Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 34

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 » Innanríkisráðherra hefur nýtekið ákvörðun um ráðningu forstjóra Þjóðskrár sem var prófsteinn á getu ráðuneytisins til að leiða rafræna stjórnsýslu Á umliðnum 30 ár- um hafa fræðimenn um tölvumál ríkisvalds lagt áherslu á um- breytingarhlutverk (e. transformation) upp- lýsingatækni. Hvernig hún sparar ríkinu og öllum öðrum tíma og peninga, eykur fag- mennsku þess og starfsánægju starfs- fólks og styrkir gagnsæi og lýðræði í samfélaginu – að ógleymdu hlutverki hennar við nýsköpun. Ríki keppast við að ráða til sín leiðtoga til þess að leiða breytingar, upplýsingastjórnendur í ráðuneyti og leiðandi nöfn að stofnunum – til að breyta samfélögum sínum farsællega. Fyrirlesarar fara um heiminn, fylla fyr- irlestrasali og boða mikilvægt hlutverk leiðtoga í rafrænni stjórnsýslu. En þessir fræðimenn og fyrirlesarar ná ekki til Stjórnarráðs Íslands. Æðsti yfirmaður rafrænnar stjórnsýslu ríkisins, skrifstofustjóri stjórnsýslu- mála í forsætisráðuneytinu, upp- fyllir ekki þessi skilyrði, það urðu átök um ráðningu hans vegna kynja- mála, en ekki á forsendum rafrænn- ar stjórnsýslu. Generalistarnir ráða Tilefni þessarar greinar er nýtek- in ákvörðun innanríkisráðherra um ráðningu forstjóra Þjóðskrár. Sú ákvörðun var prófsteinn á það hvort ráðuneytið geti leitt rafræna stjórn- sýslu ríkisins, en málaflokkurinn fluttist nýlega til þess. Til starfans var ráðinn miðaldra lögfræðingur með stjórnunarmenntun og með starfsreynslu innan stofnunarinnar. Í starfsauglýsingunni var ekki minnst á rafræna stjórnsýslu. Þessir tveir starfsmenn hafa ekki sérþekkingu á sviði upplýs- ingatækni. Síðustu 30 árin hafa flestar mikilvægar ákvarðanir Stjórnarráðsins í rafrænni stjórn- sýslu verið teknar af generalistum, oftast lögfræðingum, það er undir hælinn lagt hversu farsælar þær eru og kostnaður almennings getur ver- ið hár, sóunin og vanþekkingin við kaupin á fjárhags- og mannauðs- kerfi ríkisins er toppurinn á ísjak- anum. Þótt um sé að ræða afar hæfa starfsmenn á öðrum sviðum við- fangsefna sinna þá njóta starfsmenn án sérþekkingar á rafrænni stjórn- sýslu ekki tiltrúar og valdaaðstöðu innan fagstétta tölvumála, þeir eru ólílegir til að hafa reynslu til þess að takast á við hagsmunagæslu inn- flytjenda og hugbúnaðarhúsa og þeir geta ekki heldur tekist á við óraunhæfar eða rangar pólitískar kröfur frá netinu og skipulagt far- sællega virkni almennings í sam- félagslegri ákvarðanatöku. Furðulegt verkefnaval Það fer ekki hjá því að tölvuvæð- ing íslenska ríkisins taki á sig ein- kennilegar myndir. Furðuleg verk- efni hrannast upp, svo sem rafrænar kosningar sem eru nánast eina verk- efnið sem tölvutæknin ræður ekki við, blokkanir á frjálsu flæði efnis á netinu sem gera okkur fræg að en- demum og uppbygging nýs auð- kennakerfis hjá Þjóðskrá, sem er með ólíkindum að lítil þjóð taki að sér. Lykillinn að röngu verkefnavali hárra og lágra er m.a. sá að forstjóri Þjóðskrár hafi ekki burði til þess að leiða málaflokkinn faglega. Nútímalegar forsendur svo sem markaðsvæðing verkefna miða að því að nýsköpun sé framkvæmd og skili samfélaginu arði, ríkið á ekki að þróa sín kerfi sjálft. Þær eru ekki virtar, t.d. í auðkennamálum. Bandaríkjastjórn hefur tekið í notk- un nýtt auðkennakerfi í samvinnu við markaðsaðila, það er í hraðri út- breiðslu og breska þingið hefur tekið það í notkun. Það væri farsæl lausn fyrir ríkið og tilvalið verkefni fyrir sprotafyrirtæki að setja slíkt kerfi upp fyrir Íslendinga í samvinnu við Þjóðskrá – og spreyta sig gagnvart öðrum þjóðum á netinu sem þjón- ustuaðili á heimsvísu með nýju auð- kennakerfi á leiðandi stöðlum. Klíkuskapur Stjórnarráðið er nokkuð lokað og nú hefur það ráðið einn af sínum án þess að ráðherrann kæmi vörnum við. Sérfræðiþekking á rafrænni stjórnsýslu er afar lítil innan raða þess og er sjaldan sótt út fyrir það, t.d. ekki til Háskóla Íslands. Þá er nýsköpunarhugmyndum oft illa tek- ið. Nú fer fram heildarendurskoðun á stefnu ríkisins í rafrænni stjórn- sýslu og hún virðist unnin í þröngum hópi. Gríðarlega mikilvægt er í okk- ar samtíma að ríkið bæði leiði fag- lega nýja stefnumörkun og hafi til þess burði og njóti virðingar við þau störf sín og geti vegið saman al- mannahagsmuni og hagsmuni at- vinnulífsins – og ekki síður hitt að það sé gert í opnu ferli þar sem áhugamenn og hagsmunaaðilar hafa eðlilega aðkomu, enda er um að ræða mikilvægasta málaflokkinn í framþróun samfélags okkar. Lokaorð Rafræn stjórnsýsla er ekki fram- tíðin, heldur nútíminn. Stjórnarráð Íslands þarf að virða forsendur hans og ráða leiðtoga í rafræna stjórn- sýslu í allar lykilstöður. Annars er tekin mikil áhætta, einkum í ljósi þess hvað ríkið gegnir miklu hlut- verki hér á landi. Við höfum dregist mikið aftur úr. Við mistökum í mannaráðningum er ekki nema eitt að gera, að end- urskipuleggja tölvumál ríkisins til þess að ná hæfum leiðtogum að málaflokknum. Tilraunin með að flytja hann í innanríkisráðuneytið hefur mistekist. Vel kæmi til mála að fjármálaráðuneytið tæki málið að sér og myndaði leiðandi stofnun í rafrænni stjórnsýslu eins og víðast er gert. Eftir Hauk Arnþórsson Haukur Arnþórsson Mistök innanríkisráðuneytisins Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Allt í einu birtist frétt í Sjónvarpinu um lok veðurathugana á Hólmsheiði og álit verkfræðistofunnar Mannvits á flugvallarframkvæmd þar, síðan degi síðar kom fréttin um kaup borg- arinnar á hluta Vatnsmýrarinnar af ríkinu, svo líklega mun umræðan um Reykjavíkurflugvöll dragast lengi enn á langinn. Og ég sem hélt að það væri löngu orðið ljóst, að fráleitt væri „að færa“ þetta grundvallarmann- virki „eitthvað annað“. Hvað svo sem átt er við þá; Keflavík, Hólmsheiði, Löngusker eða Álftanes (Garðabæ). Kostnaðurinn yrði einfaldlega of yf- irþyrmandi. Ábyrgðarkennd fyr- irfinnst varla í „flutningstillögunum“ sem haldið hefur verið á lofti og ekki er einu sinni reynt að reikna út hver heildarumsvifin reynast og fjár- útlátin. Eyðilegging heils flugvallar, tuga milljarða virði, auk þess sem hann er vinargjöf bresku þjóðarinnar til allra Íslendinga, ekki bara Reyk- víkinga – og slíka gjöf má aldrei forsmá. Hversu mikilvægur er Reykjavík- urflugvöllur? Hver veit það? Í eigin þágu, auðvitað, lagði breski herinn hann upphaflega til og telur hann ugglaust ómetanlegan og þar fyrir utan eina aðalundirstöðu vel- megunar Reykjavíkurborgar – þótt hún sem slík hafi allajafna staðið í vegi fyrir vexti hans. Þægileg nálægð vallarins við stjórnvöld hlýtur þó að hafa látið honum í té lofsyrði þeirra sem starfa sinna vegna verða að vera á reglubundnum fundum með stjórn- sýslunni í höfuðborginni. Svo ekki sé nú minnst á alla sjúklingana sem eiga flugvellinum líf sitt að launa og starfs- fólkinu kringum hann. Slæmt var það að skammsýnu hug- myndirnar hinna vinstrisinnuðu yrðu ofaná – einmitt þegar hilla tók undir að öll umferðarmálin kæmu saman í einni alvöru umferðarmiðstöð nærri Loftleiðum. Stórpólitísk framkvæmd af þeirri stærðargráðu er reyndar ekki á færi annarra en vanra við- skiptamanna og virkra í atvinnulífinu. Sem oftast eru innan vébanda Sjálf- stæðisflokksins, eða þá Framsókn- arflokksins, nema ef nú liggi straum- urinn yfir til Hægri grænna og þeirra bandarísku úrræða sem þar eru boð- uð – beint gegn Evrópusambands- umsókninni ótímabæru. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON, leigubílstjóri. Samgöngumál vega sennilega einna þyngst Frá Páli Pálmari Daníelssyni Bréf til blaðsins TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.