Morgunblaðið - 28.06.2013, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.06.2013, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 1.695 frá 2.995 Sonax vörur í úrvali 1.799799 2.995 995 399 10 stk 1.895 Barnaskóflur 795 stk 1.795 250 9.995 Tilboð 14.995 4.995 frá 1.695 Skóflur og garðáhöld í miklu úrvali málning, penslar og íblöndunarefni ótal stærðir 9.895 Trönur á gólf Allt til listmálunar Blindrammar Mikið úrval listavara Lækjargötu og Vesturgötu Í dag 28. júní hefst alþjóðlega rat- hlaupamótið ICE-O sem stendur einnig 29. og 30. júní. Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið. Hlaupið verður víða á höfuðborg- arsvæðinu og keppt verður í ýms- um flokkum, fyrir alla aldurs- og getuhópa. Allir eru velkomnir. Ókeypis er í byrjendabrautir og hægt að skrá sig á staðnum. Nú er upplagt tækifæri til að sjá alvöru rathlaupakeppni og taka jafnvel þátt, segir í tilkynningu. Í dag er ræst frá náttúrufræða- húsi Háskóla Íslands, Öskju, milli 18.00-19.00. Á laugardag er ræst við Furulund í Heiðmörk milli 11.00 og 13.00. Á sunnudag er ræst við Nauthólsvík milli 10.00 og 12.00. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu rathlaupafélagsins Heklu, rathlaup.is. Morgunblaðið/Kristinn Rötun Í rathlaupum fá hlauparar kort og nota það til að rata milli stöðva. Allir velkomnir á mót í rathlaupum STUTT Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra segir að hjá íslenskum stjórnvöldum sé engin formleg eftir- grennslan hafin í tengslum við meint eftirlit bandarískra og breskra stjórnvalda með íslenskum borgur- um. „Íslensk stjórnvöld taka þessa umræðu alvarlega.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pí- rata, hóf sérstaka umræðu um málið á Alþingi í gær. Hún sagði að enn hefðu ekki komið fram neinar yfirlýsingar frá íslenskum stjórnvöldum í tengslum við leka þá sem bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden bæri ábyrgð á að hefðu komið fyrir sjónir almennings. „Í því ljósi langar mig að spyrja hæstvirtan innanríkisráðherra hver hennar afstaða sé gagnvart þeim möguleika að um íslenska borgara hafi verið njósnað. Hefur ráðherrann sent bandarískum og breskum yfir- völdum fyrirspurn um hvort fylgst hafi verið með Íslendingum á sama hátt og fylgst hefur verið með öðrum borgurum í Evrópu? Hefur ráð- herrann hæstvirtur farið fram á svör við því hvort að Íslendingar séu líka fórnarlömb NSA-prógrammsins og starfshátta bresku njósnastofnunar- innar GCHQ? Ef svarið er nei þá spyr ég hvort ráðherrann telji ekki nauð- synlegt að fá fram þessar upplýsing- ar? Þögn og andvaraleysi íslenskra yfirvalda er yfirþyrmandi ef hafður er í huga alvarleiki málsins,“ sagði Birg- itta. Fylgjast með umræðunni Hanna Birna sagði að fréttir af uppljóstrunum Snowdens hefðu hvorki verið ítarlegar né nákvæmar. Heldur fjölluðu þær um það hvaða tækni væri til staðar og hvernig hugs- anlegt væri að nýta hana. Hún sagði að nokkrar Evrópuþjóð- ir, þar með talin framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefðu óskað skýrra svara frá breskum og banda- rískum yfirvöldum „um þessar óstað- festu fréttir þess efnis að njósnastofn- anir þeirra hleri ljósleiðara sem flytja símtöl og netsamskipti,“ sagði ráð- herra. „Að sjálfsögðu fylgjast íslensk stjórnvöld með þessari umræðu og munu gera svo áfram. Það eru ís- lenskir hagsmunir að netnotendur geti treyst því að meginreglur ís- lenskra laga um frelsi, mannréttindi og persónuvernd sé fylgt. Verði til rökstuddur grunur um að svo sé ekki verður að sjálfsögðu leitað skýringa á því,“ sagði Hanna Birna. „Það er engin formleg eftirgrennsl- an, formleg athugun eða rannsókn hafin. En íslensk stjórnvöld munu í kjölfar þeirra svara, sem frá Banda- ríkjunum og Bretum berast við þess- um ásökunum, og munu berast Evr- ópusambandinu og öðrum þjóðum, þá munu íslensk stjórnvöld ákveða hvort ástæða sé til að skoða málið sérstak- lega með hliðsjón af hagsmunum Ís- lendinga,“ sagði hún og bætti við að óskað yrði eftir nánari útskýringu frá viðkomandi ríki. Vilja efla net- og upplýsingaöryggi Hanna Birna sagði, að netöryggis- sveit Póst- og fjarskiptastofnunar ásamt Ríkislögreglustjóra og Per- sónuvernd, fylgdist að jafnaði með því að persónuvernd og netöryggi væri sem best tryggt á Íslandi. Ákveðið ör- yggisnet væri nú þegar til staðar. „Áður en þetta tiltekna uppljóstr- unarmál kom upp hafði verið lagður grunnur að skipan samráðshóps inn- an stjórnkerfisins um eflingu netör- yggis,“ sagði Hanna Birna og bætti við að hópnum væri ætlað það verk að vinna að bættu net- og upplýsinga- öryggi. Stefnt væri að því að hópurinn tæki til starfa í lok sumars. Engin formleg eftir- grennslan hafin  Þingmaður Pírata spurði hvort njósnað væri um Íslend- inga  Ráðherra segir stjórnvöld taka umræðuna alvarlega Morgunblaðið/Eggert Málshefjandi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að málið sé ekki einkamál bandarískra né breskra yfirvalda, þetta varði öll lönd heimsins. Umferðaröryggisgjald sem inn- heimt er við almenna skoðun öku- tækis, skráningu ökutækis og skráningu eigendaskipta mun um mánaðamótin hækka úr 400 krón- um í 500 krónur. Í tilkynningu frá Samgöngustofu kemur fram að kveðið sé á um hækkunina í lögum sem sett voru um Samgöngustofu í fyrra en koma til framkvæmda 1. júlí. Gjaldið hækkar úr 400 í 500 krónur Morgunblaðið/Styrmir Kári Jarðhitafélag Íslands veitir í ár ís- lenskum háskólanemum, í fögum tengdum jarðhita, styrki til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur; einn styrk til doktorsnema að upphæð allt að 300.000 kr. og tvo styrki til meistaranema að upphæð allt að 100.000 kr. hvorn. Nánari upplýs- ingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gustaf@samorka.is. Veitir styrki til að sækja ráðstefnur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.