Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 11
Smástundarsafnið, The Pop Up Mus-
eum, fer á flakk og kemur við á Ísa-
firði í dag. Safnið byggist alfarið á
þátttöku þeirra sem mæta og felst
starfsemin í því að safngestir komi
með hlut, stóran eða smáan, sem
þeim er hjartfólginn og tengist þem-
anu Skemmtun. Smástundarsafnið
myndar samræðuvettvang þar sem
gestir segja frá hlutnum sem komið
er með og saga hans verður skráð.
Tekin verður mynd af honum og hún
birt ásamt frásögninni á heimasíðu
safnsins: smastundarsafnid.word-
press.com.
Markmið safnsins er fyrst og
fremst að skapa ánægjulega stund
þar sem fólk getur komið og deilt
minningum sínum með okkur og hvað
með öðru. Við sjáum svo um að koma
þessum frásögnum út í umheiminn
og auka vægi sögu fólksins í landinu.
Endilega komið með hluti eða njótið
hluta og sagna annarra, í Edinborgar-
húsinu, Aðalstræti 7 á Ísafirði, í dag
kl. 14-16. Heitt á könnu og með því.
Smástundarsafnið á flakki
Komið með
hjartfólgnu
hlutina ykkar
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
Ljósmynd/Björn Árnason
Star Wars Þau þrjú gefa tóninn fyrir forritunarkeppnina, Hjalti Magnússon og Bjarki sjá um að semja þrautirnar
en á milli þeirra stendur Elísabet Jónsdóttir sem er dómari í keppninni. Verðlaun verða líka veitt fyrir búninga.
verðlaunin í forritunarkeppninni
sem ég vann í fyrra. Ég var bara
einn í liði, þannig að ég sat einn að
vinningnum,“ segir Bjarki sem hef-
ur áhuga á að koma sinni eigin
þekkingu áfram. „Ég væri til í að
vera áfram í akademísku námi og
starfa innan hennar, jafnvel verða
kennari. Allt er tengt forritun í dag,
nánast hvað sem fólk vinnur við.“
Hann fór í vetur út fyrir land-
steinana til að keppa í forritun.
„Eftir að ég kom í HR fékk ég að
fara á vegum skólans út til Hollands
til að keppa í alþjóðlegri forritunar-
keppni þar sem þátttakendur voru
lið úr háskólum í Norðvestur-
Evrópu. Við vorum þrír sem fórum
héðan úr HR og lentum í tuttugasta
og öðru sæti af áttatíu og þremur
liðum. Síðan tók ég þátt í forritunar-
keppni á vegum Google, sem rúm-
lega þrjátíu og þrjú þúsund manns
tóku þátt í, og ég lenti í topp tvö
þúsund. Nokkrum vikum síðar fékk
ég póst frá Google þar sem mér var
boðið í atvinnuviðtal. Ég ákvað að
fara ekki í það, af því ég vil klára
skólann fyrst. En vinur minn sem
lenti líka í topp tvö þúsund í þessari
keppni, hann skellti sér í atvinnu-
viðtal á skæpinu og hugsanlega fær
hann vinnu þar í sumar.“
Bjarki segir að þeir sem hafi
áhuga á forritun séu ekki endilega
það sem sumir kalli tölvunörða.
„Vissulega eru sumir alveg á kafi í
þessu, en það eru líka margir í
þessu sem eru að gera margt annað.
Ætli ég sé ekki sjálfur svona
miðlungstölvunörður, ég hef líka
áhuga á mörgu öðru, til dæmis
hjólreiðum. Ég hef verið að
keppa í fjallabruni og líka því
að stökkva á BMX-hjólum. Ég
hjóla daglega í skólann, fram og til
baka úr Garðabænum, sem er góð-
ur fimmtíu mínútna spölur hvora
leið,“ segir Bjarki, sem er titlaður
Jedi meistari í símaskránni og vísar
það í áhuga hans á Star Wars.
Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem haldin er í Háskólanum í Reykjavík í dag
er opin öllum framhaldsskólanemum, einnig þeim sem hafa áhuga á forritun án
þess þó að hafa lært hana.
Keppnin var fyrst haldin árið 2001 og hefur ásóknin aukist ár frá ári. Nú hafa
45 lið skráð sig til keppni og er það metþátttaka. Keppendur komu í gær til að
fá leiðbeiningar og boli en mættu svo aftur í morgun, fengu morgunmat og hófu
keppni. Keppt er í þremur deildum; Kirk-deildinni, Spock-deildinni og Scotty-
deildinni. Nemendur HR ætla að vera með kynningar sem eru opnar öllum sem
áhuga hafa á forritun.
FORRITUNARKEPPNI HR 2013
Metþátttaka í keppninni þetta árið
ÁRSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2013
Silfurbergi, Hörpu
Fimmtudagur 21. mars kl. 14-16
• Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra
Ávarp
• Bryndís Hlöðversdóttir stjórnarformaður
Ávarp
• Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Tækifærin í orku framtíðar
• Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Áhersla á lækkun skulda - rekstrarniðurstöður 2012
Fundarstjóri: Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
Orka til
framtíðar
Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn í Hörpu þann
21. mars kl. 14. Þar kynnum við fjárhag og framtíðaráætlanir
fyrirtækisins og leggjum mat á hvernig til hefur tekist.
Allir velkomnir
Skráning á www.landsvirkjun.is