Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Síða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013 Græjur og tækni E f að líkum lætur, hafðir þú aldrei heyrt minnst á Edward Snowden fyrir tveimur vikum síðan. Undanfarið hefur nafn hans og mynd þó prýtt nánast hvern ein- asta fréttamiðil hins vestræna heims í tengslum við upplýsingar um persónunjósnir bandarískra stjórnvalda sem hann kom í hendur fjölmiðla. Þann 7. júní síðastliðinn birtust fréttir af því í fjölmiðlum beggja vegna Atlantsála að Örygg- isstofnun Bandaríkjanna (National Security Agency – NSA) hefði síðan 2007 stundað umfangs- miklar persónunjósnir í gegnum svokallaða PRISM upplýs- ingatækni. Eftir því sem næst verður komist gerir PRISM starfsfólki NSA kleift að safna gögnum með því að tengjast vefþjónum nokkurra af stærstu þjónustuveitum internetsins, svo sem Microsoft, Google, Apple, Facebook, Yahoo, Skype og fleiri. NSA getur þannig haft aðgang að tölvupósti, leitarsögu, spjalli, myndböndum og netsímasamtölum og ljósmyndum þeirra sem versla við þessar þjónustuveitur, jafnvel í rauntíma. Slíkt myndi gera NSA mögulegt að fylgjast með gífurlegum fjölda netnotenda, þar sem þessar þjónustuveitur halda utan um stærstan hluta starf- rænna samskipta í heiminum. Þessar upplýsingar hafa vakið talsverða reiði í Bandaríkjunum, en þar þykir mörgum sem stjórnvöld séu komin út á ansi hálan ís við söfnun upplýsinga. Samkvæmt stjórnarskrá Banda- ríkjanna er stjórnvöldum þar í landi óheimilt að stunda slíkt eft- irlit með borgurum landsins nema rökstuddur grunur um af- brot, og dómsúrskurður þar um, liggi að baki. PRISM sækir hins vegar lagastoðir sínar í lög frá árinu 2007 sem nefnd eru Pro- tect America Act (Lög um vernd Bandaríkjanna), og viðbætur frá 2008 við svokölluð FISA lög (Foreign Intelligence Surveillance Act) frá 1978 um söfnun upplýs- inga frá útlöndum, sem veita stjórnvöldum heimild til þess að fylgjast með erlendum ríkisborg- urum án dómsúrskurðar. Með viðbótum við FISA lögin árið 2008 fengu stjórnvöld einnig leyfi til þess að fylgjast með sam- skiptum erlendra aðila við banda- ríska ríkisborgara í allt að eina viku án þess að dómsúrskurður kæmi til. Samkvæmt lögunum er þó óheimilt að beita þeim vísvit- andi til þess að fylgjast með bandarískum ríkisborgurum sér- staklega. Verðmæt upplýsingaveita Öryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hefur haldið því stað- fastlega fram að PRISM sé ein- ungis notað til þess að fylgjast með óvinum ríkisins erlendis, einkum erlendum hryðjuverka- mönnum, og brjóti hvorki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna né lögum landsins. Starfsemin sé undir eftirliti sérstaks FISA dómstóls sem starfi fyrir luktum dyrum, en meti hvort eftirlitið sé í samræmi við áðurgreind lög. Þá sé þess gætt að reyna að halda upplýsingasöfnun um bandaríska ríkisborgara í lágmarki. Í yfirlýs- ingu frá NSA vegna málsins seg- ir að PRISM sé árangursríkasta eftirlitstól sem þeir hafi yfir að ráða, og hafi skipt sköpum í AFP UMTALAÐASTI MAÐUR VIKUNNAR Stóra bróður sprettur grön Í KJÖLFAR UPPLJÓSTRANA EDWARDS SNOWDENS UM UPPLÝSINGASÖFNUN BANDARÍSKRA STJÓRNVALDA HEFUR VAKNAÐ MIKIL UMRÆÐA UM HVE LANGT STJÓRNVÖLDUM ER HEIMILT AÐ GANGA Á RÉTT BORGARA TIL FRIÐHELGI. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Íbúi Hong Kong sýnir stuðning sinn við Edward Snowden, fyrrverandi starfsmann bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Edward sagði frá því í viðtali við útbreiddasta dagblað Hong Kong að Bandaríkjamenn hefðu fylgst með tölvukerfum Kínverja um árabil. arahúsið stendur langt út frá eyranu, en það er til að koma hátöl- urunum sem best fyrir og aðeins framan við eyrað til að gera hljóminn náttúrulegri sem gengur og vel upp – ég hef ekki heyrt betri hljóm í heyrnartólum svo mikið er víst. Þegar fólk metur hljómgæði í heyrnartólum vilja menn einblína á bassann, enda erfitt að ná góðum bassa með hátölurum sem eru á stærð við tíkall. Það er þó meira sem skiptir máli því framleiðendur eiga það til að fórna tærleika til að ná meiri botni og iðulega verður miðjan sull þó að botn og toppur séu nálægt því að vera í lagi. HD 800 heyrnartólin eru frábærlega náttúruleg, hljómur tær á öllum sviðum hvort sem það er grenjandi svartmálmskeyrsla, pí- anóæfing eftir Debussy eða þungur reggítaktur the Con- gos. Ef maður hefur á annað borð það mikinn áhuga á hljóm að fest eru kaup á dýrum heyrnartólum, Senn- heiser HD 800 kosta 179.990 kr. í Pfaff, fær maður sér magnara til að knýja tólin og hann þarf ekki að vera dýr, meira að segja tiltölulega ódýr heyrn- artólamagnari getur gert kraftaverk, enda hafa spilastokkar og símar ekki kraftinn (spennuna) sem þarf til að knýja gæðaheyrnartól. Í því eins og í svo mörgu gildir þó að það borgar sig oft mikið að borga meira. Vasadiskó og ferðageislaspilarar og spilastokkar og svo framvegisbreyttu öllu – nú eiga allir heyrnartól og áhugi fyrir þeim fer sístminnkandi sem sjá má meðal annars á því að heyrnartól eru orð- in tískuvara – sjáið bara Beats-heyrnartólin út um allt í óteljandi skær- um litum. Sennheiser hafa löngum ver- ið í hávegum hjá þeim sem hafa mikinn áhuga á hljómgæðum og nokk- ur af bestu heyrnar- tólum sem ég hef átt í gegnum árin hafa ein- mitt verið Sennheiser, ýmist til að hafa á eyr- unum í vinnunni, á ferð og flugi, eða til að geta spilað hátt í græjunum heima. Allt kallar það á mismunandi gerðir, eftir því sem leitað er að hverju sinni, en þegar hljómurinn er í aðalhlutverki toppar ekkert Sennheiser HD 800. HD 800 eru nýleg heyrnartól frá Sennheiser og þau bestu (og dýrustu) sem fyrirtækið býður í dag. Þau eru opin heyrnartól og vekur strax athygli hvað hátal- NÁTTÚRLEGA BESTI HLJÓMURINN SÚ VAR TÍÐIN AÐ MAÐUR SÁ EKKI HEYRNARTÓL NEMA HJÁ NÖRDUM SEM VERULEGAN ÁHUGA HÖFÐU Á TÓN- LIST OG ÞAÐ VORU ÞÁ YFIRLEITT FRAMÚRSKARANDI RÁNDÝR TÓL – OFTAR EN EKKI SENNHEISER. Græja vikunnar * Gallinn við svo góð heyrn-artól eru svo þau að líklega mun margur hissa sig á því hve sumar plöturnar í mp3-safninu hljóma illa – oftar en ekki eru menn nefnilega að eyðileggja músíkina þegar 1.411,2 kílóbitum er þjapp- að niður í 320 eða jafnvel minna (tónlist á geisladisk verður að mp3-skrá). * Þó þau séu rífleg um sig eruheyrnartólin ekki nema 330 grömm og hönnunin dreifir þung- anum vel svo ekki verður maður þreyttur á að hafa þau á kollinum. Snúran er svo sérkapítuli út af fyrir sig eins og svert snúið lakkr- ísrör með taukápu. ÁRNI MATTHÍASSON * Til að fá full gæði út úr tól-unum borgar sig að nota sér- stakan hátalaramagnara eins og til að mynda SPL Auditor 120 V sem skilaði frábærum árangri. Senn- heiser framleiðir reyndar sér- stakan magnara fyrir HD 800, en hann hefur ekki fengist hér. SPL magnarinn kostar 139.900 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.