemmtilegar og hún átti nóg til af þeim. Best fannst mér að hlusta á sögur henn- ar frá uppvextinum heima í Vatns- dal. Sögum af fjölmennri en glað- værri fjölskyldu sem sveitungarnir skildu ekkert í hvernig gæti þrifist og dafnað svo vel sem hún gerði. Una kaus að horfa á það já- kvæða í fari fólks. Hún talaði af hlýju og virðingu um menn og mál- efni en alltaf var stutt í glettni og gamansemina hjá henni. Ég tel að þegar fólk tekur svona afstöðu til lífsins þá lifi það lengur en aðrir. Það gerði Una líka og varð tæplega tíræð. Þetta varð langt líf með bæði meðvind og mótvind en aðallega innihaldsríkt. Núna er komið að leiðarlokum og Una búin að fá hvíldina eftir langa ferð. Reyndar sagði hún mér með bros á vör, fyrir um þremur vikum, að hún ætlaði að verða hundrað ára og ekkert múð- ur. Það varð hins vegar ekki og skiptir ekki máli. Eftir sit ég með dýrmætar minningar um kæra frænku og þessara minninga mun ég gæta vel. Við Katla sendum inni- legar samúðarkveðjur til Kolbrún- ar, Pauls og dætra. Jóhann Thoroddsen. Það er ekki sjálfgefið að ná 98 ára aldri en ef þú tekur inn lýsi þá er það ekkert vandamál, sagði gamla við mig er hún lá bana- leguna sína núna í febrúar. Una var rétt rúmlega sjötug þegar ég fæðist og hef ég því ávallt kallað hana gömlu. Það var enginn nema Una gamla sem lagði í það að kenna mér að prjóna enda báðar örvhentar, en gamla komst fljótt að því að prjónaskapinn ætlaði ég ekki að leggja fyrir mig þannig að hún kláraði skólaverkefnin fyrir mig og sat ég sátt með djús og kex í hendi á meðan. Unu var margt til lista lagt. Hún átti afar fallegan garð sem hún hugsaði alltaf vel um og gat verið tímunum saman í garðinum. Hún var snillingur í höndum, saumaði, prjónaði og heklaði eins og enginn væri morgundagurinn og hef ég átt þónokkur sokkapörin og önnur listaverk. Mér þykir þó vænst um kjólinn sem hún heklaði á dóttur mína og nöfnu sína árið 2010, þá 96 ára gömul, og gaf henni í skírnargjöf. Það er skrítið að hugsa til þess að í dag kveð ég manneskju sem ég hef alltaf átt að í lífinu. Una var allt í senn ákveðin, jákvæð og dugleg kona sem lét aldrei neitt ganga yfir sig en var þó ávallt glöð og þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert og talaði aldrei illa um nokkra manneskju. Elsku gamla. Minningu mína um þig mun ég alltaf eiga að og mun ég gera mitt besta til að halda henni á lofti þér til heiðurs, því þú varst alltaf með þeim ynd- islegri og uppáhalds. Þín Sólveig Erlingsdóttir. Una Ólafsdóttir Thoroddsen ✝ Sverrir fæddistá Ásmundar- stöðum á Melrakka- sléttu 5. mars 1926. Hann lést á öldr- unardeild Sjúkra- hússins á Ísafiði 8. mars 2013. Hann var sjö- unda barn af tíu börnum hjónanna Sigríðar Jónsdóttur frá Ásmundarstöð- um, f. 1891, d. 1982, og Sigurðar Guðmundssonar frá Grjótnesi, f. 1883, d. 1963. Sverrir var ókvæntur og barnlaus. Systkini hans: Tvíburasystur, andvana fæddar 1913, Jón, f. 1915, d. 1938, Jóhanna, f. 1918, d. 2001, Guðmundur, f. 1920, d. 1942, Gunnhildur, f. 1923, henn- ar maður var Árni Jónsson, hann er látinn, þau eiga fimm börn. Jakobína Sigurveig, f. 1928, eig- inmaður Eiríkur Ei- ríksson, þau eiga þau einn son. Vil- borg Guðrún, f. 1931, eiginmaður Óskar Árni Mar, þau eiga tvö börn, Björn Stefán, f. 1934, d. 1982. Sverrir var frá unga aldri bóndi á Ásmundarstöðum og bjó með Jóhönnu systur sinni eftir andlát móður þeirra og einn eftir andlát Jó- hönnu. Hann veiktist af krabba- meini 2004 og brá þá fljótlega búi og árið 2006 keypti hann sér íbúð á Hlíf, íbúðum aldraðra á Ísa- firði. Þar naut hann sín vel og tók þátt í öllu félagslífi sem var í boði. Útför Sverris fer fram frá Raufarhafnarkirkju í dag, 16. mars 2013, kl. 14. „Alveg sérstaklega gott“ sagði Sverrir með mikilli áherslu á sér- staklega ef honum þótti eitthvað mjög gott. Sverrir var alveg sér- staklega góður maður og það voru forréttindi að hafa fengið að kynn- ast honum. Hann var móðurbróðir mannsins míns og var bóndi á ætt- aróðalinu þar sem maðurinn minn var í sveit öll sumur til fullorðins- ára. Það voru því mörg sumur sem við fórum á Sléttuna í sumarfríum og reynt að stilla tímann í kring- um æðarvarpið ýmist til að ganga varpið eða aðstoða við dúnhreins- un. Sverrir var ekki margmáll um eigin hagi en hafði gaman af að segja sögur enda mjög fróður og ótrúlega minnugur. Sverrir veiktist af krabbameini snemma árs 2004 og þá um haust- ið hætti hann búskap. Hann fór þá að vera hjá Vilborgu systur sinni og Óskari í Reykjavík og hjá okk- ur Sigga vestur á Ísafirði yfir há- veturinn. Fyrir sjö árum keypti Sverrir sér íbúð á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, þar sem hann undi hag sínum mjög vel og tók þátt í öllu því félagslífi sem honum stóð til boða. Hann veiktist aftur haustið 2011 og vistaðist í framhaldi af því á öldrunardeild Sjúkrahússins á Ísafirði þar sem hann náði nokkuð góðum bata og naut góðrar umönnunar starfs- fólksins þar, sem ég færi sérstak- lega góðar þakkir fyrir. Með kærri þökk fyrir góð kynni. Guðný Hólmgeirsdóttir. Sverrir Sigurðsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 - 691 0919 athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.