Morgunblaðið - 22.06.2013, Síða 26

Morgunblaðið - 22.06.2013, Síða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013 … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsska- purinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfs- fólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar. Tilboð júní og júlí 9.900 kr. Gildir 1. júní-31. júlí 25% afsláttur af íþróttafatnaði og fæðubótarefnum Tilboð trimform 7.500 kr. 5 skipti og gildir í 2 vikur Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma Bjóðum einnig upp á trimform Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Lýðræðislegi vinstriflokkurinn, minnsti flokkurinn í samsteypu- stjórninni í Grikklandi, hefur ákveð- ið að ganga úr henni vegna óánægju með þá ákvörðun að loka gríska ríkisútvarpinu, ERT. Gríska stjórnarandstaðan sagði að brott- hvarf flokksins úr stjórninni veikti hana og myndi torvelda henni að knýja fram óvinsælar sparnaðar- aðgerðir sem lánardrottnar Grikkja, Evrópusambandið og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hafa krafist. Lýðræðislegi vinstriflokkurinn dró tvo ráðherra sína og tvo að- stoðarráðherra út úr stjórninni en hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann styðji stjórnina áfram á þinginu. Flokkurinn er með fjórtán þingmenn og ef þeir hætta að styðja stjórnina nýtur hún aðeins stuðn- ings 153 þingmanna af 300. Í stjórninni eru nú tveir flokk- ar: Nýtt lýðræði, mið- og hægri- flokkur Antonis Samaras forsætis- ráðherra, og sósíalistaflokkurinn Pasok. Leiðtogar sósíalista sögðust í gær ekki ætla að slíta stjórnarsam- starfinu. Stjórnarflokkarnir tveir vonast nú til þess að fá fjórtán óflokks- bundna þingmenn til að lofa stjórn- inni stuðningi. Allir þessir þingmenn voru áður í stjórnarflokkunum. Vilja ekki kosningar Leiðtogar stjórnarflokkanna tveggja og Lýðræðislega vinstri- flokksins hafa sagt að ekki komi til greina að rjúfa þing og boða til kosninga. „Enginn vill kosningar núna. Ár er nú liðið síðan stjórnin var mynduð og hún verður við völd út allt kjörtímabilið,“ sagði Sam- aras. Leiðtogar Lýðræðislega vinstriflokksins reiddust forsætis- ráðherranum fyrir rúmri viku þegar hann tilkynnti að ríkisútvarpinu yrði lokað í sparnaðarskyni og nær 2.700 starfsmönnum þess yrði sagt upp störfum. Evrópusambandið og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa lagt fast að stjórninni að segja upp 4.000 ríkisstarfsmönnum fyrir lok ársins. Embættismenn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins hafa þó neitað því að þeir hafi lagt til að ríkisútvarpinu yrði lokað. AFP Deilt um uppsagnir Lokun gríska ríkisútvarpsins mótmælt í Aþenu. Gríska stjórnin veikist vegna deilu um ERT  Lýðræðislegi vinstriflokkurinn gengur úr stjórninni Að minnsta kosti 556 manns hafa farist í flóðum og aurskriðum á norðanverðu Indlandi eftir monsúnrigningar sem hófust óvenjusnemma í ár. Óttast er að fleiri hafi látið lífið þar sem með sér mörg hús, jafnvel heilu þorpin, að sögn indverskra yfirvalda. Á myndinni eru börn í búð- um í Nýju-Delhí fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna vatnavaxta. margra er enn saknað. Yfirvöld hafa kallað út þyrlur og þúsundir hermanna til að bjarga 50.000 manns sem urðu innlyksa á flóðasvæð- unum. Ár hafa flætt yfir bakka sína og hrifið AFP Hundruð manna hafa farist í flóðum á Indlandi Menningarmála- stofnun Samein- uðu þjóðanna, UNESCO, hefur sett ítalska eld- fjallið Etnu á heimsminjaskrá. Etna er hæsta eldfjall Evrópu og eitt af þeim sem gjósa oftast. Sagan segir að eldvirknina í fjallinu megi rekja til þess að guðinn Seifur fangelsaði Typhon, föður allra skrímsla, undir Etnu en þar liggi hann í rekkju sem eilíft klórar bak hans. Til eru ritaðar heimildir um Etnu frá því fyrir 2.700 árum, að sögn embættismanna UNESCO. Ekkert eldfjall í heimi hefur verið jafnítarlega rannsakað og Etna, sem er á Sikiley, og hafa þær rannsóknir skilað gríðarlega miklum fróðleik í eldfjallarannsóknir. Á meðal annarra staða sem settir voru á heimsminjaskrá UNESCO á ársfundi stofnunarinnar í gær eru forn virki í Rajasthan á Indlandi, sandöldurnar í Namib-eyðimörkinni í Namibíu, Pamir-fjöll í Tadsjikistan og Tianshan-fjallgarðurinn í Kína. UNESCO íhugar að bæta um 30 stöðum til viðbótar við heims- minjaskrána, meðal annars Fuji- fjalli í Japan. Etna sett á heims- minjaskrá Eldgos í Etnu á síðasta ári. Stúlkan var í San Pedro- fangelsinu í La Paz ásamt for- eldrum sínum sem afplána fang- elsisdóma. Í fangelsinu eru um 500 börn með foreldrum sínum. Samkvæmt opinberum tölum eru alls 1.500 börn og unglingar neydd til að dvelja í fangelsum landsins með foreldrum sínum. Þau eru lát- in dvelja þar vegna þess að þau eiga enga aðra ættingja sem geta annast þau meðan foreldrarnir af- plána fangelsisdómana. Fangelsi í Bólivíu eru alræmd fyrir slæmar aðstæður. Þau voru hönnuð til að hýsa 3.740 fanga en í þeim eru alls 13.840 fangar. Mál tólf ára stúlku, sem var nauðg- að árum saman í fangelsi, hefur vakið mikla reiði í Bólivíu og um- ræðu um slæmar aðstæður barna sem eru látin dvelja í fangelsum landsins með dæmdum foreldrum sínum. Yfirvöld í Bólivíu segja að stúlk- an sé barnshafandi eftir að faðir hennar, frændi og guðfaðir hefðu nauðgað henni margsinnis í fang- elsinu frá því að hún var átta ára. „Stúlkan er komin tvo mánuði á leið,“ sagði Ramiro Llanos, yfir- maður fangelsa landsins, og bætti við að stúlkan væri nú í umsjá barnaverndaryfirvalda. Reiði vegna barnsnauðgunar AFP Ömurlegar aðstæður 1.500 börn dvelja í fangelsum í Bólivíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.