Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 KORTIÐ GILDIR TIL 30. september 2013 RA FYRIR ÁSKRIFENDUR– MEI MOGGAKLÚBBURINN FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1100 Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. MOGGAKLÚBBURINN YFIR 20% AFSLÁTTUR Á GOLFKORTINU TIL 15. JÚLÍ Einstaklingskort: Almennt verð 9.000 kr. Moggaklúbbsverð 7.000 kr. Fjölskyldukort: Almennt verð 14.000 kr. Moggaklúbbsverð 11.000 kr. Golfkortið Kortið veitir fría spilun á 28 völlum um land allt og að auki gildir kortið sem 2 fyrir 1 á nokkra velli. Nú getur þú eða fjölskyldan spilað á samtals 32 völlum án stórútgjalda í fríinu. Hvernig nota ég afsláttinn? Farðu inn á www.golfkortid.is. Veldu „Kaupa kort“ og veldu kortategund. Smelltu á „Afsláttarmiði“ og í auða reitinn slærðu inn: MBL. Afslátturinn birtist þá um leið. 1 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 31 30 29 3 2 32 Allar nánari upplýsingar eru á www.golfkortid.is FRAMLENGTTILBOÐ! Æðstu ráðamenn Evrópusam- bandslanda munu funda í tvo daga, m.a um þann vanda sem mörg lönd- in glíma við, sem er að atvinnuleysi er í hæstu hæðum. Í Evrópusam- bandinu er um fjórðungur þeirra sem eru á aldrinum 18 til 25 ára at- vinnulaus. Í Grikklandi og á Spáni er nærri helmingur þeirra sem eru á þessum aldri atvinnulaus. Verið er að íhuga að nýta sex milljarða evra fyrr en ætlað var til að undirbúa ungt fólk fyrir atvinnu- lífið. Meðal þess sem rætt verður um að bjóða unga fólkinu upp á eru góðar lærlingsstöður eða vinna á fyrstu fjórum mánuðunum eftir að viðkomandi missti vinnuna eða hætti námi. Þetta kemur fram í frétt BBC. Framkvæmdastjórn ESB viður- kennir hins vegar að til þess að auka atvinnusköpun þurfi ríkin að gera vinnumarkaðinn sveigjanlegri, örva þurfi vöxt og draga úr skatt- heimtu á lítil og meðalstór fyrirtæki og aðrar byrðar sem hamla rekstri þeirra. Fram kemur í fréttinni að um 99% fyrirtækja í ESB séu lítil og meðalstór og 70% landsmanna vinni fyrir þau. Í drögum að því sem rætt verður um á fundinum kemur fram að mik- ilvægt sé að draga úr skattheimtu á vinnuafl til að fjölga störfum og auka samkeppnishæfni. Takast á við atvinnuleysisvandann AFP Stoltur Þeir sem flagga ESB-fána eru misánægðir með það.  Fjöldi ungs fólks atvinnulaus í ESB Fjármálaráðherrar Evrópusam- bandslandanna hafa gert með sér drög að samkomulagi um hvernig bjarga eigi bönkum sem glíma við rekstrarvanda án þess að skatt- greiðendur sitji uppi með reikning- inn. Lánardrottnar og hluthafar bankanna munu taka á sig fyrsta höggið, því næst innstæðueigendur sem eiga meira en 100 þúsund evr- ur. Ef það verður ekki nóg, er kall- að eftir ríkisaðstoð, segir í frétt BBC. Þetta muni leiða til þess að eitt og sama regluverkið muni gilda um hvernig bjarga skuli bönkum í Evr- ópu. En mörgum bönkum í Evrópu- sambandinu hefur verið bjargað á kostnað skattgreiðanda á undan- förnum árum. Næsta skref er að Evrópuþingið taki málið á dagskrá. AFP Breyta og bæta Taka þarf til í efna- hagsreikningi ýmissa banka. Bjarga bönkum  Eitt regluverk fyr- ir björgunaraðgerðir Í maímánuði voru nýskráð 189 einkahlutafélög, flest í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Til sam- anburðar var nýskráð 151 einka- hlutafélag í maí í fyrra. Fyrstu 5 mánuði þessa árs var fjöldi ný- skráninga 853, en það er 15,7% aukning frá sama tíma í fyrra þeg- ar 737 fyrirtæki voru skráð, segir í frétt frá Hagstofu Íslands. Þá voru 105 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í maí, flest í bygg- ingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 5 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 459, en það er tæplega 12% fækkun frá í fyrra. 15,7% fjölgun nýskráninga Í lok árs 2011 skulduðu fjöl- skyldur á aldrin- um 35-49 ára mest allra ald- urshópa. Saman- lagðar skuldir þeirra voru 809,3 ma.kr. sem sam- svarar um 43% af heildarskuldum og höfðu dregist saman um 7,6% á milli ára. Um 19% fjölskyldna skulduðu ekkert í árs- lok 2011. Af skuldsettum fjölskyld- um skuldaði helmingur 6 milljónir króna eða minna og 90% skuld- settra fjölskyldna skulduðu minna en 31,4 m.kr. Samanlagðar skuldir allra, að frátalinni hæstu skuldatí- undinni, voru 1,1 ma.kr. eða 59% heildarskulda. Fjölskyldur sem til- heyrðu hæstu skuldatíundinni, þ.e. þær fjölskyldur sem skulduðu mest, skulduðu samanlagt 767 ma.kr., samkvæmt frétt á vef Hag- stofunnar. 35-49 ára skuldugust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.