Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 16

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Skráning hefst í sumarbúðir KFUM og KFUK í dag, laugardaginn 16. mars kl. 12 í húsi KFUM og KFUK Holtavegi 28 og á Akureyri í félags- heimilinu í Sunnuhlíð. Í sumar verður boðið upp á 52 dvalarflokka fyrir börn á öllum aldri í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Kaldárseli, Ölveri og Hólavatni. Hægt er að skrá á staðnum eða á heimasíðu félagsins, www.kfum.is. Í tilefni dagsins verður vorhátíð milli kl. 12 og 15 þar sem ýmislegt skemmtilegt verður í boði fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt dagskrá. Má þar nefna hoppukastala, candy floss, andlitsmálun og ýmislegt fleira skemmtilegt. Kaffi og kaffi- veitingar verða einnig á boðstólum, segir í tilkynningu. Vatnaskógur Það er alltaf líf og fjör í sumarbúðunum hjá KFUM og KFUK. Vorhátíð haldin við upphaf skráningar Spænskur ferðadagur verður hald- inn á Blómatorginu í Kringlunni í dag, laugardag, kl. 11-18. Mark- miðið er að kynna Spán og það sem landið hefur upp á að bjóða fyrir þá sem eru að huga að ferðalögum. Ýmsir ferðamöguleikar verða kynntir og einnig verða á boð- stólum skemmtiatriði fyrir alla ald- urshópa. Á dagskránni verður ferðaget- raun þar sem veitt verða verðlaun og boðið verður upp á andlitsmálun og myndatöku fyrir börnin, auk teiknimyndasamkeppni. Trúðurinn Wally frá Sirkus Íslands skemmtir, Jóhann Ingi Benediktsson leikur spænska tónlist á gítar og Cocina de La Rosa kynnir spænska matar- gerðarlist. Ferðamálaráð Spánar stendur fyrir ferðadeginum. Spænskur ferðadag- ur í Kringlunni Helgin framundan er svokölluð skiptihelgi á skíðasvæðunum á Norðurlandi. Það þýðir að á laug- ardag og sunnudag geta þeir sem eiga vetrarkort á einu af samstarfs- svæðunum fengið dagskort á fjór- um öðrum svæðum gegn framvísun kortsins. Er þetta liður í að auka samstarf skíðasvæðanna nyrðra. „Frábært skíðafæri er nú á öllu Norðurlandi og spáin fyrir helgina lofar góðu,“ segir í tilkynningu. Skiptihelgi á skíða- svæðunum nyrðra STUTT Jón Pétur Jónsson Þórunn Kristjánsdóttir „Ég er afar ósáttur við niðurstöðuna. Ég hefði viljað leggja mína starfs- krafta undir fyrir félagið; bæði fylgja úr hlaði nýjum kjarasamningi í haust og ekki síður jafnlaunavottun VR. En það þýðir víst ekki að vera bitur tap- ari,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fráfarandi formaður VR, en hann var felldur í formannskjöri í gær. Ólafía Björk Rafnsdóttir var eini mótframbjóðandinn og var kjörin formaður með 76,1% atkvæða. „Hún tekur við endurreistu félagi. Það stendur mun betur að vígi nú en þegar ég tók við því á vordögum 2011. Ætli ég vísi ekki í orð víss manns sem sagði: Þeir njóta sjaldn- ast eldanna sem fyrstir kveikja þá,“ segir Stefán. Ófrægingarhernaður DV Aðspurður hvort hann túlki nið- urstöðu kosninganna sem óánægju félagsmanna með störf hans, segir Stefán hann geti vart túlkað hana öðruvísi. Hann bætir við: „Ég hef verið undir stanslausri ófrægingarherferð frá DV og til- teknum einstaklingum innan félags- ins síðustu tvö ár. Það er hart að sitja undir því, ekki síst því að erfitt er að bera hönd fyrir höfuð sér, verandi í þessari stöðu.“ Ennfremur segir hann slæmt hvernig þeir einstaklingar sem standa í forystu og taka umdeildar ákvarðanir séu sífellt dregnir niður í svaðið í umræðunni í samfélaginu. „Ég hefði ekki breytt neinu. Við höfum bæði aukið traust fé- lagsmanna um 33% á þessum tíma, lækkað rekstrarkostnað skrifstofu félagsins um 40 milljónir, og fleira mætti tína til,“ segir Stefán spurður hvort hann hefði viljað breyta ein- hverju í sínum störfum sem formað- ur. Hann óskar Ólafíu velfarnaðar í nýju starfi en segir jafnframt að hennar bíði mörg stór og afar flókin verkefni og ekki sé sjálfsagt að góð úrlausn náist í þeim málum. Kosningaþátttaka í nýafstöðnu formannskjöri var 21,58%. Í síðustu kosningu, 2011, buðu sjö ein- staklingar sig fram og Stefán hlaut 20,6% atkvæða. Þá var kosn- ingaþátttakan 17,13%. Stefán var spurður hvers vegna hann teldi kosningaþátttökuna hafa aukist. Sagðist hann ekki geta svarað því með vissu en vísaði m.a. til pólitískra afla sem hefðu staðið þétt við bak Ólafíu. Stefán segist ekki vera búinn að ákveða hvað taki við þegar hann læt- ur af formennsku. „Þessi reynsla sem ég hef aflað mér síðustu tvö ár mun nýtast mér víða. Margt hefur setið á hakanum undanfarið. Kannski ég dusti rykið af bók sem ég var byrjaður að þýða,“ segir Stefán. Leggur áherslu á kjaramálin „Það verður áhugavert og gaman að hitta þetta fólk, taka höndum saman og vinna góð verk,“ segir Ólafía Björk Rafnsdóttir. Hún segir að næstu skref séu að hitta nýja stjórn, starfsmenn og fara nánar yfir verkefni félagsins. Ólafía segir aðspurð að breytingar fylgi ávallt nýjum formanni. „Ég mun leggja fyrst og síðast áherslu á kjaramálin og í mínum huga á kjaramálasviðið að vera hjartað í VR. Það þarf að styrkja það betur – það eru jú kjarasamningar framundan – og koma með nýjar hugmyndir við það borð.“ Stefán sakar DV um ófrægingarherferð  Formaður VR felldur  Ólafía kosin með 76,1% atkvæða Ljósmynd/Aðsent Sigraði Ólafía Björk Rafnsdóttir er nýr formaður VR. Morgunblaðið/Golli Tapaði Stefán Einar Stefánsson hef- ur verið formaður VR í tvö ár. Formannskjör VR » Ólafía Björk Rafnsdóttir er fyrsta konan sem er kjörin for- maður VR. » Ólafía hlaut 76,1% atkvæða og felldi þar með Stefán sem er sitjandi formaður. » Kosningaþátttaka var 21,58%. » Kosningaþátttaka 2011 var 17,13%. Þá hlaut Stefán 20,6% atkvæða en sjö buðu sig fram. Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 4.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð frá 40.000 Höfðagaflar frá 5.000 Sjónvarpsskápar frá 25.000 Rúm 153cm frá 157.000 Púðar frá 2.900 Torino Fjarstýringavasar frá 2.500 Hægindastólar frá 99.000 Tungusófar frá75.400 Hornsófar frá 119.450 Sófasett frá 99.900 Mósel AquaClean áklæði kynningarafslátturAquaClean áklæði er sérstaklegaauðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N Hornsófar - Tungusófar - Sófasett Sófasett - Hornsófar - Tungusófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Nýtt Nýtt Basel Verslun okkar er opin: Virka daga kl.9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Patti verslun I Dugguvogi 2 I Sími: 557 9510 I vefsíða www.patti.is Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 2w00 Kópavogur Hafðu samband við bakarameistarann og ráðfærðu þig við hann um val á tertu og útfærslu Bjóðum upp á af

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.