Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Það er svo mikið um að vera hjá mér að ég var næstum búin aðgleyma að ég ætti afmæli,“ segir Ingibjörg Fríða Helgadótt-ir, djasssöngsnemi við Tónlistarskóla Félags íslenskra hljóm- listarmanna. „Ég er samt mikið afmælisbarn, það hefur bara verið svo mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég hef verið að syngja mjög mikið auk þess sem ég er á fullu í prófum og að vinna. Svo ætla ég að halda tónleika á Café Rósenberg 22. maí sem ég hef verið að und- irbúa.“ Ingibjörg segist ekki hafa neinar sérstakar afmælishefðir, aðrar en að eiga afmæli sama dag og forsetinn. „Alveg frá því Ólafur var kosinn 1996 hefur fólk flaggað á afmæl- inu okkar Óla og mun halda því áfram, allavega næstu þrjú árin. Það mætti því kalla mig stuðningsmann hans, að þessu leyti alla- vega,“ segir Ingibjörg og hlær. „Ég var pínu fegin í fyrra að fá að halda í þessa hefð. Það væri líka mjög vel þegið ef næsti forseti ætti líka afmæli sama dag og ég,“ segir Ingibjörg. „Ég myndi allavega kjósa þann frambjóðanda.“ Ingibjörg segist stefna á að klára FÍH í vor og bíður nú svars frá Listaháskólanum, þar sem hún sótti um nám í skapandi tónlistarmiðlun. „Svarið gæti komið bara á hverri mínútu. Annars sé ég vart út úr augum fyrir tónleikum og prófum, en þau klárast einmitt á afmælinu mínu,“ segir Ingibjörg.“ gunnardofri@mbl.is Ingibjörg Fríða Helgadóttir er 22 ára í dag Ljósmynd/Rögnvaldur Már Helgason Söngfugl Ingibjörg Fríða syngur mikið. Auk þess að stunda söng- nám er hún meðal annars söngkona Gleðisveitar lýðveldisins. Skylda að flagga á afmælisdaginn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Nína Hildur fæddist 2. september kl. 12.07. Hún vó 4.065 g og var 53 cm á lengd. Foreldrar hennar eru I. Dagný Jóhannsdóttir kennari og Kristján Gestsson. Nýir borgarar Selfoss Gunnar Már fæddist 7. sept- ember kl. 18.10. Hann vó 3.570 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Jóhanna Katrín Jónsdóttir og Kim Allan Andersen. Ó lafur Ragnar fæddist á Ísafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1962, BA-prófi i hag- fræði og stjórn- málafræði frá University of Man- chester 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði þaðan 1970. Hinn pólitíski fræðimaður Ólafur Ragnar stjórnaði útvarps- og sjónvarpsþáttum um þjóðfélags- mál 1966-71, var lektor í stjórn- málafræði við HÍ 1970-73, stundaði rannsóknir í stjórnmálafræði og var skipaður fyrsti prófessor í stjórn- málafræði við HÍ 1973 og gegndi því starfi með hléum til 1993. Þá var hann ritstjóri Þjóðviljans 1983-85. Ólafur Ragnar var vþm. Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974- 78, landskjörinn alþm. fyrir Alþýðu- bandalagið 1978-79, alþm. Reykvík- inga 1980-83, varaþm. Reykvíkinga 1983-87, og fyrir Reykjaneskjördæmi 1987-91 og alþm. Reykjanes- kjördæmis 1991-96. Ólafur var formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins 1980-83, formaður framkvæmdastjórnar Alþýðu- bandalagsins 1983-87, formaður Al- þýðubandalagsins 1987-95 og fjár- málaráðherra í öðru og þriðja ráðuneyti Steingríms Hermanns- sonar 1988-91. Ólafur Ragnar var kjörinn fimmti forseti íslenska lýðveldisins 29.6. 1996, var settur í embætti 1.8. 1996, endurkjörinn árin 2000, 2004, 2008 og 2012 og hefur því setið lengur á for- setastóli en nokkur annar forseti lýð- veldisins. Ólafur Ragnar sat í stjórn Sam- bands ungra framsóknarmanna 1966- 73, í framkvæmdastjórn Framsókn- arflokksins 1971-73 og var formaður framkvæmdastjórnar Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna 1974-75. Ólafur Ragnar sat í hagráði 1966- 68, í útvarpsráði 1971-75, var formað- ur milliþinganefndar um staðarval ríkisstofnana 1972-75, formaður Fé- lagsvísindafélags Íslands 1975, varaformaður öryggismála- nefndar 1979-91, sat í stjórn Lands- virkjunar 1983-88, sat þing Evrópu- ráðsins 1981-84 og aftur 1995-96, var formaður skipulagsnefndar þing- mannaráðstefnu Evrópuráðsins um Norður-Suður: Hlutverk Evrópu 1982-84, formaður og síðar forseti al- þjóðlegu þingmannasamtakanna Parliamentarians for Global Action 1984-90 og sat í stjórn þar til 1996. Ólafur Ragnar er höfundur fjölda fræðigreina og ritgerða sem birst hafa í íslenskum og erlendum tímarit- um. Meðal rita hans má nefna: Politi- cal Power in Iceland Prior to the Per- iod of Class Politics (doktorsritgerð, 1970); Íslenska þjóðfélagið, 1975; Jafnrétti kynjanna, 1974; Hlust- endakönnun Ríkisútvarpsins, 1973; Endurskipulagning utanríkisþjónust- unnar, skýrsla, 1975; Skipulag Ísa- fjarðar, meðhöfundur, hlaut sam- keppnisverðlaun 1972. Auk þess fjölritin The Icelandic Elite and the Development of the Power structure Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands - 70 ára Morgunblaðið/Sigurgeir S Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson á skrifstofu sinni á Bessastöðum. Á vakt fyrir fullveldi og þjóðarhagsmuni Morgunblaðið/Eggert Forsetahjónin Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Þú borgar 3 mánuði en færð 5 Kort sem gildir til 15. sept. á aðeins kr. 23.900,- Skvass - körfubolti spinning - krossfitt ketilbjöllur - tækjasalur Allt á einum stað Vertu í formi í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.