Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 24
AFP Pattstaða Sheremetyevo-flugvöllurinn í Moskvu þar sem Edward Snowden hefur setið fastur síðustu sex daga. Snowden hefur leitað hælis í Ekvador. Mál bandaríska uppljóstrarans Edwards Snowdens er í pattstöðu eftir að stjórnvöld í Rússlandi neit- uðu að afhenda hann til verktaka á vegum Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA), líkt og stjórn- völd í Bandaríkjunum höfðu óskað eftir með óformlegum hætti. Þetta sagði ónefndur rússneskur embætt- ismaður í samtali við rússnesku fréttaveituna Interfax í gær. Sam- kvæmt embættismanninum hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum ekki enn farið fram á það með formlegum hætti að Snowden verði framseldur. Enn sem komið er situr Snowden fastur á millilendingarsvæði á flug- velli í Moskvu en í dag eru sex dagar síðan hann lenti á vellinum um borð í rússneskri farþegaþotu sem kom þangað frá Hong Kong. Hann bíður þess nú að stjórnvöld í Ekvador taki afstöðu til hælisumsóknar hans. Að sögn embættismannsins mun lausn nást í málinu um leið og eitthvert ríki veitir Snowden hæli. skulih@mbl.is Snowden situr fastur  Kemst ekki af flugvelli í Moskvu 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 Aðeins þrjú verð: 690 kr.390 kr.290 kr. kvöld í eyðimörk rétt vestan viðherflugvöllinn. Lögreglu- ogslökkviliðsmenn frá bæði herflug- vellinum og smábæjum í næsta ná- grenni brugðust við slysinu. Ekki liggur enn fyrir hver orsök slyssins var. Í marsmánuði árið 1999 voru allar F-16-orrustuþoturnar á Luke-her- flugvellinum settar í flugbann eftir að ein þeirra brotlenti í eyðimörk- inni en þá höfðu fjórar aðrar þotur af sömu gerð, síðan í október 1998, lent í svipuðum óförum eftir að hafa hafið sig til flugs af Luke-vellinum. Bandarísk orrustuþota af gerðinni F-16 Fighting Falcon hrapaði rétt fyrir utan Luke-herflugvöllinn í út- jaðri Phoenix-borgar í Arizona í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Báðir flugmenn þotunnar sluppu án meiðsla en þeim tókst að skjóta sér úr vélinni áður en hún lenti á jörð- inni. Greint var frá þessu í gær á vefsíðu bandaríska dagblaðsins The Washington Post. Flugmennirnir voru á reglubund- inni æfingu þegar slysið átti sér stað en þotan hrapaði til jarðar um sjöleytið síðastliðið miðvikudags- F-16-þota hrapaði  Báðir flugmennirnir lifðu af slysið  Orsök slyssins liggur ekki enn fyrir www.wikipedia.org Orrustuþota F-16 Fighting Falcon-orrustuþota á vegum Bandaríkjahers. Suður-Afríkumenn söfnuðust saman í Soweto í gærkvöldi til að biðja fyrir Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku. „Honum líður mun betur í dag en þegar ég heimsótti hann í gærkvöldi,“ sagði Jacob Zuma, forseti landsins, við fjölmiðla fyrr um daginn. Zuma lagði áherslu á að læknar á hjartalækningadeild Mediclinic- sjúkrahússins í Pretoríu, þar sem Mandela ligg- ur þungt haldinn, ynnu framúrskarandi starf. AFP Beðið fyrir frelsishetjunni Mandela Nelson Mandela lá enn þungt haldinn á sjúkrahúsi í gærkvöldi Lögreglumenn í borginni Bacoor á Filippseyjum björguðu í fyrradag 29 konum sem selja átti mansali til Suður-Kóreu. Þá voru fimm handteknir vegna málsins og hafa þeir verið ákærðir fyrir að selja svokallaðar póstbrúðir (e. mail order brides). Hámarksrefsing fyrir mansal í Filippseyjum er 20 ára fangels- isvist. Konurnar fundust við húsleit í borginni en lögreglan hafði feng- ið ábendingu um að í húsinu færi fram mansalsstarfsemi. „Við höf- um bjargað 29 konum sem voru blekktar með loforðum um ríki- dæmi ef þær giftust kóreskum herramönnum,“ segir Reginald Villasanta, yfirmaður sérsveitar á vegum lögreglunnar sem rann- sakar skipulagða glæpastarfsemi. Björguðu póstbrúðum Filippseyjar Tollverðir í pólsku hafn- arborginni Gdynia hafa gert upptæka rúm- lega milljón fals- aðra smokka sem fundust í kín- verskum skipa- gámi. Smokk- arnir voru ranglega merktir með tékknesku vörumerki og er talið að þeir hafi verið ætlaðir fyrir Evr- ópumarkað. Auk smokkanna lögðu tollverðirnir hald á alls kyns fals- aðan varning, þ.á m. „iPhone“-síma og „Gucci“-veski. Heildarvirði varningsins er talið vera tæpar átta milljónir íslenskra króna. skulih@mbl.is Lögðu hald á smokka Pólland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.