Morgunblaðið - 14.05.2013, Síða 41

Morgunblaðið - 14.05.2013, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Bíólistinn 10.-12. maí 2013 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Star Trek: Into Darkness Iron Man 3 The Place Beyond the Pines Croods Evil Dead Latibær Bíóupplifun Mama Olympus Has Fallen The Call Oblivion Nýtt 1 2 4 3 8 Ný 6 7 5 1 3 2 7 2 3 1 4 3 5 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nýjasta Star Trek-kvikmynd- in, Star Trek – Into Darkness, var frumsýnd fyrir helgi og er hún tekjuhæsta kvikmynd helg- arinnar í bíó- húsum hér á landi. Í myndinni tekst áhöfnin á geimskipinu Enterprise; Spock, Kirk og félagar á við nýjan og stór- hættulegan óvin sem hyggst fremja skelfileg hryðjuverk. Járnmaðurinn þarf að sætta sig við annað sætið á listanum eftir tveggja vikna setu á toppnum. Nýj- asta kvikmynd leikarans Ryans Gosling, The Place Beyond the Pi- nes, er sú þriðja tekjuhæsta að lok- inni helgi. Bíóaðsókn helgarinnar Spock og félagar á toppnum Zachary Quinto leikur Spock Níu útskriftarnemendur í samtíma- dansi við Listaháskóla Íslands verða með lokasýningu á stóra sviði Þjóðleikhússins. Frumsýningin er í kvöld klukkan 20 og á morgun, miðvikudag verða tvær sýningar til, klukkan 17 og 21. Aðstandendur sýningarinnar lofa sannkallaðri dansveislu en frum- sýnd verða tvö ný íslensk dansverk. Þau eru ólík og reyna bæði á tækni- getu og sköpunarhæfileika dans- aranna. Þá er tónlistin við verkin einnig frumsamin og flutt lifandi. Annað verkið nefnist „Eyja“ og er eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og útskriftarhópinn. Eva Signý Berger og Mao gera leikmynd og búninga og tónlist er eftir Lilju Björk Runólfsdóttur útskriftarnem- anda í tónsmíðum. Verkið fjallar um stöðu konunnar í samfélagi hraða og áreitis. Hitt verkið nefnist „Áferð“ og er eftir Margréti Bjarnadóttur, Sögu Sigurðardóttur og útskriftarhópinn. Tónlist er eftir Good Moon Deer, Guðmund Inga Úlfarsson og Ívar Pétur Kjartans- son. Eva Signý Berger hannar leik- mynd og búninga. Í þessu verki leyfðu höfundar efninu, sem eru dýnur, að leiða sig áfram og er sköpunargleðin útgangspunktur og veganesti. Aðgangur er ókeypis. Útskriftarsýning dansara Sköpunargleði Útskriftarhópurinn vann með kunnum danshöfundum. Árleg „Vorvindaviðurkenning“ IBBY, samtaka um barnabók- menntir og barnamenningu, var af- hent um helgina. Þrjár voru veittar að þessu sinni fyrir störf að barna- menningu. Þær hlutu Kúlan – barnaleikhús og rithöfundarnir Gunnar Helgason, Birgitta Sif og Kristjana Friðbjörnsdóttir. Í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu fer fram metnaðarfullt starf og hafa verið settar upp þar fjölmargar sýn- ingar fyrir yngstu leikhúsgestina og leikskólabörnum boðið þangað í heimsókn að kynnast leikhúsinu. Gunnar Helgason hefur unnið fjölþætt starf fyrir börn á sviðum leik-, söng- og ritlistar. Nýjustu bækur hans, Víti í Vestmannaeyjum og Aukaspyrna á Akureyri eru sagð- ar skrifaðar af næmni og kímni og gleðja lesendahóp sem ekki á alltaf auðvelt með að finna lesefni við hæfi. Kristjana Friðbjörnsdóttir hefur skrifað sex barnabækur, þrjár um spæjarann Fjóla Fífils og þrjár um hina óforbetranlegu Ólafíu Arndísi. Sögurnar eru að sögn dómnefndar IBBY sagðar bráðfyndnar og skemmtilegar. Birgitta Sif er nýliðinn í hópnum, en hennar fyrsta bók, Ólíver, kom út í Bretlandi um svipað leyti og hér. Birgitta skrifaði söguna og teiknaði. Söguheimurinn er sagður fjöl- breyttur og lifandi og boðskapurinn hlýr og fallegur. Vorvindaviðurkenningar IBBY hafa verið afhentar árlega frá árinu 1987 og eiga þær að vekja athygli á þeim fersku vindum sem blása í barnamenningunni hverju sinni. Arndís Þórarinsdóttir, formaður IBBY á Íslandi, segir það vera markmið stjórnar samtakanna að fylgjast með því sem vel er gert á þessu sviði og vekja athygli á því. „Á vorin förum við að rifja upp hvað stóð upp úr því góða starfi sem unnið er á sviði barnamenningar,“ segir hún „Það er erfitt að skrifa og skapa efni fyrir börn, fjárhagslega og á annan hátt, og okkur finnst mikil- vægt að hvetja til dáða þá sem hafa verið að standa sig vel. Athyglin beinist mikið að bókmenntum en engu að síður hefur þetta með alla barnamenningu að gera.“ Rithöfundar og Kúlan hlutu viðurkenningu  Árlegar Vorvinda- viðurkenningar IBBY afhentar Ljósmynd/Áslaug Jónsdóttir Verðlaunahafar Sigþrúður Gunnarsdóttir tók við viðurkenningu Birgittu Sifjar, Þórhallur Sigurðsson og Tinna Gunnlaugsdóttir frá Þjóðleikhúsinu, og rithöfundarnir Kristjana Friðbjörnsdóttir og Gunnar Helgason. viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt 2-lock endalæsing KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA STARTREKINTODARKNESS3D KL. 5:10 - 8 - 10:45 STARTREKINTODARKNESS2D KL.7:20-10:10 STARTREKINTODARKNESS VIP KL. 5:10 - 8 - 10:45 PLACE BEYOND THE PINES KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 33D KL. 5:10 - 8 - 10:40 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 5:30 - 8 - 10:30 BURT WONDERSTONE KL. 5:10 KRINGLUNNI STARTREKINTODARKNESS3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:10 BURT WONDERSTONE KL. 8 ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 5:50 STARTREKINTODARKNESS3D KL. 5:10 - 8 - 10:50 STARTREKINTODARKNESS2D KL.4:40-7:30-10:20 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 7:30 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:10 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 5 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK STARTREKINTODARKNESS3D KL. 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 5:20 - 8 THE CROODS ÍSLTAL KL. 5:50 AKUREYRI STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:40 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á  H.S. - MBL GRJÓTHÖRÐ SPENNUMYND Í ANDA DIE HARD  NEW YORK OBSERVER  THE PLAYLIST J.J. ABRAMS ER MÆTTUR MEÐ BESTU HASARMYND ÞESSA ÁRS!  EMPIRE  FILM  T.V. - BÍÓVEFURINN  THE GUARDIAN “STÓRFENGLEG” “EXHILARATING” “ALDEILIS RÚSSÍBANI, ÞESSI MYND. SJÁÐU HANA!” “FRÁBÆR”

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.