Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Side 19
Peterhof er stórglæsilegur garður með fjölda gullhúðaðra gosbrunna sem Pétur mikli lét reisa. * Í haust verður þess minnst að 70 ár eru síðanÍsland og Rússland tóku upp stjórnmálasam-band. Í gegnum tíðina hafa verið mikil viðskipti milli landanna en nú fyrst gefst Íslendingum tæki- færi og komast til Rússlands í beinu flugi. 16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Nafn Péturs Óla Péturssonar þekkja flestir Íslendingar sem lagt hafa leið sína til St. Péturs- borgar. Pétur Óli kom fyrst til borgarinnar fyrir tæpum 18 ár- um og hefur búið þar að mestu síðan. Hann hefur rekið lítið útflutningsfyrir- tæki í St. Péturs- borg en fararstjórn og skipulagning ferða fyrir íslenska hópa hefur verið aukabúgrein hjá honum. „En nú er að verða breyting á því og í sumar fer mest af mínum tíma í leiðsögn og fararstjórn,“ segir Pétur Óli. Að hans sögn hefur orðið talsverð aukning íslenskra ferðamanna í sum- ar frá því sem verið hefur undanfarin ár. „Ég hygg að það sé sérstaklega vegna beina flugsins og einnig vegna þess að fólk fréttir af fegurð borgarinnar og hversu margt áhugavert er hér að sjá,“ segir Pétur Óli. Hópar hafa verið duglegir að sækja borgina heim og tveir kórar voru ein- mitt þar á ferð í vikunni, Átthagakór Strandamanna og Karlakór Keflavíkur. Kórarnir voru með konsert í sal Fílharmóníunnar að kvöldi 12. júní, sem er þjóðhátíðardagur Rússlands. Pétur Óli fagnar hverri heimsókn enda Íslendingar sem búa í borginni tald- ir á fingrum annarrar handar. Hann er því allt í öllu í Íslendingafélaginu. Mikil ánægja er með leiðsögn Péturs Óla enda þekkir hann hvern krók og kima í borginni og segir skemmtilega frá. Það getum við staðfest sem vorum þar á ferð á dögunum og nutum leiðsagnar hans. Hægt er að komast í samband við hann á netfanginu petur.oli.petursson@gmail.com. Ljósmynd/Guðjón Arngrímsson Þekkir hvern krók og kima Pétur Óli tekur á móti öllum hópum, stórum og smáum. Nýr dásamlegur sumarma tseðill! Opið til kl. 21 alla virka dag a. Sendum einnig í fyrirtæki Suðurland sbraut 12 l Sími: 557 -5880 l k ruska@kru ska.is l k ruska.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.