Morgunblaðið - 16.05.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013
Björn Bjarnason, fyrrverandimenntamálaráðherra, er
hugsandi yfir ráðningarmálum
tveggja menningarstofnana. Hann
skrifar:
Kristinn E.Hrafnsson
myndlistarmaður
heldur áfram að
skrifa um ráðningu
nýs rektors Listahá-
skóla Íslands í
Morgunblaðið. Við
blasir að stjórn skólans hefur að
minnsta kosti farið á svig við lög ef
ekki brotið þau með vali sínu á eft-
irmanni Hjálmars H. Ragnarssonar.
Skrýtin er röksemdin að nýi rekt-orinn hafi ekki kennt við skól-
ann af því að hann hafi ekki haft
tíma til þess þegar tilmæli bárust
og að þetta skuli notað sem rök fyr-
ir ráðningunni.
Hið einkennilega við þessar um-ræður er að ekki skuli birt
nöfn umsækjenda um rektorsstöð-
una.
Þá er furðulegt að ekki skuli birtnöfn þeirra sem sóttu um stöðu
framkvæmdastjóra Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands.
Rétt er að minna á að fulltrúarVG sitja í formennsku stjórna
beggja þessara stofnana en leynd-
arhyggja sýnist vera kær trúnaðar-
mönnum flokksins.
Á sínum tíma lá ekki í augumuppi hvaða leið mundi duga til
að skapa sátt þegar Listaháskóli Ís-
lands kom til sögunnar.
Sé ekki gætt vandaðra stjórn-sýsluhátta við allar ákvarðanir
vegna yfirstjórnar skólans er vegið
að stoðum hans.“
Björn Bjarnason
Leyndarhyggja
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 15.5., kl. 18.00
Reykjavík 7 skýjað
Bolungarvík 2 skýjað
Akureyri 3 alskýjað
Nuuk 0 snjókoma
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló 10 skýjað
Kaupmannahöfn 17 heiðskírt
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 13 heiðskírt
Lúxemborg 12 skýjað
Brussel 15 heiðskírt
Dublin 8 skúrir
Glasgow 12 léttskýjað
London 12 léttskýjað
París 16 skýjað
Amsterdam 13 léttskýjað
Hamborg 22 skúrir
Berlín 25 heiðskírt
Vín 22 léttskýjað
Moskva 21 skýjað
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 12 léttskýjað
Barcelona 16 skúrir
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 18 skýjað
Aþena 22 heiðskírt
Winnipeg 16 skýjað
Montreal 16 alskýjað
New York 14 alskýjað
Chicago 26 skýjað
Orlando 26 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:08 22:41
ÍSAFJÖRÐUR 3:47 23:12
SIGLUFJÖRÐUR 3:29 22:56
DJÚPIVOGUR 3:32 22:17
Við sérhæfum okkur í
vatnskössum og bensíntönkum.
Gerum við og eigum nýja til á lager.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Síldarvinnslan hefur óskað eftir leyfi
bæjarfélagsins Fjallabyggðar til að
rífa mjölhúsið á Siglufirði sem er í
eigu fyrirtækisins. Umsóknin var
rædd á fundi bæjarstjórnar í gær-
kvöldi en afgreiðslu hennar var
frestað að ósk eigenda hússins.
Einhverjir bæjarbúar eru þó
ósáttir við þau áform og hafa ritað
bæjaryfirvöldum erindi vegna niður-
rifsins. Þeir vilja að það fari í
grenndarkynningu svo íbúarnir fái
að segja sitt um málið. Einnig hafa
þeir áhyggjur af tekjutapi bæjarins
vegna glataðra fasteignagjalda.
Steingrímur Kristinsson er einn
þeirra en hann segir að margir vilji
að bærinn geri eitthvað við húsið því
það megi nota til margvíslegra
hluta.
„Það eru margar ástæður gegn
niðurrifi. Í fyrsta lagi tapar bærinn
fasteignagjöldum en það eru nóg not
fyrir húsið. Menn hafa komið varð-
andi námugröft á Grænlandi og hef-
ur litist vel á húsið sem olíugeymslu
fyrir starfsemina,“ segir hann.
Að sögn Ingvars Erlingssonar,
forseta bæjarstjórnar Fjallabyggð-
ar, ber bænum hins vegar engin
skylda til að fara með niðurrif húss-
ins í grenndarkynningu eða e.k. mat.
Auk þess sé erfitt fyrir bæinn að
hafna beiðni eigenda hússins um að
fá að rífa það. Til þess þurfi mjög
haldbær rök og þá þyrftu að lík-
indum að koma til bætur eða að
bærinn eignaðist húsið.
„Það er nokkuð sem menn hafa
ekki séð sér neinn hag í því að gera,“
segir Ingvar.
Finna önnur not fyrir svæðið
Hann segir jafnframt að tekjutap
vegna glataðra fasteignagjalda verði
væntanlega tímabundið.
„Ef þetta hús fer þá yrði það okk-
ar fyrsta verk að skipuleggja önnur
not fyrir svæðið sem falla að um-
hverfinu og þörfum sveitar-
félagsins,“ segir Ingvar.
Til skoðunar að rífa mjölhúsið
Ósáttir íbúar
senda erindi til
bæjarstjórnar
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Geymsla Mjölhúsið á Siglufirði var fyrst tekið í notkun árið 1946.