Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta eru hátíðartónleikar í tilefni þess að Verdi og Wagner hefðu báð- ir orðið 200 ára á þessu ári,“ segir Jóhann Smári Sævarsson bass- barítónsöngvari, um tónleika sem hann stendur fyrir í Stapanum í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á morgun kl. 16. Þar koma fram auk hans þau Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Elsa Waage kontraalt og Jóhann Friðgeir Valdimarsson ten- ór, en píanóundirleikur er í höndum Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Aðspurður um efnisskrána segir Jóhann Smári að boðið verði upp á aríur, dúetta, tríó og kvartetta úr mörgum frægustu óperum meist- aranna tveggja. Þeirra á meðal eru Rigoletto, Don Carlos, La traviata, Falstaff og Grímudansleikurinn eft- ir Verdi og Hollendingurinn fljúg- andi, Rínargullið, Lohengrin og Á valdi örlaganna eftir Wagner. „Þarna verður því stórskotalið söngvara að takast á við fallegar perlur,“ segir Jóhann Smári, sem staðið hefur fyrir óperutónleikum bæði norðan og sunnan heiða síð- ustu árin á vegum félagsins Norður- óp sem hann stofnaði 2000, má þar nefna flutning á Toscu í Keflavík- urkirkju sumarið 2011 og Évgení Ónegín í fyrrasumar. „Ég stofnaði Norðuróp til að búa til verkefni á sumrin, því við erum flest mikið upptekin á veturna bæði hér- og erlendis,“ segir Jóhann Smári. Sjálfur er hann nýkominn heim frá Skotlandi þar sem hann fór með hlutverk Hollendingsins fljúg- andi í samnefndri óperu Wagners hjá Skosku óperunni. „Þeir eru bún- ir að bóka mig aftur í haust til að syngja styttuna í Don Giovanni eftir Mozart í leikstjórn sir Thomasar Allens,“ segir Jóhann Smári og tek- ur fram að hann sé nýbúinn að senda myndir af sér frá öllum hlið- um ásamt líkamsmáli til þess að leikmunadeild Skosku óperunnar geti búið til styttu sem líkist fyr- irmyndinni. „Það væri gaman að fá að taka styttuna með heim að sýn- ingum loknum og hafa hana bara í garðinum,“ segir Jóhann Smári kíminn. „Síðan er ég í viðræðum við þá um þrjú önnur hlutverk á ár- unum 2014 og 2015, sem er of snemmt að segja frá þar sem samn- ingar eru ekki enn í höfn,“ segir Jó- hann Smári leyndardómsfullur. Af öðrum nýlegum verkefnum hjá Jóhanni Smára má nefna einsöng hans í sinfóníu nr. 8 eftir Mahler með Berlínarsinfóníunni undir stjórn Thomasar Hennigs í Berl- ínarfílharmóníunni í beinni útvarps- útsendingu, en þar tóku þátt 150 manna hljómsveit, 450 manna kór og barnakór auk átta einsöngvara. „Ég fékk þetta verkefni með mjög skemmtilegum hætti. Umboðsmað- urinn minn hafði sent mig í prufu hjá Wagner-sérfræðingi í Berlín, en hún er ráðgjafi fyrir umboðs- skrifstofur, óperuhús og hljómsveit- arstjóra. Ég var búinn að syngja nokkrar aríur þegar síminn hennar hringir. Í miðju símtali spurði hún mig hvort ég hefði sungið 8. sinfóníu Mahlers sem ég jánkaði og þar með var ég ráðinn á staðnum. Þá hafði sá sem tekið hafði að sér verkefnið þurft að hætta við á seinustu stundu þar sem hann treysti sér ekki, enda gerir verkið miklar kröfur um bæði breitt raddsvið og mikinn radd- styrk,“ segir Jóhann Smári og rifjar upp að hljómsveitarstjórinn hafi á fyrstu æfingu spurt sig hvort hann hefði ekki örugglega raddstyrkinn í þetta því hljómsveitin spilaði sterkt samkvæmt kröfu tónskáldsins. Jóhann Smári fagnaði 20 ára óp- eruafmæli á síðasta ári, en hann þreytti frumraun sína í La Bohème í Borgarleikhúsinu 1992 og hefur síðan sungið í 63 uppfærslum í 22 óperuhúsum víðs vegar um heim. „Ég náði aldrei að halda upp á af- mælið í fyrra, en hyggst bæta úr því 25. ágúst nk. í Hljómahöllinni og fá til mín ýmsa einsöngsvini mína,“ segir Jóhann Smári og bætir við: „Ég hef verið mjög heppinn með hlutverkin sem ég hef fengið og allt- af ráðið vel við þau. Ég á það Demma [Sigurði Demetz] mikið að þakka, því hann brýndi alltaf fyrir mér að fara mér ekki of geyst og taka ekki að mér hlutverk nema ég væri tilbúinn, enda væri fórn- arkostnaðurinn mikill væri maður að syngja hlutverk sem röddin réði enn ekki við. Hann minnti mig líka stöðugt á að röddin þyrfti að þrosk- ast. Núna er þroskinn hins vegar kominn, röddin er stabíl og tæknin steinliggur, þannig að nú er upp- skerutími.“ „Þetta er stórskotalið söngvara“  Hátíðartónleikar til heiðurs Verdi og Wagner í Hljómahöll á morgun kl. 16 Morgunblaðið/Ómar Listafólkið Jóhann Friðgeir, Helga Bryndís, Jóhann Smári, Elsa og Bylgja Dís hyggjast heiðra Verdi og Wagner. Kynningarmiðstöð íslenskrar mynd- listar (KÍM) kynnti á blaðamanna- fundi í gær nýtt fyrirkomulag við val á framlagi Íslands á Feneyjatvíær- inginn í myndlist. Breytingin felst í því að kalla eftir tillögum og er stefnt að því að velja úr innsendum tillögum þann listamann eða þá lista- menn sem verða fulltrúar í þjóð- arskála Íslands 2015. „Með þessu fyrirkomulagi er horf- ið frá því lokaða ferli sem hingað til hefur verið viðhaft við val á fulltrúa þjóðarinnar. Nú gefst fagaðilum inn- an myndlistarheimsins tækifæri til að koma á framfæri verðugum verk- efnum sem eru vel rökstudd og hafa burði til að vera landi og þjóð til sóma í alþjóðlegu samhengi tvíær- ingsins í Feneyjum,“ segir m.a. í til- kynningu frá KÍM. Á heimasíðu Kynningarmiðstöðv- arinnar má finna nánari upplýsingar um þær kröfur sem tillögurnar þurfa að uppfylla. KÍM hefur frá árinu 2007 haft um- sjón með verkefninu samkvæmt samningi við mennta- og menningar- málaráðuneytið. Undanfarin ár hef- ur fagráð KÍM staðið fyrir vali á full- trúa landsins og þar áður var það nefnd undir forystu forstöðumanns Listasafns Íslands. „Hið nýja fyr- irkomulag leysir fagráðið ekki af hólmi en mun aftur á móti veita mönnum tækifæri til að koma á framfæri verðugum verkefnum og taka þátt í ferli sem reynir bæði á listræna sýn og fagmennsku við framkvæmd. Það skal tekið fram að Kynningarmiðstöð íslenskar mynd- listar verður eftir sem áður ábyrgð- araðili skálans, annast alla umgjörð hans, kynningarmál og aðra fasta verkþætti. Fagráðið vinnur síðan úr þeim tillögum sem berast og er stefnt að því að ljúka ferlinu fyrir lok september nk. en frestur til að senda inn tillögur rennur út þann 1. sept- ember 2013,“ segir í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að það sé ósk mennta- og menningar- málaráðherra og stjórnar Kynning- armiðstöðvar íslenskrar myndlistar að þetta nýja fyrirkomulag megi verða til þess að efla íslenska mynd- list, opna umræðuna um það hver skuli vera fulltrúi þjóðarinnar, skapa tækifæri í myndlistarsamfélaginu og áhuga í samfélaginu í heild. Framlag Íslands valið með nýjum hætti Flísagólf Verk Katrínar Sigurð- ardóttur, en hún er fulltrúi Íslands í Feneyjum þetta árið.  Opnað fyrir umsóknir vegna Feneyjatvíæringsins 2015 „Mér þykir mjög vænt um þessa viðurkenningu,“ segir Hulda Jóns- dóttir fiðluleikari, sem í gær við há- tíðlega athöfn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hlaut styrk úr Minning- arsjóði um franska hljómsveit- arstjórann og Íslandsvininn Jean- Pierre Jacquillat. Þetta var í 22. sinn sem veittur er styrkur úr sjóðnum og nemur hann 750 þús- undum króna. „Minningarsjóður um Jean- Pierre Jacquillat var stofnaður árið 1987, tæpu ári eftir að Jacquillat lést í bílslysi í Frakklandi. Þá hafði hann nýlokið sex ára starfi sem að- alstjórnandi Sinfónuhljómsveitar Ís- lands. Stofnandi sjóðsins var fjár- mögnunarfyrirtækið Lind hf. sem var í eigu Samvinnubankans, Sam- vinnusjóðs Íslands og franska bank- ans Banque Indosuez en Jacquillat hafði átt vini í röðum stjórnar- manna,“ segir m.a. í tilkynningu frá sjóðnum. Hulda Jónsdóttir hóf nám í fiðlu- leik við Juilliard í New York árið 2009 þá aðeins 17 ára gömul og út- skrifaðist þaðan með BA-gráðu fyrr í sumar. Hún byrjar í meistaranámi í fiðluleik við sama skóla næsta haust. Aðspurð hvaða þýðingu styrkveitingin hafi segir Hulda ekk- ert launungarmál að hann komi að góðum notum enda séu skólagjöldin há. „Það hjálpar því allt til þegar maður er í dýru námi. Svo felst í þessu auðvitað góð viðurkenning á því sem maður hefur verið að gera og mikilvæg hvatning til að halda áfram á sömu braut,“ segir Hulda. Æfir 5-6 klst. á dag Spurð hvort styrkveitingin hafi komið sér á óvart svarar Hulda því játandi. „Enda vissi maður ekkert hversu margir væru að sækja um. Ég reyndi því bara að senda eins góða umsókn og ég gat,“ segir Hulda. Hún tók að sjálfsögðu lagið við afhendinguna í gær og mun koma fram a.m.k. tvisvar hérlendis áður en hún heldur út í haust. „Ég verð með einleikstónleika í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar þriðju- daginn 30. júlí og spila á kamm- ertónleikum í Salnum sunnudaginn 11. ágúst ásamt Ragnari bróður mínum sem leikur á selló og Jane Sutarjo sem leikur á píanó,“ segir Hulda og viðurkennir fúslega að hún æfi sig daglega til að halda sér í formi. „Ætli ég æfi mig ekki að jafnaði um fimm til sex klukkutíma á dag núna yfir sumartímann,“ seg- ir Hulda að lokum. silja@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Ánægð Hulda Jónsdóttir hlaut í gær styrk úr Minningarsjóði um franska hljómsveitarstjórann og Íslandsvininn Jean-Pierre Jacquillat. „Góð viðurkenn- ing og hvatning“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.