Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Síða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Síða 23
16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 ILLA FARNIR FÆTUR STJARNANNA Fyrrverandi kryddpían og tískuí- konið Victoria Beckham þjáist af afbrigði sem nefnist Hallux Val- gus. Það sem gerist er að stóri tábergsliðurinn, eða beinkúlan út frá stóru tánni, fer að ganga út. Beinkúlan fer að færast í átt að hinum fætinum en stóra táin sjálf færist í átt að litlu tánum. Þetta getur verið einstaklega óþægilegt, sér í lagi þegar beinkúlan fer að nuddast upp við skóinn og mynda núningssár. Háu hælarnir á hilluna Leikkonan Sarah Jessica Parker, sem fór með hlut- verk Carrie Bradshaw í hin- um vinsælu þáttum Sex and the City, er eflaust hægt að titla drottningu háa hælsins. Leikkonan er þekkt fyrir að valsa um á himinháum hælum við öll tæki- færi án þess að blása úr nös. Hún hefur hjálpað hönnuðum á borð við Manolo Bla- hnik og Jimmy Choo að verða að stór nöfn í skóbransanum en hún lofaði þá mikið í umræddum þáttum. Nú hefur komið á daginn að fætur leik- konunnar eru mjög illa farnir og er henni ráðlagt af lækni sínum að setja hælana á hilluna. Samkvæmt lækninum hef- ur brokkið á háu hælunum orðið til þess að glænýtt bein tók að myndast í fæti Parker, bein sem á alls ekki heima þar. Leik- konan gengur nú að- allega í flatbotna skóm en tekur þó hælana fram við sérstök tilefni, t.d. þegar rauði dregillinn kallar. Þ að er staðreynd að háum hælum fylgir kvenleiki og bera þeir gjarnan merki um íburð og þokka. Ásmundur Arnarsson, sjúkraþjálfari hjá Flexor, segir að fjöldi kvenna heimsæki hann reglu- lega vegna verkja í táberginu, stundum er hægt að tengja þessi vanda- mál við háhælaða skó, en alls ekki alltaf. „En það eyk- ur auðvitað líkurnar á fram- tíðarvandamálum verulega að ganga mikið á háum hæl- um,“ segir Ásmundur. Hann segir háhælaða skó setja þrýsting á liði sem eru ekki gerðir til þess. Oft byrji þetta með smá bólgum sem þróast síðan út í slæmar breytingar á liðum, skekkjur og kreppur sem verða vandamál þegar fram í sækir. Það er ljóst að vandamálin sem geta fylgt notkun hárra hæla eru ansi víðtæk, enda breyta þeir allri líkamsstöðunni. Álagið á hnén breytist og staðan á mjöðmunum breyt- ist og þar með leiðir það einnig upp í bak, sem er mjög algengur kvilli. Það er ekki jafnvægi á líkamanum nema að fóturinn sé flatur. Margar konur eru þó duglegar að þramma um á háu hælunum og það skiptir oft litlu máli þótt verkir í táberginu láti kræla á sér. Níu af tíu upplifa vandamál „Fyrir þær sem ganga mikið í hælum er allt- af önnur staða á kálfahálsinum og smám saman styttir þetta kálfavöðvana,“ segir Ás- mundur. „Hingað til mín koma konur sem hreinlega geta ekki verið í flatbotna skóm, þær geta ekki staðið eðlilega á gólfinu vegna þess að það hafa orðið svo miklar styttingar í kálfum og hásinum.“ Þetta eru auðvitað ekkert voðalega góðar fréttir fyrir flestan kvenpeninginn enda margar konur forfallnir skóunnendur. Að- spurður hvort hófleg notkun sé í lagi segir Ásmundur að það mætti alveg orða það svo, bara svona til þess að ná einhverju jákvæðu fram um hælaskóinn. „En er ekki bara spurning um að reyna nýtt tískutrend fyrir konur, svo að þær þurfi ekki að þjást svona.“ Nýleg könnun hefur sýnt að háhælaðir skór valda konum óþægindum og geta leitt til varanlegra meiðsla. Á bakvið könnunina stendur erlendur snyrtiskóli og ýmsir fóta- sérfræðingar. Í könnuninni kemur fram að margar konur velja fallegt skópar frekar en heilbrigða fætur. Það er því nokkuð ljóst að konur sem klæðast háum hælum eru að setja líkama sinn í ákveðna hættu í nafni tísk- unnar. Könnunin sýnir fram á að níu af tíu konum hafa upplifað einhverskonar vandamál eftir notkun hárra hæla og að það getur leitt til alvarlegra meiðsla að troða sér í of litla skó. Um þær sem eru tregar til að láta sér segjast á hið erlenda orðatiltæki „beauty is pain“ ágæt- lega við í þessu tilviki. MARGAR KONUR GETA EKKI STAÐIÐ EÐLILEGA EFTIR MIKLA NOTKUN HÁRRA HÆLA SEGIR SJÚKRA- ÞJÁLFARI. MIKIÐ ÁLAG Á TÁBERGIÐ GETUR LEITT TIL VARANLEGRA MEIÐSLA. STÓRSTJÖRNUR HAFA NEYÐST TIL AÐ LEGGJA HÆLANA TIL HLIÐAR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is „Ég veit ekki hver fann upp hæla- skó, en allar konur eiga viðkom- andi margt að launa,“ sagði Mari- lyn Monroe forðum daga. HÁIR HÆLAR HÆTTULEGIR Háski í nafni tískunnar Ásmundur Arnarsson Sarah Jessica Parker Sarah Jessica Parker og Victoria Beckham í vanda vegna hælanna Hér sjást afleiðingar Hallux Valgus. Victoria Beckham

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.