Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
Það er snemma
á hryssingslegu vori fyrir
nokkrum árum. Við, nemendur
Þorvaldar Þorsteinssonar í
námskeiðinu Skapandi skrifum,
erum að tínast út úr húsi síðla
kvölds. Við erum alls konar fólk
á öllum aldri sem höfum kannað
innviði okkar, notið okkar innri
heims og þess sem þar er að
finna og leyft því að birtast í
skrifum. Við erum öll búin að
skemmta okkur konunglega.
Sumir eru ennþá bergnumdir,
aðrir óðamála, einn í öðrum
heimi, annar ringlaður og svo
framvegis. Í alls kyns „misjöfnu
ástandi“ heldur hver og einn
heim á leið og hlakkar í ofvæni
til næsta tíma. Það er nefnilega
þannig að eftir svona kvöld með
Þorvaldi verður maður aldrei
aftur alveg samur, ekkert verð-
ur nokkurn tíma aftur alveg
eins, í allri skemmtilegustu
merkingu þess orðs.
Kæri Þorvaldur, þú hefur
opnað dyr að ríkidæmi sögunn-
ar og þeim óendanlegu mögu-
leikum, sem búa í brjósti hvers
manns, fyrir miklum fjölda
fólks. Þú hefur kennt okkur að
„treysta og njóta“ okkar innri
heims. Þú hefur kynnt fyrir
okkur galdurinn sem gerist við
hina skilmálalausu játningu
þess sem skrifar gagnvart því
sem kann að birtast alveg
óvænt. Þú hefur kynnt okkur
fyrir sköpuninni sjálfri í öllu
sínu veldi.
Þú hefur stefnt nemendum
þínum til spennandi funda við
sjálfa sig, en um leið, í allri
nálgun þinni á viðfangsefni, gef-
ið þeim það besta og fallegasta
af þér. Gefið okkur næmt og
frjótt hugvitið, húmorinn, ein-
lægnina, örlætið, rausnarskap-
inn og hjartahlýjuna, með þessu
öllu hefurðu óspart hvatt og
stutt okkur.
Barnið hefur alltaf verið þér
hugleikið. Að allir og einkum
börn eigi skilið það besta. Það
besta í sér! Þú hefur haldið
fram af einurð þörfinni fyrir
skapandi skólastarf og látið
okkur í té hollar ábendingar um
að núverandi skólakerfi valdi
viðskilnaði barna frá sjálfs-
prottnu sköpunareðli sínu og að
þau fari þannig á mis við ham-
ingjuna sem felst í sköpun og
uppgötvunina og undrunina sem
henni fylgir. Þú vilt að barnið
sjálft hafi forgang í því óvænta
og ófyrirsjáanlega ævintýri sem
sköpunin er.
Svo margvíslega, af ein-
stökum kærleika þínum og
trúnaði gagnvart sköpuninni,
hefur þú kennt og miðlað okkur
af óþreytandi áhuga og örlæti
Þorvaldur
Þorsteinsson
✝ Þorvaldur Þor-steinsson fædd-
ist á Akureyri 7.
nóvember 1960.
Hann lést á heimili
sínu í Antwerpen
23. febrúar 2013.
Þorvaldur var
jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju
15. mars 2013.
hvernig hún býr í
okkar innsta eðli,
að hún er í rauninni
„við“, á svo undur
réttan og eðlilegan
máta.
Ég er þess full-
viss að í heimkynn-
um almættisins
býrðu við alla þá
gnótt sem þú hefur
gefið öðrum. En
jafnframt dvelur
þú ávallt með okkur sem kynnt-
umst þér, hjartahlýr, fallegur
og skemmtilegur, þú ert stjarna
okkar, tungl og sól, þú ert æv-
intýrið, svo algerlega einstakur,
svo algerlega ómissandi.
Guð og englar umvefji þig og
ástvini þína.
Með innilegu þakklæti og
kveðju,
Kristín Guðmundsdóttir.
Þorvaldur Þorsteinsson verð-
ur öllum þeim minnisstæður,
sem kynntust honum í eigin
persónu. Hann var í senn al-
vörugefinn og kankvís, fræði-
maður og hvunndagslegur en
umfram allt ljúfur og hæglátur í
öllum samskiptum. Í öllu starfi
sínu sem rithöfundur, kvik-
myndagerðarmaður, kennari og
ekki síst sem myndlistarmaður
dró Þorvaldur upp þá sjálfs-
mynd að hann væri í raun ekki
mikill gerandi, heldur eins kon-
ar miðill fyrir umhverfi sitt,
strauma þess og stefnur, við-
horf og vandamál: hans hlut-
verk væri að koma með óvæntar
ábendingar og margræðar at-
hugasemdir fremur en að leggja
til lausnir eða leiðarstef.
Listsköpun Þorvaldar var
fjölskrúðug og endurspeglaði
öðru fremur þakklæti til alls al-
mennings, fólksins sem hann
taldi allt í senn: undirstöðu list-
arinnar, efnivið hennar, eigend-
ur og þá sem að endingu mundu
meta gildi hennar, jafnt rakara
sem ráðherra, börn sem bisk-
upa. Ég verð ævinlega þakklát-
ur fyrir að fá að kynnast þess-
um viðhorfum Þorvaldar af
eigin raun, m.a. í samtölum og
samstarfi við undirbúning og
uppsetningu stórrar sýningar á
verkum hans í Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsi, sem
fram fór sumarið 2004. Sýning-
unni gaf hann af alkunnri hóg-
værð sinni og glettni yfirskrift-
ina „Ég gerði þetta ekki“ og
hélt því þannig fram að hann
hefði sem listamaður gert
næsta lítið, en þó tekið eftir
ýmsu og sett fram í nýju sam-
hengi, sem hann vonaðist til að
gæti orðið að eftirminnilegri líf-
reynslu fyrir gesti sýningarinn-
ar. Sú varð líka reyndin.
Við fráfall Þorvaldar Þor-
steinssonar á besta aldri hafa
Íslendingar misst einn áhuga-
verðasta listamann sinnar kyn-
slóðar og sérstakan talsmann
gildis lista og menningar fyrir
þjóðina alla. Fjölmargir hafa
misst náinn vin og félaga, sem
verður sárt saknað. Þó er missir
fjölskyldunnar mestur, og því
er hugurinn hjá Helenu, börn-
um og barnabörnum.
Eiríkur Þorláksson.
Í moldinni eru ótal fræ falin,
sem reyna að brjótast fram í
dagsljósið. Sum ná að spíra, að
spretta upp gegnum þungan
möttulhjúp þröngsýninnar, önn-
ur bíða síns tíma. Það kemur að
því um síðir, að litli frjóanginn,
sem var kaffærður af stöðnuði
fargi, hans tími til að komast
gegnum skelina, að leita til him-
ins, sá tími mun koma. Augu
barnsins, opinn hugur, að þora
að sjá allt frá nýju sjónarhorni;
tengibrautir eru óræðar og
óteljandi, en hann gaf okkur
þær samt svo margar. Skapandi
hugsýn sem hann deildi með öll-
um sem voru svo lánsamir að
eiga samneyti við hann. Og
hann miðlaði þessu til okkar
sem fengum að taka þátt í æv-
intýri hans og verða snortin af
töfrasprota hans: Vertu
óhræddur, þorðu að vera þú
sjálfur, þá opnast þér víðerni
veraldarinnar og þú ert orðinn
þátttakandi í nýrri sýn orð-
mynda á tilveruna.
Að horfa gegnum holt og
hæðir, í undirdjúpin, að innstu
rótum grómagns náttúrunnar,
til himins inn í eilífðina og leyfa
okkur að eignast hlutdeild í
mynd hans af alheiminum. Að
fara á flug um þessar grundir
mennskunnar og vera óhrædd-
ur að sýna okkur, að mennskan
á heima þar. Bregða upp fyrir
okkur sjónarhorni barnsins,
sem kallar á að fá að vera með í
þessum undraheimi.
Þakka þér allt.
Sigurður St. Helgason.
Kveðja frá
Borgarleikhúsinu
Fallinn er frá einn fremsti
listamaður þjóðarinnar, Þor-
valdur Þorsteinsson. Við ótíma-
bært fráfall hans er skilið eftir
djúpt skarð í hópi íslenskra
listamanna.
Þorvaldur starfaði jöfnum
höndum sem skáld og myndlist-
armaður. Í leikhúsverkum
skáldsins sameinaðist þetta
tvennt. Hann var djúpvitur
samfélagsrýnir og brá gjarnan
upp spegli þar sem áhorfendur
mættu sjálfum sér og þurftu að
líta í eigin barm. Þorvaldur var
listamaður orðsins, hann lék sér
oft með innihaldslaus samtöl
þar sem persónur höfðu ekkert
merkilegt að segja, en í öllu
merkingarleysinu hlutu orðin
og hið ósagða djúpa þýðingu.
Undir yfirborðinu, á milli lín-
anna og í þögninni var allt ann-
að yfirborð, dýpri merking og
ný saga – nýr sannleikur.
Borgarleikhúsið á Þorvaldi
mikið að þakka. Þrjú leikrita
hans voru skrifuð fyrir leikhúsið
og naut starfsfólk þess að tak-
ast á við þessi krefjandi verk-
efni og minnist ánægjulegs
samstarfs við leikskáldið. Blíð-
finnur í leikgerð og leikstjórn
Hörpu Arnardóttur árið 2001,
And Björk of course í leikstjórn
Benedikts Erlingssonar árið
2002 og hlaut Grímuverðlaunin
það árið og loks var Sekt er
kennd frumsýnd 2004 í leik-
stjórn Stefáns Jónssonar. Allt
voru þetta heillandi leikverk,
hvert á sinn hátt. Þau snertu
strengi í hjörtum áhorfenda og
lifa enn í fersku minni margra.
Sjálfur minnist ég Þorvaldar
með mikilli hlýju. Ég heillaðist
fyrst af örleikritum hans og
Vasaleikhúsinu sem var í út-
varpinu fyrir allt of mörgum ár-
um. Við Þorvaldur áttum mörg
gefandi samtöl um leikhúsið áð-
ur en við unnum fyrst saman ár-
ið 2006. Þá skrifaði hann leik-
ritið Lífið – notkunarreglur
fyrir Leikfélag Akureyrar, þar
sem ég gegndi starfi leikhús-
stjóra á þeim tíma. Strax í upp-
hafi var ljóst að Þorvaldi lá mik-
ið á hjarta og hann hafði
ákveðnar skoðanir á lífinu og
listinni. Fyrir honum var leik-
húsið aldrei léttvægt, þótt það
væri oft vettvangur fyrir bull-
andi húmor. Hann vildi taka á
málefnum líðandi stundar, vekja
áhorfendur og hrista þá til. Þótt
við værum ekki alltaf sammála
og tækjumst stundum á um
leiðir bar aldrei skugga á vin-
áttu okkar og virðingu fyrir við-
horfum hvor annars. Þorvaldur
elskaði leikhúsið og listina en
það, ásamt sannfæringu hans og
óbilandi metnaði, heillaði mig.
Þorvaldur skrifaði nokkra
óborganlega söngtexta fyrir
sýninguna sem Megas samdi
lög við. Sum þeirra lifa enn
góðu lífi, til dæmis hið undur-
fagra Lengi skal manninn
reyna.
Án vafa minnast margir Þor-
valdar fyrir hugvekjur sem
hann flutti við ýmis tækifæri.
Hann var magnaður hugsuður
og kennari. Í honum brann eld-
ur og hann átti auðvelt með að
kveikja í þeim sem á hann
hlýddu. Ég mun aldrei gleyma
nokkrum slíkum hugvekjum þar
sem Þorvaldur fjallaði um
listina, sköpunina og lífið. Hann
hafði einstakt lag á að fá okkur
til að sjá hlutina í nýju ljósi.
Fyrir mína hönd og starfs-
fólks Borgarleikhússins votta
ég Helenu og öðrum aðstand-
endum innilega samúð. Lista-
verkin munu lifa um ókomna
tíð. Blessuð sé minning Þor-
valdar Þorsteinssonar.
Magnús Geir
Þórðarson,
leikhússtjóri.
Elsku strákurinn. Uppáhald
engla og manna.
Það er erfitt að trúa því að þú
hafir kvatt þetta jarðneska líf
svo skyndilega, en þó ekki, auð-
vitað var þín þörf annars staðar.
Þú skilaðir þínu hér og gott
betur. Mikið eru þau heppin
þarna í Ljósheimum að fá þig til
liðs við sig. Ég veit það hefur
birt við komu þína þangað. Ann-
an eins mann, gæddan jafnmikl-
um hæfileikum og þú varst
gæddur, er fágætt að finna. Þar
af leiðandi verða öll orð er ég
set á blað um þig svo ógurlega
fátækleg í samanburði við
manninn, þig. Í mínum huga
varst þú einn fullkomnasti mað-
ur sem ég þekkti, blíður, góður,
skemmtilegur og greindur, auk
þess ofurfallegur jafnt að innan
sem utan. Þú varst engum líkur.
Í hvert skipti sem ég hitti þig
eða heyrði í hlýnaði mér alltaf á
alveg nýjum stöðum í hjartanu.
Það segir svo mikið um þig.
Tíminn þegar ofurlitli Blíð-
finnur, hann Bóbó okkar, var að
fæðast er saga sem ég mun
geyma í hjarta mínu um ókomin
ár. Þegar hann varð til í skrifum
okkar á milli, ég sendi þér
spurningu áður en ég fór að
sofa og spratt svo á fætur næsta
dag, full af eftirvæntingu eftir
að lesa hvað Blíðfinnur hafði að-
hafst meðan ég svaf. Stundum
var það ekki neitt, því hann var
víst svo þreyttur. Þú sagðir mér
að opna náttborðsskúffuna mína
varlega, því þar svæfi hann og
ég gæti heyrt litlar hrotur ef ég
hlustaði vel. Og alveg rétt,
þarna svaf hann angurvært, í
bómull, og hraut.
Þetta var dásamlegur tími
sem mun aldrei gleymast. Frek-
ar en minning mín um þig.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku Helena, Jóna Lísa og
aðrir ástvinir, ég sendi ykkur
styrk og votta mína dýpstu
samúð á þessum erfiða tíma.
Farðu í friði vinur minn kær.
Þakka þér fyrir Bóbó, barnið og
kærleikann.
Þín vinkona,
Linda Pétursdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við
andlát föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
ÞORSTEINS ELÍSSONAR,
Laxárdal,
síðast til heimilis að Glósölum 7,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deildum K-2 og L-2 á
Landakoti fyrir góða umönnun.
Guðný S. Þorsteinsdóttir, Sveinn Karlsson,
Guðrún Þorsteinsdóttir, Jón Einarsson,
Karólína D. Þorsteinsdóttir, Böðvar Stefánsson,
Elínborg Þorsteinsdóttir, Bergvin Sævar Guðmundsson,
Ólöf Þorsteinsdóttir, Böðvar Sigvaldi Böðvarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
dóttir, systir, mágkona og frænka,
BERGLIND VALDIMARSDÓTTIR,
Rósarima 5,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 20. mars kl. 13.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á styrktarreikning fyrir börn
hennar: Kt. 270887-2609, 0114-05-065183.
Sara Sigurjónsdóttir, Helgi Már Veigarsson,
Sindri Sigurjónsson,
Sölvi Sigurjónsson, Arnhildur Karlsdóttir,
Hilmar Breki Helgason,
Kolbrún J. Kristjánsdóttir,
Valdimar Ásgeirsson,
Kristján Gunnar Valdimarsson,
Valdimar Agnar Valdimarsson, Helga Rúna Péturs,
Sigurborg Valdimarsdóttir, Jón Ólafsson,
Ásgeir Valdimarsson, Hulda Jeremíasdóttir,
systkinabörn.
✝
Kæru ættingjar og vinir,
innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda
samúð við andlát og útför
STEINÞÓRS INGEBRIGT NYGAARD.
Sérstakar þakkir til lögreglukórsins, starfs-
félaga og fyrir frábæra þjónustu
Kópavogskirkju.
Ásta H. Haraldsdóttir,
Erlendur Steinþórsson, Shou-Ping Wendy Chen,
Andrés R. Ingólfsson, Guðlaug Helga Konráðsdóttir,
Ása Andrésdóttir,
Auður Ásta Andrésdóttir, Benjamin Beier,
Margrét Erlendsdóttir,
Arthur Erlendsson.
✝
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda-
móðir, amma og systir,
MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR
sérkennari,
Logafold 65,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 8. mars.
Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 18. mars kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á LÍF styrktar-
félag og Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík.
Brynjúlfur Erlingsson,
Ársól Margrét Árnadóttir,
Björn Brynjúlfsson, Hildur Björk Kristjánsdóttir,
Erlingur Brynjúlfsson, Anna Lilja Oddsdóttir,
Árni Brynjúlfsson,
barnabörn og aðrir ættingjar.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
SIGURÐUR ARTHÚR GESTSSON,
sem lést í faðmi fjölskyldunnar á deild 3 B
Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 10. mars,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 18. mars kl. 13.00.
Björgvin Kristjánsson, Sigríður Ingólfsdóttir,
Guðný Elíasdóttir,
Grétar Páll Stefánsson, Erla Sveinbjörnsdóttir,
Kristín Þóra Sigurðardóttir, Haraldur Ragnarsson,
Salbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Halldórsson,
Gestur Sigurðsson, Íris Huld Guðmundsdóttir,
Linda Sigurðardóttir, Páll J. Aðalsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
föður míns, tengdaföður, afa og bróður,
BRAGA FREYMÓÐSSONAR.
Steinunn Freyja Freymóðsson, Howard E. Green,
Stephen Bragi Danley,
James Mixen Danley,
Sarah Sigrid Danley,
Árdís J. Freymóðsdóttir.