Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 28

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Farþegar þotu af gerðinni Airbus A330 njóta þess að vera þyngdarlausir í fyrstu flugferðinni í þyngdarleysi fyrir almenning á vegum geimrann- sóknastofnunar Evrópu. Hver farmiði í slíka ferð með sérútbúinni Airbus- þotu kostar 6.000 evrur, jafnvirði 980.000 króna. Uppselt er í allar ferð- irnar í ár og næsta ár. Boðið hefur verið upp á slíkar ferðir í Bandaríkj- unum og Rússlandi. AFP Flogið í þyngdarleysi Talsmaður Páfagarðs neitaði í gær ásökunum um að Frans páfi hefði ekki gert nóg til að vernda tvo júsúítapresta, sem herforingja- stjórnin í Argentínu lét handtaka og pynta árið 1976. Jorge Mario Ber- goglio, fyrsti páfinn frá Suður- Ameríku, var þá yfirmaður jesúíta- reglunnar í Argentínu. Um 30.000 stjórnarandstæðingar voru drepnir eða hurfu sporlaust á valdatíma herforingjastjórnarinnar á árunum 1976 til 1983. Bergoglio hafði vísað prestunum tveimur úr jesúítareglunni um viku áður en þeir hurfu, eftir að þeir höfðu gagnrýnt herforingjastjórnina. Fimm mán- uðum síðar fundust þeir fáklæddir í útjaðri Buenos Aires og þeim höfðu verið byrluð lyf. Talsmaður Páfagarðs, Federico Lombardi, sagði í gær að ásak- anirnar um að Frans páfi hefði brugðist prestunum væru ærumeið- andi og kæmu frá vinstrisinnuðum andstæðingum kaþólsku kirkjunnar sem vildu koma óorði á hana. „Það hafa ekki komið fram neinar trú- verðugar og raunsannar ásakanir á hendur honum. Argentínska dóms- kerfið hefur aldrei ákært hann,“ sagði Lombardi. Hann bætti við að Bergoglio hefði lagt „mikið af mörk- um til að vernda fólk á valdatíma einræðisstjórnarinnar“. Frans páfi hefur alltaf neitað því að hann hafi tengst handtöku prestanna og kveðst hafa farið á fund leiðtoga her- foringjastjórnarinnar til að biðja hann um að láta þá lausa. Hann hafi einnig hjálpað öðru fólki sem herinn ætlaði að handtaka. bogi@mbl.is  Bað herforingjastjórnina um að láta prestana lausa Neitar því að Frans páfi hafi brugðist prestum í Argentínu AFP Frans Páfi í Sixtusarkapellunni. Stjarnfræðingar í Bandaríkjunum hafa fundið merki um vatnsgufu og kolmónoxíð í lofthjúpi plánetunnar HR8799c sem er í 130 ljósára fjar- lægð frá jörðu. Stjarnfræðingarnir telja þó ekki líklegt að líf geti þrif- ist á plánetunni, m.a. vegna þess að hitinn á yfirborði hennar er meira en 1.000°C. Vísindamenn fundu ekki nein merki um metan, sem get- ur verið vísbending um líf, að því er fram kemur í frétt The Guardian. Rannsóknin fór fram í stjörnu- skoðunarstöð á Hawaii og niður- stöðurnar byggjast á nákvæmustu mælingum sem gerðar hafa verið á lofthjúpi plánetu utan sólkerfis okkar. Hún er tiltölulega ung, eða 30 milljóna ára, og sjö sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. GEIMVÍSINDI AFP Ofurheit Tölvumynd af plánetunni HR8799c (til hægri). Fundu vatnsgufu á fjarlægri plánetu Dómskerfið í Hollandi kann að eiga yfir höfði sér saksókn vegna þess að í ljós hefur komið að það hefur dreift barnaklámi á netinu af misgáningi. Málið komst í hámæli í fyrrakvöld þegar hollenska ríkissjónvarpið skýrði frá því að láðst hefði að fjar- lægja nöfn skjala með myndum og myndskeiðum þegar dómar í barna- klámsmálum voru birtir á netinu. Hægt var að nota nöfn skjalanna til að finna myndirnar á netinu með hjálp leitarvéla. „Þetta er refsivert athæfi, þannig að ætla mætti að lögreglan eða sak- sóknarar gætu sótt dómskerfið til saka fyrir að dreifa barnaklámi,“ sagði talsmaður hollenskra samtaka sem berjast gegn dreifingu barna- kláms. „Ef einstaklingur hefði gert þetta myndu saksóknarar hefja rannsókn á málinu.“ HOLLAND Dómskerfið ákært fyrir barnaklám? Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, náði í gær sam- komulagi við leiðtoga annarra flokka um myndun nýrrar sam- steypustjórnar eftir 40 daga við- ræður. Frestur Netanyahus til að mynda nýja ríkisstjórn rennur út í kvöld. Flokkarnir sem samþykktu stjórnarmyndunina eru með alls 68 þingsæti af 120. Á meðal þeirra er miðflokkur og flokkur yst til hægri sem vill innlima stór svæði á Vesturbakkanum í Ísrael. ÍSRAEL Netanyahu myndar nýja ríkisstjórn • Góðir tekjumöguleikar • Þekkt vörumerki • Sveigjanlegur vinnutími Allar nánari upplýsingar á www.avon.is og í síma 577 2150 Við leitum að sölufulltrúum um land allt ÞAR SEM BARN ER Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is | opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga Mikið úrval af kerrum og barnabílstólum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.