Morgunblaðið - 16.05.2013, Side 22

Morgunblaðið - 16.05.2013, Side 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Ekki sér fyrir endann á samdrátt- arskeiðinu í evruríkjunum 17 miðað við hagtölur, sem birtust í Evrópu í gær. Þannig dróst landsframleiðsla saman að meðaltali um 0,2% á evru- svæðinu á síðasta ársfjórðungi og síðustu 12 mánuði hefur samdrátt- urinn numið 1%. Alls hefur lands- framleiðsla á evrusvæðinu nú dreg- ist saman í sex ársfjórðunga samfellt, lengsta samdráttarskeið frá því evran var tekin í notkun um aldamótin. „Þessar tölur sýna enn og aftur að evrusvæðið er áfram veikasti hlekk- urinn í hagkerfi heimsins,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Peter Vand- en Houte, sérfræðingi greiningar- deildar hollenska bankans ING. Houte bætti þó við að ekki væri úti- lokað að úr færi að rætast á síðari hluta ársins. Landsframleiðsla jókst um 0,1% í Þýskalandi á tímabilinu frá janúar til mars, samanborið við ársfjórðung- inn á undan en þá mældist 0,7% sam- dráttur í þessu stærsta hagkerfi Evrópu. En í Frakklandi dróst landsfram- leiðsla saman um 0,2% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þar er nú hafið samdráttarskeið samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum hag- fræðinga en franska hagkerfið dróst einnig saman um 0,2% á síðasta fjórðungi ársins 2012. Þá mældist 0,5% samdráttur í landsframleiðslu bæði Spánar og Ítalíu. „Við efumst um að varanlegur efnahagsbati sé í augsýn á svæðinu,“ sagði Ben May, sérfræðingur hjá Capital Economics í Lundúnum, við AFP. 19 milljónir án atvinnu Um það bil 19 milljónir manna á evrusvæðinu eru nú án atvinnu en þar búa samtals um 340 milljónir. Atvinnuleysi í Grikklandi og á Spáni mælist nú um 27%. Þá mælist at- vinnuleysi 10,6% í Frakklandi. gummi@mbl.is Ekki sér fyrir endann á samdráttarskeiði  Landsframleiðsla á evrusvæði dróst saman um 1% á síðasta ári  Samdráttur mælist nú í franska hagkerfinu Bandaríska skatt- stofan, IRS, sætir nú harðri gagn- rýni fyrir rann- sókn, sem gerð var á íhalds- sömum sam- tökum, tengdum Teboðshreyfing- unni svonefndu, sem sóttu um undanþágur frá skattareglum. Niðurstaða rannsóknar á vegum bandaríska fjármálaráðuneytisins bendir til þess að skattstofan hafi ekki haft hlutleysi og meðalhóf að leiðarljósi við þessa rannsókn og starfsmenn hennar hafi látið stjórn- ast af fordómum og dregið vísvitandi lappirnar við að afgreiða umsókn- irnar. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í vikunni, að framganga skatt- stofunnar væri óafsakanleg og óþol- andi. Hann lagði áherslu á að Hvíta húsið hefði ekki vitað af málinu fyrr en skýrslu fjármálaráðuneytisins var skilað fyrir nokkrum vikum. Eric Holder dómsmálaráðherra hefur falið bandarísku alríkislögregl- unni, FBI, að rannsaka hvort starfs- menn IRS hafi brotið lög. Þá hafa for- ustumenn Repúblikanaflokksins hvatt Obama til að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka málið. En Holder og FBI sæta einnig gagnrýni eftir að í ljós kom að lög- regla lagði hald á gögn um símtöl blaðamanna fréttastofunnar Associa- tet Press. Holder varði þessar að- gerðir og sagði að þær hefðu tengst rannsókn á mjög alvarlegum upplýs- ingaleka sem hefði ógnað öryggi bandarísks almennings. Málið virðist tengjast rannsókn á frétt um hryðjuverkaáform. AP- fréttastofan segir að í fréttinni hafi verið fjallað um aðgerðir bandarísku leyniþjónustunnar CIA í Jemen á síð- asta ári en þá hafi tekist að koma í veg fyrir áform hryðjuverkasamtak- anna al-Qaeda um að koma sprengju fyrir í farþegaflugvél á leið til Banda- ríkjanna. Yfir 50 bandarískar fréttaveitur, þar á meðal Dow Jones, New York Times og Washington Post, sendu í gær frá sér formleg mótmæli vegna málsins. Bæði þessi mál eru óþægileg fyrir Obama sem hefur lagt áherslu á að bæta samskiptin við Bandaríkja- þing. gummi@mbl.is Alríkisstofnanir á hálum ís  Rannsóknir sæta gagnrýni Barack Obama Þýskir umhverfisverndarsinnar föðmuðu í vikunni tré í Gruga-skemmtigarðinum í Essen til að sýna ást sína á óspilltri náttúru. Um var að ræða þátt í herferð á veg- um alþjóðlegu umhverfissamtakanna WWF og sjón- varpsstöðvarinnar Pro Sieben sem hvöttu fólk til að sýna trjám sérstaka athygli. AFP Innilegt samband við trjágróður Þýskir umhverfissinnar taka þátt í herferð í Essen GLUGGAR OG GLERLAUSNIR idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla • tré- eða ál/trégluggar og hurðir • hámarks gæði og ending • límtré úr kjarnaviði af norður skandinavískri furu • betri ending — minna viðhald • lægri kostnaður þegar fram líða stundir • Idex álgluggar eru íslensk framleiðsla • hágæða álprófílakerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga Byggðu til framtíðar með gluggum frá Idex

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.