Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 42

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 ✝ RagnheiðurÞorvarð- ardóttir, eða Stella eins og hún var oft- ast kölluð, fæddist þann 14. apríl 1930 í Reykjavík. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 9. mars 2013. For- eldrar hennar voru Ragnheiður Þor- varðardóttir, f. 6. júní 1909, d. í desember 1931, og Árni Björn Diðriksson Knudsen, f. 22. október 1895, d. 8. apríl 1975. Stella missti móður sína þegar hún var á öðru ári. Hún ólst upp við gott atlæti hjá móðurömmu sinni, Jónínu Guðbrandsdóttur, f. 1873, d. 1941, og síðar hjá móð- ursystur sinni, Sigríði, f. 1901, d. 1984. Stella var tvígift. Fyrri eigin- maður hennar var Elíeser Jóns- son, f. 1926. Þau eiga einn son, Reyni. Seinni eiginmaður Stellu er Einar Jóhann Jónsson, f. 1931. Þau eiga þrjú börn, Gunnar Rafn, Jón Garðar og Önnu. Reynir Elíe- sersson, f. 1950, er kvæntur El- ísabetu Halldóru Einarsdóttur, f. 1951. Þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. Brynjar Reynisson, f. 1971, unnusta hans er Jónína Margrét Sveinsdóttir, f. 1979. Sonur Brynjars er Tryggvi Rún- ar, f. 1992, barnsmóðir Kristín Anna Tryggvadóttir, f. 1975. Ívar Örn Reynisson, f. 1973, kvæntur Sigrúnu Elíasdóttur, f. 1978. Þeirra synir eru Ernir, f. 2006, og Orri, f. 2011. Ragn- heiður Reynisdóttir, f. 1975, gift Hiroki Igarashi, f. 1976. Þeirra synir eru Einar, f. 2010, og Hugo, f. 2012. Gunn- ar Rafn Einarsson, f. 1955, kvæntur Lauf- eyju Sigurðardóttur, f. 1955. Þau eiga þrjú börn, Sigurð Björn Oddgeirsson, f. 1981, sonur Laufeyjar, Hjörvar Gunnarsson, f. 1992, og Ástu Lilju Gunnarsdóttur, f. 1994, unnusti hennar er Anton Örn Björnsson f. 1992. Jón Garðar Einarsson, f. 1959, kvæntur Hrefnu Valdísi Guð- mundsdóttur, f. 1968. Þau eiga þrjú börn, Einar Jóhann Jónsson, f. 1981, unnusta hans er Heba Rún Þórðardóttir, f. 1986, móðir Ein- ars Jóhanns er Særún Sveins- dóttir, f. 1960. Magnús Þór Jóns- son, f. 1991, unnusta hans er Sólveig Huld Jónsdóttir, f. 1991, og Anna Margrét Jónsdóttir, f. 2002. Anna Einarsdóttir, f. 1962, var gift Jóni Berg Sigurðarsyni, f. 1967. Þau eiga fjögur börn, Einar Örn Þórsson, f. 1980, barnsfaðir Þór Kristjánsson, f. 1961, Andri Már Jónsson, f. 1990, Arnar Freyr Jónsson, f. 1994, og Rakel Ýr Jónsdóttir, f. 1996. Útför Stellu fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 16. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 11. Elsku amma mín. Þú kenndir mér svo margt. Þú kenndir mér að taka fólki eins og það er. Það var alltaf svo gott að koma til þín því að það var svo þægilegt að geta verið maður sjálfur hjá þér. Þú kenndir mér að kynslóðabil þarf ekki að vera. Þú talaðir við barna- börnin sem jafningja og gerðir engan mannamun þótt sumir ættu stundum erfitt. Alltaf voru allir velkomnir til þín til huggunar eða hughreystingar þegar eitthvað bjátaði á. Takk fyrir að taka alltaf svona vel á móti mér. Takk fyrir að leyfa mér að vera ég sjálfur. Takk fyrir að vera alltaf svona góð við mig. Takk fyrir að vera svona opin og skemmtileg. Takk fyrir að vera svona jákvæð. Takk fyrir að vera þú. Takk fyrir að vera til. Ívar Örn. Ragnheiður Þorvarðardóttir ✝ ValgerðurFreyja Friðriks- dóttir var fædd á Hánefsstöðum í Svarfaðardal 20. febrúar 1946. Hún andaðist á sjúkra- húsi Akureyrar 10. mars sl. Foreldrar hennar voru Krist- björg Eiðsdóttir, f. 27. júlí 1913, d. 12. júlí 1991, og Friðrik Sigurðsson, f. 9. desember 1906, d. 4. nóvember 1985. Systkini Valgerðar eru: Eyvör, f. 26.12. 1936, Sigrún, f. 7.3. 1938, Sigursveinn, f. 18.6. 1940, Eiður, f. 12.12. 1941, Lilja, f. 19.11. 1947, Hafliði H., f. 15.10. 1952. Valgerður giftist Antoni Þór Baldvinssyni, f. 22.2.1936, þann 30. desember 1967. Börn þeirra eru 1. Elvar f. 11.5. 1967, m. Vala Lárusdóttir, dætur hans eru Elísa og Henný. 2. Vignir Þór f. 30.5.1969, dóttir hans er Jenný. 3. Freydís Baldrún f. 28.7. 1973, m. Sig- urður Viðar Heim- isson, dóttir þeirra er Alexía Ósk. 4. Friðrikka Björg f. 21.8. 1977, m. Karl Hersteinsson, börn þeirra eru Anton Valur og María Val- gerður, dóttir Friðrikku og Gests Hermannssonar er Klara Rut. 5. Eyþór f. 28.1.1980, m. Kristín María Stefánsdóttir, sonur Ey- þórs og Sigríðar Þrastardóttur er Aron Elí, sonur Eyþórs og Krist- ínar er Fannar Ingi. Valgerður og Anton Þór bjuggu mestan sinn bú- skap á Dalvík. Útför Valgerðar fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 16. mars 2013, kl. 13.30. Hún Valgerður, eða Valla eins og hún var oftast kölluð, féll frá langt um aldur fram eftir stutt en erfið veikindi. Margs er að minn- ast frá þeim tíma er Tóti kynnti Völlu sína fyrir Sælandsfjölskyld- unni fyrir hartnær 50 árum og viljum við, mágar og mágkonur, svilar og svilkonur, þakka þér Valla fyrir allar þær ánægju- stundir sem við áttum saman gegn um tíðina. Fyrr á árum þegar börnin okk- ar voru lítil voru jólaboðin í Engi- hlíð eða Sælandi, sunnudagskaffið í Sælandi, veiðiferðirnar í Mýr- arkvíslina. Og svo allar afmælis- og fermingarveislurnar, að ógleymdum ættarmótunum. Og það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þú stóðst þig með sóma, fékkst t.d. titilinn „dún- stjóri“ þegar þið hjónin heimsótt- uð Heiðu og Óla út í Flatey á Breiðafirði. Þú varst góð og skemmtileg heim að sækja, bak- aðir gott brauð og kættir okkur með þinni glaðlegu nærveru. Hug- ur þinn stóð fyrst og síðast að um- hyggju við hann Tóta þinn og vel- ferð barna ykkar og barnabarna. Nú að leiðarlokum viljum við þakka þér samfylgdina, sem var styttri en við vildum. Kæri bróðir og mágur, börn þín, tengdabörn, barnabörn og aðrir ástvinir, við vottum ykkur innilega samúð. Dal einn vænan ég veit verndar Drottinn þann reit Allt hið besta þar blómgast hann lætur þar er loftið svo tært þar er ljósblikið skært þar af lynginu er ilmurinn sætur. Þetta er dalurinn minn hann er dalurinn þinn þar í draumunum eigum við sporin þar er veröld svo góð þar sem vagga mín stóð þar er frjálslegt og fagurt á vorin Hann er töfrandi höll, hann á tignarleg fjöll þar í laufbrekkum lækirnir hjala mér er kliður svo kær, ég vil koma hon- um nær hann er öndvegi íslenskra dala. (Hugrún Filipía Kristjánsdóttir.) Jóhannes og Hulda, Brynjar, Þorvaldur og Ingigerður, Gylfi og Hildur, Zophonías og Margrét, Ragnheiður og Ólafur, Pálína og Njáll, og fjölskyldur. Valgerður Freyja Friðriksdóttir Við kynntumst Ásgerði við ólíkar aðstæður og á ólíkum tím- um. Höskuldur kynntist henni fyrst þegar hún hljóp í skarðið í forföllum kennarans og skóla- stjórans í barnaskólanum á Skútustöðum fyrir bráðum 60 ár- um. Þá hafði hún litla eða enga kennarareynslu og þurfti skyndi- lega að taka að sér að kenna allar greinar. Ekki varð vart við að henni yxi það í augum. Hún var greinilega það sem nú er stundum kallað orkubolti, en það orð var líklega ekki til þá og ekki heldur víst að það hefði fallið í strangan málsmekk Ásgerðar. Hún kenndi t.d. stærðfræði, íslensku (líklega fyrsti málfræðikennari Höskuld- ar) og dans. Það voru engin hljómflutningstæki til í skólanum svo Ásgerður varð bara að syngja danslögin sjálf meðan hún kenndi sporin. Ekkert mál, þótt hún hafi kannski verið orðin svolítið and- Ásgerður Jónsdóttir ✝ Ásgerður Jóns-dóttir fæddist á Gautlöndum í Mý- vatnssveit 29. maí 1919. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 18. febrúar 2013. Minningarathöfn um Ásgerði var í Neskirkju 28. febr- úar 2013 en útför hennar var gerð frá Skútustaða- kirkju í Mývatnssveit 1. mars 2013. stutt í fjörugustu lögunum. Þegar kennslu var lokið fór hún svo oft með krakkana í göngu- ferðir, stundum langar, eða tók þátt í útileikjum með þeim. Orkubolti. Um 20 árum síðar urðu hún og Sigga samkennarar í Var- márskóla í Mosfells- sveit, en í millitíðinni hafði Ás- gerður lokið kennaraprófi frá Kennaraskólanum. Þetta voru tímar breytinga og nýjunga, ný kennslutæki voru að ryðja sér til rúms og kennurum buðust ýmiss konar námskeið. Eins og nærri má geta voru þeir misduglegir við að sækja þessi námskeið og til- einka sér nýjungar. En Ásgerður sótti öll námskeið sem buðust og hikaði ekki við að nýta sér þá nýju tækni sem var í boði eða taka að sér kennslu í nýjum námsgrein- um, svo sem eðlisfræði eða nýju stærðfræðinni svokölluðu. Samt verður varla sagt að hún hafi ver- ið nýjungagjörn í eðli sínu. En það sópaði að henni sem kennara, bæði í kennslustofunni og á kenn- arastofunni. Hún vakti líka at- hygli þegar hún kom brunandi á bílnum sínum neðan úr bæ með gulu sólgleraugun. Orkubolti. Við minnumst hennar með þakklæti. Það var gaman að kynnast henni. Höskuldur Þráinsson og Sigríður Magnúsdóttir. Elsku amma Inga. Nú er komið að kveðjustund, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért sofnuð svefninum langa. Það verður ekki eins að koma til Húsavíkur þegar þú ert ekki þar. Eftir lifa yndisleg- ar minningar um hlýju og ástúð sem þú sýndir okkur ævinlega. Amma var alltaf svo glöð og kát, stutt í brosið og góða skapið. Þegar við horfum til baka rifjast upp margar góðar minningar. Minningarnar þegar amma gerði vívúvellabúdda með puttunum, kinnunum, alltaf þótti manni þetta jafnfyndið og núna finnst langömmubörnunum þínum þetta jafnfyndið. Dugnaðarforkur sem var alltaf að. Ef það var ekki í eld- húsinu þá var það handavinnan sem við nutum góðs af. Saumuð náttföt, að ógleymdum hekluðu teppunum sem þú virtist óþreyt- andi að hekla. Það var yndislegt að koma til þín Ingunn Jónasdóttir ✝ Ingunn Jón-asdóttir fædd- ist í Vest- mannaeyjum 12. maí 1928. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga á Húsavík 24. febrúar síðast- liðinn. Útför Ingu fór fram frá Húsavík- urkirkju laug- ardaginn 2. mars 2013. amma, alltaf tókstu vel á móti okkur með knúsum og kossum. Við fórum svo í gegn- um daginn með rautt kossafar, eftir vara- litinn þinn, á kinnun- um. Alltaf varstu tilbúin með kræsing- ar á borðunum. Við þurftum ekki að hafa áhyggjur af því að svelta þegar við kom- um til þín, þú varst alltaf búin að úthugsa hvað þú ætlaðir að gefa okkur að borða. Tilbúin með grjónagrautinn í grænu skálunum, búin að búa til „ömmukæfu“, „ömmulagköku“, „ömmusultu“, „ömmurúgbrauð“. Maður skyldi klára af diskinum þennan dýrind- ismat sem okkur var gefinn. Ekki væru allir svo lánsamir, sagðir þú og sagðir okkur frá börnunum í Afríku sem mörg hver fengju ekk- ert að borða. Við eigum eftir að sakna þín amma og þess að koma í Höfða- brekkuna til þín. Það er ómetanlegt að eiga þess- ar minningar og það að okkar börn hafa fengið að öðlast sínar eigin minningar um ömmu á húsó, um rabarbarann, rauða kæfustólinn og tvinnakeflin í dótakassanum. Elsku amma, við þökkum allar þær stundir sem við áttum með þér. Tinna Ösp, Inga Mirra og Bóas. SIGVALDI ÁSGEIRSSON skógfræðingur og skógarbóndi varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn 9. mars. Bálför fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 26. mars kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á reikning nr. 0372-22-000256, kt. 1509544449, í vörslu Margrétar Ásgeirsdóttur. Söfnunarfé verður varið til áframhaldandi skógræktar á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal. Halldór Ásgeirsson, Margrét Ásgeirsdóttir, Sigurður Gunnar Ásgeirsson, Anibal Ravelo. ✝ Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR BENEDIKTSDÓTTIR, Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. mars. Erla Magnúsdóttir, Örn Þórhallsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Jón Sveinsson, Þuríður Magnúsdóttir, Björn Árni Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri SVERRIR SIGURÐSSON, fv. bóndi, Ásmundarstöðum á Sléttu, Hlíf 2, Ísafirði, verður jarðsunginn frá Raufarhafnarkirkju í dag, laugardaginn 16. mars, kl. 14.00. Sigurður Mar Óskarsson, Guðný Hólmgeirsdóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir, Jakobína Sigurðardóttir, Eiríkur Eiríksson, Vilborg G. Sigurðardóttir, Óskar Árni Mar. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Garðatorgi 7, lést laugardaginn 9. mars á heimili sínu. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 20. mars kl. 13.00. Björgvin Ottó Kjartansson og fjölskylda. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA LILLÝ BJARNADÓTTIR, lést á heimili sínu fimmtudaginn 7. mars. Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 25. mars kl. 15.00. Jón Bjarni Þorsteinsson, Guðrún Björt Yngvadóttir, Sigurður Þorsteinsson, Ingibjörg Eiríksdóttir, Anton Pétur Þorsteinsson, Sigríður Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, ANDRÉS HAFLIÐI GUÐMUNDSSON lyfjafræðingur, Miðleiti 7, lést á hjartadeild Landspítalans við Hring- braut sunnudaginn 10. mars. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. mars kl. 15.00. Kristín Magnúsdóttir, Örn Andrésson, Guðbjörg Erla Andrésdóttir, Ingibjörg Ólöf Andrésdóttir, Magnús Andrésson, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.