Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 36

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Hilmar var einn besti vinur minn frá fyrstu tíð. Upphaflega kom ég inn í kennslu- stofu til landsprófs við Vonarstræti og gekk að borði þar sem Hilmar var og spurði hvort sætið væri laust við hlið hans. Þar sátum við og þreyttum glímu við bókina. Síðan lá leiðin í MR og eftir 3. bekk rataði Hilmar í máladeild en ég í stærð- fræðideildina. Það hefði verið betra fyrir mig að sitja við hlið hans í máladeild þótt á fremsta borði væri. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Hilmar átti auðvelt með ritgerð og hafði næman skilning á mann- fólkinu. Sagnfræðin og ekki síst ættfræðin var honum opin bók og hann var hrókur alls fagnaðar þeg- ar svo bar undir. Hann var orðheld- inn á latínu og sagðist hafa viðhald- ið henni á meðal lækna í Tryggingastofnun. Áður fyrr vor- um við sammála um að lífið væri ekki allt á bókina og áttum oft sam- ræður um helgar langt út í nóttina þar til við fórum út á lífið. Það ein- kennilega er að ég man betur það sem okkur fór á milli í kjallaranum í Blönduhlíðinni en það sem á eftir kom á Borginni. Þó man ég þegar við fórum yfir Austurvöll og litum inn í Sjálfstæðishúsið. Ég týndi kveikjaranum mínum á leiðinni og við höfðum skamma viðdvöl þar, það reyndist vera barnaball í Sjálf- stæðishúsinu en þar leyndist samt lífsneistinn minn hvað sem kveikj- aranum leið. Á stundum heimsótti ég Hilmar og var kannski í þungum þönkum, en þaðan fór ég alltaf léttari í lund. Eitt var einkennandi fyrir Hilmar og það var upphafningin ef maður var svo heppinn að eiga rætur í Skagafirði. „Skín við sólu Skaga- fjörður.“ Það er ekki langt síðan Hilmar var stoð mín og stytta í erfiðu og sorglegu máli. Við mætt- um á lögmannsstofu og eftir nokkrar þreifingar hafði Hilmar rakið ættir lögmannsins í Skaga- fjörðinn og þá var framhaldið greiðara. Þar var Hilmar ráðagóð- ur á raunastund. Í Skagafirði átti hann merina Fiðlu sem var undan Mozart. Þau hjónin Hilmar og Rannveig byggðu sér sumarbústað nálægt Hofsósi. Til stóð undanfarin tvö sumur að við Heiða kæmum í heimsókn þangað. Hilmar var staðráðinn í því að við færum í pílagrímsför til Viðvíkur, þar sem hann sagði að ég ætti rætur. Á heimili þeirra Fögrubrekku í Kópavogi var gott að koma. Þá var Hilmar heppinn í lífinu þegar hann eignaðist Rannveigu. Ég man aldrei annað en hún væri brosandi og elskuleg heima og heiman. – Þetta eru fátækleg orð en þau lýsa samt þeirri góðu til- finningu sem ég ber til hennar og þakklæti fyrir að hafa kynnst henni og fyrir það hvað hún bjó eiginmanni sínum og sonum gott heimili. Þegar Rannveig bar mér and- látsfregn Hilmars, samdægurs, þá rann upp fyrir mér hvað vináttan er dýrmæt. Ég á góðar og ríkar minningar frá horfinni tíð og þær lifa. Hvíl í Guðs friði kæri vinur. Kjartan Borg. Hilmar Kristján Björgvinsson ✝ Hilmar Krist-ján Björg- vinsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1939. Hann lést á heimili sínu 23. febrúar 2013. Útför Hilmars fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 5. mars 2013. Hilmar Kristján Björgvinsson var einn af mínum uppá- haldsfrændum, son- ur Hallfríðar Björns- dóttur, Friðrikssonar, frá Skálá og Björgvins Frederiksen vél- virkjameistara, brautryðjanda í kæli- tækni á Íslandi. Björgvin var einn af fjórum sem sigldu litlum trébát frá Danmörku til Íslands árið 1940, þegar Þjóðverjar nánast lokuðu á allar skipaferðir um Atlantshaf. Hady, móðir Hilmars, var ein glæsilegasta kona sem ég minnist og Hilmar annað af fimm börnum hennar, uppeldið traust og án þess skorts sem margur landinn leið á þeim árum. Ég hringdi oft til Hilmars ef mig vantaði þekkingu á mönnum og málefnum, hjá honum kom enginn að lokuðum dyrum, hann vissi skil á nánast öllu, ef einhvern mann bar á góma þekkti Hilmar oftast viðkom- andi langt aftur í ættir og hvaðan af landinu hann var kominn. Minnið var ótrúlega traust. Fjölskylda mín saknar hans sárt, en máttug öfl ráða og rétt er að gleðjast fyrir hans hönd, tæpast er hægt að hugsa sér betri viðskiln- að en að ganga til svefns að kvöldi hjá ástríkum maka, sofna blítt og vakna síðan ekki til morgunverk- anna. Ástar fléttast orða krans, / andans létt- ur hugur. / Örsmá gletta í orðum hans / og aflsins þéttur dugur. Kynni hans voru mér og mínum ávallt dásamleg, ég þakka og syrgi. Megi góðir vættir styrkja Rannveigu, syni og allt tengdafólk míns kæra frænda, munum sann- indi Hávamála að orðstír deyr aldrei, þeim er sér góðan getur. Blessuð sé minning Hilmars Kristjáns Björgvinssonar. Pálmi Jónsson. Kallið er komið fyrir Hilmar frænda. Það var ótímabært og hans verður sárt saknað, en við fáum víst aldrei að vita hvenær röðin er kom- in að okkur. Hilmar frændi var besti frændi sem maður getur hugsað sér, ávallt tilbúinn til að rétta hjálparhönd, en hann var meira en bara frændi. Hann hafði sterkar skoðanir eftir margra ára reynslu við störf í tryggingum og lífeyrismálum. Hann var sögumað- ur, vel að sér og aldrei komið að tómum kofunum þegar maður spurði um allt milli himins og jarð- ar. Eitt er minnisstætt á þessum tímapunkti sem hann sagði mér varðandi mannleg samskipti og samfélagið í heild. Hann sagði að ef menn bæru aðeins meiri hlýju í samskiptum sín á milli myndi heim- urinn verða betri staður til að vera á. Þetta eru orð að sönnu, en hlýju og væntumþykju var alltaf að finna hjá Hilmari og Rannveigu, elsku- legri konu hans, í áratugi. Hilmar hefur reynst mér vel í gegnum tíðina. Ég ákvað að feta sömu braut og hann og nema lög- fræði. Hann gerði mér þetta kleift með því að ábyrgjast námslánin mín. Á sumrin vann ég með Hilm- ari hjá Tryggingastofnun ríkisins og eftir útskrift fór ég að vinna hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Hilmar var góður yfirmaður og gerði engan greinarmun á fólki. Skrifstofan var alltaf opin fyrir samstarfsmenn og fjölda annarra af öllum stigum þjóðfélagsins sem leituðu ásjár Hilmars um hin marg- víslegu málefni. Helsta áhugasvið Hilmars var ættfræði og þekkti hann vel til for- feðra okkar. Það gilti einu hvort ættir okkar lægju norður í Skaga- fjörð, til Danmerkur eða Kanada. Alltaf vissi Hilmar um einhvern frænda eða frænku sem við vorum nákomin á einhvern hátt. Hann gerði líka reka að því að setja sig í samband við útfrændur okkar og tengjast þeim styrkari böndum. Stoltastur var hann samt af Rann- veigu, strákunum sínum og fjöl- skyldum þeirra. Við eigum því ekki litla fjölskyldu, heldur stórfjöl- skyldu sem á rætur í heimsálfunum sjö. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að vera með Hilmari og Rann- veigu sl. sumar í Skagafirði. Þau buðu okkur í bústaðinn sinn þar sem var dekrað við okkur á allan hátt. Það var frábær tími og hænd- ust börnin okkar að þeim. Þetta var fyrsta ferðalag Elísu dóttur okkar sem undi sér afar vel. Friðrik sonur okkar fékk að smíða skip og flug- vélar og sýndi frænda sínum stolt- ur. Guðrún okkar fékk að valsa um skóginn og knúsa þau öllum stund- um. Hún segir ekki mörg orð, en það sagði okkur mikið þegar hún var farin að kalla Hilmar og Rann- veigu afa og ömmu þegar við fórum heim. Við erum innilega þakklát Rannveigu og fjölskyldu Hilmars á þessum erfiða tíma að styrkja Rett Syndrome rannsóknarsjóð Guð- rúnar og efla rannsóknir til að lækning finnist við sjúkdómnum. Við sendum Rannveigu, Har- aldi, Birni, Valdimar og fjölskyld- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég þakka Hilmari vináttu og samverustundir sem hann veitti mér og fjölskyldu minni í svo ríkum mæli. Kveð hann með virðingu og söknuði. Guð blessi hann og þakkir flyt ég honum fyrir allt og allt. Friðrik Friðriksson og fjölskylda. Sagt er að margur verði ágætur af orðum sínum, enn betra þó ef hann verður ágætur af verkum sín- um, allra bezt ef hvort tveggja fer saman. Þessi orð flugu mér í hug þegar ég fregnaði skyndilegt andlát góð- kunningja míns, Hilmars Björg- vinssonar. Þar fór maður þar sem orð og athöfn fóru saman. Því fékk ég fyrst og síðast að kynnast í starfi hans sem forstöðumaður lífeyris- deildar Tryggingastofnunar ríkis- ins. Sem starfsmaður hins fjöl- menna og fjölbreytta hóps öryrkja á landi hér þurfti ég æði oft að leita til Hilmars, ýmist í síma eða með bréfaskriftum, og öll er sú saga með ágætum. Hilmar vildi eðlilega fá sem vandaðastan rökstuðning fyrir beiðnum mínum, nákvæmni hins lögfróða var mikil, en fyrst og síðast leit hann á manneskjuna sem aðstoð þurfti, það var dýrmætast alls að finna hve hjarta hans sló með þessu fólki, hversu hann vildi með öllu móti leggja því lið og fann oftast leiðir til þess þótt hann virti vel lög og reglugerðir allar. Hann var mannglöggur, ættfróður og vildi gjarnan fá ættarlegt samhengi í erindin ef unnt var. Hann átti glettninnar gullna hljóm, ef því var að skipta, hann var hreinskilinn og hreinskiptinn, sanngjarn og vel- virkur, en gat verið afar ákveðinn, mikill sjálfstæðismaður en virti um leið annarra skoðanir. Ég kynntist honum einnig þegar hann stýrði Innheimtustofnun sveitarfélaga og þar var sama vandaða afgreiðslan á ferð, ásamt ríkri samúð með þeim sem halloka höfðu farið á lífsbrautinni. Fyrir allt þetta er mér sannarlega þakk- læti í huga og get sagt með sanni að við aðra embættismenn átti ég ekki betri samskipti og voru þó margir mæta góðir. Erindi mitt með þess- um fátæklegu línum var að koma á framfæri þakklæti að leiðarlokum, ekki aðeins mínu heldur svo ótal- margra sem fengu sinn hlut réttan hjá Hilmari. Hilmar var kvæntur minni ágætu skólasystur frá Eiðum, Rannveigu Haraldsdóttur, en á Al- þingi áttum við mörg ár saman þegar hún sinnti þar símvörzlu af einstakri elju og samvizkusemi. Við Hanna sendum henni og hennar fólki okkar einlægustu samúðar- kveðjur. Með Hilmari er genginn mikill sómadrengur sem gott var og hollt að kynnast, ekki sízt þegar við tók- um upp tal um menn og málefni, þar sem Hilmar miðlaði af fádæma fróðleik. Blessuð sé mæt minning þessa ágæta mannkostamanns. Helgi Seljan. Hilmar Björgvinsson fór fremstur í flokki þeirra sem stóðu á sínum tíma að stofnun Hjalla- sóknar í Kópavogi – og í framhald- inu að byggingu Hjallakirkju. Hann var fyrsti formaður sóknar- nefndarinnar. Hjallakirkja í Kópavogi er byggð á bjargi. Sóknarpresturinn, byggingarmeistarar og fjárafla- menn hennar voru samhentur hópur sem sóknarnefndin undir forystu Hilmars kallaði til. Kirkj- an er gott mannvirki; góður vinnu- staður þeim, sem þar þjóna, og gott athvarf þeim, sem þangað leita. Við þetta stórvaxna verkefni nutu sín vel – og skiptu sköpum – þeir sterku eðlisþættir sem Hilm- ar prýddu og samferðamenn hans þekkja, en þeir voru stórhugur og dirfska annars vegar og gætni, íhaldssemi og fyrirhyggja hins vegar. Þetta Guðshús er verðugur og veglegur minnisvarði um þann kafla í lífsstarfi Hilmars sem hon- um hefur sennilega þótt vænst um og er honum til ævarandi sóma. Eggert Hauksson, fyrr- verandi formaður sókn- arnefndar Hjallakirkju. Þegar ég kveð nú vin minn til margra ára, Hilmar Kristján Björgvinsson, koma upp í hugann margar minningar frá liðnum ár- um. Hilmar var öflugur stuðnings- maður okkar í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi og sat um árabil í stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs og um tíma sem formaður. Þá sat hann um árabil í fulltrúaráði flokksins í Kópavogi, kjördæmaráði og var fulltrúi á landsfundum flokksins. Þegar við sem vorum í forustu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópa- vogi á arunum 1974-1980 vildum vinna að því að flokkurinn fengi nýtt og betra húsnæði fyrir starf- semi sína kom það í hlut Hilmars að setjast í stjórn Þorra, sem var eign- arhaldsfélag um nýtt húsnæði flokksins í Kópavogi. Flokkurinn átti meirihluta í félaginu en við sem vildum vinna þessu máli brautar- gengi, þar á meðal Hilmar, lögðum til hlutafé að auki til að koma mál- inu áfram. Hilmar lagði einnig fram krafta sína til margra annarra starfa fyrir flokkinn, sat um tíma í Félagsmálaráði Kópavogs og í stjórn Héraðsskjalasafns Kópa- vogs. Einnig sat hann í hverfiskjör- stjórn vegna alþingiskosninga og kjörstjórn vegna bæjarstjórnar- kosninga. Hilmar var sannur vinur vina sinna og ræktaði þá vináttu af heil- um hug. Í störfum sínum lagði hann ávallt áherslu á að taka skyldi tillit til þeirra sem minna mættu sín þegar menn væru að sækja rétt sinn eða réttindi. Sveitarfélögin eða ríkisvaldið væru ávallt stóri bróðir, hefðu valdið og máttinn til að sækja á þá borgara sem ekki gætu borið hönd fyrir höfuð sér. Fyrir þessa einstaklinga vildi Hilmar starfa og gæta réttinda og hagsmuna. Hilm- ar var mikil stuðningsmaður kirkj- unnar og sóknar sinnar og var þar um árabil í forustu. Ég minnist þess þegar verið var að byggja Hjallakirkju hveru áhugasamur hann var um að verkið gengi vel fyrir sig og kirkjustarfið gæti hafist sem fyrst. Þannig vildi Hilmar láta gott af sér leiða fyrir okkur sem bú- um í Kópavogi og vorum samferða- menn hans. Fyrir þetta allt vil ég þakka Hilmari og veit að góður guð mun geyma minningu um þennan góða dreng. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi votta ég Rannveigu og fjölskyldu samúð á þessari sorgar- stundu vegna fráfalls Himars Kristjáns Björgvinssonar. Bragi Michaelsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Kópavogi. Sæll frændi. Þetta voru ávallt hans ávarpsorð þegar við hittumst og vertu blessaður frændi, þegar við kvöddumst. Nú á það við að ég segi vertu sæll og blessaður frændi. Mér datt þetta fyrst í hug þegar ég frétti af andláti Hilmars Björgvinssonar. Fréttir sem þess- ar detta sem af himni ofan, enginn átti von á að hann vaknaði ekki eins og venjulega, en svona er lífið. Það er mér ljúft að minnast þessa góða frænda og vinar í gegnum lífið, að kynnast Hilmari og hans staðföstu hugsun til mál- efna sem og stjórnunarstíls á fundum, þar var hann eftirsóttur sem fundarstjóri, að ég tali nú ekki um söguhæfileika hans, ætt- fræði og léttleika, sem ávallt dró menn að honum og var þá hlegið mikið því Hilmar var snillingur á því sviði sem og mörgum fleirum. Það er vissulega mikil eftirsjá að svona karekter og fróðleikshafsjó sem Hilmar hafði yfir að ráða. Óréttlæti átti ekki upp á pallborð- ið hjá honum. Ég þakka þér frændi fyrir þá samferð sem við áttum og var allt- af ljúf og skemmtileg. Tómarúmið hlýtur að vera mikið hjá eftirlif- andi eiginkonu og nánustu ætt- ingjum og sendi ég þeim innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessaður frændi og ljúfa ferð. Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson. Starfsfólk og stjórn Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga þakkar Hilmari K. Björgvinssyni fyrir öll þau ár sem við fengum notið sam- vista við hann í starfi og leik. Hilmar hóf störf hjá Inn- heimtustofnun sveitarfélaga á árinu 1998 og gegndi stöðu for- stjóra til 1. ágúst 2009 eða í 11 ár. Árin þar á undan var hann deild- arstjóri hjá Tryggingastofnun. Áhugi Hilmars og kunnátta í ættfræði var einkennandi fyrir hann. Hann var óþrjótandi að segja starfsfólki frá ættum og uppruna gesta og gangandi. Væru menn ættaðir úr Skagafirði var það álitinn mannkostur hinn besti, að hans mati. Einnig hafði hann mikinn áhuga á fólki og málefnum, hverju nafni sem nefnist, og skoð- anir á því flestu. Hann var mikill sjálfstæðismaður og, eins og hann sagði sjálfur, af gamla skólanum. Í hans huga merkti það að bera hag þeirra sem minna máttu sín fyrir brjósti og tryggja afkomu þeirra. Að leiðarlokum þökkum við fyr- ir öll árin, allt það góða og jafn- framt skemmtilega, sem við feng- um að njóta með Hilmari. Rannveigu, sonum, tengdadætr- um og barnabörnum, sem hann var afar stoltur af, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. F.h. starfsfólks og stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfé- laga, Jón Ingvar Pálsson forstjóri. „Ég er langhlaupari á síðustu metrunum“ átti Hilmar Björg- vinsson til að segja við starfsmenn Héraðsskjalasafns Kópavogs síð- ustu árin á sinn raunsæislega hátt, áhyggjulaust með bros á vör. Illu heilli urðu þeir metrar vonum færri. Hilmar var snjall í samskiptum við fólk, jafnt skoðanabræður sem aðra. Alltaf var frásögn á taktein- um sem hæfði umræðuefninu og þeim sem voru viðstaddir. Hann var minnugur, skýr í hugsun og hafði mikla skipulagsgáfu. Allt var þetta mótað og skerpt af áralangri reynslu af félagsmálum, lögfræði- störfum og embættisfærslu. Hilm- ar hafði yfirleitt þann háttinn á að hann skildist við viðmælendur sína með gagnkvæmt bros á vör og jafnvel skellihlæjandi. Hilmar nefndi stundum, kank- vís á svip, uppruna sinn í Skaga- firðinum og á Jótlandi og taldi það hina ágætustu blöndu. Hilmar hafði sterka réttlætiskennd, var drengskapar- og alvörumaður en kímni og glettni var sjaldan langt undan, það var ríkur þáttur í fari hans sem kom vel heim við þennan uppruna. Forfeður Hilmars í Dan- mörku munu hafa borið nafnið Rostgaard, frændur Frederiks Rostgaards leyndarskjalavarðar Danakonungs sem um tíma var yf- irmaður Árna Magnússonar. Hilmar hafði skýr lífsviðhorf, var þjóðlega sinnaður íhaldsmaður og tók virkan þátt í stjórnmálum. Hann var stjórnarformaður Hér- aðsskjalasafns Kópavogs frá stofnun þess árið 2000 þar til um mitt ár 2010. Fundir stjórnarinnar undir hans formennsku, þar sem komu saman í byrjun, auk Hilm- ars, þeir Hjörtur Pálsson og Gylfi Gröndal sem Bjarni Ólafsson leysti af hólmi, voru skemmtilegar samkomur. Málin voru kláruð hratt og örugglega sem var mikið áhersluatriði Hilmars, hann vildi ekki láta neitt hanga yfir sér. Á fundunum var vel gætt að form- festu en um leið var ýmsu léttara hjali leyft að hefja sig til flugs. Hilmar nefndi eitt sinn að í Skaga- firðinum væri þetta kallað laust taumhald. Ekki rauf Hilmar tengslin við Héraðsskjalasafnið þegar hann hætti stjórnarstörfum. Hann heimsótti skjalasafnið reglulega, síðast daginn fyrir andlát sitt. Sem þaulreyndur embættismaður, lög- fróður stuðningsmaður borgara- legra réttinda og menningarlegur áhugamaður um sögu hafði hann skilning á starfsemi skjalasafnsins og bar hag þess fyrir brjósti. Starfsmenn Héraðsskjalasafns Kópavogs minnast Hilmars með hlýju og kveðja með honum góðan vin og stuðningsmann. Hrafn Sveinbjarnarson, hér- aðsskjalavörður Kópavogs. Elsku afi minn, þú varst svo fróð- ur og það var svo skemmtilegt að tala við þig, ég mun sakna þeirra stunda sem við áttum saman og ég mun geyma allar góðu minningarn- ar. Við áttum báðir sameiginlegt áhugamál, að lesa mikið, og það var svo gaman að þegar ég fékk áhuga á einverju efni þá vissir þú svo margt um það og fórst jafnvel og keyptir bækur handa mér til að lesa og fræðast meira. Það var alltaf gaman að fá þessar sendingar frá þér og einnig öll tímaritin sem þú sendir mánaðarlega. Það þurfti ekki afmæli til þess að þú vildir gefa og stinga einhverju að okkur krökk- unum. Aldrei bannaðir þú okkur að leika inni á skrifstofunni þinni, prófa alla spennandi hlutina og dót- ið sem var þar inni. Ófáar myndir og teikningar urðu til við skrifborð- ið þitt og stækkunargler, hattar og stafir notaðir í skemmtilega leiki, eða í allt nema eltingaleiki því afi var alltaf hræddur um okkur, að við meiddumst og taldi margt þess vegna hættulegt. Afi átti skemmtilegan gamlan kött sem hét Tarzan sem dó í fyrra, fáir þorðu að halda á honum, blind- ur á öðru auganu, skapstór, blíður inn við beinið og var undir vernd- arvæng afa og gekk um eins og kóngur í ríki sínu heima hjá honum og ömmu og svaf uppi í sparisófa. Afi talaði oft um Skagafjörðinn og var stoltur af að vera ættaður þaðan, það var líka gaman að geta heimsótt ömmu og afa þangað að Hvammi og alltaf tekið vel á móti okkur. Ég vildi að ég hefði erft smá af þinni frásagnargleði því þú undir þér vel við að segja sögur og spjalla við fólk og þá var alveg sama hver það var því þú hafðir gaman af því að tala við alla. Ég vona að þú sért á þínum draumastað, þar sem nóg er af bókum, fólki til að tala við og út- sýni yfir fallegu eyjarnar í Skaga- firðinum. Elsku afi, ég mun sakna þín innilega. Kveðja til afa: Horfði ég yfir Hegranes, móabörð og álfahallir. Horfnir bræður, vindur blés, lögmannsins draumahallir. Horfnar minningar, í glæður les, rís ég upp í himnahallir. (S.D.B.) Kveðja, Stefán Dan Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.