Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Page 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Page 9
16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Hádegisseðill • Mánudag til föstudags kl. 11.30-14.00 Njóttu þess að borða góðan mat í hádeginu Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur - Súpa dagsins með heimabökuðu brauði .......................... kr. 790 - Kjúklingasúpa með grænmeti, chilly og núðlum ........... kr. 1.290 - Sjávarréttasúpa Caruso................................................ kr. 1.350 - Kjúklingasalat m. hunangsgljáðum kjúklingastrimlum .. kr. 1.390 - Tómatsalat m. mozzarella og ruccolasalati í jurtaolíu .... kr. 1.250 - Salat Templada m. hvítlauksristuðum nautastrimlum .... kr. 1.650 - Caruso chef´s salat ...................................................... kr. 1.290 - Caruso kjötlasagna...................................................... kr. 1.390 - Spaghetti carbonara .................................................... kr. 1.390 - Hvítlauksristaðar risarækjur Risotto ............................. kr. 1.450 - Ferskasta sjávarfang dagsins ....................................... kr. 1.670 - Pítsa með tveimur áleggstegundum að eigin vali .......... kr. 1.390 - Pítsasamloka með kjúkling, pepperoni og salati ........... kr. 1.390 - Ristað lambafille með villisveppum og parmesan.......... kr. 2.890 - Blandaður ítalskur krapís með ávöxtum.......................... kr. 950 - Panna Cotta með ávöxtum og jarðarberjasósu................. kr. 950 Hjá okkur er alltaf notalegt bæði í hádeginu og á kvöldin Sjá sölustaði á istex.is Íslenska ullin er einstök Skoðaðu litaúrvalið í næstu verslun Dagmar Óladóttir er nýútskrifuð úr Austurbæj-arskóla, hæst í sínum árgangi. Auk þess aðútskrifast með eina hæstu einkunn frá skól- anum, 9,6 í meðaleinkunn úr tíunda bekk, er hún búin með 53 einingar í framhaldsskóla en hún lærði ballet og nútímadans. Hún hefur dansað síðan hún var fjög- urra ára. Kennarastarfið heillar Dagmar er strax búin að ákveða hvað hún muni taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ætlar hún í kenn- aranám. „Ég ætla að verða kennari í Austurbæjarskól- anum, í unglingadeildinni,“ segir hún ákveðin. Hún segist ætla að feta í fótspor kennara síns, Hörpu Rut- ar Hilmarsdóttur. „Henni finnst svo gaman að kenna okkur, það er svo greinilegt, mér finnst það svo heillandi,“ segir Dagmar. Það var erfið stund fyrir hana að kveðja gamla skólann sinn. „Ég fór bara að gráta, það var svo mikil tómleikatilfinning!“ Tími fyrir allt Félagslíf hefur ekki orðið útundan hjá Dagmar en hún hefur setið í nemendaráði Austurbæjarskóla og einnig í Kampsráði, sem sér um að skipuleggja skemmtanir í félagsmiðstöðvum Reykjavíkur. Dagmar tók líka þátt í Skrekk, hæfileika keppni nemenda í 8.-10. bekk, en skólinn hennar sigraði síðasta haust. Dagmar segist ekki eiga erfitt með að sameina námið, dansinn og fé- lagslífið. „Dansinn hjálpar mér að vera skipulögð, að hafa æft síðan ég var ung,“ segir hún. Hestar og börn Í sumar er Dagmar að vinna í Reiðskóla Reykjavíkur, fjórða sumarið í röð. Hún segir starfið vera ákaflega lifandi og skemmtilegt. „Það er æðislegt, hér fæ ég að sameina hestana og kennsluna, því ég fæ að kenna krökkum,“ segir hún brosandi. Punktur: Kvaddi gamla skólann sinn með tárum en heldur glöð inn í sumarið. KRAFTMIKIL UNG KONA Dagmar sameinar áhugann á hestum og að kenna börnum í sumarvinnu hjá Reiðskóla Reykjavíkur. Morgunblaðið/Styrmir Kári Dúx í dansi og hestum ÞRÁTT FYRIR UNGAN ALDUR HEFUR DAGMAR MÖRG JÁRN Í ELDINUM. HÚN ELSKAR AÐ DANSA OG KENNA BÖRNUM Í REIÐSKÓLA, EN HEFUR NÓGAN TÍMA FYRIR SKÓLANN OG FÉLAGSLÍFIÐ. HÚN ER ÁKVEÐIN Í AÐ VERÐA KENNARI Í FRAMTÍÐINNI EN NÝVERIÐ ÚTSKRIFAÐIST HÚN ÚR AUSTURBÆJARSKÓLA MEÐ 9,6 Í EINKUNN Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin aftur í ár eftir að hafa fallið niður í fyrra. Keppnin hefur verið haldin allar götur síðan 1950 að undanskildu árinu í fyrra. „Við erum búin að fá 640 skráningar [kl. 16 á föstudag]. Það fer allt í gegnum þetta forrit sem er á netinu,“ segir Íris Thelma Jónsdóttir sem hefur hjálpað til við að endurreisa keppnina. Ekki er víst að allir séu skráðir með keppni í huga. All- ar umsóknir eiga eftir að fara í gegnum síu. „Þetta er svolítið mikið miðað við að keppnin hefur verið í gangi í aðeins einn dag,“ segir Íris Thelma. Fjöldi fólks tilkynnti á samfélagsmiðlum í gær að það hefði skráð sig í keppnina, bæði karlar og konur. Sigríður Ingi- björg Ingadóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, er búin að skrá sig í keppnina sem og Guðrún Jónsdóttir forstöðukona Stíga- móta og Hildur Lilliendahl. „Öll þessi umfjöllun hefur bara hjálp- að okkur. Fólk veit af þessari keppni núna. Miðað við hvernig skráningin hefur farið af stað þá sýn- ist mér samt að minni hlutinn sé grín. Við höfum bara gaman af því,“ segir Íris. Fólk má hafa sínar skoðanir Rafn Rafnsson sem sér um framkvæmd keppninar segir að fólk megi alveg hafa sínar skoðanir á keppninni. „Við höfum verið stolt af okkar keppendum í gegnum tíðina og fólk má alveg vera á móti. Mér finnst allt í lagi að fólk hafi sínar skoðanir. Okkur finnst þetta frekar fyndið. Auðvitað er hægt að segja að skrokkakeppni sé úrelt en það er fullt af öðrum hlutum sem er verið að kíkja á. Þær sem hafa unnið í gegnum tíðina hafa gríðarlega fallegan persónuleika – fyrst og fremst. Hófí, Unnur Birna og Linda. Við tölum við þessar stelpur. Það er ekki bara horft á mynd af stelpunum á bikini og svo valið. Þetta snýst um meira,“ segir Rafn. Óvenju margar skráningar í Ungfrú Ísland Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er ein af okkar sigursælustu fegurðardrottn- ingum, varð bæði Ungfrú Ísland og Ungfrú heimur 2005.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.