Morgunblaðið - 22.06.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Heimamenn voru sáttir við þau orð Hreins Har-
aldssonar vegamálastjóra að hugsanlega yrði
hægt að ljúka nýjum Vestfjarðavegi um Gufu-
dalssveit árið 2017 í stað 2018 ef allt gengur að
óskum,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir inn-
anríkisráðherra. Hún og vegamálastjóri voru á
meðal frummælenda á málþingi um samgöngu-
mál á Vestfjörðum sem haldið var á Tálknafirði í
gær. Þingið sóttu rúmlega hundrað manns víðs-
vegar að af Vestfjörðum, þeirra á meðal fulltrúar
sveitarfélaga og atvinnulífsins.
Hanna Birna sagði að heimamenn hefðu lýst
ánægju sinni með að leiðin um Teigsskóg yrði
sett í umhverfismat líkt og aðrir valkostir um
legu nýs Vestfjarðavegar í Gufudalssveit. „Það
hefur lengi verið vilji heimamanna,“ sagði Hanna
Birna. Hún sagði ljóst að sunnanverðir Vestfirðir
hefðu orðið útundan í samgöngubótum en stefnt
væri að því að núgildandi samgönguáætlun 2011-
2022 yrði fylgt. Í henni er gert ráð fyrir gerð
Dýrafjarðarganga á árunum 2015-2018 og jafn-
framt veggerð um Dynjandisheiði á sama tíma.
„Ég reyndi að fullvissa heimamenn um að við
hefðum skilning á ástandinu og að stefnt væri að
því að standa við þá forgangsröðun sem kemur
fram í samgönguáætlun,“ sagði Hanna Birna.
Hún lýsti einnig vilja til að stofna samráðshóp
um heilsárssamgöngur við Árneshrepp.
Heimamenn ánægðir með Teigsskóg
Innanríkisráðherra og vegamálastjóri fóru á fund Vestfirðinga um samgöngumál í fjórðungnum
Staðið verður við samgönguáætlun 2011-2022 Í henni er gert ráð fyrir Dýrafjarðargöngum
Morgunblaðið/Guðlaugur
Tálknafjörður Hanna Birna Kristjánsdóttir og Hreinn Haraldsson komu á fundinn ásamt fleirum.
Vestfirskar samgöngur
» Þéttbýlisstaðir á Vest-
fjörðum eru einu byggðarlög
landsins sem ekki eru í heils-
ársvegasambandi, hvorki sín á
milli né heldur við aðal-
þjóðvegakerfið.
»V onir standa til að fram-
kvæmdum á Vestfjarðavegi 60,
Kjálkafjörður – Eiði, verði lokið
haustið 2014 , ári fyrr en áætl-
anir gerðu ráð fyrir.
»F undurinn undirstrikaði
mikilvægi innanlandsflugs fyrir
fjórðunginn og hvatti innanrík-
isráðherra til að tryggja fram-
tíð þess.
Jón Heiðar Gunnarsson
jonheidar@mbl.is
„Sundlaugarnar hér eru stórkostleg-
ar og alveg ótrúlega margar í svona
litlu landi,“ segir Marc Neyens,
franskur ferðalangur sem hefur
skipt á íbúðum við Evrópubúa í yfir
tuttugu ár ásamt eiginkonu sinni,
Renée. Hjónin sem nú eru stödd hér
á landi, fóru á eftirlaunaaldur árið
1991 og hafa verið dugleg við slík
ferðalög allar götur síðan. Í fyrstu
fóru þau fjórum sinnum á ári í slík
ferðalög en síðustu misseri hafa þau
farið tvisvar á ári þar sem þau eru
bæði komin á níræðisaldur.
Hjónin hafa aldrei lent í vandræð-
um með gesti sína og segja íbúðina
ávallt hreina og fína þegar þau koma
heim. „Íslendingurinn sem var í
íbúðinni okkar í fyrra sló blettinn
fyrir okkur og ein konan hreinsaði
gluggana svo vel að ég gekk nánast á
þá þegar ég kom heim,“ segir Marc
hlæjandi.
Hjónin tala mjög litla ensku en
þrátt fyrir það hafa ferðalögin geng-
ið vel. „Við notum blýant og stílabók
og teiknum myndir ef við lendum í
vandræðum,“ segir Marc sem fagn-
ar því að íslensk dagblöð skuli bjóða
upp á suduko-þrautir.
Dvölin á Íslandi hefur verið frá-
bær að sögn þeirra en þetta er ann-
að árið í röð sem þau koma hingað til
lands. Þeim fannst sérstaklega gam-
an að fylgjast með öllum gömlu bíl-
unum á bíladögum Akureyrar og
fylltust miklu stolti við heimsókn
sína á hvalveiðisafnið á Húsavík. Þar
lásu þau um að Baskar hefðu kennt
Íslendingum hvalveiðar á sínum
tíma en þau búa í þeim hluta Frakk-
lands sem er hluti af Baskalandi.
„Teiknum myndir ef við
lendum í vandræðum“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vaskir öldungar Frönsk hjón á níræðisaldri hafa stundað íbúðarskipti í yfir 20 ár og elska Ísland.
Fylltust stolti á Húsavík Frábær dvöl á Íslandi
Nýr bátur, Amma Kibba, bættist í
flota hvalaskoðunarfyrirtækisins
Gentle Giants á Húsavík í gær. Um
er að ræða nýsmíðaðan 12 metra
langan harðbotna slöngubát (RIB)
með tveimur 400 hestafla vélum
sem eru innanborðs. Amma Kibba
getur flutt 24 farþega og er smíðuð
í Póllandi.
Amma Kibba fór í sína fyrstu
siglingu við Íslandsstrendur upp úr
hádegi í gær. Lagt var úr höfn á
Akureyri og farið yfir til Húsavík-
ur, með viðkomu í Hrísey og Flatey
á Skjálfanda.
Gentle Giants keypti RIB-bátinn
Ömmu Siggu fyrir tveimur árum.
Amma Sigga er minni en Amma
Kibba en bátarnir heita eftir ömm-
um Stefáns Guðmundssonar, eig-
anda og framkvæmdastjóra Gentle
Giants. Amma Kibba hét Kristbjörg
Héðinsdóttir og amma Sigga hét
Sigríður Sigurbjörnsdóttir.
Amma Kibba bætist í flota
Gentle Giants á Húsavík
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Amma Kibba Myndin var tekin út af Hauganesi við Eyjafjörð þegar nýi bát-
urinn þaut framhjá á leið sinni til Húsavíkur. Þar flytur hann ferðamenn.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
lau. 10-18, sun. 12-18, mán. - fös. 11-18:30
1. júní - 7. júlí
Útsala.....
25-50%
afsláttur
yfir 1.200 vöruliðir á afslætti
„Grunngildin í þessu starfi eru
traust og heiðarleiki og peningar
koma aldrei við sögu,“ segir
Sesselja Traustadóttir, umboðs-
maður Intervac á Íslandi.
„Þetta eru alþjóðleg samtök
sem halda utan um íbúðaskipti
fólks sem vill ferðast um heim-
inn á ódýran og skemmtilegan
hátt. Samtökin hafa verið starf-
rækt í yfir 60 ár en elsta auglýs-
ingin frá Íslandi er frá 1970,
þegar Vestmannaeyingur aug-
lýsti íbúð sína til skipta stuttu
fyrir gos.
„Þetta starf
hefur gefist
frábærlega og
allir Íslend-
ingar fá íbúða-
skipti við sitt
hæfi,“ segir
Sesselja en
fjöldi Íslend-
inga í samtökunum hefur fimm-
faldast frá 2009.
„Stór kostur við íbúðaskiptin
er að maður neyðist til að taka
íbúðina sína reglulega í gegn,“
segir hún.
Íslendingar í íbúðaskipti
ÓDÝR OG SKEMMTILEG LEIÐ TIL AÐ FERÐAST